Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 35

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 35
Stórbruni á Oddeyri Að kvöldi hins 18. október 1906 verður stórbruni á Akureyri og að þessu sinni eru það 7 hús á Oddeyrinni sem brenna. Alls misstu 79 manns heimili sín og má afþví sjá að víða bjuggu margir í sama húsi. Varð þessi bruni til þess að þœr raddir urðu œ hávœr- ari að hœtta skyldi byggingu timb- urhúsa en þess í stað huga að byggingu húsa úr steinsteypu ogfá hjálp erlendis frá þar að lútandi. Tvö af veglegustu húsum bæjarins brunnu í eldsvoðanum, hús Jósefs Jónssonar og hús Hall- dórs Jónssonar. Einnig brann geymsluhús Sigurðar Bjarnason- ar, vélbátur hans, hús Kolbeins Árnasonar, hús Magnúsar Blöndals, vörugeymslur hans og hús Davíðs Ketilssonar. Eldurinn var kominn að Gler- árgötu, sem var mjó gata, og var nú allt kapp lagt á að verja húsin handan hennar. Það tókst og hjálpaði breytt vindátt þar til, en eíla hefði nær öll Oddeyrin brunnið. Bæjarstjórn Akureyrar efndi til samskota til hjálpar þeim sem misstu aleiguna í brunanum og bárust margar höfðinglegar gjafir. Til dæmis gaf Túliníus kaupmaður 50 krónur og héraðs- læknirinn á Siglufirði lét 30 krón- ur af hendi rakna. SS * ★1988 ★ Komið í hinn glæsilega sýningarsal okkar og ræðið við sölu- mennina um nýjungar í Mitsubishi bílunum. Þar eru allir aukahlutir innifaldir í verðinu. ★ Nú er meira áríðandi en áður að kaupa réttu bílana, landið er að fyllast af bílum og endursalan verður sífellt erfiðari. Notaðir Mitsubishi bílar stoppa sjaldnast lengi á bílasölunum - spyrjið fagmennina. ★ Verið velkomin í Bílasalann að Tryggvabraut 10 - Við tökum vel á móti [hjhekiahf ■ ■WlMwl 91« Tryggvabraut 12. Box 51 Telex 2337.600 Akureyri. UaMgard^gur^O^ágúst. .19.87 DAGUR-35 nu^u — -PO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.