Dagur


Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 21

Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 21
Akureyri 125 ára Templarar reistu Samkomuhúsið sem er ein tígulegasta bygging bæjarins í dag. Mynd: RPB Upphaf leiklistar á Akur- eyri má rekja til danskra kaupmanna á 19. öld, en Danir gerðu marga góða hluti í kaupstaðnum og ekki hœgt að álasa þeim fyrir þá sök eina að vera ekki íslendingar. í fyrstu var leikið á dönsku, en það kom ekki að sök því allir bœjarbúar skildu málið mœta vel. Talið er að fyrsta leiksýning á Akureyri hafi verið þann 18. nóvember 1860 og var hún endurtekin 27. desember. Sýning- arnar voru til ágóða fyrir fátæka, eða eins og auglýst var: „Til Fordeel for Öefjords Byes Fattige.“ Verslunarstjórarnir Bernhard Steincke, E. Möller og Páll Johnsen léku í þessum sýn- ingum ásamt Thorarensen lyf- sala, Finsen lækni, konu hans Sophie, Möllersdætrum og fleir- um. Comedíufélagið var starfandi á Akureyri í kringum 1864 og 1870-1880 stóð Gleðileik j afélagið fyrir sýningum. T.a.m. er þess getið að árið 1873 hafi verið hald- in tombóla og sýndir sjónleikir til hagnaðar fyrir kirkjuna. Formað- ur Gleðileikjafélagsins var Jakob Havsteen, en brátt kom Páll Árdal, leikarinn og leikritaskáld- ið, til sögunnar og skipaði sér í raðir frumkvöðla þessarar list- greinar á Akureyri. Árið 1876 er enn talað um tombólu og sjónleiki, en árið eftir voru Útilegumennirnir (Skugga- Sveinn) eftir séra Matthías Jochumsson sýndir við mikla hrifningu. Þá er talið að leikrit Holbergs, Jeppi á Fjalli, hafi ver- ið sýnt á Akureyri fyrir 1880. Á níunda áratugnum var félag- ið Gaman og alvara stofnað og stóð það fyrir sýningum á tveim- ur sjónleikjum árið 1884 og voru þeir báðir eftir séra Matthías, Vesturfararnir og Þjóðviljinn (Hinn sanni þjóðvilji). Enn eitt Upphaf leiklistar á Akureyri it Matthíasar Helvi rnaari rs=s=dnBEBSSSSS Jóhann Ögmundsson, góðkunni. leikarinn leikrit Matthíasar, Helgi magri, var sýnt 1890. Ef nefna ætti fleiri nöfn en áður hafa verið nefnd koma upp í hugann þau Anna Schiöth, Svava Jónsdóttir, Einar Kvaran, Jónas Jónasson prestur á Hrafnagili og Valdimar Hallgrímsson, en þetta fólk ásamt samherjum st'num lagði grunninn að leiklistarlífi á Akureyri. Leikfélag Akureyrar Árið 1902 lét Góðtemplarareglan á Akureyri reisa hús á lóðinni Hafnarstræti 57. Þetta hús stóð aðeins til ársins 1906 en þá var templurum heimilað að byggja nýtt hús á lóðinni og mun stærra. Þetta var Samkomuhúsið og var það reist á hálfu ári af smiðunum Guðbirni Björnssyni og Guð- mundi Ólafssyni. Húsið var vígt 23. janúar 1907 og átti því 80 ára afmæli á þessu ári. í Samkomuhúsinu var dansað, leikið, haldnar fimleikasýningar auk þess sem templarar héldu þar fundi sína. Þetta var aðalsam- komustaður bæjarbúa og vissu- lega skref fram á við fyrir leiklist- ina sem áður var á borð borin í pakkhúsum, sláturhúsi, salthúsi og jafnvel í lýsisbræðsluhúsi áður en eldra samkomuhúsið kom til sögunnar um aldamótin. Þáttaskil urðu í sögu Samkomu- hússins árið 1916 en þá keypti bæjarsjóður Akureyrar húsið af Góðtemplarareglunni. Leikfélag Akureyrar var síðan stofnað þann 19. apríl 1917 og er því 70 ára um þessar mundir eins og flestum hlýtur að vera kunnugt. Fyrstu árin var leiksviðið í Sam- komuhúsinu lýst upp með kerta- ljósum, síðan lömpum en raf- magn kom ekki í húsið fyrr en 1922. Stofnun Leikfélags Akureyrar markaði tímamót í sögu leiklistar í bænum og ekki síður voru það markverð tímamót er félagið varð atvinnufélag. Áður þurftu leikararnir að leggja á sig gífur- lega sjálfboðavinnu, æfa á kvöld- in eftir vinnu, drifnir áfram af Frá vinstri: Páll Vatnsdal, Hallgrímur Sigtryggsson, Jóhann Kröyer, Gísli R. Magnússon, Sigtryggur Þorsteinsson, Konráð Jóhannsson, Halldór Ólafsson. Framar: Álfheiður Einars- dóttir, Jóhannes Jónasson, Eva Pálsdóttir. Á myndina vantar sjálfan Skugga-Svein, Jón Steingrímsson. Úr þessum leikhópi komu nokkrir helstu hvatamenn að stofnun LA 1917. (Dagur 1987) brennandi áhuga og krafti. En uppskeran? Jú, uppskeran var yfirleitt fólgin í þakklæti áhorf- enda, þeirri sælutilfinningu að leggja sig allan fram og fá hrós fyrir. Góðar viðtökur hljóta að hafa veitt leikurunum næringu, a.m.k. andlega. Einnig kom það fyrir að þeir fengu hlutdeild í ágóða sýningar, ef einhver var. „Petta er hneyksli“ Áhugaleikhúsum fylgir sérstakur andi og þar er varla tekið eins hart á mistökum eins og hjá atvinnuleikhúsi, hvort sem mistökin eru hjá leikurum eða áhorfendum! Við skulum í lok þessarar stuttu yfirferðar um upphaf leiklistar á Akureyri líta á eitt brot úr minningum leikstjór- ans, leikarans og söngvarans Jóhanns Ögmundssonar. (Erling- ur Davíðsson skráði, Skjaldborg 1981): „í mörgum hlutverkum lék ég, en þó ekki sérstaklega eftirminni- legum fram til ársins 1949 og 1950 er við lékum Uppstigningu eftir Sigurð Nordal. Búið var að sýna þetta leikrit í Reykjavík og fram að síðustu sýningu vissi eng- inn eftir hvern leikritið var. En grunur lék á, að einhver hátt sett- ur maður og vel menntaður hefði samið verkið og þess vegna, ef til vill, voru leikdómarar mjög varkárir í ummælum sínum um leikritið sjálft og fóru í því efni með löndum, eins og þeir væru feimnir. Það var gaman að leika í þessu leikriti, sem á þeim tíma var talið mjög frumlegt. Guðmundur Gunnarsson lék prestinn sem gerði uppsteit og neitaði að leika lengur. Ég lék leikhússtjórann, sem varð ekki um sel, kom inn á sviðið og sagði: „Nei heyrðu nú, Guðmundur Gunnarsson“. Allir héldu auðvitað að mér hefði orðið á hrapallegt mismæli og heyrðist kurr í salnum, en ekki nóg með það. Sem leikhús- stjóri í leiknum varð ég að fara fram fyrir tjald og afsaka, að því miður hefði aðalleikarinn neitað að leika lengur og því yrði að sleppa hluta úr þættinum og öðr- um þætti heilum. Einum leikhúsgesti varð að orði um þessa sýningu: „Þetta er hneyksli“. Hann bætti því við að allir leikararnir hefðu auðvitað verið fullir og hefðu svo misst Jóhann Ögmundsson fram fyrir tjald til að afsaka mannskapinn. Annað eins væri til skammar. Eitt hlutverkið var sjálfur „hæstvirtur höfundur“. Honum var heldur ekki rótt og lét þau orð falla, að margt fólk í salnum væri auvirðulegt, t.d. konan sem sæti á sjötta bekk, í áttunda sæti. Þessi kona reis þá úr sæti og sagði um leið að það væri til skammar að þurfa að verða fyrir slíku og að leikararnir væru að svívirða sig. Hún hefði keypt sig inn en nú færi hún og væri ákveðin í að kæra þetta. Það var upplit á fólk- inu í salnum í hvert sinn og þetta kom fyrir, en við skemmtum okkur vel við þetta bak við tjöldin! Konan á sjötta bekk var ævinlega Margrét Steingríms- dóttir.“ (bls. 146-147) SS Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUR-21*

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.