Dagur - 29.08.1987, Side 15

Dagur - 29.08.1987, Side 15
Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson. Nöfn þessara þjóðskálda og heiðursborgara eru ná- tengd Akureyri og bera œgishálm yfir önnur Ijóð- skáld sem þar hafa átt heima. Gjarnan er talað um að Akureyri hafi verið rík afskáldum og afþeim sem rituðu óbundið mál er Jón Sveinsson, Nonni, sá sem mest hefur aukið hróður kaupstaðarins. Þessir andlegu leiðtogar eiga það sameiginlegt að nöfn þeirra eru á hvers manns vörum þegar rœtt er um Akureyri og húsa- kynni þeirra; Nonnahús, Davíðshús og Sigurhœðir, eru musteri skáldanna, varðveitt til að helga minn- ingu þeirra og standa fróðleiksþyrstum almenn- ingi til sýnis. Vissulega hafa skáld komið úr röðum Akureyringa og nærsveita- manna eða komið þangað og haft þar viðdvöl til lengri eða skemmri tíma. Sjálfsagt finnst heimamönnum það sjálfgefið að skáldin horfi á Akureyri og Eyjafjörðinn í rósrauðum bjarma því óneitanlega er náttúrufegurð- in fyrir hendi. En þótt fegurðin sé fyrir hendi dæma skáldin, líkt og aðrir menn, byggðarlögin gjarn- an eftir því hvernig búið er að þeim og hvernig þeim líkar dvöl- in þar. Vitanlega eru allir ekki jafn ánægðir með hlutskipti sitt en lítum nú á nokkur dæmi um það hvernig Akureyri lítur út í augum skálda. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi (1895-1964), hið ástkæra skáld Eyfirðinga og þjóðarinnar, virðist ekki hafa haft mikla þörf fyrir að yrkja lofbrag um kaup- staðinn Akureyri og raunar harmar hann það að hafa ekki getað elskað Eyjafjörð nógu heitt en hann viðurkennir fegurð hans: Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér, sögur og ævintýr. Mild ertu móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. Pó finnst mér ást mín öll, unaður minn og þrá tengd við hin fögru fjöll, fjörðinn og sundin blá. Hvar sem ég flótta fer friðlaus um ókunn lönd, bið ég til bjargar þér, blessaða Galmarsströnd. (Sigling inn Eyjafjörð) Káinn, Kristján Níels Júlíus Jónsson (1860-1936), fæddist á Akureyri en fluttist til Vestur- heims 1878 og bjó í Norður-Da- kota frá 1893. I Eyfirðingabók séra Benjamíns Kristjánssonar segir að Káinn, eða K.N., hafi unað lífinu vel úti enda hefðu Dakota-byggðirnar verið með blómlegustu byggðum íslendinga í Vesturheimi. „Þessar byggðir Matthías Jochumsson. elskaði hann næst íslandi. Og þegar um það var rætt, hvort flytja skyldi hann andaðan og jarða meðal ættingja í Winnipeg, þá varð niðurstaðan sú, að í þess- ari sveit mundi hann helzt vilja bera beinin meðal svo margra vina, fyrst sú óskin fékk ekki að rætast, sem fram kemur í þessari kunnu vísu: Kæra foldin kennd við snjó, hvað ég feginn yrði, mætti holdið hvíla í ró heima í Eyjafirði. “ (Eyfirðingabók II bls. 176) Heiðrekur Guðmundsson er fæddur á Sandi í Aðaldal 1910 en fluttist til Akureyrar 1930. í for- mála að bókinni Mannheimar, sem kom út hjá Almenna bóka- félaginu 1983, skrifar Gísli Jóns- son eftirfarandi um tengsl skálds- ins við Akureyri: „Heiðrekur Guðmundsson hefur ekki gróið eins vel við Akureyri og reynivið- urinn sem hann hefur ræktað á saltstrokinni eyrinni. Akureyri hefur ekki verið rífleg fóstra við þennan skáldgest sinn. Nema þá of seint. Viðkvæmni sína og róm- antíska ást til æskustöðvanna kann hann manna best að brynja: Lát heldur næða mér á móti svalt, svo minning þessi verði ekki sár. Hér fá ei lengur friðland mínar þrár. Ég fer á brautu eftir stundarbið. Draggráa þoku á meðan yfir allt, svo öðlazt geti ég ró og vinnufrið. “ (Bæn um frið) (Tilv. Mann- heimar bls. 9) Frændi Heiðreks, Bragi Sigur- jónsson, en þeir eru bræðrasynir, er fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal en hefur búið á Akur- eyri um langt skeið. Hann kann að.meta fegurð bæjarins eins og ljóðið Haustnótt á Akureyri ber með sér: Flauelsmjúk ský eru á ferð yfir Garðsárdalinn, um flosofna bliku í suðri hlæjandi máni gægist og bregður litrófi um Ijósofinn dúk. En höfug og Ijúf af hlýindum suðlægrar áttar fer haustnóttin yfir, gengur döggskóm um túnin og dokar í skugga við dimmleitan Öxnafellshnjúk. Dökkur og sléttur sem demantur fægður er sjórinn, deplaður bliki einnar og einnar stjörnu og silfraður glömpum, er gægist tunglið um ský. En götuljós bæjar speglast á höfði sem hafi hundruðum kyndla verið stungið í Pollinn og brenni þar kyrrir og botnfastir vatninu í. Dimmbláu rjáfri halda Súlur á herðum. Heiðin er þögul og myrk undir slútandi brúnum. Byggðina dreymir í djúpri friðsælli ró, á meðan eyktarlaus tíminn talar til jarðar úr takmarkalausu rúmi ókenndra sviða ofan af himni, utan frá stjarnanna sjó. Kristján frá Djúpalæk er fæddur árið 1916 að Djúpalæk í Skeggja- staðahreppi, Norður-Múlasýslu. Kristján hefur búið lengi á Akur- Óvenjulegt sjónarhorn af skáldabænum Akureyri. (Myndas. Dags) Akureyri 125 ára Davíð Stefánsson. eyri og hann slær á svipaða strengi og Bragi í ljóðinu Hugsað til Akureyrar: Norðanlands skarta fjöllin með fjóluslæðum, falla ár niður dalinn í silfurstrengjum. Mannshjartað fagnar önn á miði og engjum, angan í lofti, hljómar af þakkarkvæðum. Stærsti og fegursti bærinn er Akureyri, og ilmur er hvergi meiri. Skrúðgarðar þínir, skólar og menntabragur, skapa þér frægð um byggðir og héraðslotning. Sumarlangt ertu hin sjálfkjörna blómadrottning Sóleyjarbarna. Vor þitt er nóttlaus dagur. Kristján frá Djúpalæk. Fegurðin blundar í fjarðar- vogunum þínum og fjallanna mjúku línum. Göngum við ofan Oddeyri seint að kveldi, undur þá birtast í fegurð og litavali. Blámóða sveipar byggðina, fjöll og dali, baðast snævangar Kaldbaks í sólareldi. Ljósin speglast blágræn og rauð á bárum, og bátur fer þar á árum. Rauðar í skriðum Súlur í vestri vaka, verksmiðjureykir byrgja í norður skyggni. Pjóðvegur enn er Eyjafjörðurínn lygni. Allir, sem kveðja, horfa með þrá til baka. Mínum hug ertu bær hins eilífa, bláa, og borg hinna grænu trjáa. Yndi, sem verður aldrei mælt eða vegið, auð, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, góðkvelda þinna, hefi ég að mér andað, afþérí veganesti tilminja þegið. Blessun þú gafst mér hins brennandi sára trega, og brosið þitt unaðslega. Næst ber okkur niður hjá Páli J. Árdal (1857-1930). Hann fæddist á Helgustöðum í Eyjafirði og settist að á Akureyri 1883 þar sem hann bjó til æviloka. Við birtum hér kvæðið Hafnarbryggj- an en því fyigir dálítill skýringar- texti: „Árið 1905 vargerð hafnar- bryggja á Akureyri. Bygginga- meistarinn hjet Olsen, danskur maður. Ellefu klukkustundum eftir að bryggjan var fullger, hrundi hún og steyptist í sjóinn. Olsen sagði að marbakkinn hefði sprungið fram.“ (Ljóðmæli - gömul og ný, Ak. 1923, bls. 117). Hjer var staurabryggja bygð, bæjar mesta prýði. Ellefu stundir stáli trygð stóð sú listasmíði! Bakkans kraftur staurum steypti, stökk í sundur alt og hrundi. Olsen gapti og andann gleypti eins og hundur móður af sundi. Til gamans látum við vísuna Blaðið fljóta með og vonum bara að hún hafi verið ort áður en Dagur hóf göngu sína: Víst mun þetta veslings blað verða lítt til þrifa. Furðu svipað finst mjer að fjandinn mundi skrifa. Ég vona að á engan sé hallað þó að ég láti séra Matthías Jochums- son slá botninn í þessa stuttu yfir- ferð um Akureyri í augum skálda. Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist að Skógum í Þorskafirði. Hann ferðaðist mik- ið og bjó víða. Hann var prestur á Akureyri á árunum 1887 til 1900 og bjó þar áfram til æviloka. Akureyri fær fögur ummæli frá skáldinu eins og þetta brot úr ljóðinu Akureyri ber með sér: Heil og blessuð, Akureyrí, Eyfirðinga höfuðból! Fáar betri friðarstöðvar fann ég undir skýjastól: hýran bauðstu börnum mínum blíðu-faðm og líknar skjól. Pú átt flest sem friðinn boðar, fjarðar drottning mild og holl, vefur grænum fagurfaðmi fiskiríkan silfur-„poII“, en í suðrí Súlur háar sólargeislum prýða koll. Skrúðaveggur Vöðluheiðar verndir að þér betri hlið; ramlegt fjall með reknar herðar reisir gafl við hánorðríð; út og suður svcitaraðir sumargrænar taka við. Önnur hönd þín, Eyrin breiða, afli Ránar bendir mót; Ægir flanar hrár og harður, horfir fyrst á blíða snót, hrekkur svo við hjarta lostinn, hlær og sofnar við þinn fót. Pú ert ung og ör í skapi, áfram vilt, en skortir margt: Frjálsir menn, erfremdum unna, færi þig í gull og skart! Pú munt vaxa, þú munt sigra; þó að stríðið verði hart. Lifðu blessuð, Akureyrí! Auðnu- við þig leiki -hjól, þó að tímans stríð og stormar sturli lýð og byrgi sól. Blessi þig með börnum þínum blessan Guðs og líknarskjól! Já, kaupstaðurinn Akureyri er ungur þegar séra Matthías semur þetta ljóð 1890 og skortir margt eins og segir í ljóðinu. Ósk Matt- híasar til Akureyrar er þessi: „Frjálsir menn, er fremdum unna,/ færí þig í gull og skart!“ Þarna minnir skáldið á frelsið; ísland fyrir íslendinga. Og hvort mun það ekki hafa gengi eftir sem séra Matthías segir: „Pú munt vaxa, þú munt sigra jþó að stríðið verði hart. “ SS Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUR-15

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.