Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 16
Akureyri 125 ára Flestar kœrurnar vegna ölvunar Yfirlit yfir kærur til embættis bæjarfógeta á Akureyri og sýslumannsins í Eyjafjarðar- sýslu 1961: 1. Ölvun á almannafæri 351 2. Ölvun í heimahúsum 14 3. Ölvun við akstur 26 4. Bifreiðaárekstrar og bifreiðaslys 195 5. Önnur umferðabrot 320 6. Þjófnaðir og skyld brot 50 7. Líkamsáverkamál 9 8. Áfengissala 4 9. Brot á lögum um þjóðskrá 70 10. Brot á veiðilögum og reglu- gerð um meðferð skotvopna 17 11. Vegna ágangs búfén. 12 12. Afbrot barna 14 13. Skemmdir á eignum 33 14. Óhlýðni við lögreglu 9 15. Landhelgisbrot 5 16. Brot á dýraverndunarlögum 2 17. Tolllagabrot 3 18. Rannsóknir vegna slysa, dauðaslysa og bruna 13 19. Ýmis lögreglusamþykktar- brot 38 20. Lögræðissviptingamál 2 21. Vegna brota á iðnlöggjöf 6 Dagur 10.01.1962 Óvenju glæsileg iðnsýning Síðdegis í gær var iðnsýning opnuð í Amarohúsinu. Mun það glæsilegasta iðnsýning, sem haldin hefur verið hér á Iandi, en áður hafa verið haldnar mjög myndarlegar sölusýningar. Á 5. hæð sýna þessi fyrirtæki: Gefjun, Saumastofa Gefjunar, Hekla, Iðunn, Skógerðin, Sjöfn, Flóra, Smjörlíkisgerð KEA, Mjólkursamlagið, Kaffibrennsl- an og Pylsugerð KEA. Á 6. hæð sýna: Valbjörk, Speglagerðin, Ámaro, Dúka- verksmiðjan, Töskugerðin Glitbrá, Prentverk Odds Björns- sonar, Vinnufatagerðin Burkni, Linda, Efnagerð Akureyrar, Iðja, Hegri, Ofnasmiðjan, Niðursuðuverksmiðja Kr. Jóns- sonar & Co., Jón M. Jónsson, Loreley, ískex og Bólstruð hús- gögn h.f. Á báðum hæðum verða seldir minjagripir og þar verður sérstök leiðbeiningadeild. Á efri hæðinni verður veitingasala á stórum svölum. Dagur 29.08.1962 Fólk flýr bœinn vegna húsnœðisskorts Svo er nú komið, vegna þess hve hið frjálsa framtak ein- staklingsins er fjötrað síðustu ár, að orðin eru hin verstu húsnæðisvandræði hér á Akur- eyri. Kveður svo rammt að þessu, að menn eru að flýja bæinn, vegna þess að þeir fá hvergi húsnæði. Má nefna dæmi um þetta, sem ekki verða véfengd. Pær stórbyggingar, sem hér hafa risið að undanförnu, og ekk- ert nema gott er um að segja, hafa ekki leyst húsnæðisekluna, sem hér hefur verið að skapast og vex stöðugt. Mál þetta er þegar orðið svo alvarlegt, að bæjarstjórnin getur naumast horft á það aðgerðar- laus. Pað er ekki sómasamlegt, að yfirvöld bæjarins horfi á það án aðgerða, að ungt og duglegt Gamla lögreglustöðin var ekki ýkja mikil bygging. Hér er verið að jafna hana við jörðu. (Myndas. Dags) fólk, sem vill eiga hér heima, verði að flýja vegna húsnæðis- skorts til annarra landshluta. Dagur 19.09.1962 Fyrsta sjónvarp íslenska ríkisins íslenska ríkið héfur nú eignast sitt fyrsta sjónvarp. Tækið hefur verið notað á stofnun fyrir geð- veikt fólk og talið ósaknæmt og jafnvel gefa góða raun í sumum tilfellum! Dagur 10.10.1962 Besti skemmtikrafturinn! Nýr skemmtikraftur hefur alveg „slegið í gegn“ síðustu vikurnar, bæði norðanlands og sunnan, I enda auglýstur meira en flest annað. Pessi nýja stjarna á himni hins fjölskrúðuga skemmtanalífs í landinu er dáleiddur hani, sem reykirsígarettur!! Dagur 10.10.1962 Hvað sem annað „íslendingur“ skýrði frá því, nú fyrir skömmu, að Fram- sóknarmenn væru að leita undirskrifta í kjördæmamálinu hér í bænum, og jafnframt skoraði blaðið á bæjarbúa, í nafni réttlætisins, að skrifa ekki undir. Ritstjóra „ísl.“ er fullkunnugt, að engra slíkra undirskrifta hefir verið leitað hér í bæ af hendi Gærukynning á iðnsýningunni ’62. (Dagur '62 munnvikinu á sama tíma og ósannindin vella út um hitt. Annars er bezta samræmi í þessu öllu og hæfir hvað öðru: málflytjandinn, málaflutningur- inn og málgagnið. Dagur 04.05.1932 Akureyri 70 ára 70 ára afmælis Akureyrarkaup- staðar var minnzt með samkomu í ráðhúsi bæjarins að kvöldi 29. f.m. Voru þar samankomnir eldri og yngri bæjarfulltrúar og nokkr- ir aðrir bæjarbúar, alls um 40 manns. Fór þar fram tedrykkja og voru margar ræður fluttar. Heillaóskaskeyti bárust bænum frá Siglufjarðarkaupstað, Vest- mannaeyjum og Húsavík. Dagur 01.09.1932 Inflúenzan komin Inflúenzan er komin hingað til bæjarins, og gizka menn á, að hún hafi flutzt hingað með Súð- inni, er kom að austan í síðustu viku. Mun veikinnar fyrst hafa orðið vart í Menntaskólanum og leggjast nemendur í heimavist- inni unnvörpum. Á nokkrum fleiri stöðum í bænum hefir og Skyldu þessar hænur falla fyrir hana Framsóknar, hann fer því hér vísvitandi með ósannindi, en ferst það óvanalega klaufalega, hefir ef til vill verið eitthvað illa á sig kominn, skinnið, og því mis- heppnast að hagræða sannleikan- um í þetta sinn, og réttlætið og ósannindin hafa lent í einum graut í litla ritstjóra-höfðinu, en þetta „ísl.“-réttlæti, sem á að vera beita til fylgisauka, missir óneitanlega mesta ljómann, þeg- ar það lekur út úr öðru íhalds- sem reykir sígarettur? (Myndas. Dags) Fólk flýr bæinn vegna húsnæðis- skortS. (Myndas. Dags) borið á veikinni, og fylgir henni mikill hiti. Ekki hefir heyrzt að sóttvarnaryfirvöld bæjarins hafi gert nokkrar ráðstafanir til tálm- unar útbreiðslu veikinnar. Dagur 09.03.1933 Já og nei Þeir, sem merkja X framan við já á atkvæðaseðlinum á morgun, biðja um afnám núverandi áfengislaga, biðja um brennivín, whisky, koníak og romm í viðbót við Spánarvínin, sem fyrir eru. Hinir, sem merkja X með blýantinum framan við nei á atkvæðaseðlinum á morgun, segja löggjafarþinginu skýrt og skorinort, að þeir vilji ekkert áfengi inn í landið, hvorki brennivín né romm, whiský né koníak. Þeir eru óánægðir með Spánarvínin, en þeir vilja ekki bæta gráu ofan á svart, með því að bæta nýjum, sterkum drykkj- um í skápa vínbúðanna, til sölu meðal feðra, bræðra, sona, systra, mæðra og unnusta. Það er mikil ábyrgð, sem fylgir því, kjósandi góður, er þú gerir á morgun í kjörherberginu. Dagur 19.10.1933 i' Afmælishátíð Akureyrarkaupstaðar Dagur segir frá 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í blað- inu 1. september 1962 og getur um þrjár merkar sýningar. 28 fyrirtæki sýndu framleiðslu sína á iðnsýningu í Amarohús- inu, sögusýning var haldin í Gagnfræðaskólanum og sýning á verkum Asgríms Jónssonar í Oddeyrarskóla. Þá var nýtt elliheimili vígt og síðan var hátíðarmessa í Akur- eyrarkirkju. Eftir hádegi var samkoma á Ráðhústorgi og skemmtidagskrá á íþróttavellin- um. Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í Samkomuhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Kvöldhátíð var síðan á Ráðhústorgi en í raun stóðu hátíðarhöldin í heila viku, hófust með opnun Ásgrímssýn- ingar sunnudaginn 26. ágúst og sunnudaginn 2. september var hátíðinni slitið. 100 ára afmælið fór mjög vel fram. „Sýslumaður hafði sýnt þá röggsemi að loka Áfengisverzlun ríkisins hér á staðnum. Var það bæði viturleg og þörf ráðstöfun. Drykkjulæti voru því engin til að lýta þessa fjölmennustu útihátíð, sem nokkru sinni hefur verið haldin á Norðurlandi. - Ekki voru heldur drykkjuveizlur haldnar á vegum bæjarins, og er rétt að vekja á því sérstaka athygli.“ Fyrirsagnir Hér eru loks nokkrar fyrir- sagnir úr Degi frá árinu 1963 og hljóma sumar þeirra kunnuglega enn þann dag í dag: Hundruð óseldra bifreiða Miklar smjörbirgðir í landinu Sorpeyðingarstöð á Akureyri? Hvernig bregðast Akureyring- ar við vaxandi fjölda ferða- manna? Þorskur át tvo kjúklinga! Kýrnar eru harðir húsbændur Svartir skemmta á Akureyri 16-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.