Dagur - 29.08.1987, Side 19

Dagur - 29.08.1987, Side 19
Akureyri 125 ára egir, sérstaklega í augum barnanna. skriður kemst á þetta mál, er Fegrunarfélag Ákureyrar undir formennsku Sigurðar L. Pálsson- ar, menntaskólakennara, beitir sér fyrir því að koma upp grasa- deild í sambandi við Lystigarðinn og hófust þær framkvæmdir 1957, eða fyrir 5 árum. Síðan hefur Lystigarðurinn reynt að auka og efla grasasöfn garðsins, og er nú svo komið að meginþorri allra íslenzkra jurtategunda vex í garðinum eða 402 tegundir af rúmum 430, sem talið er að vaxi villt hér á landi. Pá eru einnig um 14 hundruð tégundir erlendra plantna ræktaðar í garðinum. Flest af þessum tegundum dafnar vel. Eru þær þó ættaðar víðs veg- ar að úr heiminum, eða frá Grænlandi til Suður-Ameríku og frá Kína og Tíbet til Alaska. Síð- astliðið sumar fékk garðurinn t.d. rúmar 20 tegundir frá Græn- landi. Er það ætlunin að auka grasasöfn garðsins eftir föngum á næstunni. Gæti garðyrkjan í landinu haft mikið gagn af því að garðyrkjustöðvarnar notfærðu sér reynslu Lystigarðsins og tækju upp ræktun úrvalstegunda skrautjurta og runna, sem reynzt hafa nægilega harðgerir fyrir íslenzka staðhætti. Er mikill skortur á að fólk geti fengið skrautrunna og fjölær blóm í skrúðgarða sína. Enda er það eitt af verkefnum grasagarða erlendis að stuðla að framförum í skrúð- garðarækt almennings. Hefur Lystigarður Akureyrar þegar komizt í samband við nokkra grasagarða erlendis og getur fengið þaðan ókeypis fræ og ýms- ar upplýsingar.“ Danir eru frumkvöðlar í rækt- un trjáa og skrautblóma á Akur- eyri og hefur starfi þeirra verið haldið vel við. Akureyri, sérstak- lega eldri hverfin sem von er, lít- ur út sem einn samfelldur skrúð- garður á sumrin, svo duglegir hafa bæjarbúar verið við að rækta garða sína og byggja upp það sem búið var að eyða. Á aldarafmæli Akureyrar- kaupstaðar 29. ágúst 1962 var Lystigarðurinn upplýstur og í Lystigarðinum er saman komin mest öll Flóra íslands og einnig er fjöldi erlendra plantna ræktaður ■ garðinum. Mynd: RÞB Mynd: RÞB verður sagan endurtekin nú á 125 ára afmælinu. Dagur segir svo frá 1. sept. ’62: „Lystigarðurinn á Akureyri var skrautlýstur hátíðis- dagana. Þangað safnaðist svo mikill mannfjöldi á kvöldin, að tæpast varð þverfótað þegar flest var. Akureyringar dáðust að þessum stað og nutu þess í ríkum mæli, að honum var á þennan hátt sómi sýndur - og var sannar- lega mál til komið.“ Um næstu áramót sameinast Lystigarðurinn og Náttúrugripa- safnið í Náttúrufræðistofnun og hefst þá væntanlega nýtt skeið í sögu þessa víðfræga garðs. SS Hátíðardagskráin 8.20 Akureyrarflugvöllur: Móttaka forseta íslands. Kl. 9.30 Fiðlarinn Skipagötu 14: Móttaka utanbæjargesta. Kl. 9.45 Bœjarstjórnarsalur Geislagötu: Hátíðarfundur hjá bœjarstjórn Akureyrar. Kl. 10.30 í Akureyrarkirkju: Hátíðarsamkoma. Kl. 12.00 Hótel KEA: Hádegisverður fyrir gesti í boði bæjarstjórnar. Kl. 14.00 Skrúðganga leggur af stað frá Hamarkotstúni við Hamarstíg. Kl. 14.00 Skrúðganga leggur af stað frá Undirhlíð norðan Veganestis í Glerárhverfi. Kl. 14.30 Síðdegisdagskrá í göngugötu, flötinni fyrir neðan samkomuhúsið og á Pollinum framan við Torfunefsbryggju. Kl. 18.45 Laxdalshús: Kvöldverður fyrir aðkomugesti. Kl. 20.30 íþróttaskemman á Oddeyri: Hátíðarsýning Leikfélags Akureyrar. Kl. 21.00 Kvölddagskrá í göngugötu. Kl. 22.00 Lystigarður: Garðsamkoma. Kl. 14-22 íþróttahöll: Iðnsýning Norðurlands. Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUR-19

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.