Dagur - 29.08.1987, Page 23
Jóhannes á Borg glímir við björn.
að og klárt, vel unnið fyrir sínu
kaupi.“(56)
„Ég var einu sinni að smíða
bát. Eigandinn vildi hafa hann
fimm tonna, en vildi svo lengja
kjölinn töluvert og hafa bátinn
samt fimm tonna. Ég veit ekki
hvort hann var svona mikið úti á
þekju eða að hann héldi að ég
væri svona þunnur í kollin-
um!“(63)
í sömu bók segir Sæmundur á
Sjónarhæð m.a. frá fyrstu
útvarpsstöð landsins sem reist var
á Akureyri: „Málið kom síðan
fyrir þing, sem heimilaði stjórn-
inni að veita leyfi til að reisa
útvarpsstöð á Akureyri sama ár.
Hitti ég Arthur þá í Reykjavík,
og var hann mjög glaður yfir leyf-
inu. Lofaði hann mér að heyra
þann samning, sem hann átti að
undirrita - ég held að hann hafi
ekki verið búinn að því. - En það
var eitt atriði í samningi þessum,
sem stakk mig illa: Leyfið mátti
endurkalla fyrirvaralaust.
Ég hef íöngum íeiminn verið við
mér meiri menn, og ég var mjög
feiminn við Arthur Gook. Ég gat
því með engu móti meira gert en
aðeins sagt, að þetta ákvæði væri
varhugavert. Hann svaraði því
til, að það kæmi ekki til mála, að
leyfið yrði endurkallað. Sagði ég
þá ekki meira, en hugsaði á þá
leið, að íslenzkum stjórnmála-
mönnum væri varlega treystandi.
Ég hafði lesið landsblöðin og
þótzt sjá af þeim, að illa væru lof-
orðin stundum haldin.“(bls 159).
„Hrikalegur og blátt
áfram Ijótur. “
Fyrr hefur verið minnst á Örlyg
Sigurðsson og þá í sambandi við
prakkarastrik. í bók hans, Bolsí-
ur frá bernskutíð (1971), úir og
grúir af slíkum strákapörum og
væri ekki úr vegi að líta á nokkra
kafla:
„Pað var ranghermt hjá Jökli,
er hann kynnti mig fyrir alþjóð
sem innborinn og barnfæddan
Akureyring í útvarpinu. Ég
kærði mig ekkert um að leiðrétta
það þá, frekar en endranær. Slíkt
mátti helzt ekki vitnast fyrir
norðan í þann mund, er ég var að
alast þar upp, þá var hyggilegast
að fara með sunnlenzkan upp-
runa sinn eins og
mannsmorð.“(bls. 6)
„Þegar sunnlenzkar og reyk-
vízkar frænkur móður minnar
litu mig fyrst augum fyrir sunnan,
gengu þær þöglar frá vöggunni,
án þess að mæla orð af vörum.
Aftur á móti frétti mamma það
úti í bæ og vestur á Seltjarnarnesi
og allar götur upp um Kjalarnes
og Kjós, æskuslóðir afa og
ömmu, að þær frænkur hennar
vorkenndu jafn glæsilegri konu
og henni, að hafa getið af sér
annað eins afstyrmi og mig fyrir
son. Svo ótótlegur þótti ég í
bernsku, stórskorinn í andliti,
hrikalegur og blátt áfram
ljótur.“(6)
„Já, gatan mín, Eyrarlands-
vegurinn, var lagður í tíð
Klemensar, frá suðri til norðurs.
Síðar var suðurendinn nefndur
Spítalavegur og Búðargilið tengt
við hann með einskonar vega-
gerðarlegri hjartaþræðingu, þeg-
ar Ráðhússtígurinn gamli var
ruddur og hlaðinn fram hjá
gamla ráðhúsinu, bak við apótek-
ið og upp hjá gamla læknishús-
inu. Þannig hefir Akureyri að
mestu byggzt út og upp frá gamla
bænum. En að fara niður Brekk-
una hinumegin, var jafnan kallað
að fara norður og niður.“(18)
Raunsœi og rómantík
Tilfinningar fólks til bernsku-
stöðvar eru oft ansi blendnar og
séðar úr fjarska geta minningar
um basl og brauðstrit fengið á sig
ævintýraljóma. Raunsæjar
minningar frá 19. öldinni eru þó
einnig til og víst var þá oft hart í
ári. Minningarnar tengjast gjarn-
an Dönum, óspektum, ríg milli
Akureyrar og Oddeyrar, prakk-
arastrikum, húsbrunum og síðast
en ekki síst eru allar breytingar
og þróun kaupstaðarins flestum í
fersku minni.
Minningar frá 20. öldinni geta
líka sveiflast milli raunsæis og
rómantíkur en þegar atburðir eru
rifjaðir upp fer ekki hjá því að
persónulegt mat hvers og eins liti
þá frásögn. Þess vegna er fólk
stundum ósammála þegar það les
ævisögur fólks sem það þekkti
eða hefur þekkt. Hinu skal ekki
neitað, að slíkar endurminningar
færðar á prent, eru fróðlegar,
þótt huglægar séu, og oft hin
skemmtilegasta lesning. SS
Laugardagur 29. ágúst 1987
: jaúpa sbtBguBJ
Akureyri 125 ára
Akureyrarkaupstaður
100 ára í dag
„í dag er þess minnzt á Akur-
eyri, að 29. ágúst fyrir 100 árum
hlaut bærinn kaupstaðarréttindi
og varð sérstakt lögsagnarum-
dæmi. Þá var Akureyri jafn fjöl-
menn og Hrísey er nú, eða 287
íbúar. En Akureyri var fátækari
af byggingum og atvinnufyrir-
tækjum.
Akureyri og Oddeyri voru
„tveir heimshlutar“ og enginn
vegur þar í milli. Danska var
töluð í húsum „betri borgara",
en hálfdanska í hinum. Kaup-
menn og síðar embættismenn
réðu lögum og lofum.
Almannasamtök voru lítil sem
engin og lífskjör fólksins bág.
Það, sem úrslitum réði um
byggð Akureyrar frá upphafi,
var staðsetning verzlunarinnar
við hina sjálfgerðu og lygnu
höfn og síðan löggilding kaup-
staðarins.
En vöxt sinn og viðgang í 100
ár á þó Akureyri mest að þakka
víðlendum og frjósömum
byggðum héraðsins. Vöxtur
bæjarins var jafn en hægur, og
svo er enn. Bærinn átti aldrei
neitt gelgjuskeið. Akureyrar-
kaupstaður hefur aldrei verið
ævintýrabær á sviði atvinnu-
mála eða fólksflutninga. Þróun-
in hefur verið kyrrlát, kannski
of hæg, en örugg og farsæl.
Kaupstaðurinn hefur ekki sog-
að til sín fólk eða fjármagn á
borð við sum önnur þéttbýlis-
svæði landsins, og á mörgum
sviðum er hann veitandi. Bær
og sveit haldast í hendur og
flestir skilja, að gæfa þeirra
fylgist að, og hvorugt má vaxa á
kostnað hins.
Litla verzlunarþorpið fyrir
botni Eyjafjarðar frá 1862 er nú
óumdeildur höfuðstaður
Norðurlands með um 9000
íbúa. Norðlenzki höfuðstaður-
inn, sem sérstaklega er minnzt í
dag, þykir bera formfastan
hefðarsvið fremur en svipmót
vaxtar og byltingakenndrar
grósku. Það svipmót mun ættað
úr dreifbýlinu, en hefur þrosk-
azt í þéttbýlinu á sinn sérstæða
hátt.
Hvergi munu lífskjör þegn-
anna, í bæjum þessa lands jafn-
ari en á Akureyri, hvergi hlut-
fallslega eins mikið framleitt af
viðurkenndum iðnvörum,
hvergi hefur hið opinbera við-
skiptalíf orðið fyrir minni áföll-
um, og á Akureyri er enginn
Arnarhólslýður eða vandræð-
astétt af neinu tagi.
Hinar fastmótuðu og virðu-
legu menntastofnanir hafa sett
menningarbrag á staðinn. Lík-
legt er að hin stórbrotnu og
vitru þjóðskáld, Matthías og
Davíð, eigi verulegan þátt í
andlegri reisn bæjarbúa, en
framfarir og félagshyggja er
framhald af dáðríku starfi
Tryggva Gunnarssonar.
Forsjónin léði Akureyringum
fegursta bæjarstæði landsins.
Kjarval fór eitt sinn til frá
Akureyri, austur í Vaðlaheiði
til að mála bæinn. Þegar þangað
kom horfði hann lengi þögull
yfir kyrran sæinn, sem speglaði
umhverfið. Loks varð honum
að orði: Þetta er of fagurt til að
festa það á léreft. Og hann tók
málaragrind sína og pensla og
hélt leiðar sinnar...
Ef einhverjum sýnist svo, að
hér sé verið að hossa afmælis-
barni um of, eða gera óþarfar
og þröngar gælur við framtíðar-
hlutverk staðarins, ættu þeir
hinir sömu að leiða hug sinn að
geigvænlegri þróun síðustu ára-
tuga í flutningi fólks og fjár-
muna á eitt landshornið og
miskunnarlausri blóðtöku heilla
landshluta vegna þeirra búferla-
og fjármagnsflutninga. Við þá
athugun mun flestum ljóst, að
Norðlendingar verða að skipa
sér undir eigið merki og snúa
vörn í sókn. Það verður-aðeins
gert á félagslegum og breiðum
grundvelli, þar sem hvorki er
miðað við sýslumörk eða
hreppa...
Hin nýja sókn, sem hefja
verður á ekkert skylt við árás.
Liðsmenn hennar fjölmenna
ekki suður yfir fjöll til að hefna
harma sinna, fylgjendur hennar
bera ekki vopn undir klæðum,
en þess verður krafizt af foringj-
unum, að þeir láti ekki atkvæði
sitt fyrir sætabrauð.
Náttúrleg gæði lands og sjáv-
ar norðanlands eru ríkuleg.
Menntun, orka og manndómur
fólksins er traustur grunnur,
sem óhætt er að byggja á. Þar
sem 9000 Akureyringar eiga vel
búin og kær heimili, undi bú-
peningur áður í grösugum og
kyrrlátum högum góðra
bújarða. Nú er kyrrðin rofin af
fólksmergð og nútíma borgar-
lífi. Þótt þess verði ekki óskað,
að horfið sé til lifnaðarhátta
fyrri tíma, saknar þéttbýlisfólk-
ið djúprar kyrrðar og einveru-
stunda...
Friðhelgi heimilanna, t.d. hér
á Akureyri, er í stórri hættu.
Þau eru eina vígi bæjarbúans og
eina skjól uppvaxandi æsku. En
nú er svo komið, að börnin fá
ekki frið eða nógar næðisstund-
ir. Faðir og sonur hafa ekki
tíma til að talast við. Útvarp,
sími, háreisti skemmtistaða,
áleitni hinna ýmsu félagasam-
taka sjá fyrir því, en geta ekki
gefið neitt það í staðinn, sem
jafnast á við hið eina nauðsyn-
lega: Næði til vaxtar og þroska.
Treysta má þennan veikasta
hlekk bæjarlífsins, slá skjald-
borg um friðhelgi heimilanna.
Vera má, að einmitt á þessu
sviði séu stærstu uppeldislegu
verkefnin nú á okkar tímum.
Afmælishátíð bæjarins, sem
yfir stendur þessa dagana, hófst
raunverulega um leið og fyrstu
húsin og síðan heilar húsaraðir
voru færð í hátíðabúning og
óæskilegir hlutir fjarlægðir.
Hversu sem um veðrið fer, á
bærinn sína hátíð og er snyrti-
legri og fegurri en nokkru sinni
áður. Hátíðabúningurinn er
vandaður og þolir regn og
storm. Og bæjarbúar, sem voru
svo ótrúlega samhentir um allan
undirbúning hátíðahaldanna
njóta þess í ríkum mæli að
gleðjast og taka á móti góðum
gestum.
Megi gæfa og gengi signa
norðlenzkar byggðir.“
E.D. Dagur 29/8 1962
D^qUB-23
HUkvV'J - Sa.-I