Dagur - 29.08.1987, Page 18

Dagur - 29.08.1987, Page 18
Lystigarður Akureyrar á 75 ára afmœli á þessu ári og er því hálfri öld yngri en kaup- staðurinn. Lystigarðurinn var stofnaður árið 1912 að frumkvœði Önnu Katharine Schiöth og síðan stjórnað af tengdadóttur hennar, Margarethe Schiöth, af miklum dugnaði ogfórnfýsi í 30 ár. Margarethe var gerð heiðursborgari Akureyrar fyrir starfsitt og brjóstmynd af henni reist í Lysti- garðinum. Lystigarðurinn er afar vinsæll viðkomustaður innlendra sem erlendra ferðamanna. Bæjarbúar hafa einnig mikla ánægju af garðinum sínum. Mynd: i Já, það er notalegt að setjast niður í ilmandi grasið í skjóli trjánna er sólin skín og hægur andvari gælir við kinn. Mynd: RÞB Lystigarður Akureyrar er fyrsti garður sinnar tegundar sem kom- ið er á fót hér á landi, enda hefur Akureyri lengi verið í farar- broddi hvað trjárækt og ýmsa ræktun snertir. Þótt túnræktin hafi að mestu horfið með árunum blómstrar garðrækt og trjárækt með ágætum. Þá hófst matjurta- rækt á Akureyri með dönskum kaupmönnum seint á 18. öld og enn eru nýttir kartöflugarðar Levers kaupmanns frá fyrstu tug- um 19. aldar og mun það eins- dæmi hér á landi. Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað árið 1903 og hófst það þegar handa við garðrækt, skógrækt og grasrækt í tilrauna- stöð sinni, Gróðrarstöðinni, og rak hana um áratugi. Síðar tók Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins við tilraunastarfinu og var tilraunastöðin flutt að Möðru- völlum í Hörgárdal. Skógræktarfélag Akureyrar var stofnað árið 1930 og um 1950 var stórbýlið Kjarni, sunnan við bæinn, tekið undir skógrækt. Par hefur verið ræktað víðáttumikið skóglendi, barr- og lauftré komið í stað holta og mela. Kjarnaskóg- ur var opnaður sem útivistar- svæði fyrir almenning 1974. Lystigarðurinn er eign bæjar- ins og auk trjáa og skrúðjurta er .þar fræðilegur grasagarður með nær öllum æðri plöntum sem á íslandi vaxa, um 400 tegundir. Eifinig er þar fjöldi erlendra teg- unda, m.a. grænlenska flóran sem telur á annað hundrað teg- undir. Garðurinn er því frægur meðal náttúrufræðinga og áhuga- manna um íslensku flóruna. Áður er minnst á frú Margar- ethe Schiöth sem vann mikið brautryðjendastarf í garðinum. Fleiri nöfn eru nefnd, svo sem Þuríður Árnadóttir (Þura í Garði), Jón og Kristján Rögnvaldssynir og Vilhelmína Þór sem var gjaldkeri garðsins í mörg ár og tók aldrei eyri fyrir þá fyrirhöfn. En lítum á brot úr því sem Jón Rögnvaldsson skrifaði í Hátíðablað Dags 1962: „Það verður þá fyrst að nokkur 18-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.