Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 17

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 17
Við óskum Akureyringum'hjartanlega til hamingju með afmælið. Ein af undirstöðum þess að Akureyri verði áfram höfuðstaður Norðurlands er að hér dafni lífleg og dugmikil verslun. Við stuðlum að því, með að bjóða Norðlendingum, meðal annars eftirfarandi vöruflokka: Vöruúrval: Sjónvörp Ferðaútvörp Bílútvörp Myndbandstæki Myndlyklar Eldavélar ísskápar Honda-vatnsdælur og rafstöðvar Rafmagnsverkfæri Rakatæki Frystiskápar Garðvörur Sláttuvélar Orf og ljáir Kaffikönnur Opin eldstæði Grill - Grillkol Jarðvegsdúkur Straujárn Parket Dúkaflísar Saumavélar Farsímar Stigar Þvottavélar Uppþvottavélar Örbylgjuofnar Hitamælar Gólf- og loftlistar Hilluefni Kassettur Afmæliskveðjur: Björk, Hulda, Einar, Árni, Guömundur Á. og Guðmundur Þ. Rafhlöður Steikarpönnur Tölvuborð Ljósaperur Björgunarbátar Rakvélar Hilluberar Frystikistur Ryksugur Hleðslurafhlöður Gaskæliskápar Tauþurrkarar Videospólur Útvarpsklukkur Heyrnartæki Bílhátalarar Loftnet ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 • SÍMI 22233 • AKUREYRI STERKUR SAMVINNUANDI OG ÞRÓTTMIKUR FORUSTUMENN Afmæliskveðja til Akureyrarbæjar frá samvinnuhreyfingunni Akureyri hefur oft verið nefnd íslenski samvinnubærinn og ekki að ástæðulausu. Það er skoðun kunnugra manna, sem víða hafa ferðast, að hvergi á byggðu bóli sé frjálst samvinnustarf svo umfangsmikið í einni byggð sem í Eyjafirði. Oft er spurt: Hvernig hefur samvinnustarf orðið svo öflugt í Eyjafirði? Við þeirri spurningu er ekkert einhlítt svar til, en vafalaust ber fyrst að telja sterkan samvinnuanda í héraði og með afbrigðum þróttmikla forustumenn. Þar við bætast landkostir héraðsins með góðum skilyrðum til landbúnaðar og fengsælum útgerðarstöðum. Og ekki má gleyma sjálfri Akureyri, gömlum og svipmiklum verslunarstað, höfuðborg Norðurlands, sem nú heldur hátíðlegt 125 ára afmæli sitt. Saga Akureyrarbæjar ogsamvinnuhreyfingarinnareru svosamtvinnaðar, aðekki verðurá milli þeirra greint. Kaupfélag Eyfirðinga varstofnað 19. júní 1886 og var þá einsogönnur kaupfélög með pöntunarfélagssniði. En árið 1906 breytir Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstjóri því í sölufélag, sem rekur verslun aðerlendri fyrirmynd, og þar með verða þáttaskil í sögu kaupfélaga hér á landi. Árið 1928 stofna Eyfirðingar mjólkursamlag, hið fyrsta sinnar tegundará landinu, undirforustu brautryðjandansjónasar Kristjánssonar. Ogtveimurárum síðarfestirSamband íslenskra samvinnufélagakaupá ullarverksmiðjunni Gefjun, og þar með hefst hin merka iðnaðarsaga samvinnumanna á Akureyri. Eins og þessi fáu dæmi sýna, byggir blómlegt líf og velferð Akureyrar á traustum grunni samvinnustarfsins. Hér blasa hvarvetna við merki um stórbrotinn árangur þess, hvers hún er megnug hugsjónin fagra um skipulagða samstöðu milli manna og þann mátt sem í henni felst. í von um farsælt samvinnustarf hér eftir sem hingað til flytur Samband íslenskra samvinnufélaga Akureyrarbæ bestu kveðjur og hugheilar árnaðaróskir á merkum tímamótum. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA DAGMR~\7, ^Ugarcjagur,29vágÚsiA,9,87

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.