Dagur - 29.08.1987, Page 1

Dagur - 29.08.1987, Page 1
Góðir Akureyringar. Nú höldum við upp á 125 ára afmœli kaupstaðarins með veglegum hátíðarhöld- um og minnumst hins mikil- væga áfanga sem náðist á því herrans ári 1862. Þáfékk Akureyri formlega kaup- staðarréttindi sem bœrinn hafði reyndar fengið árið 1786 en glataði aftur. Árið 1836 barst tilskipunfrá kon- ungi þess efnis að Reykjavík ein vœri kaupstaður en Akureyri vœri löggiltur verslunarstaður. Þegar undirritaður tók að sér það verkefni að sjá um hátíðarblað Dags vöknuðu sem von er ýmsar spurningar varðandi efnistök. Fljótlega varð niðurstaðan sú að láta sögulegan fróðleik bera blaðið uppi, bregða upp myndum frá Akureyri fyrr á öldum, en teygja sig til nú- tíðar í einstaka tilvikum. Agrip af sögu Akureyrar skipar því veglegan sess í blaði þessu. Þá er rakin saga nokkurra atvinnufyrirtœkja og gömlum húsum gerð skil. Einnig er gripið niður í kvæði sem ort hafa verið um kaupstaðinn, Sigfús Jónsson bæjarstjóri segir frá stöðu Akureyrar í viðtali og skrá yfir stofnanir og fyrirtæki bæjarins birtist hér sem heimild um umfatíg Akur- eyrarbœjar á þessum tíma- mótum. Af öðru efni má nefna brot úr ævisögum fólks sem dvalist hefur á Akureyri, fréttir afmerkum viðburðum frá liðnum tíma, krossgátu, getraun og ýmislegt fleira. Auðvitað er ógjörningur að gera öllu því skil sem tilefn- inu tengist og réðist efnisval nokkuð af því hversu greið- an aðgang undirritaður átti að heimildum og er vonandi að menn taki það ekki óstinnt upp þótt margt hafi orðið útundan. Dagur óskar bæjarbúum til hamingju með afmælið. Tökum höndum saman og gerum 29. ágúst að sann- kölluðum hátíðardegi og megi gleðin feykja drungan- um burt, samheldnin verða sundrungu yfirsterkari og hjörtu kynslóðanna samein- ast í eitt stórt hjarta Akureyr- ar. Akureyringar! Tökum þátt í hátíðarhöldunum laugardaginn 29. ágúst. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.