Dagur - 29.08.1987, Page 4

Dagur - 29.08.1987, Page 4
Húsfriðunarsjóður Akureyr- ar var stofnaður árið 1977 í því skyni að vinna að friðun húsa eða húshluta innan lögsagnarumdœmis Akureyr- ar. Að frumkvœði sjóðs- stjórnar, með Gísla Jónsson menntaskólakennara í for- sæti, voru níu hús í Innbœn- um og Fjörunni friðuð sam- kvæmt þjóðminjalögum árið 1978. Þau skiptast í tvo flokka, A og B. í A-flokki eru Aðalstræti 54 (Nonnahús), Aðalstræti 46 (Frið- bjarnarhús) og Hafnarstræti 11 (Laxdalshús). í B-flokki eru Aðalstræti 52, Aðalstræti 50, Aðalstræti 14 (Gudmanns minde), Hafnarstræti 18 (Túlin- íusarhús), Hafnarstræti 20 (Höepfnershús) og Hafnarstræti 57 (Samkomuhúsið). Einnig hefur verið lagt mat á varðveislugildi húsa og voru 46 hús talin hafa varðveislugildi hvert um sig og er þeim skipt í 3 flokka eftir mikilvægi. Þá voru aðgreindar húsasamstæður, raðir eða þyrpingar sem mynda heild er beri að varðveita, óháð varð- veislugildi einstakra húsa innan heildarinnar. Þetta eru alls 50 hús og skiptast í átta flokka. Of langt mál yrði að telja þessi 96 hús upp hér en bent skal á bók Hjörleifs Stefánssonar, Akureyri - Fjaran og Innbærinn, sem Torfusamtök- in gáfu út í samvinnu við Akur- eyrarbæ og Skipulagsstjórn ríkis- ins í fyrra. En lítum á sögu nokk- urra merkra húsa á Akureyri. Aðalstrœti 14 (Gudmanns minde) Þetta er talið eitt elsta tvílyfta timburhús landsins. Fyrsti eig- andi: Eggert Johnsen læknir (1836-1856) en núverandi eigend- ur eru Jónína Jónsdóttir og Eiður Baldvinsson, sem eiga suðurhlut- ann, og Leó Guðmundsson sem eignaðist norðurhlutann 1946. Saga hússins er í stuttu máli sú að Eggert Johnsen, fyrsti íslenski Iæknirinn á Akureyri, lét byggja húsið (suðurhluta hússins sem nú stendur) árið 1836. J.C. Finsen læknir tók við af Eggerti árið 1856 og virðist jafnframt hafa tekið við húsinu. Árið 1872 tilkynnti B. Steincke verslunarmaður bæjarstjórn Akureyrar að Gudmann, sem hafði eignast húsið nokkru á.ður og byggt við það, vildi gefa Akureyri 125 ára bæjarfélaginu húsið undir spít- ala. Bæjarstjórnin þáð þessa höfðinglegu gjöf og var spítalinn, Gudmanns minde, vígður 1874. Sjúkrastofur voru á efri hæðinni með 8 sjúkrarúmum og læknis- bústaður á þeirri neðri. í nýju viðbyggingunni norður af húsinu var þvottahús, svo og líkhús. Einnig var eina baðhús bæjarins í þessu húsi Sigtryggur Jónsson trésmíða- meistari átti húsið á árunum 1899-1934. Oddur Pálmi Sig- mundsson keypti húsin og bjó sjálfur í aðalhúsinu. Leó Guð- mundsson keypti norðurhúsið árið 1946 en það brann 1961 og skemmdist risið mikið. Húsið var þá endurbyggt í þeirri mynd sem við sjáum það í dag og gerðar úr því tvær íbúðir. Aðalstrœti 46, Friðbjararhús Talið er að húsið sem stendur á lóðinni nú sé byggt árið 1856 en þar var áður íbúðarhús úr timbri og torfi sem Guðmundur Guð- mundsson og Jón Jónasson munu Aðalstræti 14, fyrsti spítalinn a Akureyri. (Myndas. Dags) er ein hæð með bröttu risi á lág- um steinhlöðnum sökkli. Austan megin á þakinu er stór mænis- kvistur og vestur úr húsinu geng- ur allstór skúrbygging. Heimildir segja að árið 1859 hafi Páll Magnússon söðiasmiður fengið leyfi til að rífa torfstofu í Wilhelmina Lever er skráður eigandi 1863 en tveimur árum síðar eignaðist Sveinn Þórarins- son amtskrifari húsið, en hann var faðir Jóns Sveinssonar, Nonna, sem húsið er kennt við. Síðar var húsið í eigu ýmissa manna uns Zontaklúbbur Akur- Síðast var búið í Nonnahúsi um 1947. í kringum 1970 var ráð- ist í gagngerar endurbætur á hús- inu undir leiðsögn arkitektanna, Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hafnarstrœti 11, Laxdalshús Laxdalshús er elsta húsið á Akur- eyri og mun Kyhn kaupmaður hafa byggt það árið 1795. Hann rak verslun í húsinu og t.a.m. var Hans Wilhelm Lever verslunar- stjóri frá 1803-1811. Johan Gudmann er skráður eigandi hússins á árunum 1817-1857 og var Andreas Mohr verslunar- stjóri lengst af. Næstu eigendur eru Friðrik C.M. Gudmann 1857, Páll Briem amtmaður um 1904, Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður um 1905, Carl J. Höepfner 1905- 1913, Jón Stefánsson kaupmaður og ritstjóri 1913-1942, Guðmund- ur Bergsson póstmeistari 1942- 1943 og loks Akureyrarbær frá 1943. Eggert Laxdal, sem húsið er kennt við, var verslunarstjóri hússins í tíð Gudmanns eða frá Friðbjarnarhús, minjasafn templara. Mynd: SS Nonnahús er fjölsótt minjasafn. Mynd: ss hafa reist og var kallað kofinn. Þar bjó um tíma Jónas Kráksson póstur og grafari. Steinn Kristjáns- son keypti húsið og smiðju, sem þá voru í eign Ingimundar Eiríks- sonar, árið 1951. Nýja húsið er talið byggt 1856 og Steinn mun hafa lengt það til norðurs 1859. Seinna var húsið hækkað og stór kvistur með mænisþaki gerður þvert yfir húsið. Friðbjörn Steinsson eignaðist allt húsið eftir daga föður síns. Gamli torfkofinn var rifinn 1916. Góðtemplarareglan var stofnuð í húsinu 1884 sem gekk kaupum og sölum eftir daga Friðbjarnar uns Góðtemplarareglan keypti húsið árið 1961 og stofnaði þar minja- safn. Aðalstrœti 54, Nonnahús Húsið er að öllum líkindum reist árið 1849 og fyrsti eigandi þess var Páll Magnússon söðlasmiður. Zontaklúbbur Akureyrar hefur átt Nonnahús síðan 1952. Húsið Laxdalshús er óvenjulegur veitingastaður í dag. Mynd: ss suðurenda húss er stóð á bak við íbúðarhús hans, lengja það um stofuþykktina og tyrfa það aftur. Talið er að Páll hafi fyrstur manna byggt á þessari lóð og að húsið sé reist árið 1849. eyrar keypti húsið árið 1952 í því skyni að gera þar safn til minningar um Nonna, en sem kunnugt er hafði hróður hans borist víða og Nonnabækurnar verið þýddar á mörg tungumál. 1875-1902. Eggert var framámað- ur í bæjarlífinu á Akureyri og tók sæti í bæjarsjórn 1877. Hann stofnaði Framfarafélag Akureyr- ar árið 1879 ásamt Friðbirni Steinssyni. Akureyrarbær eignaðist húsið síðla árs 1942 og var það leigt út til íbúðar allt fram til ársins 1978. Tvær íbúðir voru þá í húsinu. Eftir að Laxdalshús var friðað 1978 var farið að huga að viðgerð á því, enda húsið illa farið. Sverr- ir Hermannsson húsasmíðameist- ari annaðist verkið undir leiðsögn húsfriðunarnefndar og var húsið tekið í notkun 1984. Nú rekur Örtl Ingi Gíslason veitingastað í Laxdalshúsi og hefur matseðill- inn vakið mikla athygli, enda frumlegur mjög. Hafnarstrœti 18, Túliníusarhús Túliníusarhús er tvílyft timbur- hús með háu risi og einnig er í húsinu stór kjallari. Ein íbúð er í húsinu. Ottó Túliníus kaupmað- ur lét byggja húsið árið 1902 og 4-DAGUR 2p,4flíí.st^az

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.