Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 10
Úr Öldinni okkar: Sextán tíma barátta við eld í stormi og frosti. 4/1 1969. Um klukkan hálftíu í gœrkveldi varð vart við eld í verksmiðju- húsi Iðunnar á Akureyri. Var slökkviliðið þegar kallað út, en þá var eldur- inn orðinn magnaður og logaði upp úr þaki verk- smiðjunnar. Hvasst var á norðan og mikið frost, og aðstaða til slökkvistarfs hin erfiðasta. Allt slökkvi- lið Akureyrar, 40 menn, var kvatt á vettvang og hóf baráttu við eldinn, en auk þess dreif að fjöldi fólks. Eldurinn æstist mjög fljótt, enda voru geymdar fullunnar vörur frá sútunarverksmiðjunni og skógerðinni á efri hæð hússins. Mikið var um sprenging- ar í eldhafinu, enda alls kyns efni í húsinu vegna þess iðnaðar, sem þar er starfræktur. Reykurinn barst suður yfir bæinn og óttuð- ust margir, sem fundu allt í einu reykjarlyktina, að kviknað væri í þeirra eigin húsum. 5/1 Klukkan hálftvö í dag, eftir 16 tíma stanslausa baráttu við eldinn í verksmiðjum SÍS á Akureyri, taldi slökkviliðið þar sig loks hafa náð undirtökunum. Allan þennan tíma hafa slökkvi- liðsmenn Akureyrar og lögreglu- menn barist við eldinn í 12 stiga frosti og norðanbáli, en með fyrstu flugvél í morgun fengu þeir til aðstoðar sex slökkviliðsmenn úr Reykjavík. Gífurlegt tjón hefur orðið á verksmiðjum SÍS í bruna þessum. Verksmiðjurnar voru sambyggðar. Skóverksmiðjan Iðunn er gereyðilögð, sútunar- verksmiðjan að mestu leyti líka, lagerar ullarverksmiðjunnar Gefjunar hafa skemmst mikið, en fataverksmiðjan Hekla slapp án teljandi skemmda. Hins vegar hlýtur öll starfsemi í verksmiðj- unum að leggjast niður um sinn, vegna þess að bæði vantar raf- magn og upphitun. Samtals eru nú 475 manns atvinnulausir á Akureyri vegna brunans. Ekki er ljóst enn, hversu mikið beint fjárhagslegt tjón hefur orð- ið í bruna þessum, en telja má víst að það sé nokkuð á annað hundrað milljónir króna. Engin slys urðu á mönnum í þessum mikla bruna. Matthíasarsafn að Sigurhæðum. Mynd: RÞB „Ægilegasta veður og sneggsta áhlaup sem ég man eftir“ 6/3 1969. Klukkutíminn milli kl. 12 og 13 í gcerdag verður mörgum Akureyr- ingum minnisstœður. Veðurofsinn sem þá gekk yfir skall á mjög snögglega og skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Mest varð tjónið í súkkulaði- verksmiðjunni Lindu, en þar tók af þakhæð hússins og vörubirgðir fyrir milljónir króna eyðilögðust. Þakið var allt boltað niður og fimm sinnum tveggja tommu stál- bitar héldu því uppi. Þeir vöfðust upp eins og tvinnaspottar og 12 mm járn, sem steypt var í veggi, rifnaði upp. Þakið af verksmiðju- húsinu fauk 2-3 hundruð metra, og rétt áður höfðu skólabörn átt leið þar um. Margvíslegt eigna- tjón annað varð í áhlaupi þessu, en engin alvarleg slys á fólki, og þykir það einstök mildi. „Þetta var ægilegasta veður og sneggsta áhlaup sem ég man eftir á minni ævi,“ segir Akureyringur í við- tali. Matthíasarsafn á Sigurhœðum 25/6 1961. í gær var opnað Matthíasarsafn að Sigurhæðum a Akureyri, í húsi því sem eitt sinn var bústaður þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, og verður það framvegis almenningi til sýnis. Safnað hefur verið mun- um úr eigu skáldsins og komíð fyrir á neðri hæð hússins. Þar eru og varðveittar bækur, blöð og myndir er tengjast skáldinu og sögu þess. Fjórðungssjúkrahús á Akureyri Des. 1953. Risið er af grunni á Akureyri veglegt fjögurra hæða hús. Er það fullbúið sjúkrahús, sem rúmað getur 120 sjúklinga. Þar munu starfa fimm læknar á þrem 'almennum sjúkradeildum auk fæðingar- og röntgendeildar. Sjúkrahúsið stendur á fögrum stað skammt sunnan við Lysti- garð Akureyrar. Fyrstu sjúkling- arnir voru fluttir í hið nýbyggða hús 15. desember, en formlega mun það taka til starfa nú um áramótin. Yfirlæknir er Guð- mundur Karl Pétursson. Skólabœrim Akureyri Mynd: áþ Norðlenski skólabœrinn, var Akureyri oft kölluð hér áður fyrr og á sú nafn- gift enn vel við kaupstað- inn því skólahald hefur þróast í takt við tímann. Barnaskóli, gagnfrœða- skóli, menntaskóli, hús- mœðraskóli, iðnskóli, síð- ar verkmenntaskóli og loks háskóli. Aukþess má nefna tónlistarskóla og myndlistarskóla. Við gagnfrœðaskólann bœttust framhaldsdeildir, mennta- skólinn tók upp áfanga- kerfi, við verkmenntskól- ann er fjöldi námsbrauta og háskóli er að stíga sín fyrstu skref á Akureyri. Sannkallaður skólabœr, enda varla mjög ceskilegt að þurfa að sœkja alla framhaldsmenntun til Reykjavíkur. Sumir tala aðeins um það sem þeir hafa, eða þykjast hafa, vit á en flestir held ég að lesi frekar um hluti sem koma þeim spánskt fyrir sjónir frekar en að lesa um eitthvað sem þeir þekkja gjörla. Með þetta að leiðarljósi ætla ég að skrifa örlítið um upphaf skóla- halds á Akureyri en láta nútím- ann að mestu liggja á milli hluta. „Undir skólans _______menntamerki“ Menntaskólinn á Akureyri er sögufræg stofnun, því verður ekki á móti mælt, og hann skip- aði virðingarsess í bæjarlífinu hér áður fyrr. Sá blær hefur að mestu horfið með víðtækara mennta- kerfi en hið tignarlega skólahús hefur ennþá sjarma, svo maður noti nú slettu sem hefði sjálfsagt verið fordæmd í tíð Sigurðar Guðmundssonar og annarra íslenskumanna. Menntaskólinn hélt upp á 100 ára afmæli sitt árið 1980, en hann er arftaki Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum sem komið var á fót 1880. Skólahúsið á Möðru- völlum brann í mars árið 1902 og var skólinn fluttur til Akureyrar þar sem hann var í leiguhúsnæði næstu misseri. Árið 1904 reis nýtt skólahús á Eyrarlandstúni og hófst kennsla þar um haustið. Húsið var að mestu fullbyggt 1906 og leikfimi- hús (Fjósið) reis 1905 og var full- gert 1909-10. Hið nýja skólahús var í fjársvelti næstu árin og niðurníðsla blasti við hvarvetna enda var þar fábrotin kolakynd- ing og var oft í kringum 18 stiga Menntaskólinn á Akureyri. frost í herbergjum veturinn 1917- 1918. Árið 1922 var húsið loks tekið í gegn, raflýst og miðstöðv- arhitun komið á. Leit þá húsið út sem nýtt væri og eftir að það var bárujárnsklætt 1925 var komin sú mynd á það sem við þekkjum í dag. Hugmyndir að stofnun mennta- skóla og raunar harðvítugar deil- ur stóðu frá 1917 til ársins 1927 er skólanum var veitt leyfi til að brautskrá stúdenta. Hann var síðan gerður að menntaskóla árið 1930 en þessi saga veröur ekki rakin frekar hér heldur skal bent á ritið Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980 sem er ekki einungis fróðlegt heldur og skemmtilegt lestrarefni. Skrykkjótt skólahald Árið 1865 hreyfði B.A. Steincke verslunarstjóri við þeirri hug- mynd hvort ekki væri rétt að reisa barnaskóla á Akureyri. Málinu var ekki sinnt næstu árin en loks 1870 var stofnaður barna- skóli fyrir tilstuðlan bæjarstjórn- ar og var Jóhannes Halldórsson, eini maðurinn sem fékkst við barnakennslu, ráðinn forstjóri hans og kennari. Skólahald fór fyrst fram í ýmsum húsakynnum uns bærinn keypti verslunarhús J.G. Havsteens 1877 og var kennt þar til aldamóta. Skólahald á Oddeyri hófst 1879 og stóð til aldamóta. Eitthvað mun skólahald hafa gengið skrykkjótt á árunum fyrir 1900. Skólagjöld þóttu dýr og blossaði upp mikil óánægja 1882 og var þá ekkert barn skráð í skólann. Taka verður tillit til þess að árferði var illt og fátækt býsna almenn. Um aldamótin 1900 var byggt nýtt hús fyrir Barnaskóla Akur- eyrar (Gamli barnaskólinn) og stendur það sunnan við núver- andi samkomuhús. Þar var kennt til 1930 er skólinn flutti í nýtt hús í ofanverðu Grófargili þar sem skólinn er til húsa í dag. Barnaskólar voru smám saman settir á fót í fleiri hverfum bæjar- ins eftir því sem framboð barna á skólaaldri jókst. Barnaskólinn í Glerárhverfi var reistur 1937, Oddeyrarskóli bættist við 1957, síðan Lundarskóli og loks Síðu- skóli. „Gagginn“ Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður eftir að gamli gagn- fræðaskólinn varð að mennta- skóla 1930. Var skólinn til húsa við Lundargötu á Oddeyri fyrsta áratuginn uns hann flutti í eigið húsnæði upp úr 1940. Þar hefur hann verið starfræktur síðan en mjög hefur verið bætt við húsa- kostinn. í hátíðablaði Dags 1962 segir að Gagnfræðaskóli Akureyrar sé langfjölmennasti gagnfræðaskóli landsins utan Reykjavíkur með um 550 nemendur og að „sökum mikillar aðsóknar, einnig af utan- bæjarnemendum, er skólinn orð- inn i miklum húsnæðisvandræð- um, en ákveðið er að hefja nú í sumar framkvæmdir við allmikla viðbyggingu við skólann.“ Iðnskólinn var stofnaður árið 1905 og var fyrst kennt í barna- skólahúsinu, síðan í Húsmæðra- skólanum og loks í eigin hús- næði. Þær byggingar heyra nú undir Verkmenntaskólann á Akureyri. Hér verður látið staðar numið en því verður ekki neitað að möguleikar til náms eru miklir á Akureyri fyrir alla aldurshópa. Tónlistarskólinn og Myndlistar- skólinn eru gagnmerkar stofnan- ir, Námsflokkar Akureyrar bjóða upp á ýmis námskeið og öldunga- deildir eru starfræktar við MA og VMA. Eitthvað fyrir alla og loks er verið að hefja kennsiu á háskólastigi sem mun vafalaust eiga eftir að skipa veglegan sess í skólalifi bæjarins í framtíðinni. 10-DAGUR Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.