Dagur - 29.08.1987, Síða 14

Dagur - 29.08.1987, Síða 14
Akureyri 125 ára .... þaðergottað .... þarf ekki nema brot af því sem bærinn á í þessum fyrirtækjum, kannski 10%, til þess að setja í svona uppbyggingu og þá er ég að horfa til þess sem ég hef séð erlendis. Það má hugsa sér að gera svipaða hluti hér, gera sam- starfssamning milli bæjarins og einkaaðila sem vilja byggja upp á þessu svæði. Bærinn leggur þá út fyrir kostnaði við að kaupa upp og rífa gömlu húsin, kostnað við skipulagningu o.þ.h. en hann fer ekki endilega að byggja fyrir ein- staklingana. Menn verða bara að læra af því sem aðrar þjóðir eru að gera. Við eigum að byggja hér upp miðbæ sem við getum verið stolt af.“ - Ef við tölum nánar um þitt hlutverk, getur þú haft veruleg áhrif á gang mála? Eða eru marg- ir hlutir sem þú vilt framkvæma en sérð ekki fram á að komist í gagnið? „Ja, þetta tekur allt sinn tíma því kerfið er þungt í vöfum. Ég er ekki farin að sjá fram á miklar breytingar ennþá. Stjórnkerfi bæjarins er orðið nokkuð gamal- dags og þarfnast endurskipulagn- ingar. Reyndar hefur verið unnið við það undanfarin ár og verður áfram næstu tvö árin, en ég held að það þýði ekkert að ná betri tökum á stjórnun bæjarins fyrr en búið er að breyta stjórnkerfinu. Nefndakerfið er t.d. meingallað að mínu mati. Það er of mikið um smáar og áhrifaiitlar nefndir, ég vildi sjá þær færri og stærri, en þessu verður ekki hægt að breyta fyrr en eftir næstu kosningar. Þessar kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað samfara uppstokkun á húsnæðismálum bæjarins. Vinnan við að skoða kerfið eins og það er í dag og að gera tillögur um breytingar er mjög langt komin. Sérstakur ráðgjafi hefur unnið með okkur og síðan hafa fjórir bæjarfulltrúar verið í nefnd, einn frá hverjum flokki. Mjög góð samstaða hefur verið um þetta mál meðal allra flokka og ég veit að það verður um húsnæðismálin líka.“ - Finnst þér þú vera umdeild- ur bæjarstjóri? „Ég veit það nú ekki, en ég hef oft verið að viðra skoðanir sem fara misjafnlega í fólk. Ég er bara ánægður með það því það sýnir að maður er aðeins að hræra upp í hugsunarhættinum. Ég er ekkert feiminn við að hræra upp í hugsunarhætti fólks, því veitir ekkert af því að hugsa dálítið krítískt um bæinn sinn og þá möguleika sem við höfum. Bæjarstjóri sem ekki er umdeild- ur er staðnaður!" „Það er að mörgu leyti mjög gott mannlíf hér í bænum, mjög góðir skólar, það er gott að ala upp börn hér . . .“ Fjölskylduparadísin Akureyri - Nú höfum við rætt um stöðu ýmissa mála á Akureyri í dag og það er ljóst að bærinn stendur nokkuð vel á þessum tímamótum þótt margt sé ógert. Hvað heldur þú með framhaldið? Er framtíðin björt? „Já, ég held að framtíðin sé björt þrátt fyrir einhver vanda- mál, því þau krydda bara tilver- una. Hér er gott atvinnuástand. Hér hafa flestir það gott, nóg til hnífs og skeiðar. Það er að mörgu leyti mjög gott mannlíf hér í bænum, mjög góðir skólar, það er gott að ala upp börn hér, þannig að þetta er mjög friðsælt og gott umhverfi fyrir fólk til að búa í. Það er tiltölulega lítið af vandamálum hér sem hrjá stór- borgir erlendis. Hér er t.d. ekk- ert atvinnuleysi, sem er mjög mikið böl erlendis. Hér er ekkert eiturlyfjavandamál, engin kyn- þátta- eða trúarbragðavandamál og félagsleg vandamál hér eru bara smámunir miðað við það sem er í nágrannalöndunum. Þetta eru helst vandamál sem tengjast brennivíni. En ég held, og hef heyrt það á fólki, að Akur- eyri sé einhver besti staður á landinu til að ala upp börn. Það eru miklu meiri hættur og hindr- anir í Reykjavík og á minni stöð- um úti á landi eru tækifærin til heilbrigðs uppeldis, hvernig sem það er nú skilgreint, ekki eins fjölbreytt. Hérna geturðu, ef þú vilt leggja þig fram við uppeldi barna, sent þau í tónlistarskóla sem er mjög góður hérna, sent þau á skíði, hér er mjög fjöl- breytt íþróttalíf, góðir fram- haldsskólar fram undir tvítugt; enda á fólk ekkert að ala börn sín lengur upp. Ég held sem sagt að fólk hafi hér allt til alls til þess að búa hér við gott fjölskyldulíf. Á minni stöðum er alltaf hætt við að maður verði að senda börnin frá sér á viðkvæmum aldri og skólarnir eru kannski ekki nógu góðir heldur. Svo má kannski segja að fyrir ungt og ógift fólk um og yfir tvítugt, sem vill skemmta sér og gera eitthvað spennandi, sé ein- hæft að búa á Ákureyri. Það má vel vera, en ég segi aftur á móti að það sé eðlilegt að fólk frá Akureyri fari burtu um tíma og kynnist öðru og þetta er einmitt aldurinn til þess. Svo þegar fólkið er búið að stofna eigin fjölskyldu þá segi ég að hvergi sé betra fyrir það að vera en hérna. Ég get ekki sagt annað en að ég sé bjartsýnn vegna þess að ég sé ekki fram á annað en að hér verði mjög gott að búa á næstu árum og hér verði áfram mikil velmegun. Menn eiga ekki alltaf að bera sig saman við Reykjavík heldur líka við nágrannalöndin. Við höfum það betra heldur en fólk mjög víða í nágrannalöndunum. Það er líka ágæt veðrátta á Akureyri miðað við ísland. Það er náttúrlega léleg veðrátta á íslandi yfir höfuð og kannski helsti ókosturinn við að búa hérna en það er góð veðrátta hér á Akureyri og bærinn því kjörinn staður til útivistar.“ Eflaust væri hægt að ræða miklu meira um afmælisbarnið Akureyri en hér verður að setja punkt. Ég vil þakka Sigfúsi kær- lega fyrir spjallið og framlag hans til þessa afmælisblaðs. Síðan get- ur orðið gaman að rifja þetta upp eftir nokkur ár, hver staða Akur- eyrar var á 125 ára afmælinu, hvað var framundan og hvort það hafi gengið eftir. SS Akureyri Miðstöð flugsamgangna 14-DAGUR Stjömusól óskar öllum Akureyringum til hamingju með afmœlið. Við erum í Miðbœnum og hjá okkur er glœsileikinn í fyrirrúmi jafnt utan sem innan. Opið alla daga. Verið velkomin! fr Geislagötu 12. Sími 25856. Laugardagur 29. ágúst 1987 \8tT teUQB lUgBDlSQUSj

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.