Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
15
Á miðunum við Svalbarða. Norskir ráðherrar berjast ekki aðeins gegn hagsmunum íslendinga með fallbyssukúlum, sprengjuklippum og skyndilegum lagabreytingum. Þvert á móti
sækja þeir gegn „frændum" sínum á öllum vígstöðvum.
Frændur frændum verstir?
Líklega telja þeir sem mest hafa
efast um gildi samstarfs Norður-
landaþjóða að vart sé hægt að fá
rækilegri sönnun þess að norræn
samvinna sé fyrst og síðast mark-
laust hátíðahjal en framferði
norskra ráðamanna í garð íslensku
„bræðraþjóðarinnar" nú að und-
anfömu.
Norskir ráðherrar hafa látið
skammimar dynja á íslendingum.
Forsætisráðherra Noregs, Gro
Harlem Brundtland, og utanríkis-
ráðherrann, Björn Tore Godal,
hafa haft forystu um að svívirða
íslendinga opinberlega sem þjófa
og glæpamenn fyrir það eitt að afla
sér björg í bú á alþjóðlegu haf-
svæði.
Samtímis hafa norsk stjórnvöld
ofsótt íslensk fiskiskip, breytt
norskum lögum sérstaklega til að
reyna aö ná sér niðri á íslendingum
og hafnað öllum tfllögum um við-
ræður tfl aö leysa málið á friðsam-
legan hátt.
Það er eins og norskir ráöherrar
hafi allt í einu fundið sér alvöru-
fjandmann sem þeir telja sig hafa
í fullu tré við. Það kemur þeim sem
lagt hafa trúnað á hátíðahjalið um
náin tengsl, vináttu og bræðrabönd
þjóðanna, nú síöast á lýðveldisaf-
mælinu í sumar, í opna skjöldu að
íslendingar séu allt í einu orðnir
erkifjendur Norðmanna.
Ofstopi og yfirgangur
Aðrir segja reyndar að þetta komi
ekkert á óvart. Sögufróðir íslend-
ingar vitna tfl hins fomkveðna að
frændur séu frændum verstir. Og
vísa svo í Landnámu og íslendinga-
sögur því til sönnunar að norskir
stórbokkar hafi ávallt verið með
ofstopa og yfirgang gagnvart ís-
lendingum.
Og rétt er það að margir land-
námsmenn, en alls ekki allir,
hröktust frá Noregi af slíkum sök-
um. Jón Sigurðsson forseti komst
svo að orði aö íslensku landnem-
amir heföu sýnt aðdáunarverðan
kjark með því „að láta ekki kúgast
af ræningjanum Haraldi hinum
hárfagra".
Það heitir víst svo á hátíðastund-
um að Haraldur hárfagri væri með
ofbeldi sínu að sameina Noreg í
eitt ríki. Hið sanna í málinu er auö-
vitað að hann var að leggja land
margra smákonunga og sjálf-
stæðra hænda í Noregi undir sjálf-
an sig og ættmenn sína með vopna-
valdi. Honum gekk ekkert annað
né göfugra til, frekar en öðram
herkóngum þess tíma.
í fótspor
hins hárfagra
En Haraldur hárfagri er allur -
er ekki svo?
Dauður er hann, kallinn, svo
mikið er víst. En þeir sem nú ráða
fyrir norsku ríkisstjóminni virðast
hafa erft lundemi þessa vopnglaða
„ræningja".
Brundtland og ráðherrar hennar
era líka að feta í fótspor Harálds
hárfagra aö öðru leyti en því að
sýna íslendingum yfirgang. Þau
era að reyna að sameina Noreg á
ný, en að þessu sinni um þá stefnu
að landið skuli ganga inn í Evrópu-
sambandið. Og tfl að ná því
markmiði era öll brögð leyfileg.
Til að tryggja meirihluta fyrir
inngöngu Noregs í Evrópusam-
bandið verður norska ríkisstjórnin
að sannfæra sjómenn og aðra þá
sem hagsmuni hafa af sjávarút-
vegi, einkum í Norður-Noregi.
Brundtland og aðrir norskir krata-
leiðtogar telja sýnflega að besta
leiðin til að ná í þau atkvæði sé að
sýna íslendingum hörku, gera þá
að skúrkum í augun norskra sjó-
manna. Þannig megi fá norska sjó-
menn tfl að gleyma því sem þjóðar-
atkvæðagreiðslan í haust snýst í
raun og vera um að því er þá varð-
ar. En það er að eftir stuttan aðlög-
unartíma mun sjávarútvegsstefna
Evrópusambandsins í Brussel ráða
ferðinni á norskum fiskimiðum.
„Norskum fiskimiðum?"
Já, það má enn nota þaö lýsingar-
orð, en eftir nokkur ár verða þessi
fiskimið ekki lengur norsk heldur
Laugardags-
pistiU
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
evrópsk.
Um þetta vilja norskir ráðherrar
að sjómenn og aðrir þeir kjósendur
í Noregi, sem byggja lífsafkomu
sína á fiskveiðum, hugsi sem allra
minnst.
Sókn á öllum
vígstöðvum
Auðvitað er hægt að segja sem
svo að það sé aðeins pólitísk tæki-
færismennska sem ráði ferðinni
hjá norsku ríkisstjóminni og því
ástæðulaust að taka skítkast þess-
ara ráðherra sérlega alvarlega. Af-
staða þeirra muni breytast þegar
þjóðaratkvæðagreiðslan sé um
garð gengin.
Vafalaust eiga norskir ráðherrar
hægara um vik að sýna skynsemi
í deflunni þegar EBS-máhð er af-
greitt. En það er vafasamt að
treysta á slíkt af tveimur ástæðum.
Annars vegar ber að hafa 1 huga
að yfirlýsingar ráðherranna lýsa
slíkum fjandskap og hroka gagn-
vart íslendingum að það getur ekki
boðað neitt gott fyrir frekara sam-
starf þjóðanna.
Hins vegar bera fréttir það með
sér að norskir ráöherrar era ekki
aðeins að beijast gegn hagsmunum
íslendinga með fallbyssukúlum,
sprengjuklippum og skyndilegum
lagabreytingum. Þvert á móti
sækja þeir gegn „frændum" sínum
á öllum vígstöðvum.
Þannig reyndu norskir ráða-
menn nýverið að fá rússneska út-
gerðarmenn til að banna löndun á
fiski úr rússneskum toguram í ís-
lenskum höfnum. Þótt fyrsta atlaga
í því efni hafi ekki borið tflætlaðan
árangur er augljóst að Norðmenn
munu halda áfram að egna Rússa
á móti íslendingum.
Þá berast fréttir af því að norskir
ráðamenn fari hamförum gegn ís-
lendingum á alþjóðlegri ráðstefnu
um úthafsveiðar sem nú stendur
yfir í New York. Norðmenn
hreykja sér af því opinberlega að
hafa fengið Kanadamenn og jafnvel
Bandaríkjamenn í hö með sér gegn
hinum vondu íslendingum, og ætla
að reyna að fá Evrópusambandið
inn í slíka blokk. Hvort sem árang-
ur þeirra í þessu efni er orðum
aukinn eða ekki fer ekkert á mihi
mála að norsk stjómvöld vinna
skipulega aö því að rægja málstað
íslendinga.
Hér er því ekki um neitt skyndi-
upphlaup eða sumarbólu að ræða
sem hjaðnar af sjálfu sér eftir
nokkrar vikur eða mánuði. Þvert á
móti virðast norskir ráðherrar
vinna skipulega gegn hagsmunum
íslendinga á alþjóðavettvangi.
Bresta böndin?
Mörgum finnst aö íslensk stjóm-
völd hafi læðst með veggjum í þess-
um deflum við Norðmenn.
Auðvitað ber að virða það við ís-
lenska ráðherra aö þeir hafa ekki
látið norska kollega sína æsa sig
tfl að svara svívirðingum í sömu
mynt. Stóryrði norskra ráðherra í
garð íslendinga era reyndar maka-
lausari einmitt fyrir þá sök að ís-
lendingar hafa ekki svarað með
sama hætti.
Hins vegar mætti að ósekju vera
mun meiri kraftur í málefnalegri
vörn stjórnvalda. Hafa ber í huga
að endanleg niðurstaða um stjóm-
un fiskveiöa á alþjóðlegu hafsvæði
ræðst af samningum þjóða í milh.
Þvi-er mikið í húfi að árásum Norð-
manna á alþjóðavettvangi sé mætt
af festu og með rökum. Ella kann
Norðmönnum að takast að skaða
hagsmuni lands og þjóðar tfl fram-
búðar.
Hvaöa áhrif mun þessi fjandskapur
nánustu frændþjóðar íslendinga
svo hafa á samstarfið við Norð-
menn í framtíðinni? Og áht þjóðar-
innar á gildi norrænnar samvinnu
yfirleitt?
Rétt er að gera sér ljósa grein
fyrir því að eitt eru norskir krata-
ráðherrar og annað norska þjóðin.
Vissulega hefur stjómmála-
mönnunum tekist að æsa norska
sjómenn og aðra hagsmunaðfla í
sjávarútvegi upp á móti íslending-
um. Það kann aö lifa lengi í þeim
glæðum.
En hið ánægjulega er að ábyrgir
aðflar í Noregi hafa snúist gegn
þessari fjandskaparstefnu norsku
ríkisstjómarinnar og hvatt til
samninga við íslendinga um kvóta
á Svalbarðasvæðinu og stjómun
fiskveiða í norðurhöfum. Þetta hef-
ur skýrt komið fram í forystugrein-
um margra helstu dagblaða Nor-
egs. Og Islandsvinir á borð við þá
tvo Norðmenn sem gegndu hér um
árabfl starfi forstöðumanns Nor-
ræna hússins hafa látið tfl sín
heyra.
Þessi skrif sýna að það era enn
sterkar taugar á milli þjóðanna.
Mikilvægt er því að láta ekki tæki-
færissinnaða stjómmálamenn
skera á þau sterku bönd frændsemi
og sögu sem eiga að tengja þjóðim-
ar saman óijúfanlegum böndum.
Það væri miídð slys og norskum
stjórnvöldum tfl ævarandi skamm-
ar.