Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Page 20
20 LAUGARDAGUR 20. ÁGUST 1994 Var á Woodstock-hátíðinni fyrir 25 árum: Með „peace"merkið á lofti Júlía Andersen innanhússarkitekt upplifði ógleymanlega hippastemninguna Júlía, tvítug i Ameríku, í kögurvesti og með hippaband um ennið. „Við bjuggum í New York og fólk sem við þekktum talaði mjög mikið um Woodstock og ætlaði sér að fara. Það varð til þess aö við fórum líka. Við fengum far með nágrönnum okk- ar sem voru mjög furðuleg hjón; hann var litill feitur ítali sem setti á sig hárkollu til að stinga ekki mjög í stúf við alla síðhærðu hippana," segir Júlía Andersen innanhússarki- tekt sem var á Woodstock-hátíðinni fyrir 25 árum ásamt vinkonu sinni E\m Benjamíns. Þær vinkonur unnu á veitingahúsi í New York á þessum tíma en Júlía hafði farið út í fyrst- unni sem au-pair. „Ég man eftir því að við skemmtum okkur ágætlega á leiðinni. ítalinn gantaðist nefnilega talsvert með hár- kolluna sína. Annars var mjög mikil umferð, við lentum í mikilh umferð- arteppu og urðum að híða í röðinni í marga klukkutíma. Fólk tók það þó ekki nærri sér heldur settist fyrir utan bílana og skemmti sér enda var mikið fjör þarna. Það var ótrúlegur fjöldi manna og kvenna samankom- inn á einum stað og við störðum steinhissa á allt þetta fólk,“ segir Júlía enn fremur þegar hún rifjar upp þessa skemmtilegu helgi í sept- ember 1969 en þá var hún tvitug. „Það var mjög einkennandi fyrir hátíðina hversu allir voru ljúfir og almennilegir, „peace“merkið var alltaf á lofti, enda sannur hippaandi á hátíðinni. Við vorum ekki með neitt tjald en fólk var að kalla til okkar og bjóða okkur í mat hvar sem var.“ Júlía segir að þær Eva hafi verið eins og litlar sveitastúlkur í öllu mannhafinu á Woodstock og þær höfðu aldrei fyrr séð hljómsveitir á borð viö þær sem þarna skemmtu. „Mig minnir að það hafi verið um morgun sem Jimi Hendrix kom niður á svæðið í þyrlu. Það var stórkost- legt. Allan sólarhringinn var eitt- hvað um að vera og þótt maður kæm- ist ekki upp að sviðinu þá skipti þaö ekki máli. Fólk plantaði sér fyrir framan sviðið og hreyfði sig ekki þaðan. Fæstir voru með tjöld, menn sváfu bara úti undir berum himni. Það rigndi í upphafi helgarinnar og svæðið var orðiö ansi mikið drullu- svað.“ Rétta stemningin Júlía segir að eftir að Woodstock- myndin var sýnd á íslandi á sínum Júlia Andersen innanhússarkitekt var hippi fyrir 25 árum og einn örfárra íslendinga sem upplifðu Woodstock-hátíðina þar sem „peace“merkin voru ætið á lofti. DV-mynd ÞÖK Var á Woodstock-hátíðinni um síðustu helgi: Sumir komu í gamla hippagallanum - segir Laufey Dís Ragnarsdóttir, tvítug au-pair stúlka Laufey Dis Ragnarsdóttir er au-pair i New Jersey í Bandaríkjunum og skellti sér á Woodstock-hátíðina meö vinkonum sínum. Þessi mynd var tekin af henni í sumar áður en hún fór út. „Við fórum fjórar vinkonur á Woodstock, þrjár frá íslandi og ein frá Noregi, en við erum allar au-pair stúlkur hér í Bandaríkjunum,“ sagði Laufey Dís Ragnarsdóttir sem upp- lifði Woodstock-hátíðina um síðustu helgi þar sem rúmlega þrjú hundruð þúsund manns endurtóku hina raun- verulegu hátíð sem haldin var fyrir 25 árum. Vinkonur hennar heita Svava Kristinsdóttir, Harpa Baldvinsdóttir og Tuna frá Noregi. „Ég hafði heyrt um það áður en ég kom hingað út í júní að til stæði aö endurtaka Woodstock-hátíðina. Hins vegar hafði ég ekki hugmynd um hvar hún yrði. Þegar við heyrðum að hátíðin yröi í New York fylki ákváðum við að skella okkur. Síð- ustu vikuna fyrir hátíðina var mjög mikil umfjöllun um hana í blöðum og margir þættir í sjónvarpinu frá gamla Woodstock og þetta kveikti áhugann," segir Laufey, sem er tvít- ug og því ekki fædd þegar hátíðin var haldin í fyrra skiptið. „Ég hafði heyrt um gömlu hátíðina en þó ekkert mikið, aðaUega um blómabörnin og hippana sem virtist mjög spennandi tímabil." Laufey sagði að rútur hefðu fariö frá flestum borgum og þær vinkon- umar tóku eina þeirra. Þær fóru með tjaldbúnað meö sér og fengu gott tjaldstæði. „Þegar viö komum á stað- tíma hafi fólki þótt mjög merkilegt að þær skyldu hafa verið þar. „Það var eiginlega fyrst þá sem fólk áttaði sig á hversu stórkostlegt þetta var.“ Þrátt fyrir alla umferðina á Wood- stock vildi svo sérkennilega til aö Júlía sá stúlku úr Vestmannaeyjum, sem hún kannaðist við, bregða fyrir á hátíðinni. „Mér fannst mjög skrítið að sjá andlit sem ég kannaðist við í allri þessari þvögu. Það sem kom mér þó mest á óvart var hversu fólk var allt ljúft og opið.“ - Hvað er þér minnisstæðast frá þessari helgi ef þú hugsar aftur í tím- ann? „Stemningin öll í loftinu er mjög minnisstæð þótt erfitt sé aö lýsa rétta andrúmsloftinu." - Voru margir sem vildu láta taka eftir sér, t.d. meö sérkennilegum búningum? „Það var talsvert af fólki sem vildi skera sig úr, t.d. var talsvert um aö karlmenn gengju um naktir. Ein- hveijir voru með lömb með sér og það má segja að þama hafi verið fullt af furðulegu fólki." Júlía segir aö þær Eva hafi verið hippar á þessum tíma og hún minn- ist þess að hún var klædd í gallabux- ur, sem höfðu verið klórþvegnar, og áþrykktan bol á hátíðinni. Að sjálf- sögðu var hún líka með leðurband um ennið eins og þá tíðkaðist. Júlía hefur aðeins séð Woodstock-mynd- ina einu sinni en segist geta hugsað sér að sjá hana aftur. Minningin um þessa sögufrægu hátíð mun þó aldrei líða úr huga hennar. f||| ^ ii siajj*, % .WA ■ vl'- É, . 8 - *. *mUm tí , * 1 Á Woodstock-hátíðinni fyrr og nú voru naktir karlmenn áberandi á svæð- inu; einhverjir sem sannarlega vildu láta taka ettir sér. Þessi mynd var tekin á Woodstock-hátíðinni um síðustu helgi. inn var mikil umferðarörtröð að svæðinu en við vorum mjög heppnar með tjaldstæði," segir Laufey. Vélti sér upp úr drullunni Þótt fólksíjöldinn á Woodstock hafi verið meiri en á öllu íslandi þótti stelpunum sem stemningin á hátíð- inni gæti minnt á góöa verslunar- mannahelgi á íslandi. „Það var dembandi rigning eins og er svo oft um verslunarmannahelgi heima, svæöið varð einn forarpyttur og fólk velti sér upp úr drullunni. Það var þó ekki mikið hægt að sjá vín á fólki en því meira var af fíkniefnum. Mað- ur hefði getað valið um hvað sem var hefðum við haft áhuga á því. Tónlist- in á svæðinu var alveg frábær og stuðið á fólkinu meiriháttar. Þama vora margar hljómsveitir sem mann hefur lengi langað til aö sjá og allar á einum stað. Þetta var algjör ævin- týrahelgi fyrir okkur og við munum minnast hennar lengi. Við kynnt- umst mörgum krökkum og allir voru mjög almennilegir. Það sem kom okkur mest á óvart var hversu margt fólk var þarna og einnig hversu margir gengu um svæðið allsberir. Það vora margir skrýtnir sem vildu láta taka eftir sér. Það vakti líka athygh okkar að svo virtist sem ofbeldi þekktist ekki á svæðinu. Við sáum engin slagsmál eða læti og fólk rýmdi til ef maður vildi komast áfram. Það var talsvert af eldra fólki sem hafði verið á Woodstock fyrir 25 áram og var að koma aftur til að endurlifa gamla daga. Sumir voru meira að segja búnir að draga upp gamla hippagallann og troða sér í hann.“ Laufey og vinkonur hennar kom- ust heilu og höldnu heim aftur. Engu var stohö frá þeim og þær munu lifa á þessum skemmtilegu minningum næstu 25 árin að minnsta kosti. „Ég myndi ekki hika viö að fara aftur á svona hátíö,“ sagði Laufey í símtah frá Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.