Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 23
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 23 Kvikmyndir Emil (Kári Gunnarsson) og Skundi á leiðinni norður til afa. Skýjahöllin frumsýnd 29. september: Ævintýri Emils og Skunda Ný íslensk kvikmynd verður frum- sýnd á næstunni. Er það Skýjahöllin sem Þorsteinn Jónsson leikstýrir. Myndin, sem nú er á lokastigi í fram- leiöslu, verður frumsýnd í Sam- bíóunum fimmtudaginn 29. septemb- er. Skýjahöllin er gerð eftir hinni þekktu verðlaunasögu Guðmundar Olafssonar, Emil og Skunda, en áður hefur verið gerð sjónvarpsmynd eftir sögunni. Skýjahölhn íjallar um átta ára strák sem á þann draum heitastan að eignast hund. Þegar honum býðst að kaupa hvolp fær hann leyfi til þess hjá foreldrum sínum en skilyrð- iö er að hann afli peninga sjálfur. Emil brettir því upp ermarnar og aflar þess fjár sem vantar, meðal annars með því að selja DV og hand- langa hjá gömlum smið. Foreldrar og leikinni mynd á sama máta og gert var með góðum árangri í Who Framed Roger Rabbit. Teiknimynd- irnar voru hannaðar í Þýskalandi. Þær þykja vel gerðar og minna um margt á teiknimyndir sem koma frá Disney. Kári Guimarsson heitir drengur- inn sem leikur Emil og er þetta frum- raun hans í kvikmyndaleik. Reyndir og þekktir leikarar eru í öllum öðr- um helstu hlutverkum. Mömmu hans leikur Guðrún Gísladóttir og pabba hans leikur Hjalti Rögnvalds- son. Aðrir eru Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, sem leikur Ingu, Sigurður Sig- urjónsson, sem leikur Áif fylhbyttu, Steindór Hjörleifsson, sem leikur af- ann, og Gísh Halldórsson leikur Jósa smið. Auk þess koma fram margir leikarar í minni hlutverkum. SkýjahöUin er framleidd af fyrir- tæki Þorsteins Jónssonar; Kvik- mynd. Eins og flestar íslenskar kvik- myndir nú til dags er Skýjahöllin gerð með aðstoð erlendra aðUa. Hún hlaut á sínum tíma styrk úr Kvik- myndasjóði íslands og síðar úr kvik- myndasjóði Evrópuráðsins, Euri- magen. Meðal annarra styrktaraðUa myndarinnar eru Det danske FUm- institute og BerUner FUmforderung. Þorsteinn Jónsson, sem bæði leik- stýrir myndinni og skrifar handritið, er meðal okkar reyndustu kvik- myndagerðarmanna. Hann útskrif- aðist frá kvikmyndaakademíunni í Prag 1971 og hefur síðan unnið við kvikmyndir á mörgum sviðum. Þor- steinn hefur gert nokkrar stuttar myndir sem hafa vakið athygU. Má þar nefna Höfnina (1966), Hopp (1968) og heimildarmyndina Bónda sem vann tU 1. verðlauna á kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík 1978. Þorsteinn hefur einnig gert margar kvikmynd- ir fyrir sjónvarp. Má þar nefna Fisk undir steini (1974) sem vakti mikla athygh og umtal á sínum tíma. Þorsteinn hefur gert tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd. 1981 gerði hann Punktur, punktur, komma, strik sem gerð var eftir skáldsögu Pétin-s Gunnarssonar. Önnur kvik- mynd hans er Atómstöðin eftir skáldsögu HaUdórs Laxness. Var hún vaUn tíl sýningar í Cannes 1984. Tíu ár eru nú Uðin frá því að Þorsteinn gerði Atómstöðina og var kominn tími tU að hann kæmi með kvik- mynd. í miUitíðinni starfaði hann meðal annars sem framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs íslands í nokkur ár. Þorsteinn Jónsson fyrir miðri mynd viö tökur á Skýjahöllinni. Kvikmyndir Hilmar Karlsson hans eru þó ekki hrifnir af hundinum og hafa í raun aldrei gert ráð fyrir að EmU geti unnið fyrir honum og þegar tíl kemur vUja þau ekkert með hundinn hafa. í stað þess að láta hundinn frá sér ákveður EmU að fara norður til afa sína með hann og hefst þar mikU ævintýraferð. SkýjahöUin var Uókin í vinnslu þar sem hún er að hluta teiknimynd. EmU býr sér til draumaveröld og teiknimyndir sýna þá veröld. í einu tUviki er blandað saman teiknimynd 99 18 30 39,90 mín. Forþjöppur, varahlutir og viðgerðarþjónusta. Höfum á lager flestar tegundir af varahlutum í allar gerðir forþjappa. Einnig: Loftpressur, hitablásara, miðstöðvar, stýrisenda, togstangir, spíssadýsur, kúpplingsdiska, kúpplingspressur, fjaðrir o.m.fl. Pöntum allar tegundir varahluta í. ERUNGSSON HF. Sérhæfð þjónusta fyrir rútur, vörubíla og vinnuvélar Skemmuvegi 22, Kópavogi Sími: 670699 Sfmboði: 984-53299 VetrariMmlr, náttúmlegir Ittlr sem fegra en breyta ekkl útlltí þínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.