Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 27
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 35 Blóð- nasir „Hvað á að gera við Rögga rot og allar þær blóðnasir sem hann fær og veldur öðrum?“ Rögnvaldur Kjagan (öðru nafni Röggi rot) pípulagningameistari og hestamaður kom á Slysadeild fyrir nokkrum vikum. Hann hafði meiðst lítillega þegar hann missti hnefa í andlitið á félaga sínum í einkasamkvæmi á vegum kristi- legra stangaveiðimanna. Þeir komu saman hálfvolandi þessa nótt. Röggi hélt um hönd sína og nuddaði hnúana en félagi hans greipaði nefið. Tilefni þessara átaka var löngu gleymt en þeir sameinuðust í reiði og hneykslun yfir því að þurfa að bíða djöfull lengi. Báðir létu þeir ófriðlega, bölvuðu og rögnuðu og gáfu hvor öðrum að drekka sénever blandað- an í límonaði. Eftir langa mæðu tókst að róa þá og þreytuleg græn- klædd stúlka gerði að andlegum og líkamlegum meinunum. Þeir gengu út í faðmlögum og sungu saman svo að undir tók í Smá- íbúðahverfmu: „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt, eitthvað gamalt og gott etc. etc.“ Röggi hittir Nökkva Nokkru síðar kom Röggi til Nökkva laeknis. Hann var í bláum gallabuxum með breiðu belti, támjóum rauðbrúnum stígvélum og rauðleitum bol sem á stóð: „Photographers do it in the dark“. Um hálsinn bar hann eftirlíkingu af þýskum járnkrossi í leðurreim. Á upphandlegginn hafði einhver tattóverað ljótt og skakkt rautt hjarta sem í stóð: Mamma/mother. „Ég er alltaf að fá blóönasir," sagði hann, „mamma sagði að ég ætti að fara til læknis og láta brenna að innan á mér nefið.“ „ Já,“ sagði Nökkvi spekingslega, „en ertu ekki alltaf að slást.“ „Jú, að vísu,“ svar- aði Röggi og glotti sjálfumglöðu, tannfáu brosi. Hann var bólginn og marinn á nefinu. „Láttu mig kíkja á þetta,“ sagði Nökkvi föður- lega. Röggi var svo aumur í nefinu að senda varð hann í myndatöku vegna gruns um brot. Svo reyndist ekki vera. Nökkvi hreinsaði nefið að innan. Hann sá blæðingarstað í miðsnesinu, brenndi fyrir og tróð grisju í nefið. „Svo verðurðu að hætta að slást,“ sagði Nökkvi. „Já,“ sagði Röggi og vaggaði út með sér- kennilegu göngulagi íslenskra slagsmálamanna. Hann kom ekki aftur en seinna fréttist af Rögga rot í Smugunni. „Nú fá helvítis Norð- mennimir fyrir ferðina," hugsaði Nökkvi með sér. Algengur kvilli Algengt er að ungt fólk fái blóð- nasir. Hjá ungum bömum er yfir- leitt um að ræða endurteknar sýk- ingar sem valda því að slím harðn- ar og safnast fyrir. Böm eiga erfitt meö að snýta þessu út og reyna því að losa um með fingmm sem kem- ur blæðingu af stað. Kvef og endur- teknar sýkingar í efri loftvegum veikja slímhimnur svo að hættara er við blóönösum. Hjá táningum og yngra fólki eru blóðnasir tíðar vegna slysa. Fólk fær högg á nefið í íþróttum, bílslysum eða í áflogum. í Gísla sögu Súrssonar er fræg frá- sögn um blóðnasir eftir átök. Gísh skelltí. Þorgrími svo fast niður á ís að blóð stökk úr nösunum, skinnið gekk af hnúum og kjöt af hnjánum. Hjá rosknu fólki eru orsakir blóð- nasa oft háþrýstingur og æðakölk- un sem gerir æðar mjög viðkvæm- ar. Hjá yngri kynslóðinni er al- gengast að blóðnasir eigi upptök sín í fremri og neðri hluta miðsnes- is. Hjá eldra fólki er blæðingin oft aftar í nefinu og því erfiðari við- fangs og getur í versta falli oröið lífshættuleg. í Sturlungu segir frá Á lækravaktinm Einari nokkrum Skemmingi sem þótti hinn röskasti maður. Hann er sagður hafa dáið úr nefdreyra eða blóðnösum en tildrögin ekki skýrð nánar. Ath Húnakonungur er talinn hafa látíst úr blóðnösum. Hann hafði sofnað drukkinn á bak- inu, fékk þá nefblæðingu og er tal- innhafakafnað. Meðferð blóðnasa Meðferð blóönasa er yfirleitt ein- fold. Þar sem blæðingin kemur oft- ast frá fremri og neðri hlutum miðsnesis er nóg að þrýsta þétt- ingsfast um nefið frá hhðunum í 3-5 mín. Gott er að láta sjúklinginn sitja með svamp eða tusku gegn- vætta í köldu vatni og halda að nefi og enni til að minnka blóð- streymið. Ef þetta dugar ekki þarf að troða í nefið. Best er að deyfa slímhimnur en síðan er grisju, sem búið er að maka í bakteríudrepandi og mýkjandi smyrsh, troðið upp í nefið. Ef þessar aðgerðir stöðva ekki blæðinguna og sjúklingnum finnst blæða aftur í kok kemur blæðingin sennilega úr aftari hluta nefsins og þá þarf sérstakar aðferð- ir til. Best er að slíkt sé framkvæmt af háls-, nef- og eymalækni því oft getur reynst vandasamt að stöðva slíka blæðingu sérlega í þeim sem hafa lélegar æðar. Gæta þarf að blóðþrýstingi og sjá til þess að hann sé ekki of hár. Einar Skemmingur hefur sennilega haft blæðingu frá aftari hlutum nefsins og samtíma- menn hafa ekki ráðið við hana vegna tækjaskorts og kunnáttu- leysis. Sama máli gegnir um Atla Húnakonung þó að þýskar hetju- sagnir haldi því fram að Guðrún Gjúkadóttir hafi drepið hann til að hefna bræöra sinna. Hættulegar blóðnasir geta komið hjá fólki sem af einhverjum ástæðum hefur minnkaða storkuhæfni í blóði vegna sjúkdóms eða lyfja en þá blæðir yfirleitt víðar en úr nefinu. En hvað á að gera við Rögga rot og ahar þær blóðnasir sem hann fær og veldur ööram? Skásti kost- urinn er auðvitað sá að hann fari í áfengismeðferð og hætti að stunda böll og fljúgast á en fram að þeim sinnaskiptum þarf að lappa upp á hann eftir bestu getu, stöðva blæð- ingar, brenna fyrir æðar og gera við nef ef það brotnar. Á þessum síðustu og verstu tímum norrænn- ar samvinnu er auðvitað best að Röggi rot verði sem lengst í Smug- unni. Húsnæði óskast Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á 450-500 m2 iðnaðar- eða verslunarhús- næði í Reykjavík. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og allt að- gengi í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Tilboð er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð sendist eignadeild íjármálaráðuneytis, Arnar- hvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. september 1994. Fjármálaráðuneytið, 18. ágúst 1994 GERIÐ GÓÐ KAUP Seljum í dag og næstu daga eftirtalda hluti, lítið notaða og í góðu ástandi: Háþrýstidælur, nokkrar gerðir, bensín og rafmagn. Vinnupalla, fótstignar lyftur með lyftihæð 7,5 m, vinnuhæð 9 m. Notaða vörugáma, ýmsar stærðir og gerðir, þurr- gáma, frystigáma, 20 og 40 feta. Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-16. HAFNARBAKKI Suðurhöfninni, Hafnarfirði Sími 65 27 33. Fax: 65 27 33 INNANHÚSS- ioo ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík ■ Sími 888 500 ■ Fax: 686 270 Félagsráðgjafar Óskum eftir að ráða félagsráðgjafa í 100% stöðu í meðferðarhóp á hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar í Síðumúla 39. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af meðferðarstarfi og geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarney Kristjáns- dóttir yfirfélagsráðgjafi í síma 888500. Umsóknarfrestur er til 10, september nk. Hreyfiþjálfun aldraðra Starfsmann með íþróttakennaramenntun vantar í hlutastörf í eftirtaldar félagsmiðstöðvar aldraðra: Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn. Aflagrandi 40, s. 622571 Furugerði 1, s. 36040 Langahlíð 3, s. 24161 Norðurbrún 1, s. 686960 Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.