Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 KvikmyndLr Margir bjuggust víð góðum vestra þegar Kevin Costner tók að sér aö leika Wyatt Earp undir leikstjórn Lawrence Kasdan. Þeir félagar höfðu áður unnið saman að gerð vestra en það var kúreka- myndin Silverado. Kasdan á glæstan feril sem leikstjóri með myndum eins og Body Heat, The Accidental Touríst og I Love You to Death. Wyatt Berry Stapp Earp fæddist 19. mars 1848 og hefur alltaf gegnt veigamiklu hlutverki í sögu Bandaríkjanna. Menn hafa að vísu deilt um hvort Wyatt hafl veriö hetja eða aumingi. En fyrir marga er Wyatt tákn um hetju hins villta vesturs og dæmi um hugrakkan mann sem harðist fyrir réttlæti. Myndin hefst á búgarði Earp- ættaiáimar. Þar kynnast áhorf- endur flölskyldutengslum Earp- ættarinnar og því umhverfi sem hún býr í. í fyrsta sinn sem Earp ferðast vestur á bóginn kynníst hann hlóðsúthellingum og verður vitni aö morði, sem hefur mikil áhrif á hann. Earp snýr því til baka þar sem hann kvænist en missir skömmu síöan konu sína, sem var orðin vanfær, úr tauga- veiki. Erfittlíf Wyatt byrjar að drekka og stefnir hratt á botninn, en með hjálp föður síns tekst honum að snúa vörn í sókn og ná valdi á vandamálum sínum. Hann gerist veiðimaður en endar síðan í Wichita þar sem hann fyrir til- viljun gerist Iögreglustjóri stað- arins. Þetta vindur síðan upp á sig og Wyatt safnar í kringum sig tryggum samstarfsmönnum til að sjá um löggæslu í borgunum Dodge City og Tombstone. Þar lendir haim í útistöðum við kú- reka sem enda með blóðugu upp- gjöri milli þeirra, Mörg atriðin eru ótrúlega raunveruleg og byggja upp mikla speimu meðan á átökunum stendur, þótt ef til vill megi setja út á allt oíbeldið sem þar kemur fram. En ekki eru allir bæjarbúar sáttir við framgang Wyatt Earp og manna hans. Ekki bætir það úr skák að þriðja og síðasta eigin- kona Wyatt hafði verið kærasta Johnny Behan, lögreglustjóra Tombstone, sem leit á Wyatt sem óvin sinn númer eitt. Eftir har- dagann við kúrekana sér Behan sér leik á boröi að ná sér niður á Wyatt með því að kæra hann fyr- ir morð. Wyatt Earp neyðist því til að verja aftur hendur sínar en eins og i öllum góðum myndum er endirinn farsæll. Wyatt Earp og Tombstone eru ekki einu myndimar sem hafa veriö gerðar um Wyatt Earp. Þess má geta að John Ford geröi árið 1946 mynd sem bar heitið My Darling Clementine sem margir kannast við. Þar lék Henry Fonda sjálfan Earp. Fleiri þekktir leik- sflórar hafa einnig glímt við Wy- att Earp eins og John Sturges sem gcrði 1957 myndina Gunflght at the O.K. Corral. Kasdan tekst aö mörgu leyti mjög vel upp meö túlkun sína á Wyatt Earp og eins og vanalega er Kevin Costner frá- bær sem leikari, Hins vegar má segja að Kasdan hafi færst of mikið í fang því að myndin er rúmlega þrír tímar á lengd og þótt hún sé spennandi og góð em þrír tímar 1 lengsta lagi fyrir hvaða kvikmyndaáhugamann sem er. Kevin Costner sem Wyatt Earp. Baráttan nm áhorfendur í sumar voru að vanda fmmsýndar vestanhafs fjölmargar kvikmyndir sem áttu að draga unga fólkið inn í kvikmyndahúsin enda enginn skóli til að trufla þaö. Það er oft á tíðum hörkusamkeppni um bíógesti milli kvikmyndaveranna sem stundum lenda í þvi að frumsýna kannski sömu helgi tvær stórmyndir. En þeg- ar fer að hausta kemur yfirleitt í ljós hver var sigurvegarinn og hver tap- aði í kapphlaupinu um hylli áhorf- enda. Það má segja að Walt Disney kvik- myndaverið hafi enn einu sinni gefið keppinautum sínum langt nef því teiknimynd þess The Lion King er langvinsælasta myndin í sumar. Það er ótrúlegt hvað teiknimyndir halda velh en það hefur leitt til þess að hin kvikmyndaverin eru loksins búin að ákveða að veita Walt Disney kvik- myndaverinu samkeppni á þessu sviði með því að fara að framleiða sínar eigin teiknimyndir. Af öðrum myndum sem hafa gengiö vel má nefna Forrest Gump með Tom Hanks í aðalhlutverki, Speed og svo Flint- stones. Tíminn verður síðan að leiða Umsjón Baldur Hjaltason í ljós hvort nýjasta myndin hans Arnolds Schwarzeneggers, sem ber heitið True Lies, nái að veita áður- nefnum kvikmyndum einhverja samkeppni. Einhverjirtapa En það eru yfirleitt margfalt fleiri myndir sem ná engri aðsókn og sitja aðstandendur þeirra eftir meö sárt enni og tómt veski. í sumar voru það framhaldsmyndimar Beverly Hills Cops m með Eddie Murphy og City Slickers II með Billy Crystal sem náðu ekki að uppfylla væntingar framleiðenda. Einnig má nefna myndimar Renaissance Man og Cowboy Way, en líklega olli þó lang- mestum vonbrigðum nýjasta myndin hans Kevins Costners um Wyatt Earp. Kevin Costner hefur verið af- burða vinsæll leikari og nafn hans því verið ákveðin trygging fyrir góðri aðsókn. Hann sló svo sannarlega í gegn með Dances with Wolves og fylgdi því síðan vel eftir með The Bodyguard. En í vestranum Wyatt Earp brást honum heldur en ekki bogalistin. Þótt myndin hafi verið rnjög dýr í framleiðslu hefur aösókn- in verið nánast engin. Þeir sem þekkja til málsins telja ástæðuna alls ekki vera þá aö myndin sé illa unn- in, leikurinn slæmur eða efnið ekki áhugavert. Lengd myndarinnar hef- ur þó eitthvað að segja því sýningar- tími hennar er yfir 3 tímar. Tvær myndir Aðalástæöan er líklega sú að fyrir tæpu ári kom fram á sjónarsviðið önnur mynd sem fjallaði um sama efni eða Wyatt Earp. Þetta var mynd- in Tombstone, sem sýnd var á sínum tíma hérlendis, með Kurt Russel í hlutverki Wyatts Earps. Tombstone gekk ágætlega og er ein vinsælasta myndin sem Kurt Russel hefur leikið í um árabil. Ekki bætti það úr skák að Tombstone var sett yfir á mynd- band eiginlega samtímis og Kostner frumsýndi Wyatt Earp. Kostner varð því að bíta í það súra eph að tapa í með þeim Robert Redford og Jodie Foster í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegri sögu sem birt- ist í New Yorker. Hin vírusmyndin er líka komin í framleiðslu en hún ber nafni Outbreakð og fer Dustin Hoffman með aðalhlutverkið. Það er framleiðandi The Fugitive sem stendur að baki þessarar myndar, eftir að honum mistókst að fá réttinn til að gera kvikmynd eftir áður- nefndri grein í New Yorker. Þótt frumsýning myndanna sé ekki á al- veg sama tíma, er líklegt að almenn- ingur velji á milli hvora myndina hann ætti að sjá því varla eru marg- ir sem hafa áhuga á að sjá tvær vírus- myndir með stuttu millibili. En með- an kvikmyndaverin sjá einhverja gróðavon í að keppa hvert við annað með næstum því sömu handritin mun þessi siður haldast. Atriði úr Tombstone og Wyatt Earp. þetta sinn en hann stóð hins vegar uppi með pálmann í höndunum fyrir nokkrum árum þegar hann lék í ann- arri af tveimur myndum sem gerðar voru samtímis um Robin Hood. Ke- vin Costner lék Robin Hood undir leikstjórn Kevins Reynolds og bar mynd þeirra heitið Robin Hood: Prince of Thieves, meðan John Irvin leikstýrði hinni með Patrick Bergin hlutverki Robin Hood. Hörð barátta Yfirleitt reyna kvikmyndaverin að forðast svona beina ögrun, en dæmið um Wyatt Earp er ekkert einsdæmi. Það er spurning hvemig hornabolta- myndunum Little Big League og Angels in the Outfield vegni en þær voru frumsýndar nær samtímis og flalla um sama efni. Það sem rekur kvikmyndaverin áfram í þessari vit- leysu er auðvitað vonin að þeirra mynd slái í gegn í samkeppninni því ef það gerist er hagnaðarvonin mik- il. Hvað er það sem rekur Columbia kvikmyndaverið áfram í að undirbúa sjóræningja- og ævintýramyndina Mistress of the Seas þar sem kven- maður fer með aðalhluverkið þegar Carolco kvikmyndaframleiðandinn hefur þegar hafið gerð sjóræningja- myndarinnar Cutthroat Island með Geena Davis í aðalhlutverki og leik- stýrða af eiginmanni hennar sem er Renny Harlin. Hættulegurvírus Sama virðist upp á teningnum hjá Warner Bros og Twentieth Century Fox kvikmyndaverunum sem bæði eru að hefla myndatökur á myndum sem flalla um safna efniö eða ban- vænan vírus sem sleppur út í um- hverfið. Þann 19. júlí sl. hófust tökur við myndina Crisis in the Hot Zone,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.