Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Fréttir
Hafharfjörður:
Heimsókn þýsku kafbátanna
Erum ekki
að klekkja á
Guðmundi
Árna
- segir Þorgils Óttar
„Mér finnst óeölilegt hvemig
Guðmundur Árni hefur hagað
sér og ég veit að kjósendum finnst
það líka. Þessi umræöa styrkir
Guömund Áma ekki í kosning-
Fyrsta kurteisis-
heimsóknin í 55 ár
unum í vor en ég skal ekki segja
hvemig kjósendur og alþýðu-
flokksmenn hugsa. Ég lít á þessi
mál sem spillingu enda gagn-
rýndi ég kratana fyrir spillingu
allt síðasta kjörtímabil," segir
Þorgils Óttar Mathiesen, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði.
Guömundur Ámi Stefánsson
félagsmálaráöherra og sam-
flokksmenn hans í Hafnarfiröi og
Kópavogi hafa aö undanfórnu
haidið því fram að umfjöllun
fjölmiðla um málefni Hafnar-
fjaröarbæjar sé runnin undan
rifjuin nýja meirihlutans í Hafn-
arfirði.
„Á þessu stigi ætía ég ekki að
fella neinn dóm um það hvort
spiliing hafi verið í stjómartíð
alþýöuflokksmanna í Hafnar-
firði. Ég geri það þegar ég hef
dæmin í höndunum. Alþýöu-
flokkurinn hefur gengiö gegnum
erfiðieika núna og þvi verður
staöa Guðmundar Árna bara að
sýna sig í kosningunum," segir
Magnús Jón Ámason, bæjar-
stjóri í Hafnarfiröi, þegar málið
er borið undir hann.
Magnús Gunnarsson, forseti
bæjarráðs, segir að meirihlutinn
hafi ekki gert annað en að svara
beinskeyttum spumingum
fréttamanna og sagt satt og rétt
frá. Tilgangurinn hafi ekki verið
að kiekkja á Guðmundi Árna eins
og kratamir hafi haldið fram.
Beöið er skýrslu iöggiltra end-
urskoðenda um fjármál Hafnar-
fjarðarbæjar og verður hún
kynnt meirihiutanum í bæjar-
stjórn eftir helgi.
Atskákmót um helgina:
Hinnaldni
skákmeistari
Bronstein
meðal
þátttakenda
Hiö áriega at-
skákmót Skák-
sambands ís-
lands fer fram
um þessa helgi
í húsnæði Iðn-
skólans í
Reykjavík. Auk
sterkustu skák-
manna ísiands
veröur þar hinn frægi skákmeist-
ari David Bronstein sem varö sjö-
tugur á þessu árL
Bronstein er i hópi kunnustu
núiifandi skákmeistara í heimin-
um Þá er hann ekki síður frægur
skákrithöfundur.
David Bronstein tefldi einvígi
um heimsmeistaratitiiinn við
Botvinnik árið 1951. Bronstein
hafði vinning yfir aö ioknum 22
skákum af 24. Hann tapaöi hins
vegar 23. skákinni og lauk einvíg-
inu með jafntefli. Það dugði Bot-
vínnik til að halda heimsmeist-
aratitlinura. Þess má til gamans
geta að árið 1974 tók Bronstein
þátt í Reykjavíkurskákmótinu og
átti fimmtugsafmæli meðan á því
stóð. Var honum haldin hér mikil
veisla af því tileftii.
Varðandi atskákmótið þá ræðst
það um helgina hvaða fjórir skák-
menn munu taka þátt i lokaslagn-
um sem fer fram árlega í beinni
útsendingu í sjónvarpinu.
- fyrriheHnsóknirþýskrakafbátaísöguleguljósi
Sigluhörður:
Aldrei fleiri
ferðamenn
Ferðamenn sem lagt hafa leið
sína til Siglufiarðar hafa aldrei
verið fleiri en á þessu ári og Björn
Valdimarsson bæjarstjóri er ekki
í vafa um að átakið „island sækj-
um þaö heim“ hefur skilað sér
vel til bæjarins.
„Þaö er líka vegna þess að viö
skipulögðum sumarið mjög vel.
Strax í febrúar vorum viö búnir
að setja niður dagskrá fyrir nær
aliar helgar sumarsins og ávallt
var boðið' upp á eitthvað
skemmtiiegt, s.s. síldarsöltun,
gönguferðir í Héðinsfjörð,
harmónikuhátíð og fleira þess
háttar. Þetta auglýstum við síðan
mjög vel,“ segir Björn.
Hann segir að Síldarminjasafn-
iö sé einnig greinilega núkið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn. í safn-
ið komu fram að verslunar-
mannahelgi um 1800 manns en
þá helgi fylltist bærinn af fólki
sem kom til að vera á Síldarhátíð.
Utgáfa í flokki ævisagna og viðtalsbóka svipuð og 1 fyrra:
Nærmynd af Óla Kr., for-
sljóra OLÍS, og æsku-
minningar Jakobínu
Útgáfa í flokki ævisagna og svo-
kaliaðra viðtalsbóka virðist ætla aö
verða svipuð og í fyrra. Handrit að
slíkum bókum eru að skila sér til
forleggjaranna og sumar bókanna
þegar komnar í prentun.
Skjaldborg mun gefa út bók um
Óla Kr. Sigurðsson heitinn, fyrrum
forstjóra Olís. Höfundur bókarinnar
er Bjarki Bjarnason kennari. Byggir
hann á samtölum við samferðamenn
Óla, fjölskyldu, vini og samstarfs-
menn svo úr verður eins konar nær-
mynd. Á sama staö kemur út sjálf-
sævisaga Karls Kortssonar, dýra-
læknis á Hellu til margra ára. Karl,
sem er þýskur, skrifar bókina á móð-
urmáli sínu en Óskar Ingimarsson
þýöir með aðstoð Ásgeirs Guðmund-
sonar sagnfræðings. Þá er einnig
væntanleg bók eftir Kristján Péturs-
son, fyrrum tollara, um nútímasaka-
mál á íslandi. Er fjallað um mál sem
hann vann að, bæði upplýst og óupp-
lýst. Þá er ónefnd 6. bókin í flokknum
Betri helmingurinn, um konurnar á
bak viö manninn. Þar er meöal ann-
arra rætt við Sigrúnu Magnúsdóttur
borgarfulltrúa, Jóhönnu Kristveigu
Ingólfsdóttur, eiginkonu Matthíasar
Johannessens og Mínervu Bjöms-
dóttur, eiginkonu Geirmundar Val-
týssonar.
DV hefur fregnað að hjá Máli og
menningu komi út bók um líf og starf
leikarahjónanna Erlings Gíslasonar
og Brynju Benediktsdóttur sem þau
skrifa í samvinnu viö Ingunni Þóru
Magnúsdóttur. Þá munu æskuminn-
ingar Jakobínu Sigurðardóttur vera
væntanlegar en hún hafði klárað þær
skömmu áður en hún dó.
Skáldið sem sólin kyssti heitir ævi-
saga Guðmundar Böðvarssonar,
skálds og bónda á Kirkjubóli, sem
SOja Aðalsteinsdóttir skrifar og
Hörpuútgáfan gefur út. Þar á bæ
kemur einnig út saga HaOdóru
Briem eftir Steinunni Jóhannesdótt-
ur. HaUdóra, dóttir séra Þorsteins
Briem, bjó lengst af í Svíþjóð og var
fyrst íslenskra kvenna til að leggja
stund á byggingarlist. Halldóra lést
skömmu eftir að Steinunn lauk við
bókina.
Hjá Forlaginu kemur út þriðja bók-
in í flokki svokallaðra forsetabóka
en Gylfi Gröndal skrifar um Svein
Björnsson forseta. Þá kemur einnig
út bók um ævi Aðalheiðar Hlínar
Spass, eins af stofnendum og fyrsta
formann verkakvennafélagsins
Sóknar. Skrifar Þorvaldur Kristins-
son um ævi Aðalheiðar.
Hjá öðrum forlögum, Iöunni,
Vöku-HelgafeUi og AB voru bækur í
flokki ævisagna og viötalsbóka í und-
irbúningi en of snemmt þótti að full-
yrða um útgáfu þeirra.
Þýsk flotadeUd tveggja skipa og
þriggja kafbáta er stödd hér á landi
í kurteisisheimsókn. Skipin liggja við
Miðbakka Reykjavíkurhafnar og
gefst almenningi kostur á að skoða
þau í dag, frá klukkan 13 til 17.
. Nú eru liðin 55 ár frá seinustu kurt-
eisisheimsókn þýskra kafbáta. Þá
voru það kafbátar þýska einræðis-
ríkisins en nú eru það kafbátar lýð-
ræðisríkis og bandamanna okkar í
Nato.
Það var síðla sumars 1939 sem tveir
þýskir kafbátar komu hingað. Frá
þessu er greint í bók Þórs White-
heads sagfræðings, Ófriður í aðsigi.
Kafbátaforingi í þeirri för var Hans-
Georg von Friedeburg og bauð hann
Hermanni Jónassyni forsætisráð-
herra að skoða bátinn. Nafn von
Friedeburgs komst síðar á spjöld sög-
unnar þegar hann varð yfirmaður
þýska kafbátaflotans árið 1943 og
tveimur dögum fyrir uppgjöf Þjóð-
verja æðsti yfirmaður þýska flotans.
Von Friedeburg endaði líf sitt fyrir
eigin hendi í stríðslok en þýskir for-
ingjar litu ekki á slíkt sem sjálfsmorð
heldur „frelsi dauðans".
Þór skrifaði einnig bókina Stríð
fyrir ströndum og í henni kemur
fram að 19. september 1939 hafi þýski
kafbáturinn U-30 siglt inn til Reykja-
víkurhafnar og lagst að bryggju. Til-
efni þeirrar heimsóknar var allt ann-
aö en þeirrar fyrri og heimsókn
þýsku kafbátanna í dag. í bók Þórs
er greint frá heimsókn U-30 og rakin
sú atburðarás sem varð til þess að
báturinn kom hingað til lands.
Þar kemur fram að það var U-30
sem sökkti breska farþegaskipinu
Athenia við Bretlandsstrendur en
lengi vel kenndu Þjóðverjar Bretum
um að hafa sökkt því skipi. Eftir það
verk elti kafbáturinn uppi annað
skip og fóru skipverjar af U-30 um
borð í skipið til aö koma sprengiefni
fyrir í því. Áhöfn skipsins var hins
Almenningi gefst kostur á að skoða þýsku kafbátana i dag en 55 ár eru
liðin frá því þýskir kafbátar komu hingað í vináttuheimsókn. Á innfelldu
myndinni, sem Skafti Guðjónsson Ijósmyndari tók árið 1939, má sjá Hans-
Georg von Friedeburg kafbátaforingja í brú kafbáts síns, U-27. Von Friede-
burg varð æðsti yfirmaður þýska flotans tveimur dögum fyrir uppgjöf Þjóð-
verja. DV-mynd Brynjar Gauti
vegar tekin til fanga. í sömu mund
og skipverjarnir komu sprengiefninu
fyrir í skipinu gerðu breskar orr-
ustuflugvélar árás á það og særðu
þrjá þýska sjóliða. Yfirmaður U-30,
Fritz-Julius Lemp, tók þá ákvöröun
að sigla til íslands því einn sjóhðanna
særðist alvarlega. Lagðist hann hér
að bryggju og var sjóliðinn fluttur í
land en kafbáturinn hélt leiðar sinn-
ar. Eftir stríð upplýsti svo sjóliðinn,
Adolf Schmidt, að U-30 hefði sökkt
Atheniu.
Seinasta viðkoma þýsks kafbáts
hingað til lands er líklega koma
þýsks kafbáts sem Bretar hertóku
suður af landinu, aö líkindum áriö
1941. Sá kafbátur kom að landi í
Hvalfiröi.