Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Sumarmyndasamkeppni DV og Kodak:
N áttúran faer
að njóta sín
- nöfn vinningshafa verða birt eftir viku
Ennþá eru margar myndir óbirtar
úr sumarmyndasamkeppninni
enda hefur þátttakan aldrei veriö
meiri en nú. Aldrei fyrr hafa verið
jafnmargar góöar myndir í keppn-
inni og því er dómnefndinni mikill
vandi á höndum aö velja þær sjö
bestu. Þaö fer þó aö styttast í aö
úrslitin verði kunngjörö því í
næsta helgarblaði veröa nöfn vinn-
ingshafa birt og verðlaunamynd-
irnar. í dómnefnd sitja Gunnar V.
Andrésson og Brynjar Gauti
Sveinsson, ljósmyndarar DV, og
Gunnar Finnbjörnsson frá Kodak
umboöinu.
Fyrstu verðlaun í keppninni eru
ferö til Flórída meö Flugleiðum að
verömæti 90 þúsund krónur, önnur
verðlaun er Canon EOS 500 mynda-
vél aö verðmæti 43 þúsund krónur,
þriðju verölaun eru Kodak Photo
CD geislaspilari að verðmæti 37.600
krónur, fjórðu verðlaun eru Canon
AS-1 vatnsmyndavél aö verömæti
19.900 krónur og loks eru það
fimmtu til sjöundu verölaun sem
eru Canon Prima AF-7 myndavélar
að verömæti 8.490 krónur hver.
Hér á síðunni birtast síöustu
myndir sem birtar veröa úr keppn-
inni en allar þær myndir sem birst
hafa í sumar eiga möguleika á
vinningi.
Náttúran lætur ekki að sér hæða. Það var Lilja Oddsdóttir, Kríuhólum 4, 111 Reykjavík, sem sendi þessa skemmtilegu sumarmynd í keppnina.
Hvað er yndislegra en náttúrubörn
íslands í sínu eiginlega umhverfi?
Það var Anna Sif Guðmundsdóttir,
Vallarási 4, Reykjavik, sem sendi
þessa fallegu mynd i keppnina.
„Þeir eru líkir, tviburarnir," segir Ijósmyndarinn, Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir, Smáraflöt 49, 210 Garðabæ, sem sendi þessa sniðugu mynd í
keppnina.
„Er ég i fókus?“ spyr sú stutta og guttinn smellir af. Það var Halla
Hersteinsdóttir, Borgarhlíð 7c, 603 Akureyri, sem sendi þessa mynd í
keppnina.
Þarna er sannarlega slegið til sólar í miðnæturgolfi. Eitthvaö sem allir
sannir golfáhugamenn kannast við. Það var Páll Pálsson á Akureyri sem
sendi myndina í keppnina.
„Snurfusað í stórum stiga" var texti þessarar skemmtilegu sumarmynd-
ar þar sem tvær kynslóðir hjálpast að við að gera fínt i kringum sig.
íslenska náttúran nýtur sín vel i myndinni sem Guðný Hannesdóttir,
Sogavegi 40, Reykjavík, tók.
„Ég ætla sko að sofa í tjaldi i nótt,
hvað sem tautar og raular," segir
sá stutti þar sem hann rogast með
fjölskyldutjaldið. Halla Hersteins-
dóttir, Borgarhlið 7c, Akureyri,
sendi þessa skemmtilegu sumar-
mynd í keppnina.