Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Vísnaþáttur
Eyjólfur
ljóstollur
Eyjólfur fæddist í Hraunhöfn í
Staðarsveit í Snæfellssýslu þann
6. júní 1841. Foreldrar hans voru
Magnús Gíslason, þá amtsskrifari
á Stapa á Snæfellsnesi en síðar
sýslumaöur í Mýrasýslu, Dalasýslu
og ísaijarðarsýslu, og Steinunn
Gísladóttir, bústýra þar.
Eyjólfur ólst upp á heimili fóður
síns og fékk þar nokkra menntun.
Hann varð barnakennari í Borgar-
firði og lærði einnig eitthvað til
bókbands. Var af því látið að rit-
hönd hans væri sérlega falleg.
Um skeið var Eyjólfur ekki um
allt heill til geðs og gerði það hon-
um þrengra um vik. Á efri árum
ferðaðist hann víða um byggðir en
óeirinn var hann við verk en í stað
þess orti hann vísur um menn og
málefni. Hvorki mun lundarfar eða
kveðskapur hans hafa aflað honum
vinsælda. Eyjólfur var fenginn til
þess að kveða niður Stokkseyrar-
drauginn og kraföist þess að áður
fengi hann vel útilátna brennivíns-
flösku. Einnig þyrfti hann afhýsi
nokkurt svo hann ótruflaður gæti
beitt særingarmætti sínum við
ókind þessa. Tvær ókvæöisvísur
Eyjólfs hafa lifað fram á seinni tíð
og eru þær svo:
Eyrarbakka auðnuslig
alvalds hönd þig roti.
Svarti djöfull ég særi þig
frá Sigga í Ranakoti.
Og hin hljóðar svo:
Ég þér stefni að allra vil
aldjeflis í treyju.
Um níu ára næstu bil
norður Drangs í eyju.
Tókust særingar Eyjólfs vel og
þóttu gefa góða raun. Árinn lét
ekki á sér kræla næstu nótt og tók-
ust reimleikar þessir af með öllu.
Þegar Símon Dalaskáld heyrði
tíöindi þessi varpaði hann fram
vísu þessari en milli þeirra voru
lithr kærleikar.
Bragar hraðast buflan gekk
best í skældu trýni
og í staðinn fulla fékk
flösku af brennivíni.
Eyjólfur kom á bæ einn og voru
leðurskór hans orðnir slitnir. Bað
hann vinnukonuna að bæta þá fyr-
ir sig en hún tók heldur fálega und-
ir það.
Þá kvað Eyjólfur:
Þó ég sé dóni að ýmsum sið
ekki þjóna verður,
taktu skóna og tylltu við
títuprjónagerður.
Um lastabælið Reykjavíkurkaup-
stað hvað Eyjólfur:
Reykjavíkur breiður bær
bestu kostum hlaðinn,
heilags anda blíður blær
breiðist yflr staðinn.
Eyjólfur mun sem og fleiri hafa
sótt um styrk úr landsjóði en ekki
fengið hann eða kannski hefur vís-
an fylgt umsókn hans:
Ei skal skelfa Eyjólfs haus
íslands valdatyrkinn.
Fari úr böndum fjandinn laus
fái ég ekki styrkinn.
Eitt sinn fór Eyjólfur frá Akra-
nesi til Reykjavíkur. Með bátnum
var annar farþegi sem Árni hét og
bar viðumefnið „gáta“. Ekki er
annars getið en Ámi þessi stæði sig
prýðilega þó að þungur væri sjór
en Eyjólfur var aumur mjög því
hann var manna sjóhræddastur.
En þegar komið var til Reykjavíkur
hoppaði hann upp á steinbryggjuna
og var hinn hróðugasti og kvað viö
Vísnaþáttur
Vatdimar Tómasson
raust yflr samferðamönnum vísu
þessa:
Eyvi kátur er og snar,
á þó bjáti veður.
En Árni gáta verri var
vili og gráti meður.
Meðan ritsímamáflð var hið
mesta þrætumál hérlendis hitti
Einar Benediktsson Eyjólf á götu
og bað hann að yrkja tÚ sín vísu;
Ljóstollur kvað svo:
íslands meðan almúginn
á þér skatt að gjalda
ritsíminn og ráðgjafinn
ríki um aldir alda.
Um mann er kallaður var spari-
frómur kvað Eyjólfur:
Æðir lómur ótryggur
otar gómarafti,
sparifrómur spaugnefndur
spýtir tómum kjafti.
Um sjálfan sig kveður Eyjólfur:
Ég er eins og ýlustrá
enginn frjóvgun döggva,
og með dauðans ætti ljá
óðara að höggva.
Eyjólfi líkaði vel að koma að Kol-
viðarhóli og gisti þar oft. Einhvern
tíma er hann var á leið þangað
mætti hann manni nokkrum er
vildi telja honum trú um að honum
myndi úthýst á Kolviðarhóli. Þá
kvað Eyjólfur vísu þessa:
Kolviðar ég kem á hól
hvílist þá minn andi.
Þar mér verður búið ból
best á Suðurlandi.
Valgerður mér veitir fús
vist, þá geðið hlýnar,
sífellt hennar sæluhús
svæfir raunir mínar.
Um þing vort og ráðgjafarsam-
kundu kvað Eyjólfur:
Stanslaust flaug um fold og laug
frekur kjaftastraumur,
orðinn að draug á öskuhaug
eldhúsrafta flaumur.
Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er
í hverri viku 63*27*00
til heppinna
áskrifenda Island
DV! , Sækjum það heim!
Matgæðingur vikuimar
Ofnbakaður
kræklingur
„Mér finnst mjög gaman að prófa
alls kyns heita smárétti eða gesta-
rétti og langar til að bjóða hér slíka
rétti,“ segirMálfríðurBjörnsdóttir,
læknaritari og matgæðingur vik-
unnar. „Þetta eru allt saman mjög
auðveldir og góðir réttir sem ég hef
boðið upp á í mörg ár og alltaf við
jafn miklar vinsældir. Fyrsti rétt-
urinn, ofnbakaðir krækflngar, er
tilvalinn réttur í saumklúbb eða
hvers kyns veislur. Einnig má vel
nota hann sem forrétt en ég hef
alltaf ristað brauð með honum,“
segir Málfríður. „Annar rétturinn
hefur einnig verið mjög vinsæll en
ég hef bara kallað hann risotto.
Þann rétt hef ég oft á hlaðborði,
t.d. í fermingarveislum. Loks ætla
ég að bjóða upp á ööruvísi ham-
borgara en það er uppskrift sem
ég klippti út úr amerískri bók fyrir
25 árum og gerir alltaf lukku, sér-
staklega hjá börnum," segir Mál-
fríður ennfremur.
Ofnbakaður kræklingur
2 stórar dósir Limfjords krækflng-
ar
2 msk. smjör eða smjörlíki
4 msk. hveiti
6 dl kræklingasoð og rjómi blandað
saman
salt og hvítur pipar eftir smekk
4 eggjarauður
4 msk. riflnn sterkur ostur
Smjörlíkið er brætt í potti og
hveitinu hrært samanvið þannig
að úr veröi smjörbolla, jafnað með
soöinu úr dósunum og rjómanum.
Látið sjóða við vægan hita í 4-5
mínútur og síðan kælt aðeins áður
en eggjarauðurnar eru hrærðar
Málfriður Björnsdóttir.
saman við, rifni osturinn og krydd-
ið. Þá eru kræklingarnir settir á
botninn í eldföstu móti og jafningn-
um hellt yfir. Þakið með ostsneiö-
um og bakað þar til osturinn verö-
ur ljósgylltur.
Risotto
2 laukar
1 hvítlauksrif
2 msk. smjör eða smjörlíki
1 dós niðursoðnir tómatar
5 dl kjötkraftur (af einum stórum
teningi)
3 'h dl af hrísgrjónum
1 tsk. oregano
1 tsk. chiliduft
'A tsk. svartur pipar
'A tsk. salt
2 grænar paprikur
250-300 g soðin eða reykt skinka
300 g stórar rækjur (geyma nokkr-
ar til skreytingar)
Laukurinn og hvítlaukurinn er
saxaður og steiktur í helmingnum
af smjörinu. Síðan er innihaldi
tómatdósarinnar hellt út í og kjöt-
kraftinum. Látið krauma án loks í
fimm mínútur við miölungshita.
Þá er hrísgrjónunum bætt út í og
kryddinu en vel má auka við það
eftir smekk. Þetta er hrært vel sam-
an og látiö sjóða undir loki í 20-25
mínútur og hrært í annað slagið í.
Á meðan eru paprikurnar skornar
í strimla og skinkan í bita. Paprik-
urnar eru mýktar í smjörinu sem
eftir var, skinkan síðan sett út í og
síðast rækjurnar. Þessu er síðan
blandað saman við hrísgtjóna-
blönduna sem passa verður að sé
ekki of þurr. Krydda má þennan
rétt eftir vild og rétturinn er síðan
skreyttur með rækjum og borinn
fram með hvítlauksbrauði.
Öðruvísi hamborgarar
500 g nautahakk
1 smátt saxaður laukur
chilisósa
sweet pickles relish
Nautahakkið. og laukurinn er
steikt saman í heitri feiti á pönnu
og kryddað með salti og pipar eftir
smekk. Síðan er bætt út í rúmlega
hálfum bolla af chilisósu og hálfum
bolla af sweet relish og blandað vel
saman við hakkið. Á meðan er ofn-
inn hitaður vel í 200 gráður. Stór
pylsubrauð eru holuð aðeins að
innan og smurð með smjöri og síð-
an hituð þangað til þau verða heit
og stökk. Þá er kjötfyllingin sett í
brauðin og má hafa alls kyns sósur
með ef fólk vill.
Málfríður ætlar að skora á vin-
konu sína, Helgu Höskuldsdóttur
ljósmóður, að verða næsti matgæð-
ingur. „Hún er klár kokkur og lúr-
ir á mörgum skemmtilegum upp-
skriftum. Dálkurinn mun því enn
um stund vera á Akranesi.
Hmhliðin
Trausti veðurfræð-
ingur í uppáhaldi
- segir Marta Halldórsdóttir sem syngur Maríu í West Side Story
„Mér líst mjög vel á að leika
Maríu. Þetta er magnað verk. En
þetta verður örugglega krefjandi
því ég er óvön,“ segir Marta Hall-
dórsdóttir sem leikur Maríu í upp-
færslu Þjóðleikhússins á West Side
Story í vetur.
Marta stundaði nám í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík í fjögur ár
áður en hún hélt til Þýskalands í
söngnám haustið 1988. Hún var í
fimm ár í Tónfistarháskólanum í
Munchen. Frumraunin hérna
heima var í fyrravor þegar hún tók
þátt í uppfærslu Akureyrar á
Óperudraugnum.
Fullt nafn: Marta Guörún Hall-
dórsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 9.8. 1967.
Maki: Óm Magnússon.
Börn: Halldór Bjarki, 2 ára.
Bifreið: Citroén Visa, árgerð ’84.
Starf: Söngkona.
Laun: Upp og ofan.
Áhugamál: Eg hef áhuga á ýmiss
konar tónlist og svo því sem ég er
að fást við hverju sinni. Þessa
stundina er það rifsbeijasulta og
krækiberjavín.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Þijár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
Marta Halldórsdóttir.
gera? Að vera uppi í sveit í góðu
veðri og tína ber.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að fara út með ruslið.
Uppáhaldsmatur: Lambalæri.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Júdókapp-
inn Bjarni Friðriksson.
Uppáhaldstímarit: Ég á ekkert
uppáhaldstímarit.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Harrison Ford
í Vitninu.
Ertu hlynnt eða andvig rikisstjórn-
inni? Ég er ekkert rosalega ánægð
með hana núna.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Gorbatsjov.
Uppáhaldsleikari: Feflx Bergsson.
Uppáhaldsleikkona: Rósa Guðný
Þórsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Bandaríska
söngkonan Jan De Gaetani.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Rasmus Klumpur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Taggart.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arliðsins hér á landi? Andvíg.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Gamla Gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur
Einar Jónasson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Trausti veöurfræðingur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Mokka.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ekkert.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni að því að
hafa alltaf nóg aö gera.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
vann í garðinum og fór í vikuferö
til London.