Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Forrit Tölvuvinafélagsins vekja athygli: Bretar vilj a eignast Búkollu - félagið fær viðurkenningu fyrir störf sín Hlutverk myndanna, svo sem myndarinnar af berjaklasanum, er að fræða nemendur um ýmsa hluti. Þessi mynd er einnig tekin úr Búkollu-forritinu og er víst að teikningar Runólfs Elentinussonar munu örugglega halda athygli þeirra nemenda, sem vinna með það, vakandi. Eins og áður sagði varð Tölvuvina- félagið til á Norðurlandi eystra, nán- ar tiltekiö í Ólafsflrði 1989. Þar komu saman um helgi nokkrir kennarar úr þessum landshluta og byijuðu að þýða forrit fyrir BBC tölvur til að nota í yngri deildum grunnskóla. Síð- an hefur félagiö haldið árlega vinnu- fundi sem um 30 manns hafa sótt. Sumir hafa ferðast landshlutanna á milli til þess að vera með og leggja sitt af mörkum. Sem dæmi um áhug- ann má nefna að á tveim fundunum, sem hvor um sig stóð yfir helgi, voru unnin hvorki fleiri né færri en 240 dagsverk eða samtals 10 til 12 mán- aða vinna, bæði við þýðingar, hönn- un og gerð forrita. Geri aðrir betur með áhugann einn að launum. „í þessum hópi eru bæði kennarar og forritarar,“ sagði Hilda. „Kennar- arnir hafa kennslufræðilega þekk- ingu og forritararnir hafa tæknina á sínu valdi þannig að forritin eru að öllu leýti unnin á faglegan hátt. Áhuginn er geysimikill og má nefna að í hópnum eru þrír ungir strákar sem hafa gaman af forriti. Þeir koma á fundinn til okkar á hverju ári og leggja nótt við dag.“ Yfir lOOforrit Á vegum félagsins hafa nú verið þýdd og samin yfir 100 forrit fyrir Acorn tölvur. Eru þau ætluð til kennslu í ýmsum greinum til að skerpa athyglisgáfu barnanna, hvetja þau til rökhugsunar og þjálfa minni þeirra, svo eitthvað sé nefnt. Með þeim fylgja aðgengilegar handbækur til leiðbeiningar, svo og verkefnablöð, sem tengjast forritinu, fyrir nemendur. Sum forritin eru í ævintýrabúningi og hafa verið þýdd úr erlendum æv- intýrum. í framhaldi af því vaknaði hugmyndin um að búa til forrit sem byggt væri á íslensku ævintýri. Sag- an um Búkollu varð fyrir valinu og er gerð forritsins nú vel á veg komin. Runólfur Elentínusson, námsráð- gjafi á Laugum, teiknar myndirnar og er óhætt að segja að þær séu lista- vel gerðar. Verða þær þannig útbún- ar að þær munu hreyfast á skjánum, eins og teiknimyndir á tjaldi. Þar ber fyrir augu eldgos, hveri, fossa, hlóða- eldhús og íslenskt landslag, svo eitt- hvað sé nefnt. Og það er einmitt þetta forrit sem breskur aðili hefur áhuga á að markaðssetja í heimalandi sínu. „Það kom þannig til aö Tölvuvina- félagið bauð manni að nafni Mike Matson á tvo síðustu vinnufundi sína,“ sagði Jón. „Þessi maöur er annar tveggja eigenda breska hug- búnaðarfyrirtækisins 4Mation. Þetta fyrirtæki hefur mikinn áhuga á að markaðssetja Búkollu svo og Bliss- forrit fyrir fatlaða.“ Það stefnir því allt í það að börn um víða veröld kynnist henni Bú- kollu og íslenskum staðháttum með aðstoð tölvu. AEG Opið laugardaga kl. 10.00-14.00 BRÆDURNIR tjlfl ÖRMSSONHF Irinmnln .^ími ^ 9 D BOSCH 4índesft arhúsa. Var viðurkenningin form- lega veitt Tölvuvinafélaginu á haust- þingi kennara á Noröurlandi eystra sem haldið var að Laugum í S-Þing- eyjarsýslu í byrjun vikunnar. Þótti vel við hæfi að afliendingin færi fram þar því Tölvuvinafélagið varð ein- mitt til á Norðurlandi eystra. Frábær viðurkenning „Þessi félagsskapur spratt af ein- skærum áhuga á því að búa til kennsluhugbúnað, þýða og gera for- rit fyrir skólana í landinu,“ sögðu þau Jón Jónasson og Hilda Torfa- dóttir, tveir tölvuvina, þegar DV hitti þau að máli á haustþingi kennara á Laugum. „Okkur þykir mjög vænt um að hafa hlotið þessa viðurkenn- ingu því hún er í rauninni mat á því sem hópurinn hefur verið að gera á undanförnum árum.“ En hveijir eru svo þessir tölvuvin- ir? Tölvuvinafélagið er óformlegt félag kennara, forritara og nokkurra ann- arra sem eiga sameiginlegt það áhugamál að nýta tölvur sem mest og best í skólastarfi. Félagatal er ekk- ert og félagsgjöld engin önnur en áhuginn. Öll vinna á vegum félagsins er sjálfboðavinna og enginn tölvu- vinur tekur greiðslu fyrir það sem hann gerir. INNANHÚSS- ioo ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,. vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ....................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Laugunu Starf Tölvuvinafélagsins svo- nefnda hefur ekki farið hátt utan menntageirans a.m.k. Það er engu að síður staðreynd að félagsmenn hafa að undanförnu unnið að mörg- um mjög merkilegum forritum sem notuð eru viö kennslu í fjölda grunn- skóla vítt og breitt um landið. Er nú svo komið að breskt hugbúnaðarfyr- irtæki, 4Mation, hefur sýnt áhuga á að markaðssetja íslenskt forrit frá Tölvuvinafélaginu erlendis. Er um að ræða kennsluforrit sem byggir á ævintýrinu um Búkollu og er stefnt að útgáfu þess um mitt næsta ár. Þá hefur félagið hlotið sérstaka við- urkenningu frá Skýrslutæknifélagi íslands fyrir að koma á og efla víð- tækt og langvarandi samstarf kenn- ara víða að um skoðun, þýðingar, gerð, prófun og notkun hugbúnaðar. Er það í fyrsta skipti sem þessi viður- kenning er veitt og varð Tölvuvinafé- lagiö hlutskarpast af öllum kennslu- hugbúnaöarframleiðendum á land- inu. Þess má geta að viðurkenningin var veitt í tengslum við ráðstefnuna Tölvur og nám 94 sem Skýrslutækni- félag íslands stóð fyrir í samvinnu við Félag tölvukennara, íslenska menntanetið og Samtök hugbúnað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.