Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 43 Svidsljós Konnnglegar gúrkufréttir: Trúðurinn afWales Prinsinn af Wales lýsti því einu sinni yfir að hann talaði við plönt- umar sínar og vakti það mikla at- hygli landa hans. Forsíðumynd eins bresku dagblaðanna í vikunni vakti ekki minni athygli. Á myndinni er Karl Bretaprins með þykka gúrkusneið í munninum og með útblásnar kinnar. Virðist ljóst að prinsinn sé að reyna að líkja eftir svínshaus á fati. Og fékk af því tilefni viðumefnið Trúðurinn af Wa- les. Með þessu var Karl að skemmta sonum sínum. William og Harry, sem voru í heimsókn hjá honum og tókst honum það ágætlega. En það er hins vegar ekki jafn víst að þetta uppá- tæki auki vinsældir Bretaprins með- al háaðalsins og annars fíns fólks frekar en nektarmyndin sem birtist af honum í þýsku blaði í vikunni. í kjölfar þessara myndbirtinga velta menn þvi nú fyrir sér hvort Díana sé nú ekki bara fegin að hjónabandiö fór út um þúfur. í því umróti, sem hefur verið vegna meintra símhringinga Díönu til lista- verkasalans og milljónamæringsins Olivers Hoare, hefur Karl sagt skilið við þennan vin sinn. Hoare kærði til lögreglunnar símaofsóknir og lét rekja símtölin. En hann dró kæru sína til baka þegar fullyrt var að hringirnar kæmu úr síma Díönu. Hoare reyndi að bjarga Díönu úr klípunni sem var orðin opinber en málið er sagt hafa endað með því að Karl vilji ekki tala við hann. Um síðustu helgi á Hoare að hafa verið neitað um aðgang að heimili tengdaforeldra sinna í Suður-Frakk- landi. Þar var nefnilega Karl gestur - hjá Louis de Wallner barónessu sem er náin vinkona Elísabetar Eng- landsdrottningar. Samband Hoare og eiginkonu hans er sagt vera ekki upp á það besta þessa dagana. Með hausinn á fati. Þetta vakti mikla kátinu hjá sonum Bretaprins en ekki þykir víst að þetta auki vinsældir hans meðal annarra. Jackie og Ben með fjórburana sem fæddust á níu dögum. Sérstök fjórburafæðing: Faeðingin tók níu daga Jackie Iverson, 28 ára kanadisk kona, á aldeilis sérkennilega lífs- reynslu að baki. Hún var nefnilega níu daga að fæða fiórburana sína. Jackie vissi áður en börnin fæddust að hún gengi með tvo drengi og tvær stúlkur. Það var svo 21. nóvember fyrir tæpu ári sem fyrsta barnið ósk- aði eftir að komast í heiminn. Fyrst- ur kom Christopher Lyle í heiminn. Hann var aðeins rúm tvö kíló. Ljós- móðir og læknir gerðu sig síðan klár til að taka við næsta barni en þá gerð- ist ekki neitt og hríðir stoppuöu. Jackie varð síðan að bíða átta daga þangað til næsta bamið fæddist. Þá kom Alexandra Rose í heiminn og var þrjú kíló að þyngd og aftur stopp- uðu hríðir. Daginn eftir voru síðustu tvö börnin síðan tekin með keisara- skurði. Aðeins tvö af fiórum börnun- um eiga því sama afmælisdag. Jackie og eiginmaður hennar, Ben, höfðu í mörg ár reynt að eignast barn án þess að það tækist. Læknar fram- kvæmdu því tæknifrjóvgun á þeim og gaf hún góða raun eins og sjá má. „Viö vorum alveg steinhissa þegar okkur var sagt að ég gengi með fiög- ur böm. Við höfðum vonað að eitt eggið frjóvgaðist en datt ekki í hug að svona vel tækist til,“ segja hinir stoltu foreldrar. Setur öryggið á oddinn íþróttaskórnir frá DANGO Skólaskór úr leðri á góðu verði Flass: St. 25 til 39 Verð frá kr. 2.790 Útsölustaðir: Reykjavík: RR skór, Kringlunni 8-12, Á fætur, Kringlunni 8-12, Smáskór, Skóstofan Eiðis- torgi, Skómarkaðurinn, Glæsiskórinn, Bónusskór, Innrömmun og hannyrðir. Hafnarfjörður: Fjölsport, Skóhöllin, Grindavík: Málmey. Þorlákshöfn: Stoð. Borgarnes: Borgarsport. ísafjörð- ur: Skóhornið. Hvammstangi: Kf. V-Húnvetninga. Ólafsfjörður: KEA. Akureyri: Sportver, Skó- húsið. Raufarhöfn: Verslf. Raufarhafnar. Þórshöfn: Kf. Langnesinga. Vopnafj.: Kf. Vopnfirð- inga. Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa. Neskaupstaður: Kf. Fram. Fáskrúðsfjörður: Kf. Fáskúðsfj. Stöðvarfjörður: Kf. Stöðfirðinga. Breiðdalsvik: Kf. Stöðfirð- inga. Djúpivogur: KASK. Höfn: KASK. „Það ætti að þykja sjálfsagður hlut- ur að fara í eyðnipróf," segir söng- konan Madonna sem hefur skýrt frá því að hún fari í slíkt próf einu sinni á ári. Hún hefur einnig verið ötull talsmaður fyrir öruggt kynlíf og hik- ar ekki við að minna á smokkinn. „Ég set öryggið á oddinn," segir söng- konan sem hefur hingað til sem betur fer ávaUt fengið neikvætt svar úr prufunum. co OO | ZS LT5 C/D : O i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.