Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Dagur í lífl Eggerts Magnússonar, formanns Knattspymusambands íslands: Landsleikur undirbúinn Þessi dagur byrjaöi óvenju snemma en ég var kominn á fætur klukkan hálfsjö. Yfirleitt er ég morgunglaður og mættur í vinnu klukkan hálfátta. En á þessum miðvikudagsmorgni var stór dagur runninn upp því um kvöldið var landsleikur íslands við bronslið Svía. Við höfðum unnið markvisst að þessum leik í einn og hálfan mánuð. Ég var mjög ánægður þegar ég leit út um gluggann á bað- herberginu, áður en ég skellti mér í sturtu, yfir hversu veðrið lofaði góðu. Ég vissi aö það myndi skipta sköpum varðandi mætingu á leikinn. Ef íslenska landsliöið á að ná árangri er nauðsynlegt að fá marga á völlinn því það er bæði hvatning fyrir liðiö og einnig geta áhorfendur haft áhrif á dómara leiksins. Þetta er nokkuð sem við upplifum oft í landsleikjum erlendis. Ég var kominn út úr húsi klukkan sjö og var mættur í morgunmat á Holiday Inn skömmu síðar. Þar átti ég fund með framkvæmdastjóra Knattspyrnusambandsins og fórum við yfir ýmislegt varðandi landsleik- inn um kvöldið. Þetta er venja, sem við höfum komið upp, að hittast í morgunmat síðustu þrjá dagana fyrir heimaleik. Síðan lá leið mín í Kexverksmiðj- una Frón, þar sem ég er fram- kvæmdastjóri, og þar biðu mín mörg verkefni. Við höfum verið í þeirri skemmtilegu en samt erfiðu aðstöðu í fyrirtækinu að undanfórnu að hafa ekki undan að framleiða kex til að sinna eftirspurninni. Það verður að vera mjög gott skipulag á framleiðslu og sölu þegar ástandið er þannig. Menntaskóla- þýskan rifjuð upp Ég þurfti líka aö undirbúa mig lítil- lega vegna hádegisverðar sem menntamálaráðherra haföi boðið til vegna landsleiksins. Þaö er ekkert vandamál fyrir mig að tjá mig á sænsku en eftirlitsmaöur Evrópu- inni á hóteli að borða með þeim eins oft og ég get. Umkringdur 15 þúsund manns Ég var kominn á völlinn um sex- leytið og þá var þegar kominn tals- verður fiöldi fyrir utan hliðið. Þarna sá maður að aðsóknin á leikinn ætl- aði að veröa frábær enda kom á dag- inn að næstum fimmtán þúsund manns mættu og geysilega mikil stemning myndaðist strax. Rétt fyrir leikinn fékk ég mjög skemmtilegt verkefni þegar ég heiðr- aði þrjá frábæra knattspyrnumenn sem leikið hafa flesta landsleiki fyrir íslands hönd en það eru þeir Atli Eðvaldsson með 70 landsleiki, Sævar Jónsson með 69 og Marteinn Geirs- son með 67 leiki. Fyrir utan að vera frábærir knattspyrnumenn eru þetta allt miklir mannkostamenn þannig að þetta var skemmtileg stund. Leikurinn sjálfur var ágætlega leikinn af okkar mönnum og ég var sérstaklega ánægður með seinni hálíleikinn. Við áttum svo sannar- lega skilið að ná alla vega jafntefli en svona er fótboltinn og við urðum að sætta okkur við að tapa eitt núll. Það var þó greinilegt að áhorfendur voru mjög ánægðir með leik íslenska liðsins og voru margir sem óskuðu mér til hamingju eftir leikinn þrátt fyrir tap og man ég ekki eftir slíku fyrr. Klukkan hálfellefu mættu síðan leikmenn ásamt eiginkonum sínum í Átthagasal Hótel Sögu ásamt stjórn Knattspyrnusambandsins og nokkr- um gestum í kvöldverð. Það hefur verið hefð undanfarin ár eftir síðasta heimaleik ársins að bjóða til svona veislu, aðallega til aö gera eitthvað fyrir okkar ágætu eiginkonur. Við hjónin vorum komin heim upp úr tvö en maður var náttúrlega ekki sofnað- ur fyrr en þrjú, hálffiögur, enda erf- itt að ná sér niður eftir svona stór- kostlegan dag. Eggert Magnússon heiðrar hér knattspyrnumennina Atla Eðvaldsson, Sævar Jónsson, (faðir hans tók við viðurkenn- ingunni) og Martein Geirsson áður en landsleikur íslands og Sviþjóðar hófst á miðvikudagskvöldið. DV-mynd Brynjar Gauti knattspyrnusambandsins er þýskur og mig langaði til að ávarpa hann á þýsku. Þess vegna þurfti ég að rifia upp mína gömlu góðu menntaskóla- þýsku og fá smá aðstoð. Veislan hófst klukkan hálfeitt í Grillinu á Hótel Sögu og mættir voru um þrjátíu manns. Þetta var mjög afslappaður og góður hádegisverður. Ég var kominn aftur í Frón um hálfþrjú en staldraði ekki lengi viö enda átti leikurinn hug minn allan. Næst lá leiöin inn á skrifstofu KSÍ og þar þurfti að afgreiða ýmis krítisk mál sem koma upp fyrir leiki og ég ætla ekki að fara nánar út í hér. Klukkan hálffimm var ég mættur á Holiday Inn þar sem íslenska landsliðið dvaldi og dvelur alltaf fyr- ir heimaleiki. Við höfðum ákveðið að hittast í te og rist eins og það er kallað en þá borða menn saman ferska ávexti, ristaö brauð með osti og annaö hollt og gott. Síöan er hald- inn fundur þar sem þjálfarinn fer yfir aðalatriðin varðandi leikinn. Ég reyni þessa þrjá daga sem liðið er Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 'OPIB Myndirðu vilja skila kveðju minni til kokksins! Nafn: Vinningshafar fyrir tvö hundruð sjötugustu og aðra getraun reyndust vera: Heimili 1. Guðrún R. Aðalsteinsd., Múlasíöu 6, 603 Akureyri. 2. Harpa Sæþórsdóttir, Klapparstíg 5, 230 Keflavik. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru i verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fiölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú funm breytingar? 274 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.