Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Utlönd Nektarmyndln af Karli prinsi komin undir smásjá breskra sérfræðinga: Kynfæri Karls voru máð út af myndinni - franska tímaritið Paris Match hefur guggnað á að birta myndir af prinsinum ‘ Útgefendur þýska dagblaösins Bild viðurkenna að þeir hafi látið tækni- menn sína má kynfæri Karls Breta- prins út af frægri nektarmynd sem birtist í blaðinu fyrr í vikunni. Hjá Bild segja menn að myndin hafl verið óþægilega skýr neðan til og því hafi verið gripið til þess ráðs að laga hana á þann veg að rétt sæist móta fyrir kynfærunum. Með þessu móti vonast þeir hjá Bild til að sleppa meö lægri sektir fyrir birtingu myndarinnar. Af hálfu Karls er veriö að undirbúa málsókn á hendur blaðinu og þykir lögmönn- um einsýnt að prinsinn fari þar með sigur af hólmi. Franska tímaritið Paris Match keypti myndir teknar í sama sinn og myndin í BUd og greiddi stórfé fyrir. Töluverðrar öfundar gætir hjá breskum blaðamönnum vegna birtingar þýska blaðsins Bild á nektarmyndinni af Karli prins. The Sun hefur þó látið eftir sér að birta mynd af tvifara Elísabetar drottningar að rýna í Bild. Ekkert verður af birtingu myndanna þar eftir að ljóst var hvernig prinsinn og hans menn ætla að halda á málum gagnvart Bild. Hjá Paris Match fóru menn flatt á birtingu mynda af elskhuga Söru Ferguson uppteknum við að sjúga á henni tærnar. Frakkarnir ætla ekki að greiða öðru sinni sektir fyrir sama brotið. í Bretlandi standa blöðin einhuga með Karli. Þykir gæta þar öfundar vegna þes aö Þjóðverjarnir urðu fyrri til við að koma nekt Bretaprins á prent. The Sun birti þó í gær mynd af tvífara Elísabetar II. drottningar að rýna í Bild. Þar á drottning að kvarta undan því að hún sjái bara alls ekkert. Nær hitanum fara Bret- amir ekki. Tveir milljarðar í risalottópotti „Það hefur stórlega dregið úr pen- ingagjöfum til bágstaddra í Rúanda. Allir virðast leggja fé sitt í lottóið," segir talsmaður hjálparstofnana í Þýskalandi og ber sig aumlega vegna þess að Þjóðverjar eru almennt gengnir af göflunum í lottóæði. í dag verður dregið um stærsta lottópott sem um getur í sögunni. Þegar síðast fréttist voru komnir um tveir milljarðar íslenskra króna í pottinn og var hann enn að þenjast út. Orsök æðisins er að í tíu vikur röð hefur potturinn ekki gengið út. Lottóæðið þýska hefur því smám saman verið að magnast og aukast og er nú búið að heltaka gjörvalla þjóðina. Umferðaröngþveiti hefur skapast á landamærastöðvum því fólk frá ná- lægum löndum veðjar unnvörpum á þýska risapottinn. Þannig voru 1 gærkvöldi víða langar biðraðir bíla við landamærin og fólk æst að kom- ast í ótrúlegan ævintýraheim þýska lottósins. Spámenn af ýmsu tagi hafa þegar greint frá réttu tölunum opinberlega og vitna þar til stjamanna. Þá hefur komið upp svokallað „lottóólæsi" hjá þeim sem aldrei hafa verið með áður og veröa nú að læra listina. Nærri lætur að hver Þjóðverji, sem vetlingi getur valdið, hafi þegar keypt sér aðgang að sigurlaununum. Þeir stórtækustu veðja jafnvel öllum eigum SÍnum. Reuter í< * SÍStf: ■: r.V » : Þjóðverjar bíða þess nú í ofvæni að dregið verði í lottóinu í kvöld. Um risapott er að tefla, þann stærsta í sögu lottós í heiminum. Þjóðverjar hafa þvi siðustu daga verið helteknir af lottóæði. Nágrannaþjóðirnar hafa og tekið sóttina og bíða í löngum röðum við landamærin eftir að komast yfir nokkrar raðir. Símamynd Reuter Kauphalllr erlendis: Hækkun í Hong Kong Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong fór vel yfir 10.000 stig í vikunni og hefur ekki veriö hærri í hálft ár. Reyndar kom örlítill aftur- kippur á fimmtudag sem rakinn var til minni áhuga stórra erleridra fjár- festa. í Tokyo gerðist það hins vegar á fimmtudag að Nikkei vísitalan fór niöur fyrir 20.000 stig í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ástæðan er einkum rakin til óvenju líflegrar spákaup- mennsku. Af Rotterdam-markaði er það að frétta að 92 okt. bensín lækkar enn, nú komið í 160 dollara tonniö en var í 200 dollurum fyrir mánuði. Hins vegar hafa aðrar bensíntegundir hækkaölítillegaívikunni. -Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | Dow Jones 3800 3700 r 3600 3902,4 ■m:f j j a s 3300 FT-SE100 3200 3100 3000 ^ 2900| 2800. 2700 3180,0 J J Á S —--------------rr i •2000~ 1 10150,98 J J Á..........S j 310 U 305y: 300 ' 295 / \Jf 290ff 285 V 280 302,8 ■ y J Á s 200 : // // y 182,71 j J Á S 1 BBI 250 15 150 182,5 $/t J J Á S s/10 16,48 tunna J J A S lOV Stuttar fréttir dv ÓsigurBosníumanna Bosníumenn nrisstu tvær her- deildir í átökum við Serba í gær. Bardagar eru þar harðir. Clintonániðurieið Ásíðustuátta mánuðum hef- ur Bill Clinton Bandaríkjafor- setí tapað tiltrú 15% fyrri fylgj- enda sinna. Að- eíns þriðjungur Bandaríkja- manna telur samkvæmt nýrri skoðanakönnun rétt að kjósa hann í embætti öðru sinni. Ringuireið í Kaíró Fullkomin upplausn er nú á mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró í Egyptlandi. Páfinnennreiður Menn páfa á mannfjöldaráð- stefnunnni í Kaíró segja að hafm sé áróðursherferð gegn honum um heim allan. Landstjórn að fæðast Góðar líkur eru á að ný lands- stjóm fjögurra flokka verði mynduð í Færeyjum um helgina. Adams vill tii Ameriku Gerry Adams, leiðtogi pólitísks arms IRA, hefur sótt um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Svar er ókomið. Bjóða Gólanhæðirnar ísraelskir landnemar eru ævir af reiði vegna tilboðs stjórnar landsins til araba um að skila Gólanhæðunum. Kim Jong-li situr heima Kim Joung-Il, væntanlegur þjóðar- og flokksleiðtogi í Noröur-Kóreu, var ekki sjáan- legur á þjóðhá- tíðardegí landsins í gær. Var hann aö sögn heima og er það talið benda til andstöðu við hann meðal áhrifamanna í landinu. Orsök flugslyss óljós Enn er allt á huldu um hvað olli flugslysinu mikla nærri Pitts- burgh í Bandaríkjunum í gær. 132 menn fórust. 40sáririsprengingu f þaö minnsta 40 menn særöust þegar öflug sprengja sprakk í höfuðborg Búrúndi í gær. Þeirgömlutraustir Talið er að núverandi þing- menn hfjóti örugga kosningu til þings í héraöskosningum í aust- urhluta Þýskalands í dag. Svart hjá námumönnum Breskir kolanámumenn eru vantrúaðir á að nýr leiðtogi Verkamannaflokksins reynist þeim vinur í raun. Frá Volvoíbankann Pehr Gyllen- hammar, fyrr- um forstjóri Volvo, er nú orðinn banka- stjóri og ætlar sér stóran hlut á evópskum peningamark- aöi. Gyllenhammar var lengi tal- inn meö snjöllustu fjármála- mönnum heims. Ffóttamennifríi Hópur flóttamanna í Noregi hefur farið heim í frí í suraar þrátt fyrir sögur um lífshættu. Reuter, TT og NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.