Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Fréttir
Klúður vegna raðsmíðaskipa:
Öskiljanlegt að ekki haf i enn
verið gengið f rá kaupunum
segir Halldór Asgrímsson - sáralítið greitt af rúmum milljarði
„Þaö er rangt að það hafi verið
gefm loforð um meðalkvóta til þess-
ara skipa. Þetta var í minni tið sem
sjávarútvegsráðherra og ég féllst á
þaö eftir mikinn pólítískan þrýsting
að taka þessi skip inn í kerfiö með
sérstökum hætti þar sem þau fengu
ákveðinn kvóta. Það var aldrei gert
ráð fyrir þessum skipum inni í kvóta-
kerfinu," segir Halldór Ásgrímsson
sem var sjávarútvegsráðherra þegar
svokölluð raðsmíðaskip voru seld
með ríkisábyrgð.
Kári Snorrason, útgeröarmaður
Nökkva HU, sem er eitt þessara
skipa, sagði að í útboði á skipunum
hefði á sinum tíma verið lofað hærri
kvóta en raun varð á. Halldór þver-
tekur fyrir aö hafa samþykkt slíkt.
Eins og DV skýrði frá hefur í sum-
um tilvikum enn ekki verið greidd
króna af láni sem Ríkisábyrgðasjóð-
ur stendur í ábyrgð fyrir. Alls voru
lánuð 75 prósent af smíðaverði skip-
anna, sú upphæð er á verðlagi dags-
ins í dag um 1100 milljónir sem lítið
sem ekkert hefur verið greitt af. Öll
skipin hafa verið í góðum rekstri í
sjö ár án þess að mál séu komin á
hreint.
„Ég botna ekkert í því hvernig í
ósköpunum stendur á því að enn er
ekki búið að ganga frájpessum kaup-
um. Skipin voru boðin til sölu og
keypt með ákveðnum fiskveiðirétt-
indum,“ segir Halldór.
Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semdir við það 1992 að þá hefði ekki
enn verið gengið frá þessum kaupum
og vanskil hlaðist upp. Þá staðfesti
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð-
andi að stofnun hans hefði áður gert
fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir
máhnu.
Þar sem Ríkisábyrgðasjóður var
undir Seölabankanum fram á þetta
ár er eðlilegt aö spyrja hvort sú stofn-
un beri ekki ábyrgð á málinu.
„Seðlabankinn vistaði þennan sjóð
en bar ekki ábyrgð á honum að öðru
leyti. Allar ákvarðanir vegna sjóðs-
ins eru teknar pólítískt," segir Birgir
ísleifur Gunnarsson seðlabanka-
stjóri og segir að stjórn sjóðsins heyri
undir fjármálaráðherra.
Raðsmíöaskipin:
Göngum í málið
í næstu viku
- segir ráðuneytisstjórinn í íjármálaráöuneytinu
„ Það vekur mjög undrun mína
að ekki skuli enn búið að ganga frá
kaupum á þessum skipum. Ég gerði
um þetta fyrirspurn á Alþingi í
febrúar 1991,“ segir Ragnar Arn-
alds alþingismaður um raðsmíða-
skipin Gissur ÁR, Nökkva HU, Jöf-
ur ÍS og Oddeyrina EA.
í svari þáverandi íjármálaráð-
herra, Ólafs Ragnars Grímssonar,
kemur fram að áhvílandi skuldir á
skipunum hjá Ríkisábyrgðasjóði
voru í febrúar 1991 samtals 1,1
milljarður eða að núvirði 1,4 millj-
arðar. í svari ráðherrans kemur
jafnframt fram aö máliö sé mjög
flókið og ekki hægt að skýra frá
niðurstööum þess.
Raðsmíðaskipin, sem hafa verið
að sem nemur 3/4 af heildarverði
endurgjaldslaust í rekstri, voru
samkvæmt heimildum DV seld
langt undir markaðsverði.
Smíði skipanna hófst 1986 sam-
kvæmt pólitískri ákvörðun. Verð
skipanna var dálítið mismunandi
enda byggð hjá þremur skipa-
smíðastöðvum og beinlínis í at-
vinnubótaskyni. Nú sjö árum síðar
eru tvær þeirra farnar á hausinn
en ein á í miklum erfiðleikum.
Niöurstaðan er sú aö saga þessa
verkefnis geymir þær staðreyndir
að hundruð milljóna voru lögö í
það úr ríkissjóði í upphafi í niður-
greiðslur auk þess sem rúmur
milljarður var lánaður til að koma
skipunum út. Þá hefur ekkert verið
greitt af höfuðstól lána, hvorki
vextir né afborganir.
„Við ætlum að ganga í málið. Við
berum ábyrgð á málefnum þessa
sjóðs. Ég verö aö fara ofan í það
mál hvers vegna ekki hefur verið
í þaö gengið að innheimta. Viö
munum líta á reikninga sjóðsins í
næstu viku og þá er spurningin sú
hvernig þessi krafa er tilkomin,"
segir Magnús Pétursson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Harald Anrésson hefur verið
starfsmaður Ríkisábyrgðasjóðs frá
upphafi. Hans hlutverk hefur verið
að sjá um daglegan rekstur hans.
Hann neitaði í samtali við DV að
tjá sig um málefni hans aö svo
stöddu.
Sigríður Þorsteinsdóttir fjölskylduráðgjafi, Björn Grétar Sveinsson, formaö-
ur Verkamannasambandsins, og Bryndis Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ.
DV-mynd BG
Alþýðubandalagiö:
Nýtt f élag stof nað
„Við neitum að taka þátt í deilum
milli gömlu félaganna í Alþýöu-
bandalaginu. Viö viljum fá fleira
fólk, sem stendur utan við deilurnar
í flokknum, til starfa. Markmið okk-
ar eru að fá kjaramál tekin upp í
Alþýðubandalaginu og berjast gegn
aðfór að menningunni," segir Bryn-
dís Hlöðversdóttir, lögfræöingur ASÍ.
Hún er meðal aðstandenda nýs Al-
þýðubandalagsfélags sem stofnað
verður í dag.
Mikið drasl er ennþá á Höskuldarvöllum þrátt fyrir að rúmir tveir mánuðir
séu síðan hátíðin var haldin. DV-mynd Ægir Már
Aöstandendur hátíöarinnar á Höskuldarvöllum tapa enn:
Skemmdarverk
kosta um hálfa
milljón króna
- ekki enn farið aö hreinsa drashð á svæðinu
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Það voru mistök að vera ekki bú-
inn að taka allt saman niður og koma
því í burtu. Það verður farið í að
þrífa draslið upp en við höfum veriö
í góðu sambandi við landeigandann
um það mál. Við fórum og þrifum
allt svæðið upp með ruslasugum og
var allt rusl flokkað niður eftir hátið-
ina en síðan voru klósettin og húsin,
sem var hægt að taka niður í eining-
um, skilin eftir. Síöan hafa skemmd-
arvargar komist í þau og brotiö allt
saman niður en tjónið er metið upp
á rúma hálfa milljón. Þessi mistök
eru til þess að læra af þeim en við
höfum haft rúma tvo mánuði til þess
að taka þau niður,“ sagði Kristján
Már Hauksson, einn af skipuleggj-
endum Woodstock-hátíðarinnar sem
var haldin fyrstu helgina í júlí á
Höskuldarvöllum í Grindavík.
Talið er að skemmdarvargarnir
hafi stolið 12 klósettum og brotið sex,
ásamt því að eyðileggja húsin sem
þau voru í. Þegar blaöamaður DV var
á svæðinu var ekkert byrjað að
hreinsa rushð en mikið drasl hefur
fokið um svæðið en á svæðinu eru
einnig nokkur hundruð trébretti.
Aðstandendur hátíðarinnar von-
uðust til að fá 2.500 manns á hátíðina
en fengu aöeins 1.400 og talið er að
verulegt tap hafi verið á henni. Aö
sögn aðalskipuleggjanda, sem vildi
ekki láta nafns síns getið, hefur verið
samið við alla aðila sem komu ná-
lægt hátíðinni. Þeir fengu mun
minna en gert var ráð fyrir í upp-
hafi þar sem tapið var mikið.
Heilahimnubólga:
Hættaá
faraldri
- segir landlæknir
Margt bendir til þess að heila-
himnubólgufaraldur skelh yfir
landsmenn næstu daga og vikur
enda hefur orðiö skyndileg aukn-
ing á heilahimnubólgu að und-
anfornu. Ekki er búið að vinna
nógu gott bóluefni gegn þessari
tegund af sjúkdómnum og getur
heilahimnubólgan þvi orðið lífs-
hættuleg ef sjúkdómurinn breið-
íst út.
„Ef eitthvað er frábrugðið
venjulegum hitasóttum, til dæm-
is skert meövitund, stirðleiki,
stífni í hnakka eða útbrot, verður
fólk aö leita strax til læknis.
Menn geta veikst mjög snögglega
og þurfa þá virkilega að halda
vöku sinni en í flestum tilfellum
tekur þetta töluverðan tíma,“
segir Ólafur Ólafsson landlæknir.
21 sjúkUngur hefur greinst með
heilalúmnubólgu hér á landi á
þessu ári.
'v
Stuttar fréttir
I haust verður nýtt skólahús-
næði fyrir Hvaleyrarskóla í Hafn-
arfirði tekiö í notkun. Um er að
ræða fyrri hluta annars áfanga
sem byrjað var á í janúar. RUV
greindi frá þessu.
Hreppsnefnd Borgarfjarðar
eystra hefur áhyggjur af heil-
brigöisþjónustu á staðnum en
henni hefur veriö sinnt frá Egils-
stöðumeinu sinni í viku í sumar.
Skv. RUV er húsnæöi í boði fyrir
hiúkrunarfræðing sem vtil sefj-
ast að í Borgarfirði.
Verknámið i hætfu
Forstöðumenn Fjölbrautaskóla
Suðurlands og Sjúkrahúss Suð-
uðurlands leita nú leiða til að
bjarga verknámi 7 sjúkraliða-
n,efla;.Skv- Bylgjunni fengust
ekkt fjarmunir til verknámsins.
Flug herþotna Varnarliðsins
yfir Njarðvik hefur aukist að
undanfórnu. Suöumesjafi-éttir
nafa eftir íbúum að ástandið sé
óþolandi vegna hávaðans.
Alls 36 skip frá íslandi eru nú
í Smugunni, 10 eru á leiö heim
en 6 em á útleiö. Óöinn kom um
miðnætti á miöin eftir olíutöku.