Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Afmæli Ragnar Guðmundur Ingimarsson Ragnar Guðmundur Ingimarsson, forstjóri Happdrættis HÍ (í leyfi sem prófessor við HÍ), Mávanesi 22, Garðabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu og í Hlíðunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1954, B.Sc-prófi í bygginga- verkfræði frá St. Andrew’s háskól- anum í Skotlandi 1957, B.Sc. w. Hon.-prófi frá sama skóla 1958 og doktorsprófi í byggingaverkfræði við Michiganháskóla í Bandaríkjun- um 1964. Ragnar var verkfræðingur hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík 1958-59, verkfræðingur við verk- fræðistofnun Michiganháskóla 1964, sérfræðingur við Reiknistofnun HÍ 1964-65, sérfræðingur og síðan deildarstjóri við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 1964-71, dós- ent í byggingaverkfræði við HÍ 1971-73 og prófessor v ið HÍ í bygg- ingaverkfræði við HÍ frá 1973. Hann hefur veriö forstjóri Happdrættis HÍ frá 1991. Þá hefur Ragnar verið meðdómsmaður og matsmaður á vegum dómstóla frá 1968. Ragnar var formaður Bandalags háskólamanna 1970-72, forseti Verkfræöi- og raunvísindadeildar HÍ1979-81, formaður bygginga- nefnda vegna Félagsheimilis stúd- enta og fyrstu hjónagarða HÍ, for- maöur starfsnefndar háskólaráðs HÍ vegna nýbygginga á vegum há- skólans 1978-91 og varaformaður þarfrál991,ístjórnHappdrættis » HÍ1974-83, stjórnarformaður Hag- tryggingar hf. 1970-85, formaður stjórnar Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar frá stofnun, í stjórn Menning- ar og framfarasjóðs Ludwig Storr frá stofnun og í stjórn Nordtek frá stofnun. Ragnar stóð, ásamt öðrum, að undirskriftasöfnun vegna varnar- mála 1974 undir kjörorðinu Varið land. Hann hefur, auk doktorsrit- gerðar, samið fjölmargar greinar, álitsgerðir og rit á sviði jarðtækni, vegagerðar og húsagerðar. Fjölskylda Ragnar kvæntist 26.3.1960 Hall- dóru Margréti Bjarnadóttur, f. 12.12. 1938, deiidarstjóra. Hún er dóttir Bjarna Ingimarssonar skipstjóra, sem er látinn, og Elísabetar Hjartar- dóttur húsmóður, nú til heimilis á Seltjarnarnesi. Börn Ragnars og Halldóru Mar- grétar eru Arna, f. 14.9.1960, hús- móðir á Hellu á Rangárvöllum en sambýlismaður hennar er Arnar Hjaltason glerskurðarmaður og eiga þau þrjú börn; Ingimar, f. 6.3.1963, byggingaverkfræðingur í Mission Vejio í Kaliforníu í Bandaríkjunum, kvæntur Lori Anne Figone bygg- ingaverkfræöingi og eiga þau þrjú börn; Bjarni, f. 5.5.1966, tölvunar- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Þorgeröi Kristinsdóttur húsmóður og eiga þau eitt barn; ívar, f. 15.1. 1975, nemi viö MR. Systir Ragnars er Kolbrún Ingi- marsdóttir, f. 31.3.1944, læknafull- trúi í Reykjavík, var gift Ingólfi Arn- arsyni tannlækni og eiga þau íjögur börn en sambýlismaður Kolbrúnar er Eyjólfur Magnússon kennari. Foreldrar Ragnars: Ingimar Ást- valdur Magnússon, húsasmiða- meistari í Reykjavík og síðar Garðabæ, og Guörún Guðmunds- dóttir húsmóðir. Foreldrar Ingimars voru Magnús Gunnlaugsson, bóndi að Ytri-Hof- dölum í Viðvíkursveit í Skagafirði, og k.h., Guðrún Bergsdóttir hús- freyja. Ragnar Guðmundur Ingimarsson. Foreldrar Guðrúnar voru Guð- mundur Hannesson, bóndi að Litla- Holti í Saurbæ í Dalasýslu, og k.h., Þrúður Jónína Guðmundsdóttir. Ragnar tekur á móti gestum á Hótel Holti laugardaginn 10.9. milli kl. 16.00 og 18.00. Til hamingju með afmælið 11. september .. .......... Haukur Clausen, 90 ára Fannborg 1, Kópavogi. Björn Gunnlaugsson, Kolugili, Þorkelshólshreppi. 85 ára 60ára Þorvaldur Ragnar Lárusson, Brautarholti 18, Reykjavík. Kristján Sveinsson, Lindarflöt 49, Garðabæ. Jakobína H. Schröder, Bírkihlíð við Nýbýlaveg, Kópavogi. Baldur Pálsson, Ásgarðsvegi9, Húsavík. 80 ára Anna S. Lárusdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Guðrún Kristinsdóttir, Skipholti 32, Reykjavík. Guðrún verður aö heiman. Sigurveig Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 8, Seyöisfiröi. 75ára Þórhildur Árnadóttir, Þiljuvöllum29, Neskaupstaö. Margrét Hallgrímsdóttir, Aflagranda 40, Reykjavík. 70 ára Sigurður Friðriksson, Víöihlið 29, Sauöárkróki. Kristrún Guðmundsdóttir, Kambsvegi 37, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn milli kl. 15.00 og 18.00. 50ára Birgir Tómasson, Þverbrekku 4, Kópavogi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Seljalandsvegi 100, ísafiröi. Hólmfríður Vilhjálmsdóttir, írafelli, Kjós. Herdís Ólafsdóttir frá Naustum, matráðskona VMA, Tjamarlundi llG, Akureyri. Maöur hennar er Torfi Sverrisson leigubílstjóri. Herdis tekur á móti gestum laugar- daginn 17.9. frákl. 16.00-20.00 á heimili Sverris sonar síns að Múla- síöu 36. Jón Guðmundsson, Bjargartanga 5, Mosfellsbæ. Guðný Marinósdóttir, kennarabústaö að Eiöum, Eiða- hreppi. Arndís Magnúsdóttir, Hafhargötu 18, Keflavík. 40ára Ellen Margrét Larsen, Blönduhlíö 22, Reykjavík. ReynirHelgason, Seljahlíð ÍF, Akureyri. Jensína Ólöf Sævarsdóttir, Völusteinsstræti 4, Bolungarvík. Sigríður H. Kristinsdóttir, Seiðakvísl 21, Reykjavík. Frímann Már Sigurðsson, Borgarsandi 6, Hellu. Guðmundur Steinþór Magnússon Guömundur Steinþór Magnússon vörubílstjóri, Langholtsvegi 60, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Ólafsvík en ólst upp að Hrútsholti í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Sextán ára hóf hann almenn verkamannastörf, m.a. á eyrinni, til að afla heimilinu tekna. Hann flutti alfarinn til Reykjavíkur 1934 og stundaöi almenna verka- mannavinnu til 1942. Þá keypti hann vörubíl og stundaði síðan vörubíla- akstur. Guðmundurvar mikill áhugamaður um búskap og átti sauðfé árum saman. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Áslaug Sigurðardóttir, f. 15.8.1907, húsmóð- ir. Hún er dóttir Sigurðar Guð- mundssonar bónda og Dagbjartar Ásmundsdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Áslaugar eru Eygló Fjóla, gift Eggerti Guðjóns- syni; Erla Sæunn, gift Guðmundi Þorkelssyni; Gestur Óli, kvæntur Leu Þórarinsdóttur; Anna Maggý, gift Kristjáni Guöleifssyni; Áslaug Gyða en sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Óskarsson; Guömund- ur Heiöar, kvæntur Kristínu Magn- úsdóttur; Magnús, kvæntur Guðnýju Kristmundsdóttur; Hrönn, gift Una Guðjóni Björnssyni; Sig- urður, kvæntur Sigurlín Jóhanns- dóttur. Systkini Guðmundar: Sigríður, nú látin; Magnús, nú látinn; Kristján, nú látinn; Guðjón; Þórarinn, nú lát- inn; Hjörtur, nú látinn; Júlíus; Mar- ía; Sigurbrandur, nú látinn; Sigur- borg sem dó í frumbernsku. Guðmundur Steinþór Magnússon. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Þórarinsson, bóndi í Hrúts- holti í Eyjahreppi, og Anna Sigur- brandsdóttir húsmóðir. Einar Sigurbergsson Einar Sigurbergsson málarameist- ari, Dverghömrum 19, Grafarvogi, ersextugurídag. Starfsferill Einar fæddist í Grænhól í Ölfusi. Hann hóf nám í húsamálun 1952, lauk sveinsprófi 1956 og stundaði síðan húsamálun til 1959. Þá hóf hann leigubílaakstur sem hann stundaði til 1981. Hann var síðan bensínafgreiðslumaður i átta ár en tók þá aftur til við húsamálun sem hann hefur stundað síðan. Einar er einn af stofnendum Snarfara, sat í stjórn félagsins 1978-81 og var gjaldkeri þess í tvö ár. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun siglingafélagsins Sigurfara á Seltjarnarnesi 1981 og var gjald- keriþess 1981-87. Fjölskylda Einar kvæntist 10.9.1961 Ólínu Guðmundsdóttur, f. 21.5.1938, hús- móður og afgreiöslukonu, en þau hófu sambúð 1956. Ólína er dóttir Guðmundar Jónssonar og Málfríðar Einarsdóttur. Börn Einars og Ólínu eru Ragnar Ómar, f.11.1.1956, garðyrkjumaöur, og á hann tvö börn; Arnfríður, f. 18.7.1957, húsmóðir, gift Stefáni Hermannssyni og eiga þau tvö börn; Bergur, f. 19.9.1958, verkamaöur, og á hann þrjú börn; Heimir, f. 24.11. 1959, kokkur, kvæntur Kristínu Guðjónsdóttur og eiga þau tvö börn; Einar Óli, f. 31.1.1967, við ljós- myndanám í Englandi; Hinrik, f. 15.3.1974, við nám í rafvirkjun. Einar á einn hálfbróður og þrjú alsystkini. Foreldrar Einars: Sigurbergur Jó- Einar Sigurbergsson. hannsson, f. 18.8.1886, d. 1963, bóndi að Grænhóli, og Arnfríður Einars- dóttir, f. 8.7.1906, húsfreyja. Einar og Ólína verða stödd erlend- is á afmælisdaginn. Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir, húsmóðir og verkakona, Karlsbraut 13, Dalvík, er sjötug í dag. Fjölskylda Sigurlaug fæddist á Tjörn á Skaga og ólst þar upp í stórum systkina- hópi. Hún giftist 26.1.1947 Antoni Guö- laugssyni, f. 15.4.1920, fiskmats- manni. Hann er sonur Guðlaugs Sigurjónssonar og Önnu Maríu Jónsdóttur í Miðkoti á Dalvík. Börn Sigurlaugar og Antons eru Guðbjörg, f. 1947, forstöðumaður íþróttahúss, gift Níels Kristinssyni netagerðarmanni og eiga þau þrjú börn; Elín Sigrún, f. 1948, markaðs- fræðingur, gift Skafta Hannessyni málarameistara og eiga þau fjögur börn; Anna Dóra, f. 1952, sérkenn- ari, gift Sveini Sveinssyni sjómanni og eiga þau tvö börn; Arna Auður, f. 1955, meinatæknir, gift Hreini Pálssyni kennslufræðingi og eiga þau tvö börn, auk þess sem Arna á barn frá fyrri sambúð; Þórólfur Már, f. 1957, líffræðingur, kvæntur Hrönn Vilhelmsdóttur textílhönn- uði og eiga þau tvö börn; Árdís Freyja, f. 1967, félagsráðgjafi. Foreldrar Sigurlaugar Ásgerðar voru Sveinn Mikael Sveinsson, f. 29.9.1890, d. 6.4.1932, bóndi á Tjörn á Skaga, og Guðbjörg Kristmunds- dóttir, f. 2.10.1897, d. 18.6.1967, hús- freyjaogbóndi. Sigurlaug og fjölskylda hennar Sigurlaug Ásgerður Svelnsdóttir. taka á móti gestum í Bergþórshvoli, Dalvík, í dag kl. 16.00-19.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.