Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Heimsókn til nyrstu byggðar Grænlands: Eins og að koma í aðra veröld DV Grænlenskur veiðimaöur gerir til sauðnaut sem hann hafði fellt stuttu áður. „Það hefur verið mikill undirbún- ingur fyrir þessa ferð sem heppnaö- ist frábærlega vel og við vonumst til að ferðamenn munu hafa áhuga á að kynna sér þennan stað næsta sum- ar,“ segir Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri á Leifi Eiríkssyni, en skipið var að koma úr siglingu frá nyrstu byggð Grænlands í síðustu viku. Var meðal annars siglt inn á firði þar sem skip af þessari stærð hefur aldrei áður farið um. Sigurjón og félagar hans hjá Út- gerðarfélaginu Sjóland, sem eiga og reka Leif Eiríksson, hyggjast bjóða íslenskum og erlendum ferðamönn- um að sigla þessa fáfórnu leið næsta sumar. Þetta er samvinnuverkefni Sjólands, Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri og Flugfélags Norðurlands. Leifur Eiríksson er smíðaður sem togari í Bretlandi áriö 1980 en var breytt í björgunar- og aðstoðarskip fyrir borpallanna á Norðursjó árið 1984. Skipið sem er 360 tonn þjónar nú þeim tilgangi að vera siglandi hótel fyrir ferðamenn og mun verða í Grænlandsferðunum næsta sumar. „Við sigldum til Scoresbysund en þar eru ferðmenn ákaflega sjaldgæf- ir. í þessum litla bæ búa um fimm hundruð manns og fátækt er gífur- lega mikil. Vegna þess hve við höfð- um undirbúið þessa ferð okkar vel tóku íbúarnir mjög vel á móti okkur. Atvinnuleysi er mikið þarna og menn veiða sér til matar. Það er eins og þetta htla þorp hafi einangrast frá þjóð sinni og fólkið fær enga fyrir- greiðslu eða aðstoð frá hinu opin- bera. Þorpið er þó ekki mjög gamalt, síðan 1925, en Danir byggðu það upp til að halda hfi á þessum stað,“ segir Sigurjón. „Eymdin er hroðaleg og mikið böl enda drekkur fólkið mikið áfengi og virðist sumt gera hvað sem er til að komast í vínið.“ Magnþrungin kýrrð Það tekur aðeins tvo sólarhringa aö sigla frá íslandi th Scoresbysund en í skipulögðum hópferðum næsta sumar verður flogið til Constable Pynt sem er flugvöllur skammt frá Grænland DV-mynd GVA Hluti hópsins sem sigldi með Leifi Eiríkssyni til Scores- Fátæktin er mikil í Scoresbysund og vistarverurnar held- bysund á Grænlandi. ur nöturlegar. Ljósmyndir Birgir Þórbjarnarson stýrimaður Ung, grænlensk heimasæta skoðar hér „útlent" nammi. Scoresbysund og þaöan siglt um firð- ina. í þessari fyrstu ferð voru starfs- menn ferðaskrifstofa frá Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð. Að sögn Sigur- jóns voru þeir mjög hrifnir af þessari ævintýraferð. Markaðssetning mun hefjast í vetur og er ekki ólíklegt að margir munu vilja komast í slíka siglingu næsta sumar. Sigurjón hafði ekki komið á þessar slóðir áður og var því margt sem kom honum á óvart. „Kyrrðin í loftinu var magnþrungin. Þegar við sigldum inn þessa gífurlega löngu firði og fundum fyrir kyrrðinni í loftinu fékk maður skrítna tilfmningu. Þetta eru stærstu firðir í öllum heiminum.," segir Sig- urjón. „Við fengum þrjá Grænlend- inga sem þekkja staðhætti til aö sigla með okkur en þarna eru gífurlega stórir ísjakar, einn var eins og tvö hundruö metra hátt berg sem þýðir að hann nær á annað þúsund metra ofan í sjó. Þar sem firðirnir eru dýpstir eru þeir meira en þrjú þús- und metrar. Þetta er svo stórfenglegt landslag að það er varla að maður geti lýst því.“ Sauönautveidd „Grænlendingarnir, sem voru með í ferðinni, veiddu nokkur sauðnaut en veiðitímabilið byrjar 20. ágúst. Þeir gera th skrokkana þar sem dýr- in eru felld, hirða kjötið og skilja beinin eftir. Við smökkuðum þetta kjöt og það var ágætt þó mér fyndist það fullmikið soöið,“ segir Sigurjón. Þó fólkið í Scoresbysund hafi ein- L Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri á Leifi Eiríkssyni. ungis eina htla verslun, þar sem vöruúrval er fremur fátæklegt, er heilsuþjónusta á staðnum þar sem dönsk hjúkrunarkona starfar og þar er einnig hægt að ná gervihnatta- sjónvarpi. Vegna þess hversu af- skekkt staðurinn er kemur birgða- skip með vistir einungis tvisvar sinn- um á ári. Síðast tafðist skipið vegna veðurs og var þá orðið heldur rýrt í kotum manna. „Mesta vandamál þessa fólks er vatnsleysi því ekki er hægt að grafa í jörð þarna og þess vegna eru t.d engin vatnssalerni. Allar leiðslur liggja ofanjarðar og á vetrum frýs í þeim. Þá er vatn sótt langar leiðir á hundasleðum," segir Siguijón. I Scoresbysund er dimmt allan sól- arhringinn á vetrum en bjart um nætur á sumrin eins og á íslandi. Siguijón sagði að á daginn hefði hiti verið um tíu gráður á þessum slóðum, sólskin og logn en við frost- mark á nóttinni. „Þetta er nyrsta byggðin á Grænlandi og fyrir okkur er þetta eins og að koma inn í aðra veröld.“ bréfabindi 274 kr, Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar 688476 og 688459 • Fax: 28819 BILAR A////////////////////////// alltaf á mánudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.