Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Qupperneq 36
44 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 Heimsókn til nyrstu byggðar Grænlands: Eins og að koma í aðra veröld DV Grænlenskur veiðimaöur gerir til sauðnaut sem hann hafði fellt stuttu áður. „Það hefur verið mikill undirbún- ingur fyrir þessa ferð sem heppnaö- ist frábærlega vel og við vonumst til að ferðamenn munu hafa áhuga á að kynna sér þennan stað næsta sum- ar,“ segir Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri á Leifi Eiríkssyni, en skipið var að koma úr siglingu frá nyrstu byggð Grænlands í síðustu viku. Var meðal annars siglt inn á firði þar sem skip af þessari stærð hefur aldrei áður farið um. Sigurjón og félagar hans hjá Út- gerðarfélaginu Sjóland, sem eiga og reka Leif Eiríksson, hyggjast bjóða íslenskum og erlendum ferðamönn- um að sigla þessa fáfórnu leið næsta sumar. Þetta er samvinnuverkefni Sjólands, Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri og Flugfélags Norðurlands. Leifur Eiríksson er smíðaður sem togari í Bretlandi áriö 1980 en var breytt í björgunar- og aðstoðarskip fyrir borpallanna á Norðursjó árið 1984. Skipið sem er 360 tonn þjónar nú þeim tilgangi að vera siglandi hótel fyrir ferðamenn og mun verða í Grænlandsferðunum næsta sumar. „Við sigldum til Scoresbysund en þar eru ferðmenn ákaflega sjaldgæf- ir. í þessum litla bæ búa um fimm hundruð manns og fátækt er gífur- lega mikil. Vegna þess hve við höfð- um undirbúið þessa ferð okkar vel tóku íbúarnir mjög vel á móti okkur. Atvinnuleysi er mikið þarna og menn veiða sér til matar. Það er eins og þetta htla þorp hafi einangrast frá þjóð sinni og fólkið fær enga fyrir- greiðslu eða aðstoð frá hinu opin- bera. Þorpið er þó ekki mjög gamalt, síðan 1925, en Danir byggðu það upp til að halda hfi á þessum stað,“ segir Sigurjón. „Eymdin er hroðaleg og mikið böl enda drekkur fólkið mikið áfengi og virðist sumt gera hvað sem er til að komast í vínið.“ Magnþrungin kýrrð Það tekur aðeins tvo sólarhringa aö sigla frá íslandi th Scoresbysund en í skipulögðum hópferðum næsta sumar verður flogið til Constable Pynt sem er flugvöllur skammt frá Grænland DV-mynd GVA Hluti hópsins sem sigldi með Leifi Eiríkssyni til Scores- Fátæktin er mikil í Scoresbysund og vistarverurnar held- bysund á Grænlandi. ur nöturlegar. Ljósmyndir Birgir Þórbjarnarson stýrimaður Ung, grænlensk heimasæta skoðar hér „útlent" nammi. Scoresbysund og þaöan siglt um firð- ina. í þessari fyrstu ferð voru starfs- menn ferðaskrifstofa frá Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð. Að sögn Sigur- jóns voru þeir mjög hrifnir af þessari ævintýraferð. Markaðssetning mun hefjast í vetur og er ekki ólíklegt að margir munu vilja komast í slíka siglingu næsta sumar. Sigurjón hafði ekki komið á þessar slóðir áður og var því margt sem kom honum á óvart. „Kyrrðin í loftinu var magnþrungin. Þegar við sigldum inn þessa gífurlega löngu firði og fundum fyrir kyrrðinni í loftinu fékk maður skrítna tilfmningu. Þetta eru stærstu firðir í öllum heiminum.," segir Sig- urjón. „Við fengum þrjá Grænlend- inga sem þekkja staðhætti til aö sigla með okkur en þarna eru gífurlega stórir ísjakar, einn var eins og tvö hundruö metra hátt berg sem þýðir að hann nær á annað þúsund metra ofan í sjó. Þar sem firðirnir eru dýpstir eru þeir meira en þrjú þús- und metrar. Þetta er svo stórfenglegt landslag að það er varla að maður geti lýst því.“ Sauönautveidd „Grænlendingarnir, sem voru með í ferðinni, veiddu nokkur sauðnaut en veiðitímabilið byrjar 20. ágúst. Þeir gera th skrokkana þar sem dýr- in eru felld, hirða kjötið og skilja beinin eftir. Við smökkuðum þetta kjöt og það var ágætt þó mér fyndist það fullmikið soöið,“ segir Sigurjón. Þó fólkið í Scoresbysund hafi ein- L Sigurjón Sigurjónsson, skipstjóri á Leifi Eiríkssyni. ungis eina htla verslun, þar sem vöruúrval er fremur fátæklegt, er heilsuþjónusta á staðnum þar sem dönsk hjúkrunarkona starfar og þar er einnig hægt að ná gervihnatta- sjónvarpi. Vegna þess hversu af- skekkt staðurinn er kemur birgða- skip með vistir einungis tvisvar sinn- um á ári. Síðast tafðist skipið vegna veðurs og var þá orðið heldur rýrt í kotum manna. „Mesta vandamál þessa fólks er vatnsleysi því ekki er hægt að grafa í jörð þarna og þess vegna eru t.d engin vatnssalerni. Allar leiðslur liggja ofanjarðar og á vetrum frýs í þeim. Þá er vatn sótt langar leiðir á hundasleðum," segir Siguijón. I Scoresbysund er dimmt allan sól- arhringinn á vetrum en bjart um nætur á sumrin eins og á íslandi. Siguijón sagði að á daginn hefði hiti verið um tíu gráður á þessum slóðum, sólskin og logn en við frost- mark á nóttinni. „Þetta er nyrsta byggðin á Grænlandi og fyrir okkur er þetta eins og að koma inn í aðra veröld.“ bréfabindi 274 kr, Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar 688476 og 688459 • Fax: 28819 BILAR A////////////////////////// alltaf á mánudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.