Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Neytendur___________________________________________ Dagvörukaupmenn sameinast um magninnkaup smaerri verslana: Vöruverðið gæti lækkað um 15-20% - saka heildsala um að mismuna kaupmönninn í innkaupum „Við höfum gert drög að samningi um að einn aðili annist innkaup fyr- ir alla meðlimi í Félagi dagvörukaup- manna og útvegi þeim þannig vörur á góðu verði. Með því vonumst við til að geta lækkaö vöruverð í smærri verslunum um 15-20%. Þetta hefur verið draumur margra í langan tíma. Menn eru bara að reyna að þjappa sér saman og ná niður verðinu, þ.e. fá réttlátara vöruverð. Við álítum að heildsalamir séu ekki sanngjamir í okkar garð og þ.a.l. hefur vömverð í smærri verslunum þurft að vera hærra en ástæða er tíl,“ sagöi Þór- hallur Steingrímsson, formaður Fé- lags dagvörukaupmanna, í samtah við DV. Endanleg ákvörðun um sam- eiginleg innkaup þessara aðila var tekin á almennum félagsfundi í Fé- lagi dagvörukaupmanna á milli jóla og nýárs og er markmiðið að sögn Þórhalls að hafa einn lager fyrir alla kaupmennina í félaginu. Stórmarkaðir fá meiri afslátt „Við álítum að viðskiptavinurinn í smærri verslunum, bæði í Reykjavík og úti á landi, sé að greiða niður vöruverðið í stóm verslununum. Þær fara fram á svo háan afslátt hjá heildsala að okkur er fyrirmunað að keppa við þá í verði,“ sagði Þórhallur en Félag dagvömkaupmanna kærði nokkra heildsala og innlenda fram- leiðendur til Samkeppnisstofnunar á síðasta ári fyrir meinta mismunun á heildsöluverði og er von á úrskurði í þvi máli fljótlega. Kæran beindist einkum að Baugi, innkaupafyrirtæki Hagkaups og Bónuss. „Tilgangurinn er nú ekki síst sá að opna aftur umræðuna um heildsölu- verð. Það hefur endalaust verið talað um smásöluverð í umræðunni um verðmun á milh verslana og við er- um að reyna að beina athyglinni aö því að minni verslanir sitja ekki við sama borð og stórmarkaðamir hvað innkaup snertir. Afsláttarfmmskóg- urinn er gífurlegur og hleypur á tug- um prósenta," sagði Þórhallur. Allirfái sömukjör „Þetta er búið að vera óhemju erf- itt og margra mánaða vinna en kem- ur til með að þýöa töluverða verð- lækkun til kaupmanna. Einnig verð- ur þetta vonandi til þess að brúa bil- ið svo allir fái sömu kjör í innkaup- um. Markmiðið er að fyrirtæki, heildsalar jafnt sem framleiðendur, hafi sömu verðskrá fyrir alla þar sem afsláttur fer eingöngu eftir magni og greiðslukjörum," sagði Friðrik G. Friðriksson, eigandi F&A. Friðrik hefur nú hætt verslunarrekstri og annast alfarið innkaup fyrir þessa aðila. Verslunin F&A hefur því breytt um hlutverk, flutt sig um set og þjónar nú neytendum í gegnum allar verslanir dagvörukaupmanna í stað einnar að sögn Friðriks. Svara í sömu mynt „Við komum aldrei til með að flytja inn aUa vöruflokka. Tilgangurinn er ekki síst að veita aðhald og ná niður þessum mismuni á innkaupsverði. Ef kaupmönnum er t.d. mismunað af heildsala er hægt að flytja vöruna inn fyrir lægra verö og svara þannig í sömu mynt,“ sagði Friðrik. Að- spurður hvenær sameiginlegu inn- kaupin færu að skila sér í verslanir sagði hann einhverja vöruflokka fara í umferð í lok þessa mánaðar. Svona til að vega upp á móti jólasteikinni birtum við hér upp- skrift að grænmetispottrétti sem fenginn er hjá Birgit Eriksen, næringarráðgjafa á Landspítal- anum. Það eiga sjálfsagt margir eftir að leggja meiri áherslu á létt feeði næstu vikurnar eftir að hafa innbyrt allan hátíðarmatinn. Uppskriftin er fyrir fimm og inniheldur hver skammtur 15 g af prótínum, 52 g af kolvetnum og aðeins 6 g af fltu. Þaö hafa fáir réttir svona heppilega samsetn- ingu. Verði ykkur að góðu. 225 g rauöar nýmabaunir 450 g kartöflur í teningum 2 gulrætur i teningum 2 meðalstórir laukar í skffum 1 stk. græn paprika í sneiðum 1 stk. eph í skífum 2 msk. heilhveiti krydd (t.d. basilikum, timjan, pip- ar, salt og/eða súputeningur) 70 g beikon 2 msk. söxuö steinselja Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt, fleygið vatninu. Steikið beikonið vel á pönnu og leggið það á pappír til að losna við mestu fituna. Sjóðið baunirnar í miklu vatni við háan hita í 10 mínútur. Lækkiö hitann síðan og látið sjóða í 30 minútur í viöbót. Fleyg- iö vatninu að undanskildum 'A litra. Setjiö grænmetið og beikon- iö saman við. Sjóöið við vægan hita í ld-15 mínútur. Hrærið heil- hveitimjölið út í dálitlu af köldu vatni, setjiö dálítið af sjóðandi grænmetissoði saman við og hrærið. Bætið jafningnum út í réttinn og látið sjóða í 5 minútur. Kryddið eftir smekk. Skreytið með saxaöri steinselju. Spurt og svarað um nýju lögin mn fjöleignarhús og húsaleigu Fjölmargir hafa haft samband við neytendasíðu DV og spurt um nýju lögin um fjöleignarhús og húsaleigu en við höfum boðið les- endum að beina slíkum fyrirspum- um til okkar. Á hverjum fostudegi verða svörin síðan birt hér á neyt- endasíðunni en það eru þau Sigurð- ur Helgi Guðjónsson, hæstaréttar- lögmaður og höfundur laganna, og Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir lög- fræðingur sem sitja fyrir svörum. Hér koma fyrstu spumingamar: 1. Að hvaða leyti eru reglur nýju laganna um skiptingu sameiginlegs kostnaðar frábrugðnar þeim sem áður giltu? í nýju lögunum em miklu skýrari og ítarlegri reglur og reglur um skipting sameiginlegs kostnaðar em talsvert flóknari, þ.e.a.s. undantekningamar frá meginreglunni em fleiri og víðtæk- ari. Má vera að umstang og fyrir- höfn stjómar húsfélags aukist nokkuð, a.m.k. fyrst í stað. Megin- reglan er þó áfram sú að kostnað- urinn skiptist eftir hlutfahstölum en fjölgað er þeim kostnaðarhðum sem skal skipta aö jöfnu, eins og t.d. óskipt bílastæði og aðkeyrslur, sameiginlegt þvottahús, lyftur, dyrasími (svo og sjónvarps- og út- varpskerfi, póstkassar og nafna- skilti), rekstur sameignar, hús- sfjórn og endurskoðun og afnota- og félagsgjöld. í þessum tílvikum byggist jöfn kostnaðarskipting á sanngimissjónarmiðum. Heimild til frávika er háð því að reglur lag- anna eigi illa við og séu ósann- gjamar í garð eins eða fleiri eig- enda og er þá heimilt að byggja á öðrum reglum sem taka meira tilht til þeirra aðstæðna. 2. Hvers vegna þurfti að velja nýju lögunum nýtt nafn, flöleignar- hús, og var ekki fullgott að nota áfram yfirskriftina fjölbýlishúsa- lög? Hugtakið fjöleignarhús hefur miklu víðtækari merkingu en hug- takið fjölbýlishús og er ekki ætlað að koma í þess stað. Fjölbýlishús em ein af mörgum gerðum eða flokkum húsa sem samheitið fjöl- eignarhús er notað um. Gildissvið laganna um flöleignarhús er þó nokkurn veginn það sama og fjöl- býhshúsalaganna frá 1976 og það er mjög víðtækt og rúmt. Ákvæði laganna eiga jafnt við um tvíhýhs- hús og stórhýsi upp á tugi hæða, auk þess atvinnuhúsnæði, hús- næði til annarra nota og blandað húsnæði. Einnig taka þau til rað- húsa og annarra sambyggðra og samtengdra húsa, bæði til íbúðar og annarra nota. Heitið fjölbýli vís- ar hins vegar til búsetu en það er ekki hún sem hér skiptir máh held- ur hvemig eignaraðildinni er hátt- að. Fjölbýhshúsalögin frá 1976 giltu um margvísleg hús sem fráleitt em fjölbýhshús, svo það heiti er rang- nefni, eða a.m.k. vihandi. í þeim em víða notuð orðin íbúð og íbúð- areigandi sem eiga vitaskuld ekki við um atvinnuhúsnæði, hesthús eða önnur gripahús. 3. Ákveði leigutaki að nýta ekki rétt sinn til húsaleigubóta, eða sá réttur er ekki fyrir hendi, á leigu- sali þá rétt á niðurfellingu leigu- tekna þegar talið er fram til skatts? Hafi maður leigutekjur af íbúðar- húsnæði án þess að það teljist vera atvinnurekstur eða sjálfstæð starf- semi er honum heimilt að draga aht að 80% frá þeim tekjum (þó eigi hærri fjárhæð en 25 þúsund krónur) fyrir hvem mánuð sem húsnæðið er i leigu. Þetta gildir þó svo að réttur til húsaleigubóta sé ekki nýttur. Það sama á við þó að rétturinn til húsaleigubóta sé ekki fyrir hendi. 4. Ef leigusali á rétt á því að draga frá 80% af leigutekjum þegar talið er fram tij skatts, hvað þá um aðra frádráttarliði, s.s. rekstrarkostn- að? Vahð stendur á milli tveggja leiða vió gerð skattframtals, annað- hvort að nýta sér réttinn til að draga 80% frá leigutekjum eða nýta aðra frádráttarhði eins og rekstrar- kostnaö. 5. Hvað er til ráða ef leigusali kemur í veg fyrir að leigutaki geti sótt um húsaleigubætur með því að neita að gefa viðeigandi upplýs- ingar? Hafi skriflegur leigusamn- ingur verið gerður eiga þær upp- lýsingar sem þar koma fram að nægja þegar sótt er um húsaleigu- bætur. Nái umsóknin um húsa- leigubætur ekki fram að ganga vegna skorts á upplýsingum er leigusah skyldugur til að veita þær ef það er í hans valdi. Hafi enginn skriflegur leigusamningur verið gerður má benda á að slíkan samn- ing skal gera skriflega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.