Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 13 Sviðsljós Hagyrðingar voru í stuði í Varmahlíð. Frá vinstri, Sigurður Hansen, Árni Bjarnason, Gisli Geirsson, og Gísli Konráðsson ásamt Eiríki Jónssyni sem sá um kynninguna. DV-myndir Örn Þórarinsson, Fljótum Fjör í söngnum hjá Skagfirðingum Það var mikið sungið í Skagafirði og Ólafsfirði. Á söngskemmtun kórs- í desember og Rökkurkórinn, bland- ins í Varmahlíð milli jóla og nýárs aður kór með 45 félögum úr níu sveit- var mikið fjör og margt til skemmt- arfélögum, söng einnig á Akureyri unar auk söngsins. Sveinn Arnason og og Jóhann Már Jóhannsson, til hægri, sungu saman og fóru á kostum. Undirleikari Thomas Higgerson. Milliröddin í kórnum söng nokkur létt lög við mikinn fögnuð. Bridge Fyrsta spilakvöld á nýju ári l\já íélaginu verður þann 12. janúar í Þönglabakka 1 og verður þá spilaður eins kvölds tvimenningur. Einnig verða spilaðir eins kvölds tvimenningar 19. og 26. janúar en 2. febrúar hefst Kauphallartvimenningskeppni félagsins. Spilarar eru vinsamlega beðnir um að mæta tímanlega svo heíja megi spilamennsku sem fyrst. Bridgfélagið Muninn, Sandgerói Miðvikudaginn 28. desember var haldið tvímenningsmót í tilefni af 75 ára afmæli Einars Júlíussonar. Var vel mætt til leiks og margir sem vildu greinilega heiðra þennan aldna og efnilega spilara því 22 pör spiluðu, Var honum færðar gjafir frá Bridgefélagi Suðurnesja og félögum úr Bridgefélaginu Munin. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á afmælismót- inu: 1. Ámi Guömundsson-Margrét Þórðardóttir 213 2. Birkir Jónsson-Björn Dúason 202 3. Víðir Jónsson-Halldór Aspar 201 4. Svaia Pálsdóttir-Guðjón Jenson 196 5. Sigurjón Jónsson-Dagur Ingiroundarson 195 Stjóm félagsins óskar öilum félögura og velunnumm þess gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári og þakkar samstarfið á liðnu ári. Menning Skari telur Simba trú um að það sé honum að kenna að faðir hans sé látinn. Sam-bíóin: - Konungur ljónanna: ★★★ Simbi verður kóngur Konungur ljónanna (The Lion King) er fjórða teikni- myndin á fimm áram í fullri lengd frá Disney fyrirtæk- inu, sem slær í gegn og með henni hafa þeir hjá Di- sney svo sannarleg sýnt að það hefur enginn tærnar þar sem þeir eru meö hælana í gerð teiknimynda. Konungur ljónanna fylgir í kjölfarið á The Little Mermaid, Beauty and the Beast og Aladdin og hefur slegið þeim öllum við hvað aðsókn snertir. Erfitt er að gera upp á milli allra þessara frábæru teikni- mynda. Það er þó vel skiljanlegt að Konungur ljón- anna hafi fengið mesta aðsókn þessara mynda. Hún einfaldlega höfðar til mun breiðari hóps áhorfenda. Konungur ljónanna er kannski ekki jafn fyndin og Alladdin, ekki jafn ævintýraleg og Beauty and the Beast og ekki jafn klassísk og The Little Mermaid. Hún aftur á móti getur státað af mun betra handriti auk þess sem kostir hinna eru allir fyrir hendi. Það era samt ekki þessar þijár myndir sem nefndar hafa verið, sem Konungur ljónanna á mesta samleið með af teiknimyndum Disneys, heldur frekar Bambi og Lady and the Tramp. Munurinn þarna er að Kon- ungur ljónanna er bara svo miklu betur gerð og liggur við að hægt sé að fullyrða að lengra verði ekki komist tæknilega í gerð teiknimynda. En á þeirri tölvuöld sem við lifum er víst best að vera ekki með slíkar fullyrð- ingar. Söguþráðurinn í Konungi ljónanna er einfaldur. Simbi er erfingi fóður síns að kóngsríki og nýtur þess að athyglin beinist að honum. Það eru samt ekki allir sem geta hugsað sér framtíðina með Simba sem kon- ung. Þar fer fremstur í flokki foðurbróðir hans, Skari, sem með aðstoð þriggja hýena kemur konunginum fyrir kattarnef og telur Simba trú um að það sé honum að kenna að faðir hans er dáinn. Simbi flýr á brott og býr í mörg ár ásamt tevimur vinum sínum órafjarri Kvikmyndir Hilmar Karlsson kóngsríkinu. En þegar Nala, æskuvinkona hans, rekst eitt sinn á hann, rennur honum blóðið til skyldunnar og heldur heim á leið til að gera upp sakirnar við Skara. Það er ekki aöeins að hið fjölmenna tæknilið hjá Disney hefur nánast skilað fullkomnu verki. íslenska talsetningin er annað afrek. Raddirnar sem valdar hafa verið, flestar kunnuglegar, eru alveg eins og handsmiöaðar við persónurnar sem þær túlka og radd- hljómurinn og hljóðblöndunin við upprunaleg hljóð er hreint út sagt frábært. Það að svo vel hafi tekist með íslensku talsetninguna gerir Konung ljónanna að sjálfsögðu enn betri skemmtun fyrir okkur Islendinga. Konungur Ijónanna (The Lion King). Leikstjórar: Roger Allers og Rob Minkoff. Handrif Irene Mecchi, Jonathan Roberts og Linda Woolverton. Tónlist og lög: Hanz Zimmer, Elton John og Tim Rice. íslenskar raddir: Felix Bergsson, Pétur Einarsson, Edda Heiðrún Backman, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttur, Jóhann Sigurðarson, Karl Ágúst Úlfsson og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.