Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Spumingin Hvað ætlar þú að gera á þrettándanum? Sandra Hauksdóttir: Eg fer sennilega til pabba míns og geri eitthvað með honum. Ragnhildur Georgsdóttir: Ég á af- mæli þá og held upp á það eða fer á brennu í Hafnarfirði. Davíð Rolfsson: Skjóta upp restinni af flugeldunum. Jökull B. Valsson: Eg veit það ekki. Það er óákveðið. Hólmfríður Sylvía Traustadóttir: Iiggja heima og sofa. Lesendur Meðtvöbörn áflótta Bjarney skrifar: Eftir að hafa lesið DV og horft á Stöð 2 þann 2. jan. sl. fannst mér hreint forkastanlegt að yfirvöld skyldu ekki óttast afleiðingar gerða sinna er þau létu lögreglu og bama- vemdarnefnd hundelta imga parið með sín tvö ungu böm. Lögreglan fann eldra bamið og móðirin gaf sig fram með það yngra eins og fram hefur komið í fréttmn. Yfirvöld gætu með þessum hætti orðið völd að ein- hveiju enn verra. - Og þar sem fá- tækt virðist ekki ástæðan til forræð- issviptingar gat ég ekki skihð hvers vegna bamaverndamefnd vildi láta vista bömin til 17. janúar en rann- sókn og eftirlit hefur þegar staðið yfir í hálft annað ár. Ef niðurstaða hefur ekki fengist eftir þann tíma hví átti þá að þurfa mánuð til viðbótar? Það ætti hins vegar að vera aug- ljóst að maður sem flæmdur er úr starfi æ ofan í æ að tilstuðlan barna- vemdamefndar hefur engin tök á að afla viðurværis sjálfum sér eða sín- um til handa. - Læknir á Landspítala kallaði parið til ábyrgðar fyrir að hafa fjarlægt barnið af sjúkrahúsi. En hvaða ábyrgð bera læknar? Hafa þeir ekki svarið læknaeið? Vom það ekki foreldramir sem komu meö barnið til þeirra með trúnaðartraust- ið að leiðarljósi? Einhveija ástæðu hefur parið haft til að yfirgefa sjúkra- húsið og öryggið þar með sitt litla bam. Sjálfsögö skylda hvers foreldr- is er að vemda börn sín, jafnvel á flótta ef með þarf. Það skyldi þó aldrei vera að þessir flóttaforeldrar hafi eitthvað það í höndunum sem sannar að þeir hefðu aldrei fengið bömin aftur á þeim tíma? Það skyldi þó ekki vera að bamarvemdamefnd hafi verið búin að ráðstafa bömunum og nefndin ekki séð sér fært einhverra hluta vegna að láta foreldrana halda þeim? - Féngu einhveijir loforð um stóra Foreldarnir, Sigrún Gísladóttir og Aðalsteinn Jónsson, með yngra barnið. DV-mynd GVA jólagjöf? Lögreglan segir aö foreldrarnir eigi að kæra til Barnavemdarráðs. Er ekki hiuti barnavarnamefndar í Bamaverndarráði? Og er þar með að dæma í eigin máh. Hvert á þá að kæra? Ekki er hægt að kæra til um: boðsmanns Alþingis og ekki til um- boðs manns barna því hvorugur aðil- inn má skipta sér af deilumálum. Ég veit að almenningur styður flóttafjölskylduna. Það er eitthvað mikið að í því þjóöfélagi sem hundelt- ir unga móður með tvö böm á flótta. Böm sem sjáanlega líða engan skort og eru þaðan af síður veikluleg, eftir því sem maður sér í fjölmiölunum. Snjóél í málfarsmusterinu RÚV Guðbjörg skrifar: Það er staðreynd að málfari hér á landi fer mjög aftur. í Ríkisútvarpinu var lengi vel reynt að sporna gegn ambögum í málfari en líkt og á öðr- um ljósvakamiðlum hérlendis (aðal- lega á útvarpsstöðvunum) hefur mál- vitund dofnað ískyggilega mikið og er nú svo komið að starfsfólk Ríkis- útvarpsins er engu skárra að þessu leyti. Aö vísu koma fréttir víða að, t.d. frá Veðurstofunni, sem heldur er ekki í sérflokki hvað snertir málfar en engu að síður ættu starfsmenn með prófin sín góðu að geta lagfært helstu ambögur og orðskrípi áöur en útvarpað er til hlustenda. Eitt er það sem er nánast orðið fast í máli útvarpsmanna; snjóél. Ég hef aldrei heyrt annað en að orðið „él“ sé nægilegt ef ekki er um stöðuga snjókomu að ræða. Á sama hátt ætti að þá sífellt að geta um „regnskúr- ir“ ef gengur á með skúrum. - Og ótal dæmi eru um málfarsvitleysur þula og fréttamanna. Síðast greindi stúlka í U-fréttum Sjónvarps frá því að hestar hefðu veriö í „sjálfsheldu", í staðsjálfheldu. Er málfarsmusterið Ríkisútvarp í raun orðið sama rusla- kistan og hinar stöðvarnar? Síbrotamenn í f íknief namálum Helgi Einarsson skrifar: Mér finnst aö það hljóti að vera auð- velt að koma að fullu í veg fyrir inn- flutning á fíkniefnum til Islands þar sem nánast einu samgöngutækin fyrir farþega hingað til lands eru flugvélar sem auk þess lenda flestar á einum stað á landinu. Það er að visu ekki hægt að kvarta yfir vinnubrögðum fíkniefhalögreglunnar eða þeirra á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ekki árveknina í lagi. Mér finnst vel hafa tekist til að mörgu leyti varðandi þaö að koma í veg fyrir imiflutning þessara eiturefna. Svo mikið af þeim finnst strax við komu til landsins. - En það eru líka pakkar og vörusendingar sem þarf að fylgjast með og það tekur tíma. tíl að stytta Innflutningur fikniefna er stundaður með ýmsum hætti. % Það er fyrst þegar kemur aö fram- kvæmd refsinga og dóma að gamanið fer að káma og auðvitað er hér ekki um gamanmál að ræða. En eins og allir vita eru dómar vægir yfir fíkni- og eiturlyfjasmyglurum og þeim sem dreifa og selja. - í síðasta eintaki Morgimpóstsins er fiallað um þijá menn sem sátu í gæsluvarðhaldi á Spáni vegna innflutnings á hassi þangað og einn þeirra hafi haft um- sjón með flutningi þeirra hingaö til lands. Nú er búið að biðja um fram- sal á þeim aðilá og vonandi upplýsist þá eitthvað frekar. Það er hins vegar eftirtektarvert hve langt sumir þessara manna kom- ast. í áöumefndri umfiöllun er t.d. sagt frá einum sem sat í gæsluvarð- haldi og hafði hann svokallaðan diplómatapassa undir höndum og hefur þá líklegast ferðast með hann og þannig fengið greiðari aðgang að ferðum til og frá landinu. - Atriði eins og þetta ætti að upplýsa og þar með hver gefur manni í kannski engri sérstakri stöðu heimild til að nota opinbert íslenkst vegabréf. - Þaö er ástæða til að hamra sífellt á því að afbrotamenn í fíkniefnamál- um fái verulega þyngri refsingu en nú er raunin. Þessi mál verður að uppræta sem allra fyrst og það er auðveldara hér en annars staðar. I>V Hverjireru hæfir uppalendur? Herbert skrifar: Ung móðir er í felum með tvö börn sín. Hún er víst of ung til að ala bömin sín og faðir barn- anna er búinn að ala upp 4 böm í fyrri sambúð og er búinn meö sinn kvoía, eða hvaö? - Á síðasta ári var Jón... sviptur forræöi yfir dóttur sinni. Hann var talinn of gamall til að ala hana upp. - Hvað era margir í þessu þjóðfé- lagi sem hafa misst annað eða bæði foreldri og verið aldir upp með aðstoð eldri systkina sinna, eða afa og ömrau? Eru einhverjir sem skapa þetta ógnarvald sem bamarvemdarnefnd hefur aldir upp hjá ungum foreldram eða eldra fólki? Getur barnaverndar- nefnd verið kærandi, rannsókn- araðili og dómari og séð um fram- kvæmd dóms í þessum málum? Er þetta ekki brot á mannréttind- um? Ráðherrar og verkföll Sjúkraliði bringdi: Formaður okkar sjúkraliðanna hefur lög að mæla þegar hún bendir á í útvarpsviðtali að það sé öl bóta og geti jafnvel leyst verkfallsdeilu fyrr ef ráðherra blandar sér í máiið miklu fyrr en t.d. var raunin i okkar ölviki. En það var kannski einmitt vegna þess að á seinni sögum kom fag- ráðherra aö málinu svo og for- sæösráðherra að samið var stuttu síðar. Tvískinnungur gagnvarf Banda- ríkjunum Hannes skrifar: Það er alltof algengt að klifað sé á alls kyns fréttaskotum utan úr heimi þar sem ekki stendur steinn yfir steini og útúrsnúning- ar eru helsta uppistaðan. Núna ásaka t.d. einstaka stjórnmála- menn í Evrópu Bandaríkjamenn fyrir að blanda sér ekki i stríð Rússa og Tsjetsjena. Um leiö og Bandaríkjamenn myndu beita sér, hvort sem er í oröi eða verki myndi þeim örugglega álasað fyr- ír og sagt að koma hvergi nærri! Vfldngalottó: Núllognix Björg hringdi: Ég er ein þeirra sem ekki stunda happdrætösmiðakaup eða lottó ef einhver angi þess tengist úööndum. Ég veít um marga sem eru á kafi í þess konar viöskiptum og hafa fariö flatt á því. Vikingalottóið er eitt þeirra happdrætta sem hafa ógnarháar upphæðir í vinningshlutfall og það er afar ólíklegt að nokkur hér á landi fái þessa vinninga. Ég lít á þetta sérstaka happdrætö eins og hvert annað núil og nix. Þessi stóru happdrætö era síöur en svo til fagnaðaf hér á landi. Mannréttinda- brot Tyrkja Guðrún Davíðsdóttir skrifar: Ég tek undir með Rmiólfi í les- endabréfi 2. jan. sl. um telpumar hennar Sophiu Hansen sem era íslenskir ríkisborgarar. Mann- réttindabrot Tyrkja á íslensku telpimum er fyrir neöan allar hellur og íslenskum stjórnvöid- um til ævarandi skammar hvern- ig þau hafa haldið á þessu máli fyrir hönd þessara liöu þegna þjóðar okkar. Þetta viökvæma mál hlýtur að vera orðið miiii- ríkjamál milli íslands og Tyrk- lands vegna mannréttindabrota á þessum íslensku bömum. ís lenskar mæöur ættu að krefiast þess aö íslensk stjómvöld komi fram í dagsljósíð í þessu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.