Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Sviðsljós____________________________________________________ litlu stelpumar í Hollywood Þaö er áberandi að margar fræg- ustu og vinsælustu leikkonumar í Hollywood nú um stundir em afar lágvaxnar. Af frægum smávöxnum leikkonum má nefna Jodie Foster, Holly Hunter, Winonu Ryder, Debru Winger, Jo- anne Whalley-Kilmer, systurnar Patriciu og Rosönnu Arquette, Söm Jessicu Parker, Marisu Tomei, Pamelu Anderson úr Strandvörðum og bresku leikkonuna Helenu Bon- ham-Carter, svo nokkrar séu nefiid- ar. Margar þessara stúlkna era und- ir 1,60 cm á hæð. Ýmsar söng- og leikkonur era líka í hópi þeirra lágvöxnu, svo sem Ma- donna, Kyhe Minogue, Gloria Este- fan og Mariah Carey. Breska leikkonan lágvaxna, Joanne Whalley-Kilmer, er eftirsótt. Hún hefur nýlega leikið í myndinni A Good Man með Sean Connery auk þess sem hún lék Scarlett í samnefndum sjónvarpsþáttum sem byggðir voru á myndinni Á hverfanda hveli. Pamela Anderson. Madonna. Kylie Minogue. Gloria Estefan. tölvubófa Denzel Washington hefur feng- ið tvo góða leikara á móti sér í framtíðartryUinum Virtuosity, þau Keliy Lynch og Russell Crowe. Tökur hefiast um miðjan janúar og frumsýning er áætluö i ágúst. Denzei leikur fanga sem sýnir einstaka hæfni í að góma glæpa- mann sem sleppur úr sýndar- veruleikahermi lögreglunnar inn í hinn raunverulega heim. Kelly Lynch leikur geðlækni sem rannsakar Denzel og Russell Crowe leikur gæja sem kallaður er Sid 6,7. Val Kilmer með De Niro Val Kilmer hefur sýnt á sér ótrú- lega margar hliðar í bíómyndun- um sem hann hefur leikið í gegn- um tíðina. Hver man t.d. ekki eft- ir honum í hlutverki Jims Morri- sons i myndinni um Ðoors? Hann er nú um það bil að ljúka störfum 1 nýjustu myndinni um Leður- blökumanninn góða og fer þegar í gerð löggumyndar með þeim Robert De Niro og A1 Pacino. OscarsWiIdes minnst Breski leikarinn sir John Gi- elgud afhjúpaði nýlega minning- arskjöld um írska leikskáldiö og rithöfundinn Oscar Wilde í West End, leikhúshverfi Lundúna. Wilde lést auralaus og forsmáöur vegna sarnkynhneigðar sinnar árið 1900, aðeins 46 ára að aldri. „Hann var afburöasnjall og hnyttinn maður,“ sagði Gielgud. Rosearme með stæla Roseanne Barr, þéttholda sjón- varpsstjarnan vinsælá í Amer- íku, er ekkert á því að fyrirgefa tilvonandi fyrrverandi eigin- manni sinum, Tom Arnold: „Ég mun einhvem tíma leysa frá skjóðunni og segja frá öllum kjaftshöggunum," sagði hún í viðtali viö blað samkynhneigöra sem kaus hana mann ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.