Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Afmæli Margrét Harðardóttir Margrét Harðardóttir verslunar- maður, Eyjahrauni 14, Þorláks- höfn, er fertug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún stundaði nám við Víghólaskóla. Margrét flutti til Djúpavogs 1978 og starfaði þar við íiskverkun hjá Búlandstindi. Þá vann hún við Essó-skálann á Djúpavogi, við Hót- el Framtíð og loks hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga til 1990. Hún flutti síðan til Þorlákshafnar og hóf þá fljótlega störf hjá Kaupfé- lagi Ámesinga þar sem hún starfar enn. Fjölskylda Margrét giftist 4.5.1974 Pétri • Björgvinssyni, f. 24.4.1944, húsa- smíðameistara. Hann er sonur Björgvins ívarssonar í Miðhúsum á Djúpavogi, sem lést 1988, og Þor- gerðar Pétursdóttur húsfreyju. Dóttir Margrétar og Andrésar Guðmundssonar er Anna Guðrún, f. 24.11.1972, en sambýlismaður hennar er Sigurður Odðfreysson og er dóttir þeirra Thelma Dís, f. 17.12.1992. Börn Margrétar og Péturs eru Þorgerður Pétursdóttir, f. 31.3.1976, nemi í foreldrahúsum; Birgir Pét- ursson, f. 28.3.1981, nemi í foreldra- húsum. Systkini Margrétar eru Ársæll Harðarson, f. 9.1.1956, fram- kvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu fslands, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdótt- ur og eru börn þeirra Hildur, f. 30.1.1980, Guttormur Ámi, f. 11.12. 1985, og Hörður, f. 31.10.1990; Gils Harðarson, f. 24.2.1958, matreiðslu- maður í Svíþjóð, en synir hans em Ásmundur, f. 20.1.1979, og Auðunn, f. 19.2.1986; Hörður Örn Harðarson, f. 27.5.1967, en dóttir hans er Ólöf Tara, f. 9.3.1990; Guðni Pétur Harð- arson, f. 22.8.1969, matreiðslumað- ur í Svíþjóö. Foreldrar Margrétar em Hörður Ársælsson, f. 22.8.1927, bifvélavirki hjá Brimborg, búsettur í Kópavogi, og k.h., Anna Auðunsdóttir, f. 2.1. 1935, kaupkona. Margrét verður að heiman á af- mælisdaginn. Margrét Harðardóttir. Til hamingju með afmælið 6. janúar 75 ára Karl Bárðarson, Hjallalundi 22, Akureyri. Guðlaugur Guðmundsson, Baldursgötu 17, Reykjavík. Ragnar Böðvarsson, Túngötu 51, Eyrarbakka. Sigurpáll Aðalgeirsson, Baðsvöllum 19, Gríndavík. Guðmundur Helgason, Smáratúni 5, Selfossi. María Hailiðadóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Auður Sigurðardóttir, Syðri-Úlfsstöðum, Austur-Landeyjahreppi. Hrefna Valtýsdóttir, Beykilundi 11, Akureyri. HuldaM. Eggerts- dóttir, TraðarstíglO, Bolungarvik. 70 ára Kristbergur Guðjónsson, Móavegi9, Njarðvík. Þórunn Þorvaldsdóttir, Eikjuvogi 6, Reykjavík. 60 ára A. Ragnheiður Thorarensen, kennslukona og umboðsmaður GeorgJensen damask, Safamýri91, Reykjavík. Eiginmaður hennarerSig- urður Hall- grímsson, fyrrv. skrif- stofustjóri. 50 ára Halldór Gestsson, Lyngholti 20, Akureyri. Svanhvit Pálsdóttir, Hrísbraut 8, Hornafjarðarbæ. Áslaug Kamilla Haugland, Bergstaðastræti 30B, Reykjavík. Stefán Jónsson, Hjallabrekku 19, Kópavogi. Ævar Guðmundsson, Hjálmholti 3, Reykjavík. 40ára Þórarinn Skúlason, Steindórsstöðum, Reykholtsdals- hreppi. Eva Vilhjálmsdóttir, Lyngbergi 41, Hafnarfirði. Jóhanna Katrin Bjömsdóttir, Flúöaseli 88, Reykjavík. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvols- velli, þriðjudaginn 10. janúar 1995 kl. 15.00, á eftírfarandi eignum: Amarhóll Vestur-Landeyjahreppi, þingl. eig. Ásta Guðmundsdóttir og Erlendur Guðmundsson. Gerðarbeið- andi er sýslumaður Rangárvallasýslu. Hlíð I, D og m, Austur-EyjaljaUa- hreppi, þingl. eig. Eiríkur Ingi Sigur- jónsson. Gerðarbeiðendur eru Lands- banki íslands og Stofiilánadeild land- búnaðarins. Hólmur, Austur-Landeyjahreppi, þingL eig. Gróa Kristjánsdóttir. Gerð- arbeiðandi er Stofiilánadeild landbún- aðarins. Komhús og skólahús, Stórólfshvoli, Hvolhreppi, þingl. eig. Erlendur Magnússon. Gerðarbeiðandi er Ferðamálasjóður. Neðra-SeL Holta- og Landsveit, þingl. eig. Loftur Guðmundsson. Gerðar- beiðandi er Stofiilánadeild landbún- aðarins. Norðurgarður 15, Hvolsvelli, þingl. eig. Túnþökuvinnslan hf. Gerðarbeið- andi er Byggingarsjóður ríkisins. Mykjunes (nýbýli), Holta- og Land- sveit, þingl. eig. Lars Hansen. Gerðar- beiðendur em Búland hf., Húsasmiðj- an hf., Búnaðarbanki íslands og sýslu- maður Rangárvallasýslu. Stóra-Hofi Rangárvallahreppi, þingl. eig. Sigurþjöm Eiríksson. Gerðarbeið- andi er Steingrímur Elíasson. íbúðarhús og lóð, Brekkum I, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Ragnheiður Jónasdóttir. Gerðarbeiðendur em Kaupfélag Rangæmga, Vátrygginga- félag íslands hf. og sýslumaður Rang- árvallasýslu. 8 íbúðarhús og bíkkúr Haga, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Sigurður Áma- son og Sigríður Guðmundsdóttir. Gerðarbeiðendur em Búnaðarbanki íslands, Vélar og þjónusta og Vá- tryggingafélag íslands hf. Sumarhús og lóð úr landi Köldukinn- ar, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Bjami Guðmundsson. Gerðarbeiðend- ur em Hekla hf. og Takmark hf. SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU Margrét Jóhannsdóttir Margrét Jóhannsdóttir húsmóðir, Norðurbraut 4, Hornafirði, varð fimmtugígær. Starfsferill Margrét fæddist á Hólabrekku á Mýrum en ólst upp á Höfn í Horna- firði. Auk heimilisstarfa starfaði hún m.a. við mötuneyti Kaupfélags Austur-Skaftfeflinga, vann við elfl- heimflið á Homafirði og hefur stundað verslunarstörf. Fjölskylda Margrét giftist 19.2.1962 Sigfúsi Guöbergi Benediktssyni, f. 20.11. 1942, vélstjóra. Hann er sonur Bene- dikts Sigfússonar, b. að Beinárgerði við Egilsstaði, og k.h., Helgu Bjarna- dótturhúsfreyju. Böm Margrétar em Ásþór Guð- mundsson, f. 7.11.1961, málariá Höfn í Hornafirði, kvæntur Elínu Helgadóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn en faðir Ásþórs er Guð- mundur Loftsson; Benedikt Helgi Sigfússon, f. 24.2.1963, bílaviðgerð- armaður á Höfn, kvæntur Ólöfu Kristjönu Gunnarsdóttur húsmóð- ur og eiga þau fjögur böm; Guðbjörg Jónína Sigfúsdóttir, f. 8.7.1965, hús- móðir á Höfn, gift Jóni Gunnsteins- syni, starfsmanni við vélsmiðju, og eiga þau tvö börn; Ásta Margrét Sigfúsdóttir, f. 19.2.1967, húsmóðir á Höfn, en maöur hennar er Oddur • Elvar Sveinsson sjómaður og eiga þautvö börn. Systkini Margrétar em Bjarni Gunnarsson, f. 23.3.1950, b. á Mýr- um við Höfn, en faðir hans var Gunnar Guðmundsson; Súsanna Þórhallsdóttir, f. 2p.2.1952, húsmóð- ir á Skagaströnd.gift Rúnari Jóseps- syni og eiga þau þijár dætur; Sigrið- ur Þórhallsdóttir, f. 16.3.1956, hús- móðir í Vestmannaeyjum, gift Eini Ingólfssyni og eiga þau fimm börn; Ásta Þórhalla Þórhallsdóttir, f. 21.4. 1960, starfsmaður við elliheimilið á Skagaströnd og á hún einn son. Foreldrar Margrétar: Þórhallur Margrét Jóhannsdóttir. Hinriksson, f. 11.8.1916, d. 7.2.1964, (stjúpfaöir), verkamaður á Höfn í Hornafirði, og k. h., Ásta Bjarna- dóttir, f. 19.10.1924, húsmóðir, nú búsett á dvalarheimilinu á Skaga- strönd. Ragnhildur Ólafsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri og eigandi Parísar- tízkunnar, til heimilis að Ofanleiti 25, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Ragnhildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Ármúlaskólann og síðan við VÍ. Ragnhildur starfaði við Lands- smiðjuna um skeiö, við lögfræði- stofu Ágústar Fjeldsted í eitt ár, hjá Brunabótafélagi íslands í fimm ár og hjá Stálveri hf. í tvö ár. Þá starf- aði hún hjá Haðarborg oghjá SKYRR í eitt sumar og vann við snyrtivörufyrirtækið Klassík hf. í fjögur ár en hefur verið eigandi Par- ísartízkunnar sl. fimm ár. Fjölskylda Eiginmaður Ragnhildar var Bjami Omar Guðmundsson. Þau slitusamvistum. Böm Ragnhildar og Bjama eru Þórður Bjarnason, f. 16.1.1977, nemi við VÍ; Hjördís Sif Bjarnadóttir, f. 8.3.1979, nemi við Hvassaleitisskóla. Systkini Ragnhildar em Gunnar Steingrímur Olafsson, f. 1945, verk- fræðingur í Reykjavík; Elín Jóna Ólafsdóttir, f. 1947, verslunarmaður í Reykjavík; Þórdís Hrefna Ólafs- dóttir, f. 1949, jarðfræðingur og áfangastjóri við FB; Magnús Hákon Ólafsson, f. 1950, arkitekt á Akur- eyri; Öm Ólafsson, f. 1958, stoö- tækjafræðingur í Hafnarfirði; Sól- veig Ólafsdóttir, f. 1964, sagnfræð- inguríReykjavík. Foreldrar Ragnhildar voru Ólafur Guðmundsson, f. 27.3.1923, d. 1981, Ragnhildur Ólafsdóttir. birgðarvörður, og Björg Magnea Magnúsdóttir, f. 18.12.1921, d. 1980, húsmóðir. Haraldur Óskarsson Haraldur Óskarsson netagerðar- meistari, Höfðavegi 55, Vestmanna- eyjum, er fertugur í dag. Starfsferill Haraldur fæddist í Vestmanneyj- um og ólst þar upp. Hann byijaði sextán ára að vinna við netagerð við netagerðarverkstæði föður síns, lauk sveinsprófi í netagerð 1974, var síðan tvö ár til sjós frá bátum í Eyj- um en hefur síðan stundað netagerð þar. Hann hefur sl. sjö ár starfrækt netagerðarverkstæðið Net hf., ásamt þremur öðrum. Fjölskylda Haraldurkvæntist 23.10.1976 Guðbjörgu Karlsdóttur, f. 8.5.1956, fulltrúa hjá Tryggingamiðstöðinni í I; Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Karls Petersen, slökkviflðsmanns í Reykjavík, og Sigríðar Guðmunds- dótturhúsmóður. Synir Haralds og Guðbjargar em Óskar Haraldsson, f. 30.4.1976, nemi í netagerð hjá fóður sínum; Karl Haraldsson, f. 21.4.1984, nemi. Systkini Haralds em Höröur Ósk- arsson, f. 1957, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri ísfélagsins í Eyj- um; Elinborg Óskarsdóttir, f. 1958, húsmóðir í Eyjum; Sigbjöm Þór Óskarsson, f. 1962, netagerðarmeist- ariíEyjum. Foreldrar Haralds: Óskar Har- aldsson, f. 1929, d. 1985, netagerðar- meistari í Vestmannaeyjum, og k.h., Ásta Haraldsdóttir, f. 1934, húsmóð- ir. Haraldur Óskarsson. Haraldur og Guðbjörg taka á móti gestum á heimfli sínu á afmælisdag- innefiirkl. 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.