Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 32
LOKI Er aldrei friður í bæjarstjórn- inni í Hafnarfirði? TVOFALDUR1. \TNNINGUR Veöriöámorgun: Suð- vestan- átt Á morgun verður suövestanátt, stinningskaldi eða allhvasst með hvössum éljum vestanlands en þurrt á Austur- og Norðaustur- landi. Frost á bilinu 2-6 stig. Veöriö í dag er á bls. 36 „Vandinn er algjörlega heimatil- búinn. Á fundinum í gærkvöldi var ákveðið að fara ekki eftir fundar- samþykkt og taka mið af niður- stöðu forvalsins. Ég geri ekki ráð fyrir að taka þátt í nýju forvali eft- ir að hafa verið hafnað með þessum hætti. Þetta em ekki persónuleg sárindi heldur finnst mér sorglegt hvernig komið er fyrir Kvennalist- anum,“ segir Helga Sigurjónsdótt- ir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Tekist var á um framboðsmál Kvennalistans á Reykjanesi á fundi í gærkvöldi. Uppstillingarneftid geröi grein fyrir vinnu simfi und- anfarnar vikur og lagði formlega fram tillögu um skipan efstu sæta. í því sambandi var tekið mið af niðurstöðu forvals þar sem Helga hafnaði í fyrsta sætinu, Bryndis Guðmundsdóttir í öðru sætinu og Kristín Sigurðardóttir í því þriðja. Tiliagan kom hins vegar ekki til afgreiðslu því ákveðið var að end- urtaka forvalið. Eins og DV hefur greint frá hefur fjöldi kvenna innan Kvennalistans skorað á Kristínu Halldórsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að skipa fyrsta sætið, en hún tók ekki þátt í forvalinu. Sainkvæmt heimildum DV var ástæðan fyrst og fremst óánægja með niðurstöðuna í for- valinu. Nýverið samþykkti svo Kristín að verða við áskoruninni. Aðspurð kveðst Helga ekki á leið úr Kvennalistanum þrátt fyrir höfnunina í gærk\röldi. „Með setu minni í bæjarstjórn Kópavogs gegni ég trúnaðarstarfi fyrir Kvennalistann og mun halda þvi áfram. Sjálf átti ég ekki von á því að ná fyrsta sætinu í forvalinu. Vinnubrögðin valda mér hins veg- ar gífurlegum vonbrigðum,“ segir Helga. -kaa Akureyri: Margir vilja ÚA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Ak- ureyrar um kaup á 53% hlut bæjar- ins í Útgerðarfélagi Akureyringa. í bréfi KEA til bæjarins segir m.a. að kaupi KE A þennan hlut sé það tryggt að Islenskar sjávarafurðir hf. flytji höfuöstöðvar sínar til Akureyrar, KEA á fyrir 8% eignarhlut í ÚA. „Þótt það hafi hingað til ekki verið á stefnuskrá í mínum flokki að selja meirihlutann í ÚA finnst mér að við verðum að skoða alla möguleika sem koma upp,“ segir Gísli Bragi Hjartar- son, fulltrúi krata og samstarfsmað- ur fimm bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins í meirihluta bæjarstjómar Akureyrar. í morgun átti að hefjast á Akureyri fundur bæjarstjórnarinnar og full- trúa Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og er jafnvel tahð að fulltrúar SH á þeim fundi hafi með sér einhver tilboð í farteskinu. Síðar í dag eða á morgun er svo fundur í bæjarráði um þá stöðu sem upp er komin varð- andi málefni ÚA. Sj alfstæðismenn í Hafnarfirði: Fjárhagsáætlun í hættu vegna hótana Jóhanns Agreiningur er innan bæjarfull- trúahóps Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arfirði um ráðningu í stöðu bæjar- verkfræðings. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum DV sækir Jóhann G. Bergþórsson bæjarfulltrúi fast að halda starfi bæjarfulltrúa og vera ráðinn í stöðu bæjarverkfræðings án auglýsingar þó að það geti valdið hagsmunaárekstri. Fjárhagsáætlun meirihlutans er í hættu þar sem Jó- hann hótar að koma með breytinga- tillögur við hana. Líklegt er að Jó- hann hafi stuðning hjá krötum. Sívaxandi togstreita hefur verið innanhæjarfulltrúahóps Sjálfstæðis- _flokksins þar sem fjárhagsáætlun verður tekin fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Meirihluti bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins telur ógerlegt að Jóhann fái bæði haldið bæjarfull- trúastarfinu og stöðu bæjarverk- fræðings þar sem það sé brot á stjórnsýslu- og/eða sveitarstjórnar- lögum auk þess sem óvíst sé hvernig alþýðubandalagsmenn myndu bregðast við því. Hvorki Jóhann G. Bergþórsson né Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, vildu tjá sig um málið. Magnús sagði það vera á við- kvæmu stigi. Samþykkt var á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að deiluað- ilar hittust í dag til að reyna að jafna ágreininginn. Batt bílinn við brúarstólpa Mjög hvasst var á Suður- og Aust- urlandi í gærkvöld og var sandfok á Skeiðarársandi. Einum ökumanna sem leið átti um sandinn í gærkvöld leist ekki betur en svo á blikuna að hann lagði bíl sínum í skjóh við brú- . arstólpa og batt hann þar fastan, eins » og forfeður hans gerðu með hesta sína áður fyrr. Annar ökumaður sem leið átti um sandinn bauð hinum skynsama far sem hann þáði ekki. Ökumaðurinn hélt fór sinni áfram og urðu töluverðar skemmdir á bíl hans eins og nokkura annarra öku- manna sem fóru um Skeiðarársand. -PP Friðrik Pálsson, forstjóri SH, og Jón Ingvarsson stjórnarformaður ræðast við á Reykjavíkurflugvelli um hálfáttaleytið I morgun. í dag eiga þeir og fleiri forystumenn fyrirtækisins fund með bæjarstjórn Akureyrar þar sem m.a. verður rætt um hugmyndir um sölu á eignarhlut bæjarsins í ÚA. DV-mynd BG FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995. Bíll með 11 hesta valt Flutningabíll með ellefu hesta um borð valt á mótum Norðurlandsveg- ar og Siglufiarðarvegar eftir að hann rann til í hálku í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Sauðárkróki er talið víst að hestamir hafi sloppiö ómeiddir en þeir voru fluttir á næsta bæ. Tveir menn voru í bílnum, öku- maður og farþegi, og var farþeginn fluttur í sjúkrahús með lítils háttar áverka á höfði og handlegg. Bílhnn, sem var vel búinn, er mik- ið skemmdur. -pp NSK kúlulegur Powfxpfl SuAuriandsbraut 10. S. 686489. FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö T DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 iLASA- AFGREÍ5SLÍ?563 2777 KL. 6-8IAUCAHOAGS- OC, MÁNUOAGSMOflONiA J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.