Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 33 Meiming Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit æskunnar héldu tón- leika í Háskólabíói í gærkvöld. Á efnisskránni voru þrjú verk; Arcana eftir Edgard Varése, Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson og Symp- honie Fantastique eftir Hector Berlioz. Upphafsverk tónleikanna var Arcana eftir Varése og í raun hiö eina þeirra verka sem á tónleikunum voru flutt sem skrifaö var fyrir svo stóra hljómsveit sem þarna var saman komin; 126 hljóðfæraleikarar, hvorki meira né minna. Þetta stórmerka og frábæra verk er geysierfitt í flutningi þótt það sé sérlega skýrt skrifað og hreint í textúr. Það var engu að síður mjög vel flutt af hljómsveitinni undir styrkri stjórn Osmo Vánská. Vann hann hér geysigott verk með hljóðfæraleikurunum, sem svo sannarlega voru á öll- um aldri. Þetta var einkar ánægjulegur flutningur. Flautukonsert Atla Heimis var næstur á efnisskrá og einleikari var Kolbeinn Bjarnason, sem þrátt fyrir að þetta hafi verið frumraun hans Tónlist Áskell Másson sem einleikara með hljómsveitinni er sannarlega löngu þjóðþekktur í tónlistarlífi okkar. Þrátt fyrir bæði vandaðan og sérlega sannfærandi leik Kolbeins var verkið ekki nema sæmilega flutt. Mikið vantaði upp á jafnvægi í hljóm, bæði milli einleikara og hljómsveitar, svo og innan hljómsveitarinnar sjálfrar. Oftsinnis heyrðist einleikurinn illa eða ekki, og ennfremur skorti nokkuð á nákvæmni í leik hljómsveitarinnar. Kolbeini skal þó engu að síður óskað til hamingju með góða frumraun sína með hljómsveitinni. Symphonie Fantastique er, eins og Arcana, mjög sérstætt verk. Sinfón- ían er í fimm þáttum, sem allir lýsa ímynduðu umhverfi og atburðúm, „Atvikum úr lífi listamanns". Of langt mál yrði að rekja „söguþráð" verks- ins hér, nægir að nefna að það er mjög rómantískt í anda og reynir í flutn- ingi mikið á hvaða hljómsveit sem er. Þrátt fyrir að margt væri óneitan- lega vel gert hjá þeim SÍ/SÆ vantaði þá fágun í flutninginn sem nauðsyn- leg er. Tempó voru oft í hraðari kantinum og tónmyndun gróf, einkum í ásláttarhljóðfærum og í kraftmeiri köflum verksins. Getur tvöfaldaður Qöldi blásaranna líklega átt hér nokkra sök. Tónlist Áskell Másson upptökunum en þær að öðru leyti látnar njóta sín eins og þær voru. Er það vafalaust skynsamleg leið nú í fyrstu hvað sem kann að verða gert þegar fram líða stundir. Það er einkar viðeigandi, nú þegar rétt ár er hðið frá andláti Stefáns, að endurútgáfa á þessum upptökum skuli birtast á geislaplötu því þótt hæggengu vinyl-hljómplötumar séu aftur farnar að sjást á markaðnum, þá eiga flestir nú aöeins geislaspilara, enda standa endurútgáfur sem þessar í miklum blóma nú um stundir. Raddfegurð og náttúruleg söng- gleði sem þessi einstæði listamaöur, Stefán íslandi, hafði til að bera er hér ágætlega varðveitt. Hafi aðstandendur þessa framtaks þakkir fyrir. Stefán íslandi Fyrirtækið Spor hf. hefur gefið út geislaplötu með söng Stefáns ís- landi. Um er að ræöa endurútgáfu á hluta heildarútgáfunnar á hljómplöt- um, sem Taktur/Ríkisútvarpið gaf út árið 1987, á áttræðisafmæh Stefáns. Þessi geislaplata, sem ber heitið „Ökuljóð", er val hlaðin, er ahs rúmar 76 mínútur í afspilun og með 25 söng-„númerum“, íslenskra og erlendra (ítalskra) höfunda. Skiptast á kunn íslensk einsöngslög og ítalskar óperu- aríur eða atriði úr ópemm, utan fyrsta lag plötunnar, „Ökuljóð", sem er rússneskt þjóðlag og Stefán gerði fádæma vinsælt hér heima. Margar aðferðir eru nú í boði þegar gefa á út gamlar hljóðritanir. Eru þær mjög mismunandi að umfangi og kostnaði og sýnist þar sitt hveijum. Hér hefur verið farin sú leið að hreinsa smehi og mesta suð af gömlu Stefán Islandi. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 ... Stóra sviðið kl. 20.00 FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí 5. sýn. á morgun, uppselt, 6. sýn.fid. 12/1, uppselt, 7. sýn. sun. 15/1, örtá sætl laus, 8. sýn. fös. 20/1, örfá sæti laus, 9. sýn. ld.28/1. SNÆDROTTNINGIN eftir Évgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 8/1 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 15/1 kl. 14.00, sud. 22/1 kl. 14.00. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöld, uppselt, sud. 8/1, nokkur sæti laus, Id. 14/1, fid. 19/1, fid. 26/1, Id. 29/1. Ath. Sýnlngum fer fækkandi. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Föd. 13/1, Id. 21/1. Ath. Sýningum fer fækkandi. Miðasala Þjóðlelkhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Simi 11200-Greiðslukortaþjónusta. MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm TRÍTILTOPPUR barnaleikrit eftir Pétur Eggerz Aukasýningar aðeins þessa helgi! Laugard. 7/1 kl. 14, sunnud. 8/1 kl. 14. Miðasala í sima 622669, opnuð klukkutima fyrir sýningu. Simsvari allan sólarhringinn. Tilkyiuiiiigar Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Félagsvist í Rlsinu kl. 14 í dag. Göngu- Hrólfar taka á móti Hananú hópnum á morgun, laugardag, ganga, veitingar, söngur og gleði. Danskennslan hefst á laugardag kl. 13 fyrir byrjendur og kl. 14.30 fyrir lengra komna. Félag eldri borg- ara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Fannborg 8 (Gjábakka), fóstudaginn 6. janúar kl. 20.30. Húsið öllum opið. Félagsvist SÁÁ Nú hefjum við spilamennskuna á laugar- dagskvöldum kl. 20 í Úlfaldanum og mý- flugunni, Ármúla 17a. Allir velkomnir. Munið eftir parakeppninni á mánudag kl. 20. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur jólatrésskemmtun í Kirkjubæ laugardaginn 7. janúar kl. 15. Þrettándagleði Stjörnunnar í dag kl. 17-19 í Garðalundi, Garðabæ. Hljómsveit André Bachmann og Ellý Vil- hjálms leika. Jólin dönsuð út. Jólasvein- ar og Tóti trúður mæta. Galdrameistar- inn Baldur Brjánsson. Skólakór Flata- skóla syngur. Stórkostleg flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í lokin. Útilegu- menn, álfar, tröll, grýlur og leppalúðar sérstaklega velkomnir. Miðasala í Stjömuheimilinu frá kl. 10-16 og við irrn- ganginn frá kl. 16.30. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (G ALDR A-LOFTU R) eftir Jóhann Sigurjónsson Laugard. 7. jan. 50. sýn. laugard. 14. jan. Sýningum fer fækkandi. Stóra sviökl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriöa Waage. Laugard. 7. jan. Laugard. 14. jan. dtla svið kl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sunnud. 8. jan. kl. 16, miðvikud. 11. jan. kl. 20, fimmtud. 12. jan.kl.20. Söngleikurinn KABARETT Höfundur: Joe Masteroff, eftir leikriti Johns Van Drutens og sögum Christophers Isherwoods Tónlist: John Kander Textar: Fred Ebb Fyrst leikstýrt og framleitt á Broadway af Harold Prince Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd: Gretar Reynisson Buningar: Elin Edda Árnadóttir Dansahöfundur: Katrin Hall Lýsing: Lárus Björnsson Tónlistarstjóri: Pétur Grétarsson Leikstjóri: Guðjón Pedersen Leikarar: Arl Matthiasson, Edda Heiðrún Backman, Eggert Þorleifsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Harpa Arnardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guörún Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Ein- arsson og Þröstur Guðbjartsson. Dansarar: Auður Bjarnadóttir, Birgitte Heide, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, Lilla Valleva og Sigrún Guðmundsdóttir. Hljómsveit: Eiríkur Örn Pálsson, Eyjólfur B. Alfreðsson, Hllmar Jensson, Kjartan Valdemarsson, Matthías Hemstock, Þórður Högnason og Pétur Grétarsson. Frumsýning föstud. 13. jan., uppselt, 2. sýn. miðd. 18. jan. Grá kort gilda, örfá sæti laus. 3. sýn. föstud. 20. jan. Rauð kort gilda, örfá sæti laus, 4. sýn. sunnud. 22. jan. blá kort gilda, örfá sæti laus, 5. sýn. miðd. 25. gul kort gilda. Miðasala verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miðapantanir i síma 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin okkar Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Spennandi og margslunginn sakamálaleikur! SÝNINGAR Laug. 7. jan. kl. 20.30. Sun. 8. jan. kl. 20.30. Frístæl danskeppni 1995 Freestyle-danskeppni Tónabæjar og I.T.R. Óllum unglingum á aldrinum 13-17 ára er heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokkum, einstaklmgs og hóp- dansi. Undankeppni fyrir höfuðborgar- svæðið verður haldin 10. febrúar nk. í Tónabæ. Skráning er þegar hafin í símum 35935 og 5536717. Úrslitakeppni fyrir allt landið verður þann 17. febrúar í Tónabæ. Freestyle-keppni fyrir 10-12 ára verður þann 25. febrúar kl. 14. Engin undan- keppni er fyrir 10-12 ára og skráð er i hana í Tónabæ. MiOasalan cr opin \ irka ilaga ncma mánutlaga kl. 14-IN s\ nintiardaga l’ram a0 sýningu. Sími 24()73 • C j rc iðsl uk orl aþj ón u sl a 1 AÍHA DV 9 9*1 7*0 0 Verð aðeins 39,90 mín. m Fótbolti 2j Handbolti [31 Körfubolti :4l Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6j Þýski boltinn 71 Önnur úrslit 81 NBA-deildin 1; Vikutilboð stórmarkaðanna 21 Uppskriftir Læknavaktin 2j Apótek 31 Gengi lUBTiaM jlj Dagskrá Sjónv. 2 j Dagskrá St. 2 3; Dagskrárásar 1 41 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 [5] Myndbandagagnrýni 6| ísl. listinn -topp 40 71 Tónlistargagnrýni 5 £15112 JLj Krár : 21 Dansstaðir |2 Leikhús j4| Leikhúsgagnrýni . [5JBÍÓ 61 Kvikmgagnrýni vinningsnumer m Lotto ; 2 Víkingalottó 3| Getraunir q & W 6$gj ov 99*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.