Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 31 Fréttir Stefán Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra: Tel listann sterkari með mig í fyrsta sæti - hef ekki orðið var við nokkum andbyr, segir Páll Pétursson alþingismaður „Ég er ekki að bjóða mig fram gegn Pádi Péturssyni. Sæti á framboðslist- um er engin fasteign sem einhver á. Prófkjör gengur út á það að menn gefa kost á sér í saeti en síðan er það fólksins að velja. Ég býð mig fram í 1. sætið nú af þeirri ástæðu að ég hef verið hvattur til þess af fólki víðsveg- ar að úr kjördæminu. Ég hef líka áhuga fyrir því að ná fyrsta sætinu og leiða listann. Ég tel listann sterk- ari með mig í fyrsta sætinu heldur en eins og hann er skipaður nú. Menn mega hafa hvaða skoðun sem þeir vilja á slíku orðalagi. Ég tel þetta rétt. Ég tel mig þekkja það vel til í kiördæminu," sagði Stefán Guð- mundsson alþingismaður í samtali við DV. Stefán gefur nú kost á sér í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi þingkosningum í próíkjöri sem fram fer 14. janúar. Hann hefur skipað 2. sætið frá því hann varð þingmaður. Páll Pétursson, bóndi og alþinigsmaður frá Höllustöðum, hef- ur skipað efsta sætið. „Ég hef ekki orðið var við neinn mótbyr í kjördæminu. En sjálfsagt líkar fólki misjafnlega við mann og verk manns. Þannig er það alltaf," sagði Páil Pétursson alþingismaður í gær en hann var þá staddur á Siglu- firði í kjördæmisyfirreið. Páll var spurður hvort það væri rétt að hann tæki ekki annað sætið á listanum ef svo færi að hann lenti þar? „Ég hef ekki haft í neinum hótun- um með það. Ég bendi hins vegar á að ef einhver verulegur hópur fram- sóknarmanna í kjördæminu hafnar mér, sem ég tel vera ef ég yrði færð- ur niður í 2. sætið, þá væri það ekk- ert sterkt fyrir flokkinn að ég væri að bjóða mig fram. Ég er hins vegar Dorgveiði að Reynisvatni ,J?etta er ekki dýrt. Við seljum ar. Sé þörf á framkvæmdum eða veiðileyfi á 2.000 krónur með fimm aðgerðum við vatnið verða þeir fé- fiska kvóta. Kaupandinn á kvótann lagar aö sækja sérstaklega um það og getur komið aftur ef hann nær tii borgarinnar. ekki fiskunum daginn sem hann Ólafur og Bjarni hafa haft afnot kemur. Viö höfum líka leyft fíöl- af vatninu í tvö ár, sleppt fiski í skyldufólki að veiða á eitt leyfi. Við vatnið og selt veiðileyfi og verður höfum sett lax, regnbogasilung og dorgvæiði gegnum ís leyfð í vetur. bleikju í vatnið en þó mest regn- Talsverðarframkvæmdirhafaver- bogasilung. Fiskamir dafna vel i ið við Reynisvatn á undanfórnum vatninu,“ segir Ólafur Skúlason, árum, þar er nú færanlegt veiðihús fiskeldisbóndi á Laxalóni. með vatni og rafmagni og hafa þeir Borgarráð hefur ákveðið að félagarstíflaðfarveginn urvatninu framlengja leyfi Bjarna Ii. Bjarna- þannig að vatnsborðið er i eðlilegri sonar og Ólafs Skúlasonar fisk- hæð allt árið. eldisbónda til afnota af Reynisvatni Reymsvatn verður opið um helg- í Grafarvogi í eitt ár og verða því ar í vetur þegar veður og aðrar dorgveiðíleyfi seld í vetur og sum- aðstæöur leyfa. Nafn á sameinaða sveitarfélagið: Engin lausn í skoðanakönnun Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Við ætluðum að athuga hvort nýr flötur væri á málinu en svo \drðist ekki vera. Bæjarráð mun vinna að tillögum og síðan leggja þær fyrir bæjarstjórn," sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri sameinaða sveitarfélagsins Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Félagsvísindastofnun var með skoðanakönnun fyrir bæjarfélagiö um hvaða nafn íbúar vildu á sveit- arfélagiö. Úrtakið var 600 manns og vissu bæjarstjómarmenn ekki um efni spuminganna. Þær vom þijár. Þegar spurt var um nafn var Keflavík með 60% og Njarövík í öðru sæti. Keflavík var einnig með 60% þegar spurt var: „Hvaða nafni viltu alls ekki að sveitarfélagið heiti?“ Njarðvík varð í öðm sæti. Þegar fiögur nöfn vom útilokuð, Keflavík, Njarðvík, Hafnir og Suð- urnesjabær, var nafnið Reykjanes- bær-kaupstaður oftast nefnt. Jónína Sanders, formaður bæjar- ráðs, segir að ráðið komi saman fljótlega til að ákveða hvenær kosið verður um nafn á sveitarfélagið og um hvaða nöfn verður kosið. Hún segir einnig að samkvæmt könnun- inni sé mikil óeining um að nota eitt af þremur sveitarnöfnunum. Stefán Guðmundsson: Harðneitar að hafa myndað kosningabandalag með Elínu Líndai. Páll Pétursson: Útilokar ekki að hann hafni 2. sætinu tapi hann 1. sæti ekkert að hóta því að ég geti ekki tekið 2. sætiö. Annað sætið er öruggt þingsæti ef menn fara ekki að haga sér eins og hálfvitar. Og ég bendi á að Ólafur heitinn Jóhannesson taldi sig fullsæmdan af því sæti. Og var formaður flokksins í því sæti,“ sagði Páll Pétursson. Því er haldið fram að þau Stefán Guðmundsson, sem býr í Skagafirði, og Elín Líndal, sem býr í Húnavatns- sýslu og keppir að öruggu sæti, muni vinna saman, mynda „blokk“ sem kallað er, gegn Páli Péturssyni. Stefán Guðmundsson harðneitar að svo sé. Hann segir það fiarri lagi að um samstarf hans og Elínar gegn Páh sé að ræða. Páll telur ekki að þau muni mynda svona blokk. Hann segir hins vegar að ef til vill muni þau eitthvað vera kosin saman og það muni að sjálfsögðu bitna á sér. Prestur hannar tölvuforrit fyrir sóknarpresta:. Auðveldar markaðs- setningu kirkjunnar - „ef ég má taka svo til orða“, segir séra Axel Ámason prestur að Tröð Séra Axel Árnason við tölvuna á skrifstofu sinni. DV-mynd Kristján Einarsson Prestur á Suðurlandi, Sr. Axel Árnason, sóknarprestur að Tröð í Gnúpveijahreppi, hefur í félagi við bróður sinn, Árna Árnason tölvuð, hannað tölvuforrið Kapellán fyrir prestsembætti. Þeir hafa einnig sett saman gagnagrunn fyrir læknastofu og lítil bókasöfn. í Kapelláni er hægt að skrá og halda utan um helgihald, prestsverk, prenta út skýrslur til Hagstofunnar og biskups, auk ýmissa vottorða, nafnalista og hmm- iða. Þeir bræður hafa stofnaö fyrir- tæki um gerð og sölu forritsins en fyrirtækið heitir því skemmtilega nafni Ábótinn sf. Hér er um að ræða nafn dregið af kvenkyns orðinu „ábót“, sem er þá ábót eða við okkar vinnu en um leið ábótinn sem stjóm- ar verkum manna, rétt eins og í klaustri. Sóknarmörk og sóknarfæri „Ég veit ekki hvað dreif mig til að gera þetta, sennilega áhugi á að efla starf kirkjunnar því að starfið geng- ur út á að eiga samskipti við fólk og í dag eru samskiptin útá heimihs- föngin og þvert á allar sóknir. Kapeh- áninn gefur því tækifæri th að mynda ákveðin tengsl kirkjunnar við sóknarbörnin. Því allir prestar kirkjunnar eru að vinna að sama marki," segir sr. Axel. Axel og bróðir hans hafa unnið að gerð forritsins í hálft annað ár. Þegar hafa 40 sóknarprestar forritið til af- nota en rúmlega eitt hundrað sókn- arprestar eru í landinu. Þeir prestar sem hafa forritið til afnota telja mik- inn feng í því enda auðveldar það þeim mjög alla yfirsýn yfir starfssvið þeirra og býður þeim upp á ýmsa nýja möguleika. „í forritinu er hka legstaðaskrá fyrir alla kirkjugarða í prestakahinu. Með thkomu hennar gæti th dæmis afkomandi Sigríðar Sveinsdóttur á Vorsabæ vhjað leita uppi leiði henn- ar. Áður var ahtaf nauðsynlegt að leita í legstaðaskránni, sem er í vörslu ákveðins aðha sem ekki er alltaf við látinn. Með hjálp forritsins er hinsvegar hægt aö prenta út skrána, ef forritið hefur verið matað réttum upplýsingum, og láta skrána liggja frammi í kirkjum. Þannig að það sparar mikla vinnu og fyrir- höfn,“ segir sr. Axel. Annar möguleiki sem forritið býð- ur prestum uppá er að þeir geta geymt í því predikanirnar sínar mið- að þá helgidaga sem þær eru fluttar og notað þá þætti síðar sem við eiga hveiju sinni. Þá er hægt að prenta út textaraðir kirkjunnar á helgidög- um og setja þær á blað ásamt sálmum dagsins. Leit að „smugu“ til betra lífs „Síðan er í þessu símaskrá presta- félagsins og hægt er að finna út hve- nær prestar eiga afmæli. Það að hafa skrá yfir hvenær prestar eiga afmæh gæti nýst prestum og próföstum vel, jafnvel biskupi. Þá geturöu séð í for- ritinu hveijir eru giftir hverjum og hveijir eru í óvígðri sambúö í þinni sókn og hvaða sóknarbörn eiga af- mæli í dag. Þannig er hægt að finna út hvar er „smuga" fyrir betra líf og hvar draga má fólk úr synd.“ Forritið er í raun mjög ódýrt miðað við getu forritsins og þá möguleika sem það býður upp á. Axel segir að ástæðuna sé að finna í þeirri stað- reynd að litlu megi kosta til kirkju- starfsins. Aht í lagi sé að veija pen- ingum til kirkjubygginga og áþreif- anlegra hluta en kirkjustarfið má ekki kosta mikið enda getur það reynst presti erfitt að sýna fram á þörf fyrir nýjum háttum. Bætir tengslin „Það má segja að með forritinu sé hægt að mynda betri tengsl kirkj- unnar við sóknarbörnin. Á dögunum las ég í fiölmiðlum að mikhl fiöldi barna í ákveðnu prestakahi hefði sótt barnastarf kirkjunnar. Það var talað um 100 th 200 böm, sem þótti mjög gott, en samkvæmt sóknar- mannatah prestakallsins var þetta rétt um 15 prósent bama í prestakah- inu. Strangt th tekið var þetta ekki rífandi aðsókn. Það vantaði önnur 800 börn. Forritið auðveldcir þannig markaðssetningu kirkjunnar ef ég mátakasvothorða." -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.