Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 14
 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, sicrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr.. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Skólarnir eru í herkví Enn og aftur eru kennarar aö blása til orrustu í kjara- málum sínum. Þeir hafa ákveðið að efna til atkvæða- greiðslu um verkfall sem skal heQast 17. febrúar næst- komandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Enginn reiknar með að samið verði við kennara fyrr en samningum á hinum almenna vinnuinarkaði er lokið. Jafnvel þótt það takist fyrir miðjan febrúar stendur það svo eftir ósvarað hvort kefinarar sætta sig við þau kjör sem aðrir semja um. Að minnsta kosti eru kröfur þeirra miklum mun hærri en hjá öðrum og undirtektir stjóm- valda ekki ýkja uppörvandi fyrir þá. Af einhverjum ástæðum hafa kennarar verið aðgangs-. harðir í kjarabaráttu sinni í seinni tíði Ekki er langt síð- an skólum var lokað vegna verkfalls kennara, nemend- um, foreldrum og að sjálfsögðu kennuram til ama og erfiðleika. Ekki er heldur að sjá að kennarar hafi borið mikið úr býtum í sínum harða slag ef marka má kröfur þeirra nú og það bága ástand'sem fullyrt er að ríki í kjara- málum þeirra. Ekki skal dregið úr því að kénnarar em ekki ofhaldn- ir áflaunum sínum. En hvaða launamaður er vel haldinn 1 launum? Kennarar eru ekki einir á báti en þeir geta heldur ekki búist við því, einir á báti, að fá meiri launa-. hækkanir en aðrir. Spurt er: Ef kennarar em í ógöngum með sín laun og sín starfsskilyrði, verða þeir nokkm bættari með áframhaldandi hörku og með því að höggva sífellt í sama knémnn? . Spurningin er með öðrum' orðum sú hvort kennarar og þá um leið skólakerfið og menntamálin séu ekki í því öngstræti að nýrra aðferða og annars konar aðgerða sé þörf. Em ekki bæði kennarar og viðsemjendur þeirra, ríkisvaldið, í hálfgerðri herkví? Þeirri hugmynd er varpað hér fram hvort þessi fyrir- sjáanlegu og raunar endurteknu átök um kauþ og kjör kennará kalli ekki á aðrar lausmr. Er þá átt við hvort ekki sé tímabært að vinna markvisst að því að bjóða út skólarekstur og brjóta upp það munstur í menntamálum sem hefur gert hvomtveggja í senn, að leiða fræðslumál- ■in í sjálfheldu og festa kennarastéttina í láglaunastarfi. Endurskoðun og endumýjun menntakerfisins er eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Það æpir á aðgerðir. Kerfið er staðnað og þreytt og svarar alls ekki kalli tímans. Hluti af því vandamáh er leiði kennara og beiskja vegna lágra launa. Allt þetta fyrirkomulag óg ástand þarf að stokka upp með róttækum hætti. Hvers vegna ekki að hugsa sér þann möguleika að stjómvöld bjóði út rekstur á einstök- um grunnskólum og gefi þannig stjómendum þeirra tækifæri til að bréyta stundatöflum, aðlögun nemenda, svigrúmi þeirra til námsgreina og tímasóknar og vinnu- tíma sem og launakjörum kennara? Ríki eða sveitarfélög gefi sér rekstrarkostnað pr. nem- anda og leggi fram það fé. Stjómendur fái síðan fijáls- ræði um nýtingu þess með sjálfsögðum lágmarkskröfum varðandi skyldunám. Þeir geti beitt sér fyrir hagræð- ingu, nýjungum í námi, auknu fijálsræði í námsvali og stuðlað að samkeppni milli skóla. Skólapjöld mætti inn- heimta ef skólar bjóða upp á sérstaka þjonustu. Ráðning- ar starfsfólks og kennara séu mál viðkomandi stjóm- enda. Stjómvöld hafi eftirlit með starfinu og skipti um stjómendur ef eitthvað fer úrskeiðis í rekstri eða kennslu. Er þetta ekki leið út úr vítahring staðnaðs skólakerfis og lágra launa? Eitt er víst: Kennaraverkföll leysa engan vanda, hvorki fyrir nemenduma, skólana né kennarana. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Upplýsingaiðnaöur er mikilvæg atvinnugrein með álíka mikla veltu og nýbyggingar íbúðarhúsnæöis. Greinin er margbrotin og krefst mikOlar sérþekkingar. Vaxandi hluti af rekstrarkostnaði fyrir- tækja fer í tölvumálin. Þau koma til dæmis við sögu í öðru hverju verkefni rekstrarráðgjafa. Menn leita í dag ráðgjafar um flest mál- efni, ekki síst í upplýsingatækni. Ráðgjöf í upplýsingamálum hér á landi er hins vegar, oft bæði léleg og dýr. Þess eru dæmi aö ráðgjöfin hafi kostað meira en búnaður sem var keyptur að tillöjju ráðgjafa. Engar kröfur Hér á landi er ekki starfandi fag- félag ráðgjafa í upplýsingamálum og menn vinna ekki eftir fostum reglum. Fyrirtæki og stofnanir eiga ekki auðvelt með aö greina á milli fagmanna og fúskara. Léleg ráðgjöf í upplýsingatækni hefur oft valdið fyrirtækjum og stofnunum mikluni kostnaði og ómældum vandræð- um. í mörgum öðrum greinum er þessum málum vel fyrir komið. Til aö fá inngöngu í fagfélag ráðgjafa verða menn að sanna að þeir búi að reynslu og hafi þekkingu. Þeir verða aö fylgja siöareglum eöa starfsreglum sem skapa trúnað yiö viðskiptavini. Stundum eru bundin ■ ,Menn leita i dag ráðgjafar um flest málefni, ekki sist í upplýsingatækni Fagmennska eðafúskT í lög eða reglugerðir ákVæði um þessi atriöi. Kröfúr eru gerðar til lögmanna um að Íjúka prófmálum til að öðl- ast málflutningsréttindi og endur- skoðendur þurfa .löggildingu til starfs síns. Ráðgjafarverkfræðing- ar gera kröfur um lágmarksstarfs- | reynslu af félögum sínum. Svipað- I ar kröfur eru gerðar til ráðgjafa í mörgum greinum. „Tölvuráðgjaf- ar“ lúta hins vegar engum reglum. Hver sem eagetur tekið að sér ráð- gjöf í upplýsingatækni. Sérhæfing er nauðsyn Sumir telja að tölvuráðgjafar viti allt sem máli skiptir um hugbúnað og vélbúnað, séu snillingar með vald á öllum þáttum tækninnar. Ráðgjöf um upplýsingamál snýst núorðið um marga ólíka þætti, sem ótrúlega margir hafa lítið meö tæki og forrit að gera. Ráðgjafar í upp- lýsingatækni starfa á ekki færri en 10 sérsviðum. Enginn einn maður býr lengur yfir sérþekkingu á þeim öllum frekar en gerist í öðrum sviö- um atvinnulífsins. Ráðgjafar verða þess vegna að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum, nýta reynslu úr fyrri verkum, fylgj- ast með' nýjungum og leggja sig fram um að viðhalda hæfni sinni á sínum sérsviðum. Ráðgjafi leysir verkefni á eigin sérsviði fljótar og öruggar en aðrir sem ekki hafa sér- þekkingu og reynslu hans. Fyrir- tæki og stofnanir skiptir miklu að ráðgjafar þeirra hafi þekkingu á réttu sviði, jafnvel þó tímakaup KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur • þeirra sé ef til vill hærra fyrir vik- ið. Mikilvægt er þess vegna að velja rétta menn í hvert starf. . Gera verður kröfur Gera á þá kröfu til ráðgjafa að hann hafi fullnægjandi reynslu og þefekingu á sínu sviði. Stór fyrir- tæki og ríkisstofnanir eiga að krefj-- ast yffr 5 ára reynslu í ráögjöf, ára- tugs almennrar starfsreynslu í upplýsingatækni og að ráðgjafi sýni fram á sérþekkingu á viðkom- andi sviði upplýsingamála. Menn eiga einnig skilyrðislaust að afla sér upplýsinga um frammistöðu hugsanlegra ráðgjafa í fyrri verk- um. Fyrirtæki og ríkis'stofnanir leita í auknum mæli tilboða í búnað og upplýsingakerfi og leita aðstoð- ar ráðgjafa við undirbúning kaup- anna. Góður undirbúningur og vönduð ráðgjöf sparar oft fé þegar verkefni eru boðin út. Oft kostar ráðgjöfm þó svo mikið að allur ávinningur við kaupin fer í þóknun til ráðgjaf- anna. Meira að segja þekkjast dæmi um að ráðgjafar hafi tekiö hærri fjárhæðir í þóknun en allur sá búnaður kostaði sem aflað var. Þá hefur eitthvað skort á fag- mennskuna. Stefán Ingólfsson Oft kostar ráðgjöfin þó svo mikið að allur ávinningur við kaupin fer í þókn- un til ráðgjafanna. Meira að segja þekkj ast dæmi um að ráðgj afar hafi • tekið hærri fjárhæðir í þóknun en allur sá búnaður sem aflað var.“ Skoðanir annarra Erfið aðgerð og nauðsynleg „Ekki þarf áð fjölyrða mikið um þau umskipti sem orðið hafa á þessu kjörtímabili. Veröbólgudraugur- inn hefur verið kveðinn niður og stööugleiki ríkir í efnahagsmálum.... Þessi árangur hefur ekki náðst án fórna. Aðlögun ríkisútgjalda og velferöarstigs al- mennt að minnkandi tekjum er erfið aðgerð og nauð- synleg. Örlög Færeyinga ættu að vera framarlega í huga íslendinga á kosningaári." ■ Úr forystugrein Alþbl. 5. jan. Frelsið er vandmeðfarið „Seðlabankinn framfylgir þeirri stefnu að halda gengi krónunhar innan tiltekinna marka. Bankinn þarf hins vegar að hafa sveigjanleika í skammtíma- vöxtum til að verja gengisstefnuna. ... Varðandi langtímavextina er það sjónarmið uppi að 5% raun- vextir á verðtryggðum bréfum séu mjög háir og hærri en á ríkisskuldabréfum annars staðar. Slík kjör bjóðist ekki erlendis á sambærilegum bréfum og samkeppnin ’sé því fyrst og fremst við önnur inn-' lend bréf. Frelsið á þessu sviði er sannarlega fram- faraspor en virðist óneitanlega vandmeðfarið." KB í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 5. jan. Viðkvæmir tímar „í umræðum um lánsíjárlög á Alþingi fyrir jól kom fram að 10 milljarðar króna kæmu til innlausnar í febrúarmánuði af fimm ára spariskírteinum ríkis- sjóðs.... Ljóst er að fjármálaráöuneytið mun leggja mikiö kapp á það aö bjóða eigenduni þessara bréfa upp á k)ör, sem verða til þess að halda þessú fjár- magni hjá ríkissjóði. Þá er spumingin hvaða áhrif slíkt hefur á vaxtakjörin í landinu. Það fara þvi við- kvæmir tímar í hönd á fjármagnsmarkaði hér á landi...“ ÚrforystugreinTimans5.jan;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.