Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 Fréttir Hald lagt á fíkniefni að söluverðmæti 50 milljónir á seinasta ári: Fíknief ni fyrir um hálfan milljarð á götunni í fyrra - mest af hassi og minna af amfetamíni en stóraukning á alsælu og LSD kikJJöM'ó íi'AnWnú 1994 PS, Hlutur fíkniefnadeildar tollgæslu á Keflavíkurflugvelli I -f~j jJ j JJ J * j Haldlögð efni í vörslu lögreglu í Rvík Hass 20.236 g 93 g ■ _____________________ Aimfetamíii ov Fíkniefnadeild lögreglunnar og fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á fíkniefni að markaðsverðmæti um 50 miUjónir króna á seinasta ári. Er hér um töluvert minna magn að ræða en árið áður og munar mest um minna magn af amfetamíni sem er dýrt efni. Ef gengið er út frá því að flkniefna- deild lögreglunnar og fíkniefnadeOd Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem hafa með sér náið samstarf, ásamt rannsóknardeild Tollgæslu íslands takist að leggja hald á tíunda hluta þeirra fíkniefna sem koma til landsins má gera ráð fyrir að fíkni- efnamarkaðurinn hafi velt um hálf- um milljarði á nýliðnu ári í saman- burði við 700 milljónir á árinu 1993 ef sömu reikniaðferðir eru notaðar. Eru þá ekki tekin með kannabisefni sem ræktuð eru hér á landi en svo virðist sem það færist í vöxt. Langmest var tekið af hassi eða rétt rúmlega 20 kíló og amfetamíni, tæplega 800 grömm. Athygli vekur að það magn af LSD sem hald hefur verið lagt á hefur stóraukist á milli ára, úr 69 skömmtum árið 1993 í 370 skammta á seinasta ári. Þá var lagt hald á 22 alsælutöflur á seinasta ári en engar árið 1993. Eftir að ný reglugerð var sett um innflutning á lyfíum til eigin nota hefur stóraukist að hald væri lagt á anabólíska stera, enda tekur fíkni- efnadeild Tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli á þeim málum eins og um fíkniefnamál sé að ræða. Rannsókn- arlögregla ríkisins fer með rannsókn steramála og komu þrjú slík mál upp á seinasta ári. Öll málin eru til með- ferðar hjá saksóknara og hafa verið það undanfarna mánuöi. Ekki hefur því veriö dæmt i málum af þessum toga frá því að reglum var breytt. Eins og fram kom í grein, sem Elías Kristjánsson, tollfuUtrúi fíkniefna- deildar tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli, birti í DV skömmu fyrir seinustu jól eru 15 stöðugildi í fíkni- efnadeild og tveir tollveröir á Kefla- víkurflugvelli sinna sérstaklega rannsókn fíkniefnamála þar. Elías rekur það jafnframt í grein sinni að ef miö er tekið af fíkniefnum sem hald hefur verið lagt á undanfarin ára sé ljóst að harðari efni séu að sækja í sig veðrið hér á landi. „Sam- fara þeirri þróun hefur orðið gríðar- leg aukning hérlendis á tiðni afbrota og grófari ofbeldisverka," segir Elías jafnframt í grein sinni. Til að renna styrkari stoðum undir þessi orð má minnast talna, sem gerðar voru opin- berar á seinasta ári, um fíölda sprautufíkla hér á landi. í lok greinar sinnar bendir Elías á þá staðreynd að vegna legu lands okkar ættum við að hafa góð tök á að halda uppi markvissum vömum í baráttunni gegn böli fíkniefna. „Þess vegna verða stjómvöld að halda vöku sinni. Því verður að auka fíárveitingar til löggæslu, fræðslu, áróðurs, forvarna og meðferðar." Þess má geta að strax á nýársdag lagði fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hald á nokkur grömm af hassi. Fannst það viö úr- taksleit á liðlega tvítugum Vestfirð- ingi sem kom til landsins frá Amst- erdam. -pp Kjarasamningaviðræðumar: Allmikil f undahöld bak við tjöldin - aðilar vinnumarkaðarins og stjómvöld sammála um að hraða samningagerðinni „Það er nú alltaf þannig þegar mikið er um að vera að þá ræðast menn við meira en bara form- lega,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, þegar DV spurði hann hvort það væri rétt að fundahöld aðila vinnumark- aðarins og stjómvalda bak við fiöldin hefðu átt sér stað að undan- förnu. DV hefur heimildir fyrir því að óformlegar viöræður stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins hafi átt sér stað. Og að þessir aðilar séu sammála um nauðsyn þess að hraða gerð kjarasamninga. „Það er engin spurning að það er mikill vilji hjá öllum að samningar geti tekist sem allra fyrst,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson,. formaður Dagsbrúnar, en Hlif og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, Flóabandalagið sem svo er kallað, eru saman í samningunum. Benedikt Davíðsson tók í sama streng og Guðmundur um vilja manna til þess að hraða samning- um sem mest. Benedikt Davíðsson sagði að ef samningar drægjust á langinn og komið væri að þingkosningum væri hætta á að samningar drægj- ust fram á sumar eða haust. Afleið- ing þess gæti haft neikvæð áhrif á atvinnuþróunina, atvinnustigið og þróun gjaldeyrismála. Benedikt sagðist telja að það mundi ekki skipta meginmáli fyrir samninga aðila • vinnumarkaðarins hvort kennarar fara í verkfall eða ekki. „Ég held að sú mikla óvissa sem ríkir meðan kjarasamningar eru lausir skipti mun meira máli, raun- ar meginmáli," sagði Benedikt. Guðmundur J. taldi aftur á móti að það myndi hafa áhrif til hins verra að ná samningum ef kenn- araverkfall skylli á. Það þyrfti allt- af meira að koma til eftir að verk- fóll væru hafin. Samkvæmt heimildum DV leggur verkalýðshreyfingin höfuðáherslu á að lánskjaravísitalan verði af- numin. Hún vinnur þannig að hvað lítið sem laun hækka kemur það fram í lánskjaravísitölunni. Þá leggur verkalýðshreyfingin þunga áherslu á að skuldugum heimilum verði komið til hjálpar með skuld- breytingum. Loks mun skatta- lækkun með einhverjum hætti vera ofarlega á kröfulistanum. Þeg- ar talað er um að hraða samning- um segja verkalýðsforingjar að meðan Vinnuveitendasambandið haldi sig við tveggja prósenta launahækkun muni samningar ekkert hreyfast. kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum r Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hértil hliðar Gjldir 7. jan. L 1070% afsláttur abeíns á löngum laugardegi Brjóstahaldarar frá kr. 990 og sett frá Erum meb frábœrt úrval af hlýralausum brjóstahöldurum undir fíegnu kjólana. Pantanlr óskast sóttar Fálb sendan nýjasta Day nlght undirfatalistann og veljlb gjöflna hennar heima Sendum í póstkröfu Vorum ab fá þessa frábœrlega vinsœlu Lilyette brjóstahaldara aftur, einnig nœrbuxur í stíl í 5 lltum og öllum stœrbum, stœkkar lítll brjóst og gefur stœrrl brjóstum hámarkslyftlngu kr. 1.990 Vorum einnig ab fc nýja sendlngu aí hlnum vinsælc Wonderbra i stœrbum 32-38 4 B- og C-skálum Eg og þú Laugavegi 74 • Sími 12211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.