Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 15 EES Hin ábyrgöarfulla gríma Hall- dórs Ásgrímssonar féll meö mikl- um brestum fyrir nokkru þegar hann lýsti því yfir aö maddaman hefði öll sem ein greitt samningn- um um EES atkvæði sitt hefði Framsókn verið í ríkisstjóm. Sum- ir vildu eflaust kalla þetta kjama hinnar sönnu framsóknar- mennsku; að hafa tvær stefnur í öllum málum eftir því hvemig vindar blása. Það sem blasir við er auðvitað að þingmenn Framsóknarflokksins reyndu eftir mætti að leggja stein í götu samningsins og hindra það að íslendingar hefðu notið þess mikla ávinnings sem hann hefur í för með sér. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að HaUdóri Ás- grímssyni er ekki treystandi. Hjcirta maddömunnar slær enn í Hriilu. Kosningarétturinn í gegnum tíðina hefur þaö verið eitt af forsendum framsóknarstefn- unnar að Reykvíkingar 'væru ann- ars flokks fólk. Framsóknarflokk- „Nú býðst þeim Benedikt Daviðssyni og Þórarni V. Þórarinssyni allra náðarsamlegast að taka þátt í sukk- inu,“ segir Birgir m.a. í greininni. Maddaman frá Hrif lu Hinn brúnaþungi Halldór Ásgríms- son viU gefa þjóðinni þá mynd af sér að hann sé ábyrgðin uppmáluð. Hinn stöðugi og trausti leiðtogi maddömunnar frá Hriflu reynir ákaft að sýna þjóðinni fram á að flokkur sinn hafi tekið nútímann í sátt með tilheyrandi stefnu í efna- hags- og félagsmálum. Þetta er þó þrautin þyngri eins og dæmin sanna. Sjóðasukk Framsóknarmennskan loðir auð- vitað við Framsóknarflokkinn og undir raddmiklum forsöng Páls Péturssonar er ávaUt stutt í sjóða- sukkið. Þegar þjóðin losnaði loks- ins við maddömuna úr ríkisstjórn lögðust helstu spekingar flokksins undir feld fil að endurnýja stefnuna með þeim frábæra árangri að breyta ætti Byggðastofnun í At- vinnustofnun og hefja kraftmeiri útdeiUngu stjómmálamanna á op- inberu fé en þekkst hefur um ára- bU. Það eina frumlega við þessa stefnumörkun er að nú býðst þeim Benedikt Davíðssyni og Þórarni V. Þórarinssyni aUranáðarsamlegast að taka þátt í sukkinu. Kja]Iarinn efnum og Jónas frá Hriflu. Mann- réttindi meirihluta þjóðarinnar skulu áfram fótum troðin. Þéttbýi- ishatur er því það sem kjósendur maddömunar greiða atkvæði sitt í næstu kosningum. Ríkisfjármálin Framsóknarmenn hafa harðlega gagnrýnt niðurskurð í ríkisfjár- málum og segjast enga skatta vUja margir erlendir flokkar hafa lofað kjósendum sínum sömu töfra- lausn. Frægastur þeirra allra er væntanlega George Bush. Við vit- um nú hvernig fór fyrir honum. Þessi stefna er auðvitað loforð um lausn á erfiðu vandamáU án sárs- auka eða fórna fyrir nokkurn ein- asta mann. Maddaman lofar meira að segja þremur milljörðum til út- deUingar við gerð kjarasamninga. Birgir Hermannsson aðstoðarmaður umhverfis- ráðherra urinn hefur ávallt barist gegn því að íbúar þéttbýUsins í Reykjavík og nágrenni fengju jafnan kosn- ingarétt á við aðra landsmenn. I þessu efni hefur flokknum orðið vel ágengt. HaUdór Ásgrímsson virðist álíka frcimsýnn í þessum „Það sem blasir við er auðvitað að þing- menn Framsóknarflokksins reyndu eftir mætti að leggja steiní götu samn- ingsins og hindra að Islendingar hefðu notið þess mikla ávinnings sem hann hefur í för með sér.“ hækka. Halldór Ásgrímsson segist vUja ná niður ríkissjóðshaUanum á næsta kjörtímabiU með hagvexti án niðurskurðar og skattahækk- ana. Frumlegt? Hér er komin stefna Sjálfstæðisflokksins úr síðustu tvennum kosningum, auk þess sem Hvergi hefur þessi stefna tekist í framkvæmd enda innihaldslaust loforð. Var einhver að tala um brúna- þunga ábyrgð? Birgir Hermannsson Solla-Bogga og Ámi litli í febrúar verður Uöinn sem nem- ur einum meðgöngutíma mannsins frá kosningum til borgarstjómar Reykjavíkur. Það sem af er með- göngunnar hefur lítið markvert gerst í borginni. Sigurvegararnir hafa Utið aðhafst. Helst hafa þeir reynt að þefa uppi aUar ónýttar matarholur hjá borgarbúum og fara um þær rænandi og ruplandi. Hvort einhver átti í raun og veru von á aö glundroðagengið gerði eitthvað markvert er mér tU efs. Hitt er hins vegar alvarlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig Ula í stjórnarandstöðu. Vonandi er að á nýju ári fæðist Reykvíking- um vonarglæta með öflugri stjóm- arandstöðu. Skattgreiðendur í öndvegi En slæleg frammistaða í stjómar- andstöðu er ekki fyrsta feilspor Sjálfstæðisflokksins. Upphaf ógæf- unnar má rekja tU þess þegar hann tók þá stefnu síðasfliðið vor að yfir- bjóða vinstrimenn 1 eyðslustefn- unni. Flokkurinn ætlaði að sigra vinstriflokkana á heimaveUi. Sjálf- stæðisflokkurinn á að vera fuUtrúi skattgreiöenda en ekki sérhags- munahópa sem hrópa á aukin opin- ber útgjöld tfl sinna þarfa en telja sjálfsagt að aðrir borgi brúsann. Hinni heUögu Ingibjörgu Sólrúnu Kja]]aiinn Þorsteinn Arnalds háskólanemi hefur tekist að valta yfir Áma Utla Sigfússon. Hann hefur leyft henni að komast nánast óáreittri upp með skattahækkanir. En hvers vegna hafa mótmæU hans verið andvana fædd? Árni hefur ekki getað bent á hvemig leysa mætti vanda borgar- innar með öðrum hætti. Hann hef- ur sagt að vandi borgarinnar sé minni en flestra annarra sveitarfé- laga og því sé bara engin ástæða tíl að leysa hann. Það hefur aldrei þótt góð póUtík að réttlæta eina vitleysuna með því að benda á aðra verri. Auðvitað er vandi borgarinnar umtalsverður og ekki getur gengið tU lengdar að senda reikninginn tU komandi kynslóða. Þetta á Ámi Sigfússon að viðurkenna og benda á raun- hæfar leiðir til að leysa vandann í stað þess að stinga hausnum 1 sandinn. Ábyrg stjórnarandstaða Kjósendur Sjáfstæðisflokksins og í raun Reykvúdngar allir eiga rétt á ábyrgri stjómarandstöðu. I henni felst ekki að láta óþægUegum spurningum ósvarað. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að sýna kjósend- um fram á svart á hvítu hvemig lækka megi álögur á borgarbúa án þess að safna skuldum. I þessu felst ekki einungis að benda á hvaða skatta skuli lækka, heldur ekki síð- ur hvaða útgjöld skuU lækkuð. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera athvarf töframanna sem þykj- ast geta fengið allt fyrir ekkert, heldur rödd skynseminnar í ís- lenskum stjómmálum sem berst fyrir hagsmunum skattgreiðenda. í síðustu kosningum vom margir Reykvíkingar sem kusu R-Ustann vegna þess að þeir töldu hann væn- legri til að aö draga úr eyðslustefnu og koma skikki á fjármál borgar- innar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn viU fá atkvæði þessa fólks árið 1998 verður hann að bjóða Reykvíking- um skynsamlega stefnu. Þorsteinn Arnalds „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera athvarf töframanna sem þykjast geta fengið allt fyrir ekkert, heldur rödd skynseminnar 1 íslenskum stjórnmál- um sem berst fyrir hagsmunum skatt- greiðenda.“ A Akureyrarbær áfram að eiga meirihluta í ÚA? Reynslan „Ég er ekki hlynnt því aö Akureyrar- bær fari að selja hluta- bréf sín í Út- gerðarfélag- inu á einu bretti. Það hefur fram til þessa reynst b«iarfuiiirúi Aiþýðu- farsælt bæði bandalags. fyrir fyrirtækiö og fyrir bæjarbúa að Akureyrarbær hafi haft þau ítök sem hafa fylgt meirihluta- eigninni. Sú reynsla hlýtur aö vega þungt. Það fer heldur ekki hjá þvi að það kvikni efasemdir ef núverandi meirihluti bæjar- stjórnar hyggst ráðskast með fyr- irtækiö án þess að hala endflega hagsmuni þess í huga. Ég er þeirrar skoðunar að þegar mál- efni Útgeröarfélags Akureyringa em til umræðu eígi menn fyrst og fremst að hafa aö leiöarljósi hagsmuni fyrirtækisins. Það má ekki nota þetta fyrirtæki og ráðskast með það eins og hverja aðra bæjarnefnd. Það yrði auðvit- að stór spuming hver myndi eignast hlut Akureyrarbæjar i fyrirtækinu. Það hefur t.d. veriö rætt hvort lífeyrissjóður Akur- eyrarbæjar, sem er sjóður í eigu bæjarstarfsmanna og bæjar- stjórnar, gæti keypt hlut bæjar- ins i ÚA. En það er grundvaflar- atriöi aö Útgerðarfélagið er hlutafélag með sérstaka stjórn og það má ekki gerast aö bæjar- stjóm fari að ráðskast með fyrir- tækiö án þess að stjóm þess komi þar nálægt." ekkert skilyrði „Þaðerekki grundvallar- atriði í mín- um huga og aUs ekkert skilyrði aö Akureyrar- bær eigi meirihluta í fyrirtækinu. UA er hluta- b«)»rtumrúisi«tat»b- félag sem á að wwiksins. reka sem slíkt og þótt hlutverk bæjarsjóös í þeim rekstri og tfl enduruppbyggingar fyrirtækis- ins hafi verið nauðsynlegt á sín- um tima eru forsendur i dag allt aörar. Það er því fuU ástæða til þess aö Akureyrarbær setji ein- hvem hluta af sinum hlutabréf- um út á markaðinn og dragi úr eignarhaldi sínu í fyrirtækinu. Ég lit svo á að það sé ekki skyn- samiegt að seija þessi bréf öU á einu bretti og það er aUt annað hvort bærinn er hluthafi i fyrir- tækinu eða meirihlutaeigandi. Til aö rugla ekki neitt markaðs- verð fyrirtækisins ættu menn að stiga þessi skref í áföngum og viö höfum í reynd verið að gera það. Akureyrarbær hefur ekki und- anfarin ár tekiö þátt í htutafjár- aukningu ÚA og hlutur bæjarins hefttr minnkað á fáum árum úr um 80% og niður í rúmlega 50%. Menn hafa verið að þoka sér i áttina þótt ekki hafi allir veriö sammála um á hvaöa hraða það ætti að gerast."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.