Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 25 Iþróttir Liðstyrkur til Vals - þrír „gamlir“ Valsmenn komnir aftur í félagið 1. deildar lið Vals í knattspymu hefur styrkst nokkuð á síðustu dög- um en þrír kunnir leikmenn hafa nú tilkynnt félagaskipti yfir í Hlíðar- endaliðið. Má segja að þetta sé kær- kominn styrkur eftir mikinn missi frá síðasta tímabili en að minnsta kosti átta leikmenn úr 18 manna hópi eru farnir eða hafa í hyggju að fara. Leikmennirnir sem komnir eru til Vals eru Valur Valsson, Hilmar Sighvatsson og Jón S. Helgason. Alhr þessir leikmenn hafa áður verið hjá Val en þeir Valur og Hilmar léku síðast fyrir félagið 1988. Valur Valsson kemur frá Breiðabliki en Hilmar Sighvatsson frá þjálfarastörf- um hjá Aftureldingu síðustu tvö árin. Hann hafði þar áður leikið með Fylki og Breiðabliki. Jón S. Helgason yfir- gaf Val á miðju síðasta tímabih og gekk í raðir Fylkis. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að hefia leik að nýju með gömlu félögunum. Þrátt fyrir að Hilmar hafi ákveðið að draga fram skóna að nýju verður hann áfram aðstoðarþjálfari hðsins eins og áður hafði verið ákveðið. „Það er geysilegur styrkur að fá þessa leikmenn til baka. Þeir eru sterkir og hafa yfir að ráða leik- reynslu sem nýtist hðinu vel. Við fáum þarna góða sendingu því liöið er ungt að árum og nokkuð brothætt fyrir átökin í sumar,“ sagði Hörður Hilmarsson, þjálfari Valsmanna, í samtali við DV í gærkvöldi. Þess má og geta að ljóst er aö Krist- inn Lárusson veröur áfram í herbúð- um Valsmanna á næsta tímabili en um tíma var talið að hann héldi á önnur mið. Kristófer til Frölunda - Guðmundur Benediktsson skoðar sig um hjá AIK Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Kristófer Sigurgeirsson, knatt- spyrnumaður úr Breiöabliki, mun leika meö sænska úrvalsdeildarlið- inu Vástra Frölunda á næstu leiktíð. Forráðamenn Breiðabliks og sænska hðsins hafa komist að samkomulagi um félagaskiptin og mun Kristófer skrifa undir eins árs samning við félagið í næstu viku. Kristófer verður þar með fiórði ís- lendingurinn sem mun leika í sænsku úrvalsdeldinni á næsta keppnistímabih. Hlynur Stefánsson og Amór Guðjohnsen verða áfram í Landsliðið herbúðum Örebro og fyrir nokkru gerði Rúnar Kristinsson samning við Örgryte. Kristófer er 22 ára gamah miðju- og sóknarmaður. Hann á að baki 34 leikið með Breiðabliki í 1. dehd og hefur skorað 3 mörk og á síðasta keppnistímabih vann hann sér sæti í A-landshðinu þar sem hann lék 2 leiki. Guðmundur eftirsóttur Þá gæti annar ungur landsliðsmaður verið á leið í sænsku knattspyrnuna en AIK Stokkhólmi, eitt af topphðun- um í Svíþjóð, hefur boðið Guðmundi handbolta: Benediktsson úr Þór Akureyri út til að líta á aðstæöur hjá félaginu. „Ég fer út til Svíþjóðar um miðjan mánuðinn og mun skoða mig um hjá AIK. Það er spennandi að skoöa þetta en það er langt frá því að einhverjir samningar séu í höfn,“ sagði Guð- mundur við DV í gær en það kom fram í frétt eins dagblaðs í Svíþjóð í gær að Guðmundur væri búinn að ganga frá samningunum við AIK. Guðmundur er greinhega eftirsótt- ur. Vástra Frölunda hefur verið með fyrirspurnir um hann og íslensku félögin ÍA, KR og Fram hafa borið víurnar í hann. [ körfum sínum. A innfelidu myndinni hefur Pétur Guðmundsson betur gegn varnar- DV-myndir ÞÖK oker reknir llíðarenda irorð af Val í úrvalsdeildinni meðan hún er mjög mikil hjá Grindvíking- um. Ragnar Þór Jónsson var að stýra Valsliðinu í fyrsta leik og mátti í fyrstu ekki merkja mikla breytingu frá fyrir- rennara hans, Ingvari Jónsson. Mann- skapurinn er sá sami og með hann í hönd- unum má varla vænta kraftaverka. Grindvíkingar voru að leika undir getu í þessum leik. Einhver deyfð hvíldi yfir liðið, en hún kom samt ekki fyrir sigur hðsins. Lykhmenn liðsins geta mun meira en þeir sýndu að þessu sinni. Jonathan Bow ber ægishjálm yfir leik- menn Valsliðsins og fuhvísst má telja að án hans væri hðið hvorki fugl né fiskur. Bárður Eyþórsson og Bragi Magnússon voru þó að leika nokkuð vel í þessum leik. Þeir félagar eru þó sterkur hlekkur í lið- inu. Stefna Valsmanna verður þó að fikra sér ofar á töfluna og með þeirra baráttu sem hðið sýndi í gærkvöldi er allt hægt í þeim efnum. Guðmundur Bragason og Helgi Guðf- innsson voru bestir hjá Grindvíkingum, en annars var liðshehdin nokkuð jöfn. „Við vorum ekki mikið saman yfir jólin og leikur hðsins bar þess merki. Við getum mun meira og munum taka okkur saman í andlitinu. Mér fannst brott- vísunin ósanngjörn en atvik sem þessi eru ahtaf að koma upp í leikj- um,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálf- ari Grindvíkinga, við DV eftir leik- inn. Agúst samdi við Brann Ágúst Gylfason, knattspyrnu- maður úr Val, gekk í fyrrakvöld frá tveggja ára samningi við norska úrvalsdeildarliðið Brann frá Bergen og fer alfarinn th Nor- egs í næstu viku. „Þeir vildu að ég skrifaöi undir þriggja ára samning en ég var ekki tilbúinn til að binda mig lengur en tvö ár. Mér hst mjög vel á að leika með Brann og von- andi verður það stökkpahur fyrir eitthvað meira,“ sagði Ágúst í spjahi við DV. Mætir Þjóðverjum - í tveimur leikjum um helgina Það er óhætt að segja að íslenska landshðið í handknattleik sitji ekki auðum höndum þessa dagana. Landshðið er nýkomið heim frá fiög- urra landa móti í Svíþjóð en um helg- ina bíða hðsins tveir landsleikir gegn Þýskalandi. Báðar þjóðimar standa í sömu sporum, þaö er undirbúning- ur fyrir heimsmeistarakeppnina á íslandi í maí. Þjóðveijar mæta th þessara leikja að mestu leyti með sitt sterkasta hð. Þar er vahnn maöur í hveiju rúmi enda hefur þýska hðið verið á góðri sighngu upp á við á síðustu árum eftir öldudal þar áður. Þjóðverjar ætla sér stóra hluti í heimsmeistara- keppninni og hta þeir á leikina um helgina sem góöan undirbúning. Leikið á Smára og í Laugardalshöll Fyrri leikur þjóðanna verður í Smár- anum í Kópavogi á laugardag en þar leika Þjóðveijar leiki sína í riðla- keppni heimsmeistaramótsins. Síð- ari leikurinn verður í Laugardals- hölhnni á sunnudagskvöldið. Að öllu jöfnu má búast við hörku- leikjum en viðureignir þessara þjóða hafa í gegnum tíðina ávaht verið jafnir og skemmthegir. Báðir aðilar nýta þetta verkefni út í ystu æsar. Markverðir: Andreas Thiel.BayerDormagen JanHolpert.......SGFlensburg Aðrir leikmenn: StefanKretzschmar ..Gummersb. Christian Schefller.THWKiel Mike Fuhrig Wahau-Massenheim Vigantas Petkevicius .Magdeburg Wolfgang Schwenke...THW Kiel Christian Schwarz ...Niederwúrb. Dieter Petersen.....THW Kiel Jan Fegther......BHW Hameln T. Scháfer ....Wahau-Massenheim Matthias Schmidt ....Niederwurb. Martin Schimdt......THW Kiel M. Schwalb..Wallau-Massenheim NBAdeildin í körfuknattleik í nótt: Sigurganga San Antonio Spurs í NBA-dehdinni í körfuknattleik hélt áfram í nótt þegar liðið vann góðan útisigur á Utah, 103-104, í Salt Lake City. Þetta var tíundi sigurinn í síð- ustu leikjum liðsins, eftir aö Donn- is Rodman fór að spha með. San Antonio var meö 10 stiga for- ystu þegar skammt var th leiksloka en Utah átti góðan endasprett og John Stockton átti möguleika á að; jafna þegar 8 sekúndur voru eftir.j Þá var brotið á honum í 3ja stigaj skoti, og með því að hitta úr öllum þremur vítunum hefði hann knúið fram framlengingu. Fyrsta skot Stocktons geigaði hins vegár, hin rötuðu rétta leið en það dugði ekki. Úrslit í NBA-dehdinni í nótt: Miami -Minnesota........114-91 Rice 24, Owers 19/10 - Rider 23. Houston - Ðallas........108-99 Olajuwon 33 - Jackson 26. Utah - San Antonio......103-104 Malone 29 - Robinson 25, Rodman 18. LA Clippers - Philadelphia,.. 95 93 Vaught 24 - Barros 28. GoldenState-Milwaukee ...103-111 Hardaway 26 - Day 27. Sacramento - Detroit.... 94-88 Grant 26 - Dumars 24. Grant Hill, nýliðinn öflugi hjá Detroit, meiddist á ökkla í leiknum i Sacramento og varð að yfirgefa völlinn snemma. Hakeem Olajuwon hélt ófram að skora grimmt fyrir Houston. Dick Motta, þjálfari DaUas, var rekinn af bekknum undir Jokin. Billy Owers hjá Miami náði sínni fyrstu þrennu á ferUnum þegar hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoösendingar. Þorvaldi mikið hrósað - fyrir frammistöðu sína með Stoke gegn toppliðinu í 1. deild KA-klúbburinn í Reykjavík Þorvaldur Örlygsson, landshðsmaður icnattspyrnu, fékk mikið hrós í dagblað- íu The People fyrir frammistöðu sína íeð Stoke gegn Middlesboro í ensku 1. eildinni á gamlársdag. Þorvaldur fékk 9 af 10 mögulegum í einkunn á meðan flestahir félagar hans í liðinu voru með 5 eða 6. í mnsögn um leikinn er sagt að Þorvaldur hafi átt stjömuleik og Midd- lesboro hafi mátt þakka fyrir að hann skyldi ekki tryggja Stoke sigurinn með miklum þrumufleyg af 25 metra færi sem markvörðurinn sló naumlega í horn. Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 8. janúar kl. 14.00 að Hótel Loftleiðum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.