Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Fréttir Jenný Lind er öryrki eftir fegrunaraðgerð á Landspítalanum 1980: Læknirmn varaði mig ekki við hættu á drepi - dómurinn sýknaði lækninn 13 árum síðar, segir Jenný Lind Amadóttir „Ég fór í svokallaða svuntuaðgerð til að laga kviðvegginn á lýtalækninga- deild Landspítalans í apríl 1980. Eftir rúma viku benti ég lækninum á að ég væri með eitthvað svart í sárinu og spurði hvort það væri drep. Hann kvað svo vera en gerði ekkert í því pg sendi mig heim eftir tíu daga dvöl. í byrjun júní var ég send inn aftur Jenný Lind Árnadóttir fór í svokall- aða svuntuaðgerð til að laga kvið- vegginn árið 1980. Aðgerðin var gerð í apríl og var drep komið í sárið áður en hún var send heim. Jenný fór aftur á spitalann í júní þar sem drepið hafði aukist verulega og var hún ekki úrskrifuð að fullu af spítalanum fyrr en í nóvember sama ár. Myndin er tekin á spit- alanum. því þá hafði drepið stækkað veru- lega. Drepið var klippt burt og sárið hreinsað. Ég lá á spítalanum í þijár vikur og var ekki útskrifuð að fullu fyrr en í nóvember þetta ár,“ segir Jenný Lind Árnadóttir, húsmóðir og fyrrverandi matráðskona í Hafnar- firði. Jenný Lind hafði aliö sex börn og farið í hátt í tíu skurðaðgerðir, meðal annars nýrna- og gallblöðruaðgerðir, keisaraskurðaðgerð og uppskurð vegna æxlis í maga fyrir svuntuað- gerðina. Hún hafði ekki verið vöruð við því fyrir aögerðina að hætta væri á drepi vegna þess að hún hefði farið í svo marga uppskurði áður. Jenný hefur nú margvísleg óþægindi í kviðnum. Hún kemst hvorki í leik- fimi né sund og hefur uppgötvað eft- ir á að hún hafi brennt sig þar sem khppt var á taugarnar á einhvequ stigi meðferðarinnar. Hún er nú 65 prósenta öryrki. „Eftir Karvelsmálið fyrir nokkrum árum ákvað ég að hafa samband við lögfræðing. Málareksturinn hófst 1988 og dómur féll 1993 á þá lund að læknirinn væri sýknaður og máls- kostnaður félli niður. Dómurinn byggðist á því að ekki kæmi fram í sjúkraskýrslum að ég hefði ekki ver- ið vöruð við því að ég væri að taka áhættu með því að fara í aðgerðina. Dómurinn taldi að læknirinn hefði Jenný Lind Árnadóttir hefur átt í málarekstri vegna mistaka læknis þegar staðið eðlilega að málum þó að lækn- hún fór i fegrunaraðgerð á Landspítalanum fyrir 13 árum. Jenný hefur nú irinn hefði átt að vara mig við áhætt- verið úrskurðuð 65 prósenta öryrki en læknirinn sýknaður af mistökunum. Tillögur vestfirskra sjálfstæöismanna um breytta fiskveiðistjómun: Gamlar hugmyndir sem myndu leiða af sér hrun þorskstofnsins - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Kerfið sem slíkt er ekkert höfuð- atriði. Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar að það sé aðalatriði að vernda fiskistofnana og byggja upp þorskstofninn. Tillögur þeirra félaga að vestan gera ekki ráð fyrir því að byggt sé á vísindalegri ráðgjöf. Mér sýnist miklar líkur á þvi að gangi þetta eftir myndi það leiða til hruns þorskstofnsins á skömmum tíma,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra vegna hugmynda frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestljörðum sem lúta að gjörbreyttri fiskveiðistjórnun og að kvótakerfið verði aflagt. Það sem þeir eru fyrst og fremst að boða er að þeir eru að slaka á varðandi vemdun stofnanna og hverfa frá heildaraflamarki. Menn verða fyrst að horfa á markmiðin og svo á leiðirnar. Ef menn eru ósam- mála um markmiðin þá hljóta þeir að velja mismunandi leiðir. Sé sam- hugur um markmið geta menn rætt um leiðir til að ná þeim og ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til þess og skoða hvaða kerfi sem er til að ná þannig markmiðum. Gallinn við þessar hugmyndir þeirra er hins veg- ar að þær lýsa gjörólíkum markmið- um, fráhvarfi frá fiskvernd og upp- byggingu fiskistofna," segir Þor- steinn. Hann segir að hugmyndir sem þessar séu ekki nýjar og það sé marg- oft búið að fara í gegnum þessa um- ræðu. „ Þetta eru tillögur sem eru gamlar og menn eru búnir að ræða þetta aftur og aftur. Áriö 1988 fluttu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn úr Borgaraflokknum lagafrum- varp byggt á þessum hugmyndum. Það var þó að því leyti ábyrgara, út frá markmiðum um uppbyggingu fiskistofna, að þar var gert ráð fyrir heildaraflamarki.“ SMveiðar Norðmarma: Semjaþarf umstofninn „Það liggur fyrir að þessi síld er norskíslensk. Hún hefur vet- ursetu viö Noreg en við eðlilegar aðstæður gengur hún yfir hafiö ogí okkar lögsögu. Það er því ljóst að það þarf aö semja um þerman stofh,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Norðraenn hafa að undanfórnu mokveitt sild úr norskíslenska stofninum við Norður-Noreg. Stofninn er á mikilli uppleiö og reikna fiskifræðingar með þvi að við endurreisn stofnsins muni hann ganga inn í íslenska lög- sögu. -rt Full alvara hjá vestfirskum sjálfstæðismönnum: Fylgjum hugmyndinni fast eftir - segir Ólafur Hannibalsson „Við setjum þessar hugmyndir fram af fullri alvöru og munum fylgja þeim fast eftir. Við vitum auð- vitaö að þetta er ekki fullkomið kerfi sem við setjum fram. Það er grund- vallarbreytingin sem er meginatriöi fyrir okkur; að það verði horfið yfir sóknarmark, þar sem stjóm veröur höfð á flotastærðinni og veiðiget- unni,“ segir Ólafur Hannibalsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem ásamt öðrum framjóðendum flokksins þar hefur sett fram stefnu í sjávarútvegsmál- um þar sem gert er ráð fyrir afnámi kvótakerfisins. Frambjóðendurnir kynntu hugmyndir sínar á sjávarút- vegsfundi í flokknum fyrir helgina. TUlögur þeirra hafa fallið í grýttan jarðveg hjá þeim sem aðhyllast afla- markskerfið. „Það er að sjálfsögðu ekki ætlan okkar að gefa fullt frelsi til veiöa. Ökkar rök eru þau að undir núver- andi kerfi hefur sóknargetan aukist og fiskistofnarnir hafa rýrnað. Við viljum ná jafnvægi þama á milli og ein ástæðan fyrir því er að vísindaleg ráðgjöf byggir á röngum aflatölum. Það er innbyggt í kerfið að menn svindla á því. Við viljum ráðgjöf sem byggir á traustari gmnni en nú er,“ segir Ólafur. Gagnrýni á þá félaga vegna hug- myndanna beinist m.a. að því að ekki er gert ráð fyrir aflahámarki. „Við settum ekki inn í þessar hug- myndir með hvaða hætti við ætlum að takmarka afla í einstökum teg- undum en við munum aö sjálfsögðu svara þeirri gagnrýni með hugmynd- um okkar um hvernig þeim mark- miðum verður náð,“ segir Ólafur. -rt unni,“ segir hún. Þegar dómurinn féll vorið 1993 ósk- aði Jenný eftir því við lögfræðing sinn að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Skömmu eftir það fékk hún kransæðastíflu og gat ekki fylgt málinu eftir og virðist nú sem frestur til áfrýjunar sé runninn út. Jenný hyggst ræða við lögmann Lífsvogar um framhaldið, auk þess sem land- læknir hefur óskað eftir því að hún komi til fundar við sig. Jenný Lind Árnadóttir var ein af stofnfélögum samtakanna Lífsvogar en samtökin voru stofnuð nýlega til að vinna að málefnum þeirra sem hafa orðið fyrir mistökum af hálfu lækna. Samtökin hafa fengið hús- næði hjá Neytendsamtökunum í Reykjavík og hyggjast reka þar skrif- stofu. Hafharíiörður: Frá því verslunarmiðstööín Miðbær Hafnaríjaröar var opnuð í nóvember sl. hefur ein verslun þegar hætt rekstri og heimildir DV herma að tvær verslanir til viðbótar séu í þann veginn að hætta. Alls eru um 30 verslanir og þjónustuaöilar með starfsemi í Miöbæ. Albert Már Steingrímsson hjá Filmum og framköllun er for- maður húsfélags Miðbæjar. Hann staðfesti að ein verslun væri hætt rekstri en kannaðist ekki við að fieiri væru aö hætta. Hann sagði þaö eðlilegt að breytingar ættu sér stað í svona stóru verslunar- húsnæði. „Miðað við að við opnuðum ekki fyrr en um mánaðamótin nóvember-desember var jóla- verslunin góö hjá okkur. Menn eru almennt mjög ánægðir með traffíkina og bjartsýnir á fram- haldið. Auðvitað hafa verið vissir byrjunarörðugleikar, svona hús þarf tíma til að kynna sig. Hér eru mjög fjölbreyttar verslanir. T.d. er Hafnarflarðarapótek að flyfia hingað og verður opnað um næstu helgi,“ sagöi Albert. Einn verslunareigandi sagði við DV að sér þætti húsgjald og húsa- leiga heldur há en flestar verslan- ir eru með leigusamninga við eig- endur hússins. Albert vildi ekki taka undir þetta, sagöi húsgjaldið t.d. þrisvar eöa flórum sinnum lægra en í Kringlunni. Reyðarfjörður: Rjúpnaskytta handtekin Rjúpnaskytta var í siðustu viku handtekin og færð til yfirheyrslu eftir að hafa veitt 6 ijúpur við Berunes í Reyðarfirði. Rjúpan er ífiðuð á þessum árstíma eða frá 22. desember. Að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði játaði maðurinn umsvifalaustbrotsitt. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.