Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Veður fer hlýnandi Guðmundur J. Guðmundsson. Samningavið- ræðum hefur verið slitið „Ég get ekki litið öðruvísi á en aö samningaviðræðum hafi verið slitið. Áhugi VSÍ er enginn. það hefur enginn fundur verið boð- aður.. .og sá síöasti endaði með sprengingu eftir að við höfðum verið móðgaðir gróflega,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson í DV. Þetta er mánudagsbíll Skýringin er einfaldlega sú að þetta er mánudagsbíll.. .Bíllinn byrjaði að bfla rétt eftir að hann kom norður og er búinn að vera Ummæli til vandræða síðan eins og sést af því að það þurfi að fara með hann 17 sinnum á verkstæði," segir Ríkarður Másson, sýslu- maður á Hólmavík, í Morgun- blaðinu. Hundurinn er borgarbarn „Hundurinn er ekki lengur vinnudýr í sveit. Hann er líka hluti af borgarmenningu þjóðar- innar og hefur unnið sér þann » J)egnrétt sjálfur. Hundurinn er og verður borgarbarn og á hvergi betur heima en við arinyl Reyk- víkinga," skrifar Ásgeir Hannes Eiríksson í Timann. Monsterið USA „Aðeins einföldustu fyrirbæri ná að sameina þetta monster sem USA er: Forsetinn, fáninn, McDonald’s og sameiginlegur gjaldmiðill," skrifar Hallgrímur Helgason í Alþýðublaöið. Snjóflóð og áhættumat í dag kl. 17 heldur umhverfis- og og byggingarverkfræöiskor fyrstu málstofu sína í stofu 157 i VR-II við Hjaröarhaga. Viöfangs- efni fundarins er snjóflóð og áhættumat. Frummælendur eru Helgi Björnsson jarðeðlisíræð- ingur og Gunnar Guðni Tómas- son dósent. Sérstakur gestur fundarins verður Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra. Fundir Um fálka og rjúpur í dag kl. 20.30 verður fyrsti fraaðsluftmdur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessu ári. Fundurinn er haldinn i stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskól- ans. Á fundinum flytur Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur erindi sem hann nefnir Um fálka og tjúpur. Opinnfundurum tilvísanakerfið Bandalag starfsmanna ríkis og bæja stendur fyrir opnum fundi um tilvisanakerfið í Félagsmið- stöðinni Grettisgötu 89 í Reykja- vík í fag kl. 17. Yfirskrift fundar- ins er Tilvísankerfiö: í þágu hverra? Á ftindinum verða færö rök með og á móti tilvisanakerf- inu. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefnið. I dag verður allhvöss eða hvöss norð- austanátt norðan- og vestanlands og víöa slydda eða snjókoma en allhvöss Veðrið í dag suðaustanátt og rigning suðaustan- lands. Veður fer hlýnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður all- hvöss norðaustanátt og slydda eða snjókoma. Hiti 0-3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.08 Sólarupprás á morgun: 10.12 Síðdegisflóð i Reykjavík: 18.19 Árdegisflóð á morgun: 6.43 Heimild: Almanuk Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri alskýjað -3 Akurnes skýjað -4 Bergstaðir snjókoma -5 Bolungarvík skafrenn- ingur -2 Kefla víkurflugvöllur snjóél 0 Kirkjubæjarklaustur skýjað -7 Raufarhöfn alskýjað -5 Reykjavík úrk.í grennd -2 Stórhöfði skýjað -1 Bergen léttskýjað -4 Helsinki snjókoma -3 Kaupmannahöfn alskýjað 2 Stokkhólmur snjókoma -5 Þórshöfn snjóél -2 Amsterdam rigning 8 Berlín rigning ..7 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt rigning 10 Glasgow úrk. í grennd 4 Hamborg ■skúr 7 London rigningog súld 10 LosAngeles hálfskýjað 12 Lúxemborg rigning 7 Maiiorca skýjaö 15 Montreal heiðskírt -17 New York heiðskírt -7 Nice skýjað 14 Orlando alskýjað 18 París rigning 11 Róm léttskýjað 15 Vín Washington skúr 5 Armann-Haukar í 1. deild kvenna Eftir viöburðaríka helgi er frek- ar rólegt í iþróttum í dag og í kvöld og fyrir þá áhugasömustu er rétt að benda á að ávallt á mánudögum eftir ellefufréttir í íþróttir sjónvarpinu er alltaf farið yfir Evrópufótboltann. Einn leikur er þó á dagskrá í kvöld í 1. deild handbolta kvenna. Er það síðasti leikurinn í 15. umferðinni á milli Ármanns og Hauka. Fer hann íram í Laugar- dalshöll og hefst kl. 21.00. Ár- mann og Haukar eru bæði í neðri hluta deildarinnar og koma ekki til með að berjast um íslands- meistaratítilinn en hvert stíg er dýrmætt í botnbaráttunni og verður því örugglega hart barist. Þá má geta þess að það fara fram nokkrir leikir í kvöld í NBA-boltanum. Bridge Svíar hafa alla tíð verið taldir til sterkari þjóða í bridge og yfirleitt verið í barátt- unni um efstu sæti á þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt í. Tyrkir hafa hins vegar verið taldir frekar brokkgengir í íþróttinni hingað til og sjaldan náð ár- angri á alþjóðamælikvarða. Þess vegna taldist það til tiðinda þegar Svíar töpuðu stórt á Evrópumótinu í Estoril á árinu 1970 fynr Tyrkjum, 1-19. Ein af ástæðun- um fyrir stórtapinu í þeim leik var þetta spil þar sem Svíar töpuðu 14 impum. Svíinn Lindqvist hóf sagnir á hálfkröf- unni tveimur spöðum eftir pass austurs í upphafl. Austur var gjafari og NS á hættu: ^ g V D106 ♦ ÁKD6543 + 75 ♦ DG108 V 92 ♦ G7 + Á10932 ♦ ÁK975432 V 5 ♦ -- 4. KDG4 Austur Suður Vestur Norður Pass 24 54 Dobl Pass 54 Pass 64 Dobl 64 Pass Pass Dobl p/h Það er ekki oft sem maður fær þvílíkt „skrímsli" á hendurnar eins og Svíinn Lindqvist fékk í þessu spili en framhaldið á sögnum varð honum ekki hagstætt. Tyrkinn í vestur fann mjög góða sögn, fimm hjörtu á hagstæðum hættum sem Svíarnir réðu lítið við. Dobl norðurs sýndi jákvæða hendi en var ekki hreint refsidobl og Svíinn breytti eðlilega yfir i 5 spaða. Lindqvist var ekki sérlega hepp- inn að geta ekkert notast við jákvæða hendi norðurs í 6 spöðum og hann var enn óheppnari með leguna í spaðalitnum. Spilið fór fjóra niður og 1100 til AV (Hver hefði trúað því með þessa hendi í suður) og það var 14 impa gróði því Tyrkimir spiluðu rólega 4 spaða á hinu borðinu sem fór einn niður. Skák Ungverski stórmeistarinn Zoltan Alm- asi, sem tefldi á alþjóðlega mótinu í Kópa- vogi í fyrra, er að komast í hóp þeirra bestu. Hann sigraði glæsilega á stórmót- inu í Groningen um áramótin en varð þó að sætta sig við tap gegn Miles sem hafnaði í 9. sæti. Þessi staða kom upp í skák þeirra. Mi- les hafði svart og átti leik og virðist nú eiga í erfiðleikum eftir síðasta leik hvíts, 25. d5-d6 sem hótar 26. d7 - ef 25. - cxd6 26. Rxd6 og ógnar báðum hrókunum. Hvað lék Miles? 25. - He6!Ef nú 26. d7 Hd8!! 27. Rxd8 Hh6 28. Hel Dh2+ 29. Kfl Dhl + ! og mát í næsta leik. Eftir 26. dxc7 Bxc7 27. Dd7 Hae8! 28. He3 Hxe3 29. Dxh3 Rxh3+ 30. Kg2 Hxf3 gafst hvítur upp. Bogi Þorsteinsson í þróttafröm u ðu r: voru „Menn hafa verið ákaflega ai- mennilegir og vingjarnlegir við mig og þá nefni ég fyrst körfuboltadeild Njarðvíkur. Eftir að ég fatlaðist hafa menn alltaf verið tilbúnij- að hjálpa mér og keyra mig á leiki og er ég afar þakklátur þeim,“ segir Bogi Þorsteinsson, 76 ára Njarðvík- ingur, sem oft hefur veriö nefndur faðir körfuboltans á Islandi. Bogi hefur fengið margra viðurkenning- Maður dagsins ar fyrir störf sín að félags- og íþróttamálum. Hann er eini hand- hafi Heíðurskross KKÍ, hefur feng- ið Heiðurskross ÍSÍ og siðastliðið sumar var hann sæmdur Fálkaorö- unni. Bogi var fyrstí formaður KKÍ árið 1961 og var formaður í tæp tíu ár en tók þá við formennsku hjá körfuboltadeild Njarðvíkur og gegndi því starfi í átta ár. í gegnum árin hefur Bogi fylgst vel með körfubolta og missir helst Bogi Þorsteinsson. ekki úr leík hjá Njarðvík. Þaö var 1991 sem hann fékk heilablóöfall og lamaðist talsvert á vinstri hlið en hann lætur það ekki aftra sér þegar stórleikir eru annars vegar hjá Njarðvík. Bogi segir að karfan hafl tekið ótrúlegum framfórum á undanförnum árum í öllum flokk- um: „Það er ótrúlegt að sjá bolta- meðferðina híá þessum strákum. Það eina sem vantar er hávaxnir strákar.” Bogi er ánægður með þá umfjöll- un sem karfan fær í fjölmiðlum. ,J>að koma mun fleiri áhorfendur í dag en fyrr á árum. Þegar við vorum að bytja í gamla daga þótti gott ef áhorfendur voru fleiri en leikmennirnir. Þá áttí karfan erfitt uppdráttar og fáir sem hana stund- uðu.“ Bogi Þorsteinsson starfaði lengst af sem yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli en hætti störf- um 1985. Á stríðsárunum var hann lofskeytamaður á Dettifossi en hætti þegar skipið var skotiö niöur undir stríðslok en hætti þá og fór í land. Stuttu síðar fór Bogi til Bandaríkjanna í framhaldsnám á vegum flugumferðarstjórnar og tók við flugturninum á Keflavíkur- flugvelli þegar bandaríski herinn kom hingað. Bogi hefur einnig stundað golf og fór holu í höggi 1975 og vann svo einheijamótið tveimur árum síðar. V ÁKG8743 ♦ 10982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.