Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Fréttir Starfsmenn sýsluskrifstofunnar á Húsavík: Lýsa vantrausti á Ögmund Jónasson - það hefur hver sína skoðun, segir Ögmundur Starfsmenn sýsluskrifstofunnar á Húsavík hafa sent Ögmundi Jónas- syni, formanni BSRB, bréf þar sem þeir lýsa vantrausi á hann. Astæðan er sú að hann hefur tekið 3. sætið á hsta Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík. Bjarni Bogason, á sýsluskrifstof- unni, sagði í samtali við DV að sex af sjö starfsmönnum skrifstofunnar, sem eru í BSRB, hafi skrifað undir bréfið. Hann sagði að afrit af bréfinu hefði verið sent til allra sýsluskrif- stofa landsins. Þar með gætu þeir undirritað bréfið sem óánægðir eru með framboðsmál Ögmundar. Björn sagöi menn telja að ef Ögmundur Mannréttindakaílinn: - segir Geir H. Haarde „Ég geri mér vonir um að Al- þingi nái að afgreiða brey tingam- ar á mannréttindakafla stjómar- skrárinnar á þessum mánuði sem eftir lifir þingtímans. Ég held að sá urgur sem uppí er sé að mest- um hluta til misskilningur og þá sérstaklega hjá verkalýðshreyf- ingunni. Síðan hafa Ragnar Aðal- steinsson lögmaður og menn honum tengdir verið með athuga- semdir og mótmæli við eitt og annaö varðandi þetta mál. Ef þingmenn fara að gefa eftir i málinu vegna þessarar gagnrýni og athugasemda getur það auð- vitað komið í veg fyrir aö frum- varpiö verði samþykkt. Ég vona að svo fari ekki,“ sagöi Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV. Þingsályktun um að bera fram lagafrumvarp tii breytinga á mannréttindakaflanum var sam- þykkt á hátíöarfundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní síðastliðinn. Síðan stóðu formenn þingflokka allra stjórnmálaflokkanna aö frumvarpi um máhð sem lagt var fram i haust. Geir H. Haarde sagöi að auðvit- aö yrði fárið yflr aha gagnrýni sem fram hefur komið á frum- varpið og skoðað hvort hægt sé að koma eitthvað til móts við þau sjónarmið sem þar koma fram. Flestir þingmenn sem DV hefur rætt við telja viát að fleiri mál en þetta verði vart afgreidd á þessu þingi sem lýkur í lok febrúar. Ólafúr G. Einarsson mennta- málaráðherra leggur áherslu á aö skólafrumvörpin verði af- greidd á þessu þingi. Flestir eru á því að um frumvörpin séu svo skiptar skoöanir að vonh'tið sé að ná þeim í gegn á svo stuttum tíma sem raun bcr vitni. yrði þingmaður gæti hann lent í miklum hagmunaárekstrum sem skaðað gætu BSRB. „Það hefur hver sína skoðun á þessu eins og öðru. Það væri enda undarlegt ef allir væru á einu máh í okkar stóru samtökum um leiðir th að koma málstaö okkar á framfæri og fylgja honum eftir. Ég hef fengið þetta bréf í hendur frá þessum ágætu einstaklingum. Ég hef líka fengið gíf- urlega hvatningu víða að úr samtök- unum og frá launafólki almennt. Það er raunar fyrir þannig hvatningu að ég ákvað að fara út í framboð. Kjara- mál er stór þáttur af málefnum Al- þingis. Það væri undarlegt ef launa- fólk vildi ekki hafa talsmenn sína í sölum Alþingis. Talsmenn peninga- aflanna eru þar margir og hefur vegnað vel. Þess vegna eykst misrétt- ið í þjóðfélaginu. Því eru margir sem vilja safna liði til að snúa þeirri þró- un við. Framboð mitt er liður í því,“ sagði Ögmundur. I bréfinu segir: „Bréf þetta er ritað til yðar í tilefni þeirra frétta að þér séuð hér með búinn að lýsa yfir framboði yðar til Alþingis við næstkomandi kosning- ar. Samkvæmt fréttum er þetta fram- boð „Alþýðubandalags og óháðra". Þér segið að þátttaka yðar sé „ópóli- tísk“ við undirrituð teljum að svo geti engan veginn talist. Við teljum að starf formanns BSRB sé fullt starf og að þingmannsstarfið sé það einn- ig, þ.a.l. sjáum við ekki hvernig þér ætlið að starfa fyrir samtök okkar svo viðunandi sé. Að auki má benda á aö augljós hætta er á hagsmuna- árekstrum og ljóst er að samtök okk- ar hafa ekki efni á því að hafa í for- ystu aðila sem ekki getur einbeitt sér af fullu afli. Að ofansögðu má ljóst vera að við undirrituð getum ekki treyst forystu yðar og lýsum hér með yfir van- trausti á yður.“ í ti sa-BiasKJIfú Jóna Eðvalds við bryggju á Höfn. DV-myndir Ragnar Imsland Fiskiskip með sjókæli- tanka í torfuf iskveiðar Júlia Imsland, DV, Hö£n: Nýtt skip bættist í ílota Hornfirð- inga á dögunum, Jóna Eðvalds SF 20, 335 tonna fiskiskip sem Skinney hf. keypti frá Skotlandi. Var smíðað í Flekkefjord í Noregi 1980 og hefur verið í eign sömu manna frá byrjun. Það er útbúiö til torfufiskveiða með nót og flottroh og mun aðallega stunda síld- og loðnuveiðar. Sjókæli- tankar eru í skipinu og með notkun þeirra verður betri kæhng á fiskin- um. Hægt að dæla 140 tonnum af sjó í 2 tanka og hann kældur í -2 gráð- ur. Síðan er sjónum miðlað í aðra Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri. tanka þegar afli kemur um borð. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð hérlendis að því undanskildu að fyr- ir nokkrum árum var skip með slík- an búnað. Það var þá ekki metið að verðleikum að sögn Ingólfs Ásgríms- sonar en gæði aflans verða miklu meiri. Skinney hf. á þijú skip fyrir, Frey, Skinney og Steinunni. Freyr verður seldur án kvóta og eru menn frá Skotlandi að koma til aö skoða hann. Tólf manna áhöfn verður á Jónu Eðvalds. Skipstjóri er Ingólfur Ás- grímsson og sagði hann skipið hafa reynst vel i brælu á heimleiðinni. SR-Mjöl: Loðnuleysið heldur ekki fyrir mér vöku enn þá - segir rekstrarstjóri Gylfi Kristjánason, DV. Aknreyri: „Við erum bara aö bíða eftir að loðnan komi og eigum von á því um mánaðamótin. Fyrr fórum við ekki að hafa verulegar áhyggjur og loðnu- leysið er ekki farið að halda fyrir mér vöku enn þá,“ segir Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-Mjöls hf. SR-mjöl er langstærsti aðilinn í loðnubræðslu, en fyrirtækið er með verksmiðjur á Siglufirði, Raufar- höfn, Seyðisfiröi og Reyðarfirði. Af- köst þessara verksmiðja er hátt í 4 þúsund tonn á sólarhring. Þórður segir að reynt hafi verið eins og kostur er að komast hjá því að segja mönnum upp störfum þótt loðna hafi ekki komið til vinnslu í langan tíma nú. Reynt hafi verið að færa menn úr verksmiðjunum t.d. yflr á verkstæði fyrirtækisins og skapa þar fleiri störf. „Þær áhyggjur sem við höfum þegar loðnuleysi er, er fjárhagur fyrirtækisins og það að við missum lykilmenn í okkar rekstri frá okkur. En vonandi rætist úr þessu um eða upp úr mánaðamót- unum,“ segir Þórður. DV GATT-máliö: Líklegaekki afgreittá þessu þingi Nú virðist Ijóst að Alþingi muni ekki ná að afgreiða frumvörp sem tengjast aðhd okkar að GATT- samningnum áður en því verður slitið í lok febrúar. Fyrir jólaleyfi þingmanna var mikið talað um nauösyn þess að afgreiða málin á þessu þingi. „Það er ekkert lagalega sem neyðir okkur til að afgreiða fylgi- frumvörp GATT-samningsins á þessum mánuði sem er eftir af þingtimanum. Hins vegar má segja að eftir því sem við drögum það lengur að afgreiða máhn dvínar álit okkar meðal þeirra þjóða sem eru með í GATT. Við áttum að skila þessu öllu saman með fullgildingarskjölunum en það var heimildarákvæði um undanþágu eitthvað fram eftir árinu. Þess vegna sleppur þetta hjá okkm' vegna þess að við stað- festum samninginn fyrir jól,“ sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, að- spurður um þetta. Kristinefstá Reykjanesi Kvennalistakonur á Reykjanesi hafa gengið frá framboðshsta sín- um vegna komandi alþingiskosn- inga. Kristín Hahdórsdóttir, fyrr- um alþingismaður, mun leiða listann en hún varð efst í nýaf- stöðnu forvali innan Kvennalist- ans. Nokkrar dehur hafa staðið um gerð framboðshstans innan Kvennalistans og þurfti tvö for- völ til að koma honum saman. í fyrra forvahnu varð Helga Sigur- jónsdóttir efst og olli það mörgum kvennahstakonum vonbrigðum. Skorað var á Kristínu að gefa kost á sér sem hún gerði siðan. Uppstillinganefnd treysti sér hins vegar ekki til að stilla henni upp án forvals og var því ákveöið að endurtaka forvalið. Helga Sigur- jónsdóttir tók ekki þátt i því. Á félagsfundi í vikunni var síð- an endanlega gengið frá fram- boðslistanuin. AUs 24 konur eru á hstanum. Á eftir Kristínu eru þær Bryndís Guðmundsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Birna Sig- urjónsdóttir og Jóhaima B. Magnúsdóttir. -kaa HlutabréfÚA: Óvissameðverð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er mjög erfltt að slá ein- hverju fóstu um þaö hvaða áhrif niðurstaða bæjarstjórnar í ÚA- máhnu hefur á sölu hlutabréfa í félaginu, það fer mikið eftir því á hvaða hátt bæjarstjórnin kynnir sína niðurstöðu," segir Jón Hall- ur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands á Akureyri. Jón Hahur segist eiga von á því að bæjarstjómin taki sína ákvöröun með hagsmuni Útgerð- arfélagsins og allra hluthafa að leiðarljósi. „Ef niðurstaða bæjar- stjórnar veröur fengin meö þeim forsendum þá lækka bréfin a.m.k. ekki en ef niðurstaöan ræðst eingöngu af atvinnulegum sjónarmiðum sé ég engar hkur á að verð bréfanna hækki," segir Jón Hallur. Þrjár sölur hafa fariö fram frá áramótum á hlutabréfum í ÚA, alls um 950 þúsund að nafnverði og hefur söluverö verið á bihnu 2,80 til 2,89. í gær var söluverð hlutabréfamia frá 2,96-3,50 en til- boö í bréfm upp á 2,81. Það virð- ist þvi sem óróinn í kringum málefni ÚA hafi ekki haft áhrif á markaðinn, hvað sem verður þegar bæjarstjórn Akureyrar hefur tekið ákvörðun sína varð- andi málefni félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.