Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Page 33
MÁNUDAGUR 30. JANUAR 1995 45 Þrír ein- leikir í Kjall- aranum Listaklúbbur LeikhúskjaUar- ans mun frumflytja þrjá einleiki eftir Ingibjörgu Hjartardóttir í leikstjórn Sigríöar Margrétar Guömundsdóttur. Þættimir heita Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn og er um að ræða sannar frásagnir þriggja ís- lenskra samtímakvenna. Höf- undurinn tók viötal við konumar og byggir einleikina á þessum viötölum. Þættirnir þrír em ólík- Leikhús ir. Það sem tengir þá helst saman er aö konurnar þrjár em á svip- uðum aldri, um fertugt, hafa líka lífssýn og era aldar upp við svip- uð skilyrði í íslenskum harðn- eskjuhversdagsleika. Þær láta hugann reika og horfa yfir farinn veg. Segja frá góðum hlutum og vondum, gleði og sorgum, meta stöðu sína í núinu og reyna að sjá hvað framtíðin muni bjóða þeim. Leikkonumar Guðrún María Bjarnadóttir (dóttirin í Sögu dótt- ur minnar), Guðbjörg Thorodd- sen (bóndinn) og Ingrid Jónsdótt- ir (slaghörpuleikarinn) spila á allan tilfmningaskalann í túlkun- um sínum á þessum brotabrotum úr lífi kvennanna. Dagskráin hefst um kl. 20.30. Fludreki hefur náð i um tíu kíló- metra hæð. Sjö sinnum fyrir eldingu Roy C. Sullivan, þjóðgarðsvörð- ur í Virginíu, var ömgglega sá eini í heiminum sem gat státað af að hafa orðið sjö sinnum fyrir eldingu. Aðdráttarafls hans á eld- ingar varð fyrst vart 1942 en þá missti hann nögl á stórutá, í júlí 1969 missti hann augnabrúnir, í júlí 1970 brenndist vinstri öxl hans, 16. apríl 1972 kviknaði í hárinu, 7. ágúst 1973 kviknaði í nýja hárinu og fótleggirnir brenndust, 5. júní 1976 særðist hann á ökkla og 25. júní 1977 var hann lagður inn á spítala með brunasár á bringu og kviði eftir eldingu sem laust niður í hann Blessuð veröldin þegar hann var að fiska. Sullivan lifði allar þessar eldingar en þetta hefur greinilega farið á sáhna því hann fyrirfór sér 1983. Flugdrekar Lengsti flugdreki sem flogiö hef- ur var 705 metra langur. Var hann búinn til af þremur Frökk- um og látinn fljúga 15. nóvember 1987. Opinbert heimsmet í háflugi flugdreka er 9740 metrar yfir Lindenberg í Þýskalandi, 1. ágúst 1919. Þetta met settu átta sam- tengdir flugdrekar. Mesti hraði sem flugdreki hefur riáð er 180 kílómetrar á klukkustund. Var sá flugdreki settur á loft í Mel- bourne í Ástralíu 16. október 1988. Spoon á Gauki á Stöng: Hin vinsæla hljómsveit, Spoon, brá sér til Vestmannaeyja um helgina og skemmti Eyjamönnum á Höfðanum. Nú er hún aftur komin til höfuðborgarinnar og verður á Gauki á Stöng í kvöld. Spoon er ein þeirra mörgu hljómsveita sem kom fram á á síðasta ári og ein þeirra sem vakti hvað mesta Skemmtanir athygli. Spoon vakti fyrst athygli á safnplötu sem kom út síðastliðið sumar en gaf svo út geislaplötu undir eigin nafni fyrir jólin sem náði miklum vinsældum og seldíst ágætlega. Hljómuðu lög af henni á öldum Ijósvakans og gera enn. Spoon lék á Gauki á Stöng í gærkvöldi og endur- tekur ieikinn í kvöld. Litla stúlkan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 26. janúar kl. 6.42. Hún reyndist vera 4600 grömm að þyngd og 55 sentí- mctra löng. Póreldrar hennar eru Ingibjörg Hauksdóttir pg lngþór Ásgeirsson. Hún á einn bróöur, Valtý, sem er 4 ára gamall. Anthony Hopkins og Debra Winger leika tvö skáld í Skugga- lendum. Ást í meinum Háskólabíó hefur hafið sýning- ar á Skuggalendum (Shadows- lands) sem er nýjasta kvikmynd Richards Attenbougs. Skugga- lendur fjallar um ástarsamband á milh skáldanna C.S. Lewis og Joy Gresham. Lewis lifir fremur fábrotnu lífi, kennir og skrifar. Hann er.meira í sambandi við höfuð sitt en hjarta og umgengst Kvikmyndir félaga sem ögra honum ekki til- finningalega og vitsmunalega. Debra Winger leikur amerískt ljóðskáld, Joy Gresham, sem gengur inn í líf Lewis og gefur honum ný sjónarhorn á lífið og tilveruna. Það er ekki fyrr en Joy er farin aftur til Bandaríkjanna sem Lewis byrjar að uppgötva dýpt tilfinninga sinna til hennar. I Skuggalendum er Anthony Hopkins að leika undir stjórn Richards Attenboroughs í fimmta skiptið en hann lék í Young Win- ston, A Bridge too Far, Magic og Chaplin. Debra Winger vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í Ur- ban Cowboy en hún hefur einnig leikið í mörgum úrvalsmyndun eins og An Officer and a Gentle- man, Terms of Endearment, Black Widow og The Sheltering Sky. Nýjar myndir Háskólabíó: Skuggalendur Laugarásbíó: Timecop Saga-bíó: Ógnarfljótið Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Frankenstein Bióborgin: Leon Regnboginn: Tryllingur í menntó Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 23. 27. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,270 67,470 69,250 Pund 107,220 107,540 107,010 Kan. dollar 47,470 47,660 49,380 Dönsk kr. 11,2420 11,2870 11,1920 Norsk kr. 10,1350 10,1760 10,0560 Sænsk kr. 8,9850 9,0210 9,2220 Fi. mark 14,1950 14,2520 14.4600 Fra. franki 12,8000 12,8510 12,7150 Belg. franki 2,1524 2,1610 2,1364 Sviss. franki 52,7300 52,9400 51,9400 Holl. gyllini 39,6100 39,7700 39,2300 Þýskt mark 44,4000 44,5400 43,9100 It. líra 0,04191 0,04212 0,04210 Aust. sch. 6,3040 6,3360 6,2440 Port. escudo 0,4291 0.4313 0,4276 Spá. peseti 0,5096 0,5122 0,5191 Jap. yen 0,67700 0,67910 0,68970 írskt pund 105,930 106,460 105,710 SDR 98.97000 99,47000 100,32000 ECU 83,8500 84,1900 Krossgátan r" 5 " V 7~ lo |7 ff 'f <7 )o TT~ )$. TT~ TT /5" U 1T* W~ r? vjr y Lárétt: 1 tappagat, 6 belti, 8 áma, 9 heims- hluta, 10 nöldur, 11 trjákróna, 13 eyösla, 14 krassa, 16 umdæmisstafir, 18 kján- anna, 21 muldur, 22 hopar. I Lóðrétt: 1 hrappa, 2 fleygur, 3 amboö, 4 bátaskýli, 5 bitlausan, 6 fnyk, 7 kyrr, 12 : tóntegund, 15 risa, 17 ílát, 19 frá, 20 fersk. | Lausn á síðustu krossgátu. ' Lárétt: 1 fjöl, 5 oft, 8 lúður, 9 ró, 10 ólukk- | an, 11 nlsku, 13 ná, 15 kutans, 16 ýsa, 17 i maki, 18 klárar. j Lóðrétt: 1 flón, 2 Július, 3 öðu, 4 lukka, I 5 orkuna, 6 franska, 7 tón, 12 stal, 14 áf- i ir, 15 kýr, 17 má.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.