Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Með pálmann í höndunum Nú dregur senn til úrslita í kapphlaupinu um Útgerö- arfélag Akureyrar. Bæjarstjóm Akureyrar hefur aö und- anfömu verið að kanna hvort og þá hvemig megi nýta eignarhluta bæjarins í stærsta fyrirtæki Akureyringa, annaöhvort til beinnar sölu eða þá til eflingar atvinnu- lifi bæjarbúa. Ákvöröun um málið mun væntanlega verða tekin á bæj arstj ómarfundi á morgun. Akureyrarbær á hlut í ÚA sem er metinn á einn millj- arð króna. Margir aðilar hafa sýnt áhuga á kaupum og má þar nefna KEA, Samherja, lífeyrissjóði fyrir norðan, Skandía hf. og fleiri. Aðalslagurinn stendur þó á milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna annars vegar og ís- lenskra sjávarafurða hins vegar. Bæði þessi fyrirtæki annast sölu á sjávarafurðum erlendis og Útgerðarfélag Akureyrar hefur hingað til verið í viðskiptum hjá SH enda er Útgerðarfélagið hluthafi í SH með 13% eignar- hluta. íslenskar sjávarafurðir em tilbúnar að flytja höfuð- stöðvar og starfsemi sína norður, fái þau í sínar hendur útflutning og sölu á afurðum Útgerðarfélagsins. Sölumiðstöðin vill flytja hluta af starfsemi sinni norð- ur og býður auk þess upp á aukna starfsemi af sinni hálfu til hliðar við sinn eigin rekstur ef það má verða til að tryggja áframhaldandi viðskipti milli ÚA og SH. Það er auðvitað mál Akureyringa hvaða niðurstaða fæst í málinu. Sjálfsagt em báðir kostimir freistandi en það sem upp úr stendur er að Akureyringar eru með pálmann í höndunum. Að því leyti hefur það reynst sterk- ur leikur og snjall hjá bæjarstjórninni að vekja menn til vitundar um að í eign bæjarins í ÚA leynast möguleikar fyrir atvinnustarfsemina fyrir norðan sem ekki þurfa að kosta neitt. Það sem er athyglisvert við þetta mál er sú staða að Akureyrarbær þarf i rauninni ekki að selja sinn hlut en getur þó engu að síður nýtt sér ítök bæjarins í ÚA með því að notfæra sér viðskipti og viðskiptasambönd til að laða til bæjarins aukna atvinnustarfsemi og innspýtingu í atvinnulífið. Ekki veitir af. Sex hundmð manns ganga atvinnulaus á Akureyri. Það er augljóslega mikill ávinningur í flutningi ÍS til Akureyrar en tilboð SH er heldur ekkert slor. Sölumið- stöðin býðst til að flytja þriðjung starfsemi sinnar, mun láta dótturfyrirtæki sín kaupa meirihluta í Slippstöð- inni, auka flutninga um Akureyrarhöfn, flytja starfsemi Jökla norður yfir heiðar, efla ígulkeravinnslu við Eyja- görð og stofna samstarfsvettvang SH og Háskólans á Akureyri til eflingar rannsóknum. Annars vegar sýnir þetta tilboð SH hversu gífurlega áherslu Sölumiðstöðvarmenn leggja á að halda viðskipt- unum við ÚA og svo hins vegar er ljóst að Akureyrarbær hefur með eignaraðild sinni í ÚA náð fram umtalsverðum möguleikum til aukinna umsvifa í atvinnulífinu fyrir norðan. Hér er um að ræða nýstárlega en alls ekki óeðli- leg aðferð og er tímanna tákn. Ljóst er að önnur fiskvinnslufyrirtæki ætla að nýta sér sams konar stöðu sem þau hafa með því að láta sölu- risana bítast um útflutninginn og fá um leið eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig er sagt að fiskvinnslan á Raufar- höfn vilji láta gera sér tilboð í svipuðum anda og þeir á Akureyri hafa fengið. Fiskvinnslan í landinu er að vakna til skilnings um að það er ekkert sjálfgefið að Sölumiðstöðin deili og drottni. Sölumiðstöðin þarf að minnsta kosti að hafa fyr- ir því að halda í mjólkurkýmar. EUert B_ Schram „Atvinnuleysi er á Akureyri og atvinnulíf veikt.“ ígildisviðskipti á Akureyri Umræðan um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hefur að vonum vak- ið mikla athygb. í rauninni snýst máhð um ígildisviðskipti sem eru stunduð í miklum og vaxandi mæli af ríkisstjórnum allt í kringum okkur. Bæjarfulltrúar á Akureyri eru að segja, þeir fá viðskiptin sem leggja til viðskipti á móti þannig að Akureyringar beri sem mest úr býtum. Út af fyrir sig er ekkert eðblegra. Verkfræðingafélag íslands hélt merka ráðstefnu fyrir nokkru um ígildisverslun. Þar kom margt fram sem kom jafnvel þjálfuðum við- skiptamönnum á óvart. Ræðu- menn voru auk íslendinganna fjór- ir útlendingar. Einn fulltrúi ríkis sem stundar mikil ígildisviðskipti, tveir fulltrúar alþjóðafyrirtækja sem stunda þessi viðskipti í mikl- um mæb og sá þriðji var ráðgjafi sem sérhæfir sig á þessu sviði. All- ir þessir aðUar sögðu okkur aö ígildisverslun væri staðreynd sem ekki yrði horft fram hjá. Sérdeildir alþjóðafyrirtækja Yfirmaður frá Asea Brown Bo- veri skýrði frá því að deildin í hans fyrirtæki sem annast ígildisverslun ( off-set) hefði árlega veltu vegna sUkra viðskipta sem næmi 500 miUjónum doUara á ári eða sem svarar 35000 mfiljónum ísl. króna. Dálagleg summa þaö. Hann lýsti því að þetta gerði fyrirtækið til þess að ná viðskiptum og hiö sama gerðu önnur stórfyrirtæki. Við stórar sölur, stóra samninga um kaup á vörum og þjónustu, væri jafnframt samið um fjárfestingu, framkvæmdir eða atvinnuupp- byggingu í landinu sem kaupir. Þama kom fram að það kæmi stórfyrirtækjum á óvart ef ekki væri farið fram á ígildisverslun við gerð stórra samninga enda væm þau með sérstakar deildir til þess að annast þess konar viðskipti. FuUtrúi frá rUdsstjórn New KjáUarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Brunswick í Kanada skýrði frá lög- um þar þess eðlis að skylda væri að leita ígildisverslunar ef viðskipti færu yfir ákveðna upphæð. Hann nefndi tvo samninga. Ann- ar var upp á 80 milljónir doUara sem hafði í fór með sér 40 millj. dollara ígUdisviöskipti og hinn upp á 115 miUjónir dollara sem hafði í fór með sér 77 miUjóna doUara ígildisviðskipti. Hér er um margs konar viðskipti aö ræöa. Hluti keyptrar vöm er framleiddur í landi kaupandans eða stofnað er tU annarra óskyldra viöskipta o.s.frv. Nýlega var frétt um kaup danskra á flugvélum frá Kanada, og jafn- framt sagt frá för danskra ráðherra til Kanada tU að ræða frekari við- skipti! Akureyri brautryðjandi hérlendis Erlendir aðilar á ráðstefnunni undmðust mjög að íslendingar hefðu ekki heyrt um þessi viö- skipti. Ef til vUl ferðast ráðamenn okkar ekki nóg tU þess að komast í snertingu við raunveruleikann. Þetta eru algengir viðskiptahættir í nær öllum löndum í kringum ykkur, sögðu þeir. En nú hafa Akureyringar riðið á vaðið og árangurinn skilar sér. Tvö sölufyrirtæki bjóða ígUdisviðskipti. Akureyringar reka eitt stærsta út- gerðarfyrirtæki landsins. Hví skyldu þeir bjóða fyrirtæki í Reykjavík söluumboð án þess að fá eitthvað í aðra hönd áþreifanlegt? Atvinnuleysi er á Akureyri og at- vinnulíf veikt. Akureyringar hugsa eins í þessu máli og fjölmörg þjóðlönd. Vera má að einmitt þetta frumkvæði þeirra verði tU þess að íslendingar læri að beita ígildisverslun í mUli- ríkjaviðskiptum. íslendingar geta vel lært þó þeir séu stundum seinir af stað. Erlend fyrirtæki bregðast nefnUega nákvæmlega eins við og fisksölufyrirtækin tvö. Leitað er leiöa til þess að ná viðskiptunum. Munurinn er sá að erlendu fyrir- tækin em undirbúin, þau hafa sér- stakar, öflugar deUdir til þess að' annast ígUdisviðskipti. Guðmundur G. Þórarinsson „Bæjarfulltrúar á Akureyri eru að segja, þeir fá viðskiptin sem leggja til viðskipti á móti þannig að Akureyring- ar beri sem mest úr bytum. Út af fyrir sig er ekkert eðlilegra.“ Skoöanir aimarra Fyrirgreiðsla - spilling „Á undanfómum árum hefur það komið í ljós, að fjármálaspilling hefur grafið um sig í mörgum lönd- um og haft víðtæk áhrif í stjórnmálalífi. Skyldi okk- ur íslendingum vera óhætt að krossleggja hendurnar og segja okkur ekkert vita tíl sUks? Voru ekki ára- tuga höft og skömmtun freisting til misréttis og spUl- ingar? Hvað er fræg fyrirgreiðslupóUtík í raun og vem annað en spiUing? Hvað er það annað en mis- rétti, þegar sérhagsmunir em teknir fram yfir heUd- arhagsmuni?" Dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og fyrrv. menntamálaráðherra í Mbl. 27. jan. Ánægja með verkfallsboðun? „Já, ég er mjög ánægður. Ég geri mér þær vonir að það verði farið að tala við okkur. Mér finnst per- sónulega að leggja eigi áherslu á að koma vísi- tölunni út og knýja fram breytingar á skattamálum. Eg á von á verkfaUi, mjög hörðu verkfaUi. Ég þoli alveg verkfaU, en ég held ekki að Dagsbrúnarmenn almennt þoU það. Hins vegar eiga þeir engra kosta völ, svo einfalt er það.“ Friðrik Ragnarsson, bensínafgreiðslumaður og stjórnarmaður í Dagsbrún. Norðurlandaþjóðir og ESB „Leiðtogar íslenska lýðveldisins höfðu á sínum tíma þann metnað til að bera fyrir hönd þjóðar sinn- ar að íslendingar ætluðu sér hluti í samstarfi Evr- ópuþjóða, á jafnréttisgmndvelli með öðrum þjóðum. Þaö væri því í fuUu samræmi við mótaða hefð sjálf- stæörar íslenskrar utanríkisstefnu að íslendingar vUdu ekki verða viðskila við aðrar Noröurlandaþjóð- ir þegar þær leita sameiginlega inngöngu í Evrópu- sambandið.“ Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og form. Alþýðufl., í Mbl. 27. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.