Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 31 Fréttir Seyðisgörður: Sr. Sigurður Ægisson til Grenjaðarstaðar: Sauðárkrókur: Skíðalyftan á Fjarðarheiði stækkuð Gott að koma Þýskir togarar landa Jóhann Jóhannason, DV, Seyðisfirðt Seyðíirðingar eiga sér skíöa- svæði á einkar ákjósanlegum staö á Fjarðarheiði, neðan Staf- dalsfeUs, um 10 mínútna akstur frá bænum. Þar var reist skíða- lyfta 1990. Hún var fyrst 620 metr- ar en hefur nú veriö lengd um þriöjung. Ýmsar fleiri endurbæt- ur hafa verið unnar þar að und- anfömu og er nú aðstaða aö verða mjög góð. Svæðið var opnað 21. janúar. Þar var fjölmenni og fagna skíða- menn rojög þeirri breytingu sem orðin er. Það hefur að sjálfsögðu kostaö átök og erfiði en samtaka- máttur félaganna og öflug forysta ruddi öllum hindrunum úr vegi. Lyftan er austurrísk og hefur reynst vel. Seinna í vetur fer þarna fram unglingameistaramót íslands. Alhr eru að sjálfsögðu velkomnir til æfmga og leikja. Hjúkrunarheimili: 178 milljónir úr borgarsjóði Gert er ráö fyrir að 178 milljón- ir fari úr borgarsjóði til íram- kvæmda í þágu aldraðra á þessu ári og er reiknað með íram- kvæmdalánum úr Byggingar- sjóði ríkisins að tjárhæö 36 millj- ónir og framlagi úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra að fjár- hæð 16 milljónir króna á móti framlagi borgarinnar. Áætlað er að greiða samtals rúmar 125 milfjónir til fram- kvæmda við þjónustusel við Þorragötu og byggingar sund- laugar á lóð Hraínistu við Norö- urbrún. Þá fara 30 milljónir til dagdeildar fyrir Alzheimer-sjúkl- inga á Lindargötu og svipuð upp- hæð fer í þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Suður-Mjódd auk fram- lags til breytinga á Droplaugar- stööum og Seljalilíð. í ræöu borgarsfjóra í fyrstu umræöu um fjárhagsáætlun kom fi-am að hlutur borgarinnar i byggingu hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd væri 352 milljónir. Borgarsfióri sagðist vilja skoða hugmyndir um að minnka heim- ilið og koma því fyrr í notkun. Suöumes: Vaxandiað- sóknaðöld- ungadeildinni Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Áhugasömustu nemendurair eru i öldungadeild skólans ogþar eru konur i meirihluta. Þær sjá um heimili, vinna fullan vinnu- dag og koma síðan á kvöldin í öldungadeildina. Þá eiga þær eft- ir að sinna heimavhmunni. Þetta eru þakklátustu nemendurnir," sagði Hjálmar Áraason, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja, í samtali viö DV. Vaxandi aðsókn hefur verið í öldungadeild skólans síðustu ár- in. Nú eru þar skráðir 160 á þess- ari önn, Meðalaldurinn hefur iækkaö en nú er fólk þar á aldrin- um 2Ú-70 ára. í dagskóla eru skráðir 650 nem- endur. Þá eru 120 manns á endur- menntunarnámskeiðum úr at- vinnulífinu. Fleiri nemendur sem ljúka grunnskóla fara stráx í framhaldsskóla. Þegar skólinn var stofnaður 1976 fóru 12% hvers árgangs í framhaldsnám en núna 95% nemenda. heim í hlýjuna - eftir tveggja ára dvöl í Noregi „Norska þjóðkirkjan er allt öðru- vísi en sú íslenska. Ég kann betur að meta íslensku þjóðkirkjuna eftir að hafa veriö prestur hér. Kirkjuleg yfirvöld hér eru stíf og frekar „ferköntuð", hugsa ekki nægilega mikiö um fólkið. Þannig má til dæmis einungis skíra í messu á sunnudegi meðan skírt er hvenær sem er og hvar sem er heima á ís- landi. Og fleira mætti tína til. ís- lenska kirkjan er miklu hlýrri og ég hlakka til að koma í hlýjuna," sagði sr. Sigurður Ægisson, sókn- arprestur í Luröj, elsta sjávarplássi Noregs, við DV. Sóknarnefndir í Grenjaðar- prestakalli hafa kallað Sigurð til starfa og hefur hann störf 15. mars næstkomandi. Sjö sóttu upphaflega um stöðuna eij tveir umsækjendur hættu við. Urðu sóknarnefndirnar sammála um að kalla Sigurð heim til starfans. Sigurður var áður sóknarprestur í Bolungarvík. Hann sótti um ársleyfi frá störfum þar og hélt til starfa í Noregi. Þegar árið var hðið sagði hann starfinu í Bolungarvík upp og var um kyrrt í Noregi. Hugmyndin fæddist í heita pottinum - Af hveiju fórst þú til Noregs? „Hugmyndin varð eiginlega til í heita pottinum á ísafiröi. Þar voru Siguröur Ægisson þjónar Grenj- aöarstaöarprestakalii frá og með 15. mars næstkomandi. umræöur um kjör presta og í ljós kom að prestar í Noregi hefðu það miklu betra en prestar hér. Meðan prestar hér heima voru kannski með tæpar 100 þúsund krónur í fastalaun voru norskir starfsbræð- ur þeirra með 180 þúsund. Sá mun- ur hefur reyndar minnkað snar- lega eftir leiðréttinguna á kjörum presta í fyrra, auk þess sem allar aukatekjur eru innifaldar í fasta- launum norsku prestanna. Annars langaði mig líka að breyta til.“ Ábáti milli prédikunarstaða Luröj er á eyju í eyjaklasa við heimskautsbauginn. Sinnir Sig- urður 13 prédikunarstöðum í einni sókn og fer á milh í bát. í fyrstu var hann aðstoðarprestur Sighvats Birgis Emiissonar í tveimur sókn- um en Sighvatur er nú prestur sunnar í Noregi. Sigurður hefur séð um aðra sóknina og er mjög ánægð- ur með dvölina ytra. Segir hann þeim hjónum hafa verið mjög vel tekiö en kona hans er Sigurbjörg Ingvadóttir. Börnin þrjú hafa sótt skóla á eynni. Sigurður segist hafa flutt mikið með sér að heiman í starf sitt í Noregi og mörgum hafi líkað það vel, svo vel að mörg sókn- arbarnanna segjast ætla að heim- sækja hann að Grenjaðarstað. Fjórar sóknir eru í Grenjaðar- staöarprestakalli: Grenjaðar-, Þverár-, Einarsstaða- og Nessókn. Siguröur segir það leggjast mjög vel í sig að koma heim og fara norð- ur til starfa. „Ég er frá Siglufirði og konan frá Akureyri og því má segja að við séum að fara aftur á heimaslóðir." EFTA-ufsa Þórhallur Ármunds., DV, Sauðárkróid; Tekist hafa samningar milii Skagfirðings á Sauðárkróki og útgerðar þýsku isfisktogaranna Europa og Bremen um að skipin landi hér á næstu vikum og mán- uðum 6-700 tonnum af stórum ufsa sem veiddur er úr kvóta EFTA við strendur írlands. Reiknað með að skipin komi hingað í 2-3 skipti hvort. Fyrsti farmurínn kemur um miöjan fe- brúar. „Viö gerðum okkur reyndar ekki miklar vonir um það fyrir- fram að þessi viöskipti væru möguleg og það kom okkur á óvart þegar þýska útgerðin sló til. Ég býst við að þarna spih inn í viðskipti sem við höfum átt við þennan aðiia bæði með sölu okkar togara í Bremerhaven og síðan sölu þýsku skipanna hér sl. sum- ar. Ég á von á því að framhald verði á löndunum þeirra í sumar einnig," sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri en öll þessi viðskipti fara fram í gegnum sama umboösmann í Bremerhaven. Aö sögn Einars er þetta líklega í fyrsta skipti sem stópsfarmar eru keyptir hingað til lands þar sem uppistaðan er ufsi. Stærsti ufsinn fer í salt og er reiknað með mikilli vinnu í salthúsinu. Vonast er til að fiskurinn sé það góður að hluti hans fari í frystingu. „Það er mjög erfitt nuna að fá fisk frá Rússunum þannig að þetta bakkar okkur upp næstu mán- uði,“ sagði Einar í Fistóðjunni. Viðlalstímar borgarfulltrúa í Reykjavík í upplýsingaþjónustu ráðhússins ertekið á móti bókunum og þar eru veittarfrekari upplýsingar um viðtalstíma borgarfulltrúa í síma 563 2005 Alfreð Þorsteinsson mánudaga frá kl.12-13 í húsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur Suðurlandsbraut 34, sími 560 4600 Árni Sigfússon þriðjudaga frá kl.15:50-17 í ráðhúsinu Árni ÞórSigurðsson miðvikudaga frá kl. 10:30-12 á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, sími 552 7277 Guðrún Ágústsdóttir föstudaga frá kl.10-12 í ráðhúsinu Guðrún Zoega föstudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Guðrún Ögmundsdóttir miðvikudaga frá kl.13-15 í ráðhúsinu Gunnar Jóhann Birgisson mánudaga frá kl.10-11 í ráðhúsinu Hilmar Guðlaugsson mánudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Inga Jóna Þórðardóttir fimmtudaga frá kl.10-12 í ráðhúsinu Jóna Gróa Siguróardóttir þriðjudaga frá kl.11-12 í ráðhúsinu Pétur Jónsson miðvikudaga frá kl.14-15 í ráðhúsinu Sigrún Magnúsdóttir miðvikudaga frá kl.10:30-12 í ráðhúsinu Steinunn V. Óskarsdóttir mánudaga frá kl.13-15 á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, sími 562 2215 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þriðjudaga og föstudaga frá kl.10-11 í ráðhúsinu Viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum milli kl. 10 og 12. Panta þarf tíma í síma 563 2000 kl. 8:20 daginn áður. m w O Skrifstofa borgarstjóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.