Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 13 Fréttir Bókhaldskunnáttu ríkis- starfsmanna ábótavant - við erum ekki sáttir við þetta, segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi „Viö höfum oftar en einu sinni sagt í okkar athugasemdum að það væri full ástæða til þess að auka upplýs- ingagjöf og fræðslu til þeirra sem sinna bókhaldi og fjárreiðum ríkis- stofnana. Við segjum að það þurfi að setja ákveðnar kröfur um menntun og hæfni í þessum efnum. Við teljum vel koma til greina að menn þurfl að sækja námskeið í bókhaldi og fjár- reiðum ríkisins til þess að geta starf- að á þessu sviði. Þessi gagnrýni okk- ar segir allt,“ sagði Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoðandi vegna þeirra fjölmörgu athugasemda sem Ríkis- endurskoðun gerir vegna bókhalds hinna ýmsu stofnana og embætta hjá ríkinu í skýrslu sinni um Ríkisreikn- inginn 1993. Þar er fjöldinn allur af athuga- semdum vegna einfoldustu bók- haldsatriða sem ekki eru rétt fram- kvæmd. Það liggur við að hver ein- asta stofnun, embætti eða sjóðstjórn- ir sem fjallað er um fái gagnrýni eða athugasemdir fyrir mistök eða rang- ar aðferðir í bókfærslu. Sigurður Þórðarson var spurður hvort hann teldi að bókhaldskennslu hér á landi væri stórlega ábótavant. „Ég treysti mér nú ekki til að fara að gefa út yfirlýsingar um það á þess- um vettvangi. Ég vil líka taka fram að í fyrra vorum við meira í að draga þetta allt saman en nú meira í að tí- unda upp stofnanirnar hverja fyrir sig. Þess vegna mega menn ekki telja að þetta sé eitthvað að versna. Það er ekki nema síður sé. Hins vegar er Sæstrengsathugun skýrist fljótlega Gert er ráð fyrir að hagkvæmniat- hugun á lagningu sæstrengs milii meginlandsins og íslands ljúki um mánaðamótin september/október. Von er á J. Sukkel, framkvæmda- stjóra Icenet-verkefnisins, til íslands í byrjun febrúar og fara þá línur að skýrast varðandi samstarf íslenskra og erlendra fyrirtækja og framhald verkefnisins á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu borgarstjóra við fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun borgar- innar á borgarstjórnarfundi nýlega. Síðasta haust hófst starf vinnu- hópa og verkefnisstjórnar við að end- urskoða áætlanir, gera nýja tímaá- ætlun og undirbúa viðræður við fleiri erlenda aðila. Þá var haldinn fundur í Lundúnum í byrjun des- ember með stjórnendum Landsvirkj- unar, iðnaðarráðuneytisins og full- trúum markaðsskrifstofu, fram- kvæmdastjóra Icenet-verkefnisins og fulltrúum skoska orkufyrirtækisins Scottish Hydro og rafveitunnar í Hamborg. í forathugun sæstrengsverkefnis- ins í lok 1993 kom meðal annars fram að verkefnið virtist nógu hagkvæmt til að ljúka hagkvæmniathugun og fá nýja aðila til samstarfs. Um mitt ár 1994 var undirritaður samstarfs- samningur milh Icenet-aðilanna og Landsvirkjunar. Beinn kostnaöur við athugunina er áætlaður um 78 milljónir króna. ég ekkert að draga úr því að viö erum ekki sáttir viö þetta, öðru nær,“ sagði Sigurður Þórðarson. Límmiðaskammtarar fyrir miða á örkum, samhangandi tölvumiða og miða á rúllum. Allt að helmings tímasparnaður, léttir og meðfærilegir. Einfaldir í notkun. Verð frá kr. 41.571,- staðgreitt. ffúajsilqDS KRÓKHÁLSI 6 - SÍMI 567-I90O • fAX 567 I90! -ÝY^ Sjálfstæöisflokkurinn: Vill hækka framlög til skólamálanna SERHÆFT Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að framlög borgarsjóðs til skólamála verði 90 milljónum króna hærri en í fjárhagsáætlun Reykja- víkurlistans 1995 sem gerir ráð fyrir heildarframlögum að fjárhæð 1.759 milljónir króna í þennan málaflokk. Samkvæmt tillögum Sjálfstæðis- flokksins er æskilegt að auka rann- sóknar- og þróunarverkefni í skólum og leggja áherslu á samskiptaverk- efni, tölvuvæðingu, nettengingu, ný- sköpunarkennslu, þjónustu heils- dagsskóla og öflugt starf í Vinnuskól- anum. Sjálfstæðismenn telja að 74 millj- óna króna niðurskurður Reykjavík- urlistans gagnvart Vinnuskólanum hafi alvarleg áhrif í sumar fyrir fjöl- skyldur í borginni. •’ oC '' KRIFSTOFU TÆ KNINAM Áhrifaríkt, markvisst og ódýrt íþrótta- og tómstundaráð: 190 milliónir í íþróttahús og aðrar framkvæmdir Fjárveiting til æskulýðs-, tóm- stunda- og íþróttamála nemur tæp- um 1.108 milljónum króna á þessu ári og hækkar um 1,8 prósent frá síðasta ári, samkvæmt fjárhagsá- ætlun borgarsjóðs fyrir árið 1995. Kostnaður við rekstur æskulýðs- og tómstundamála er áætlaður um 304 mihjónir, við rekstur félags- miðstöðva verði 105 milljónir og sumarnámskeið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, ÍTR, um 29,3 milljónir króna. Um 49 milljónum króna verður varið í félags- og tómstundastarf í samstarfi við grunnskólana á þessu ári. Gert er ráð fyrir að 32,8 milljónir króna fari í félags- og tóm- stundastarf á vegum ÍTR og 16,5 milljónir á vegum Skólaskrifstofu. Þá er gert ráð fyrir fjárveitingu til skóla með kennslu á sviði nýsköp- unar, til dæmis á tómstundanám- skeiðum, valgreinakennslu eða starfrækslu sumarskóla. Um 8,4 milljónir fara í starfsemi í þágu nýbúa í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Framlag til íþróttastarfsemi eru áætluð um 449 milljónir króna á þessu ári, þar af fara 259 milljónir til íþróttabandalags Reykjavíkur og reiknað er meö styrkjum að fjár- hæð 190 milljónir vegna samnings- bundinna byggingaframkvæmda íþróttafélaganna, svo nokkuð sé nefnt. 114 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á alhliða undirbúning fyrir skrifstofustörf. Verð aðeins 75.800 • _kr. stgr. Afb.verð 79.800 kr. eða 5.043 kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið. KENNSLUGREINAR: - Almenn tölvufræði - Windows gluggakerfið og MS-DOS - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Umbrotstækni - Bókfærsla - Verslunarreikningur - Tölvufjarskipti Innritun er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. Valtýr Pálsson: Mér koma einungis i hug þrjú orð til að lýsa náminu hjá Tölvuskóla Reykjavikur; ÁHRIFARÍKT, MARKVISST OC ÓDÝRT. Tölvuskóli ReykJavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAVÍK, sími 616699. fax 616696

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.