Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Fréttir Hægagangur í kj araviðræðunum: Eins og allir séu að bíða eftir öllum - segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur „Þetta er afar einkennileg staöa. Þaö er alger kyrrstaða eins og er og líkast því aö allir séu að bíöa eftir öllum,“ sagöi Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur, í samtali viö DV í gær um stööuna í kjarasamningun- um. Hann sagöi aö formenn félaganna þriggja, sem mynda Flóabandalagið, myndu ráða ráöum sínum í dag, mánudag. Þeir teldu aö boltinn væri nú hjá Vinnuveitendasambandinu hvaö frekari samningafundi varöaöi. Flóabandalagsfélögin eru öll komin með verkfallsheimild og eru þau einu verkalýðsfélögin sem hafa aflað sér verkfallsheimildar. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, sagði aö samningamenn sambandsins hefðu átt fund meö forsvarsmönnum VSÍ á laugardaginn. Þar voru launakröfur þess kynntar. „Viö fóram yfir kröfurnar og það varö enginn hvellur og leiö ekki yfir neinn,“ sagöi Björn Grétar. Hann segir að Verkamannasam- bandið hafi undanfariö veriö í við- ræðum viö vinnuveitendur um sérkjaramálin. Þaö hefur samt held- ur lítið mjakast í þeim samningum. „Þaö er óhemjumikil vinna aö fara yfir sérkjaramálin. Umræöa um þau hefur ekki farið fram í mörg ár og þaö verður hreinlega að taka á þessu núna. Þetta er ekki mál sem hægt er að hrista af á stuttum tíma. Menn verða aö gefa sér þann tíma sem þarf til að fara yfir allt sviðið og ljúka gerð nýs sérkjarasamnings," sagöi Bjöm Grétar Sveinsson. sjónvið Sogið ogÁHtavatn „Ég sá tvo emi eltast við önd yfir Álftavatni. Hún stakk sér alltaf um leið og þeir steyptu sér skipulega til skiptis á eftir henni. Ég sá ekki hvernig leikurinn end- aöi en það er sjaldgæft aö sjá tvo emi í einu hér á seinni árarn," sagði Guðmundur Þorvaldsson á Bíldsfelli í Grafningi í samtali við DV. Guðmundur sá nýlega til arn- anna en hann sagöi að undanfar- ið hefði verið talsvert algengt að ernir flygju um svæðið við Sogið og Álftavatn í ætisleit. Hann sagðist telja að emirnir tveir hefðu veriö ungar enda með mik- ið hvítt í stélinu. Guðmundur sagöí að trúlega verpti öminn ekki í Ingólfsfjalli. Hann sagðist hins vegar hafa heyrt aö öminn verpti í Hvalfirði. Yfir sumartím- ann er mikið um fýl og önd við Álftavatn og Sogið og sést öminn þágjarnanáþeimslóðum. -Ótt Loðnaner komin Jóhann Jóhannaaon, DV, Seyðisfirði: Fyrstu loðnuna, sem barst til SR mjöls á Seyðisfirði, kom Örn KE með síödegis á laugardaginn. Hún veiddist í Reyðarfjaröardýpi nóttina áður. Farmurinn var tæp 700 tonn og fékkst að mestu i tveimur köstum. Loðnan stóð djúpt og sagði skipstjórinn að það mætti þakka djúpri nót skipsins að þessi afli fékkst. Loönan var nokkuð blönduö.' Miklu léttara er nú yfir mönn- um og er þess vænst að loðnan færist nú suöur á granninn, skilji sig betur og að veiðin glæðist. Biöin eftir loðnunni nú hefur ver- ið mönnum erfiðari en oftast áður vegna þess að aliar spár höfðu hnigið í þá átt að síðsumars- og haustveiði yrði góö. Sú von sem bundin var þeim spám brást. Þvi hafði verið spáð aö fyrsta loðnan bærist á þorrablótsdegi Seyðfirðinga eins og þijú síðast- liðin ár. Það stóðst. Anna G. Ivarsdóttir, formaður Sambands islenskra bankamanna. Þau fagna nú sextugsafmæli sinu. Bankar og sparisjóðir bjóða upp á kaffi og meðlæti i dag vegna tímamótanna. DV-mynd BG Samband íslenskra bankamanna sextugt: Bankamönnum hefur fækkað um f immtung síðan 1987 „Konur eru að miklum meirihluta innan samtakanna eða um 75 pró- sent. Karlarnir eru þó að miklum meirihluta í æðstu stjórnunarstöð- um. Það má glöggt sjá þessa skipt- ingu i dæmigerðum litlum útibúum þar sem útibússtjórinn er í mörgum tilvikum karlmaður en aðrir starfs- menn konur," segir Anna G. ívars- dóttir, formaður Sambands íslenskra bankamanna, en samtökin fagna í dag 60 ára afmæli sínu. í upphafl voru samtökin fagfélag en þau voru stofnuð 30. janúar 1935 af starfsfólki Landsbankans og Útvegsbankans. í dag verður boðið upp á veitingar í öllum bönkum og sparisjóðum. Inn- an samtakanna eru rúmlega 3000 fé- lagar. „íslenska bankakerfiö er mjög tæknivætt og það er hér aðeins ein tölvumiðstöð sem gerir það aö verk- um að allar færslur eru mjög fljótar að skila sér og það gerist nánast sam- dægurs. Um leið og einhver hreyfmg á sér stað sést það jafnt á Súganda- firði sem í Reykjavík. Sem dæmi má nefna að þaö tekur sjö daga í Suður- Afríku að sjá hreyfingu af reikn- ingi,“ segir Anna. Samkvæmt grein úr alþjóðlegu bankablaði álykta samtökin að ís- lenskur gjaldkeri afkasti þrisvar sinnum meiru en bandarískur starfs- félagi hans. Anna segir að banka- kerfið hafi á 10 árum tekið miklum stakkaskiptum í átt til hagræðingar. „Frá því fjöldi bankamanna var í hámarki 1987 hefur þeim fækkaö um 20 prósent. Það byggist á beinlínu- væðingu, notkun debetkorta, hrað- banka og fyrirtækjatenginga. Okkur fækkar, liggur við, frá mánuði til mánaðar,“segirAnna. -rt I dag mælir Dagfari___________________ í stríði við norðurljósin Það munaði engu að kjamorku- styrjöld brytist út í síðustu viku. Það var eiginlega fyrir tilviljun aö svo varð ekki. Þetta sýnir hins veg- ar að við lifum á viðsjárverðum tímum og jafnvel þótt kalda stríð- inu sé lokið og kommúnisminn fyr- ir bí er eiginlega meiri hætta á stríðsátökum og tortímingu en nokkra sinni fyrr. Friðartímarnir eru hættulegastir. Tildrög þessa máls voru þau að Norðmenn hugðust senda eldflaug á loft til að kanna norðurljósin. Ekki vildi betur til en svo að Rúss- ar sáu allt. í einu eldflaug á lofti sem þeir héldu aö stímdi á sig. Varð uppi fótur og flt og Jeltsín var bú- inn að opna lsvarta kassann og far- inn að fikta við takkana þegar þeim í Atlantshafsbandalaginu tókst að útskýra það fyrir Rússunum að eldflaugin væri ætluð norðurljós- unum en ekki blessuðum Rússun- um. Nógur var nú samt hjá þeim stríðsreksturinn í Tsjetsjeníu þótt ekki bættist við kjarnorkustríð á móti Norðmönnum. En þetta vekur menn til umhugs- unar um að kjamorkustyijöld er yfirvofandi á hverri stundu og það er eiginlega glópalán að ennþá hef- ur hún ekki brotist út. Ef fleiri en Norðmönnum dettur í hug að rann- saka norðurljósin, ef einhverjum dettur í hug að rannsaka stjömurn- ar eða himinhvolfiö út frá náttúru- legum sjónarhóli og notar til þess eldflaugar er það undir hæhnn lagt hvort kjamorkueldflaugar eru sendar á loft til aö granda saklaus- um norðurljósaflaugum. Það fer nánast eftir því einu hvort Boris Jeltsín er fullur eða edrú. Þarna situr hann í Moskvu með gamla svarta kassann frá því að Sovétríkin vora og hétu og þó hann hafi ekkert eftir af völdum annaö en þennan svarta kassa stafar af honum ógn og skelfmg vegna þess að enginn stjórnar því hvað þess- um eina manni dettur í hug aö gera þegar hann er orðinn mátulega fullur. Því er nefnilega haldið fram að Jeltsín hafi verið vel hálfur þeg- ar hann frétti af norsku eldflaug- inni og hann ætlaði sko ekki að láta Norðmenn taka sig í bólinu og opnaði kassann og ef hann hefði verið búinn að drekka einu glasi meira hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Friðurinn er sem sé kominn und- ir því hvað Jeltsín er kominn langt í drykkju sinni þegar norðurljósin era rannsökuð. Næst verða Norð- menn og aðrir visindamenn að spyrjast fyrir um það hvað Jeltsín hafi drukkið mörg glös áður en þeir voga sér að senda eldflaugar á loft. Raunar má segja að það sé sama hvað menn vilja senda á loft. Það er aldrei að vita nema eftirlitið í Moskvu og á öðrum hernaðarlega mikilvægum stöðum í heiminum haldi að ókennilegir hlutir, sem eru á ferð upp í himinhvolfið, sé upp- haflö að kjarnorkuárás. Eftirlits- menn með vígbúnaði og vopna- skaki eru orönir óvanir og stirðir í fræðunum og þreyttir á friönum og þeir geta rokið upp með andfæl- um og blásiö til gagnsóknar, þó ekki væri fyrir annað en efna til ófriðar. Sannleikurinn er sá að hernaðar- yfirvöld, bæði vestan hafs og aust- an, eru orðin langþreytt á aðgerð- arleysi og ótímabærum friði í ver- öldinni og það var sennilega út af einskærum leiðindum aö rússneski herinn lagði til atlögu við Tsjetsje- níumenn til að æfa sig í að drepa fólk. Síðan hefur Boris Jeltsín verið í stríðsleik heima í Moskvu og er kominn í æfingu og hvað munar hann þá um eitt stykki kjarnorku- stríð við Norðmenn? Einhvern veg- inn verður hann að viðhalda völd- um sínum og það gera einræðis- herrar ávallt með þvi aö búa til stríð við ímyndaða fjandmenn til að þjappa þjóð sinni á bak við sig. Dagfari telur skynsamlegast fyrir Norömenn og náttúrufræðinga að láta af öllum fyrirætlunum sínum um að rannsaka norðurljósin. Menn eiga að halda sig við að kaupa þau eða selja og þess vegna mætti svosum reyna aö selja Jelts- ín norðurljósin til að honum stafaði ekki hætta af því að þau séu rann- sökuö. En í guðanna bænum ekki skjóta flugeldum eða eldflaugum á loft ef menn vilja koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld af misgá. Fyrst er að minnsta kosti að ganga úr skugga um aö Jeltsín sé ófullur eða offullur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.