Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 17 Fréttir Norræn víkingahátíð í Hafnarflrði í sumar: Búist við 500 útlendingum Pétur Pétursson, DV, Kaupmaiuiahö£n: Þegar hafa selst um 400 sæti á norr- æna víkingahátíð sem haldin verður í Hafnarfirði dagana 6.-9. júlí. Á hverju ári eru haldnar margar hátíð- ir með sama fyrirkomulagi víða um Evrópu en árlega er ein aðalhátíð haldin. Er gert ráð fyrir að víkinga- hátíðin í Hafnarfirði verði aðalhátíð- in í ár. Af þeim 400 sætum sem selst Sjálfstæöismenn: Vilja flýta uppbyggingu hjúkrunar- heimila Sjálfstæðismenn í borgarstjóm leggja til að 619,5 milljónir króna fari í aukna heimaþjónustu, aukið félags- starf og rekstur þjónustusela. Um er að ræða svipað framlag og á síðasta ári. í greinargerð með tillögunni seg- ir að rekstrarframkvæmdir hafi auk- ist jafnt og þétt í öldrunarmálum vegna öflugrar uppbyggingar og reksturs félags- og þjónustumiö- stöðva. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja til að veittar verði um 197,5 milljónir króna í uppbyggingu hjúkr- unarheimila. Um 85 milljónir fari í áframhaldandi uppbyggingu hjúkr- unarheimilis í Suður-Mjódd þannig að hægt verði að taka það í notkun í byrjun 1997. Sjálfstæðismenn telja tillögu R-Ust- ans um 20 milljóna framlag í hjúkr- 1 unarheimilið í Suður-Mjódd draga úr framkvæmdahraða. Nef nd f inni sparnaðarleið í borginni Sjálfstæðismenn hafa lagt til að borgarstjóra og borgarhagfræðingi verði fadið að skila tillögum um sparnað og sölu eigna í borginni fyr- ir seinni umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar. Tillagan var felld en til- laga borgarstjóra um að skipa nefnd ’ til að koma með tfilögur að 260 miUj- óna sparnaði og sölu eigna samþykkt með þremur atkvæðum. „Við teljum nánast útilokað að loka fjárhagsáætlun með einhverri tölu án þess að fyrir liggi hvað eigi að < gera og hvernig sparnaðinum er skipt á málaflokka. Það er tvöfalt erfiðara verkefni að draga saman ef það hefst ekki fyrr en á miðju ári þegar nefndin hefur skilað tfilögum sínum,“ segir Árni Sigfússon borgar- fulltrúi. Reykjavík: Haldið áfram með náðhúsin Áætlað er aö verja 459 milljónum króna í hreinlætismál í borginni á þessu ári eða 2,2 prósentum hærri upphæð en í fyrra. Stærsti hlutinn fer í kostnað við hirðingu og eyðingu á húsasorpi eða 268 milljónir króna. Kostnaður borgarinnar vegna gáma- stöðva Sorpu verður að öllum líkind- um 75 miUjónir króna á árinu. Fjórar milljónir fara í tilrauna- verkefni í jarðgerð garðaúrgangs í tengslum við gámastöövar Sorpu og 11,7 mUljónir fara í rekstur lokaðs geymslusvæðis á vegum Geymslu- svæðisins hf. Þá verður haldið áfram að reka náðhús í Kvosinni. hafa hefur um helmingurinn selst í Danmörku en hinn helmingurinn í ýmsum Evrópulöndum. Stofnað hefur verið hlutafélag um hátíðina. Stærstu hluthafar eru Hafnarfjarðarbær, Fjörukráin í Hafnarfirði, Úrval-Útsýn og Hafnar- fjarðarhöfn. Gerir umboðsaðilinn í Kaupmannahöfn, Islandia travel, ráð fyrir meira en 500 erlendum þátttak- endum í hátíðinni. Fengnir verða þekktir fyrirlesarar og þegar er ákveðið að sex víkingaskip, sem hafa leyfi til farþegaflutninga, komi til landsins, fimm frá Danmörku og eitt frá Noregi, Saga-siglar skipið. í samtali við DV sagði Gunnar Snælundur Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Islandia Travel, að þegar allt væri talið til væri um 30 milljóna króna verkefni að ræða. Hefur þegar fengist tveggja milljóna króna styrkur frá Norræna menn- ingarsjóðnum. Einnig hafa kostunar- aðilar fengist að hátíðinni á íslandi, þar á meðal bændasamtökin. Stefnt er aö því að hátíðin veröi haldin á íslandi þriöja hvert ár og standa vonir manna til að henni fylgi miklar gjaldeyristekjur. Aðilum sem hyggjast sækja hátíðina verður boðið upp á fleiri ferðamöguleika á ís- landi. Hefur um þriðjungur þeirra sem þegar hafa ákveðiö að koma á hátíðina frekari ferðalög á íslandi í huga. Þar má nefna sérstakar Njálu- ferðir og fleiri ferðir sem tengdar eru sögulegum minnum. Þykir áhuginn bera vott um fortíðarhyggju margra Evrópumanna sem ferðaskrifstof- urnar eru farnar að gera sér mat úr í auknum mæli. STOP ÞURFTIRÐU AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ *r jr I BILA- HUGLEIÐINGUM VEGNA VERÐSINS? mm A\ 34 K2 SAFÍR Frá 588.000,- kr. 148.000,-kr. út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,-kr. í 36 mánuði. SAMARA 677 Frá 624.000,- kr. 156.000,- kr. út og 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPORT 624 rnrrn Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. 949 Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.