Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Hringiðan Grétar Reynisson myndlistarmað- ur opnaði sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu um helgina. Á sýn- ingunni eru skúlptúrar unnir úr krossviði og dúk og blýantsteikn- ingar. Þessi mynd var tekin við opnun sýningarinnar á laugardag- inn og er það Bragi Ólafsson sem stendur við hlið listamannsins. Hafðu stjórn á malunum NUPO LÉTT McDonald’s LEIKURINN 9 9*17*50 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjömumáltíð fyrir tvo frá McDonald's fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spumingunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta fóstudag. Nyndbandagetraun BÖMUSVflEð Veður var fallegt á höfuðborgarsvæðinu um helgina og tóku margir Reykvíkingar upp á því að skella sér á skauta á Reykjavíkurtjöm. Margir voru að fara í fyrsta skipti en aðrir voru þaulvanir. Flestir virtust þó skemmta sér vel, enda bæði hressandi og heilsusamlegt fyrir unga sem aldna að leika sér á skautum. Hanna Gunnarsdóttir listakona opnaði sýningu á 15 landslagsmyndum máluðum með oliulitum á striga í Stöðlakoti um helgina. Þetta er 4. einkasýning Hönnu í Reykjavík en auk þess hefur hún tekið þátt í nokkr- um samsýningum erlendis. Með Hönnu á myndinni, en hún er fyrir miðju, eru þær Bergljót Gunnarsdótt- ir og Krisiín Þorvaldsdóttir. Það var mikið kubbað í Tónabæ um helgina þegar ungmennin þar kubbuðu stanslaust í sólarhring til styrktar nýrri útvarpsstöð unglinga. Umboðið fyrir Legó-kubba, Reykjalundur, styrkti ungmennin auk þess sem þau gengu í hús og söfnuðu áheitum. Það var skemmtilegt andrúmsloft í Nýlistasafninu um helgina þegar verið var að opna sýningu Grétars Reynissonar myndhstarmanns. Grétar sýnir þar skúlptúra og teikningar en það var hljómsveit Péturs Grétarssonar sem tók á móti gestum með dularfullum tónum sínum. Þessir dansglöðu unglingar dönsuðu mikið um helg- ina. í félagsmiðstöðinni Tónabæ var í gangi maraþon- keppni til fjáröflunar fyrir útvarpsstöð unglinga. Dansinn hófst kl. 14 á laugardag og lauk honum sólar- hring seinna. Sími 99-1750 Verð kr. 39,90 mínútan Dregið daglega og gjafakort með uttekt á þrem myndbands- spólum frá Bónus- vídeó fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spumingunum er að finna í blaðauka DV um dagskrá, mynd- bönd og kvikmyndir sem fylgdi DV síðasta nmmtudag. BdMISVfDEÖ Nýbýlavegl 16 sfml 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 „Samhugur í verki“ eru sannarlega orð að sönnu um söfnunina sem staðið hefur yfir að undanfomu vegna snjóflóðanna í Súðavík. Þessir ungu drengir, þeir Sig- urður Þórir Þórisson, Birgir örn Harðarson Og Samúel Þórir Drengsson eru allir úr Árbæjarskóla og tóku sig til um helgina og söfnuðu fé handa Súðvík.- ingum í Kolaportinu. Kolaportið bauö upp á ókeypis sölubása fyrir þá sem vildu styrkja þetta verðuga málefni. Söfnunarátakið Samhugur í verki hefur staðið yfir að undanförnu vegna náttúmhamfaranna fyrir vestan og má segja að nær allir íslendingar hafi á einhvem hátt tekið þátt í söfnuninni. Þær Gunnhildur Guð- mundsdóttir og Inga Björk Guðmundsdóttir stóðu í Kolaportinu um helgina og ætluðu að láta allan ágóða af fjáröflun sinni þar renna í söfnunina. Guðmundur Hrafnkelsson, lands- liðsmarkvörður í handbolta, hafði í nógu að snúast um helgina þegar íjöldinn allur af handboltaáhuga- mönnum, ungum sem öldnum, not- aði tækifærið til að „skjóta á hann“ í Kringlunni. í tilefni af því að 100 dagar voru til HM 95 bauðst al- menningi m.a. að reyna að skora hjá landshðsmarkvörðunum. Lukkudýr keppninnar, álfurinn Mókollur, reyndi að aðstoða Guð- mund með misjöfnum árangri. Mjólkursamsalan í Reykjavík er 60 ára um þessar mundir og af því til- efni bauð fyrirtækið kaupmönnum og öðrum viðskiptavinum sínum í húsnæði sitt við Bitruháls til að skoða m.a. safn sem sett hefur ver- ið upp um sögu fyrirtækisins. Einnig var veriö að kynna nýjar mjólkurumbúðir sem þessar konur sýndu mikla athygh. í tilefni þess að 100 dagar voru þangað til flautað væri til leiks í heimsmeistarakeppninni í hand- bolta sameinuðust framkvæmda- nefnd HM 95 og Kringlan um að efna til hátíðar um síðustu helgi þar sem ýmsar uppákomur sem tengjast HM voru á dagskrá. Gestir og gangandi fengu meðal annars tækifæri á að spreyta sig á að skora hjá markmönnum íslenska lands- hðsins og var þessi hfli snáði held- ur betur einbeittur á svip þegar hann reyndi að vippa boltanum yfir Guðmund Hrafnkelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.